Morgunblaðið - 02.04.1998, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Silli
í HÓPI Borgarhólsskólanema.
Sendiherra Breta heimsækir Húsavík
Húsavík - Sendiherra Breta á ís-
landi, Jim McColloch, var á Húsavík
síðastliðinn fóstudag með konu
sinni og syni á ferð um Norðurland í
tilefni af því að á komandi hausti er
áformað samkvæmt væntanlegri
námskrá að hefja kennslu í ensku
sem fyrsta erlenda tungumáli.
Fyrst kom sendiherrann í Borg-
arhólsskóla og hitti þar skólastjór-
ann, Halldór Valdimarsson, og hóp
10 ára nemenda, sem hefja eiga
enskunám á komandi hausti og
verða fyrstu nemendur þess skóla,
sem hefja nám í ensku áður en þeir
hefja dönskunám, en þó er ætlast til
að þeir læri dönsku jafnt og áður.
Sendiherrann ávarpaði börnin og
sagði að hann vissi að þau skildu
hann ekki nú. En hann vonaðist til
þess að koma til þeirra að fímm ár-
um liðnum og þá mundu þau geta
betur talað saman og vita meira um
heiminn eftir að þau hefðu kynnt
sér bókina „Geography of the
World“, sem hann afhenti skólanum
að gjöf.
Ánægður með kunnáttu í ensku
Því næst var farið í Framhalds-
skólann og tók þar á móti gestunum
Guðmundur Birkir Þorkelsson
skólameistari og sagði þeim sögu
skólans og kynnti starfsemi hans.
Sendiherrann sagðist vera kom-
inn hingað norður bæði til að kynna
sér staðinn og svo kennslu og kunn-
áttu nemenda í ensku. Hann kom í
kennslustund og lét þar í ljós
ánægju sína yfír því hve vel ung-
Iingarnir skildu og töluðu ensku.
Hann sagðist sérstaklega hafa tekið
eftir þvi þegar hann ávai’paði allan
hópinn hve vel þau fylgdust með
máli hans.
Skipst var á gjöfum og það þótti
sendiherranum sérstaklega
skemmtilegt að fara með minjagripi
frá Framhaldsskólanum á Húsavík,
sem nemendur skólans höfðu hann-
að og smíðað.
Útigöngufé finnst '
á Reykjaheiði
Morgunblaðið/Atli Vigfusson
SYSTKININ Páll Helgi Buch og Guðný J.
Buch á Einarsstöðuin í Reykjahverfi með úti-
gönguféð sem fannst á Reykjaheiði.
Laxamýri - Tvær
útigöngukindur, ær
og lambhrútur,
fundust nú í vikunni
við Mælifell á
Reykjaheiði, eftir
töluverða leit. Það
var starfsmaður
ferðamannafyrir-
tækisins Fjallasýnar,
Hafsteinn Halldórs-
son, sem var á svæð-
inu við Þeistareyki
ásamt erlendum
ferðamönnum fyrir
nokkru og sá þá
kindurnar. I fram-
haldi af því var haf-
in leit, sem ekki bar
árangur fyrr en
núna. Um var að
ræða þrjár kindur
en fundust bara
tvær, þriðju kindar-
innar er leitað.
Eigandi ánna,
Guðný J. Buch á
Einarsstöðum í
Reykjahverfi,
vigtaði féð þegar
það kom í hús og
reyndist ærin vera
35 kg en hrúturinn
26 kg.
Vitað var að þessar ær
höfðu sloppið í göngum á sl.
hausti nálægt Lamba-
fjöllum.
Ærin, sem er tæplega
tveggja vetra og ber nafnið
Jenný, er með lambi og ber lík-
Iega nú um sumarmál.
BLIKAHJALLI 3-7-11,
SUÐURHLÍÐUM KÓPAVOGS.
Sími 533 4040 Fax 588 8366
Glæsileg raðhús á tveimur hæðum m/innb. bílskúr. Stærð ca. 200 fm. Húsin verða
seld í núverandi ástandi, fullbúin að utan, en fokheld að innan. Frábær staðset-
ning. Verð frá 10,9 m. Áhv. húsbréf. Allar uppl. og teikn. á skrifstofu. 8675
Armúla 21
DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali.
í^>n FASTEIGNA rf
fMJ MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 Netfang: http://habil.is/fmark/
Hringbraut Hf.
Glæsileg 140 fm efri sérhæð og ris í tvíbýlishúsi. Ris er
nýlega byggt og neðrí hæðin öll nýlega endurnýjuð.
Stórar stofur. Parket á öllum gólfum. Glæsilegt útsýni.
Verð 12,5 millj.
Jón Guðmundsson, sölust.i, lögg. fasteigna- og skipas.
Mozart í að-
alhlutverki
á árshátíð
Hveragerðl - A árshátíð miðstigs
Grunnskólans í Hvergerði sem
haldin var nú nýverið má segja að
Mozart og tónlistin hans hafi ver-
ið í hávegum höfð. Sérsamin leik-
gerð Töfraflautunnar var flutt og
síðan var einnig sýnt leikrit er
sýndi samskipti Mozarts við Sali-
eri, krakkarnir sýndu það og
sönnuðu þarna að tónlist gömlu
meistaranna er þeim ekki eins
framandi eins og margur gæti
haldið.
Frumsamið leikrit um samskipti
þjóða og leikrit byggð á þjóðsög-
unni um Nykurinn vöktu einnig
mikla athygli. Þá söng kór miðstigs
nokkur lög og stúlkur sýndu fím-
leika. Að skemmtiatriðum loknum
bauð 7. bekkur uppá kaffí og vöffl-
ur en að því loknu var stiginn dans
við dúndrandi tónlist fram eftir
kvöldi.
Árlega leggja nemendur allra
stiga mikinn metnað í dagskrá
árshátíðar þar sem foreldrar og
forráðamenn fjölmenna til að sjá
börn sín á sviði. Mikil áhersla er
lögð á það að allir nemendur taki
þátt í dagskránni og öðlist þannig
dýrmæta reynslu í því að koma
fram.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
FRA brunaæfingu Grunnskólans á Reyðarfirði.
Brunaæf-
ing í Grunn-
skóla Reyð-
arfjarðar
Reyðarflrði - Brunaæfíng var haldin
í Grunnskóla Reyðarfjarðar, samæf-
ing slökkviliðsins og skólans. Starfs-
liði og nemendum skóians var til-
kynnt að brunaæfing yrði ákveðinn
dag.
Kl. 11.15 var hringt og tilkynnt
um eld í skólanum. Nemendur og
starfslið björguðu sér út um glugga
og niður brunastiga. Sumum fannst
nokkuð hátt niður en allt gekk vel.
Eidur hafði verið kveiktur í vél-
fræðistofu og iagði mikinn reyk upp
stigaganga og inn í kennslustofur í
eldri hluta skólans. Skólastjóri og
tveir nemendur földu sig í húsinu og
urðu reykkafarar að leita þeirra.
Fundust þeir nokkuð fljótt og varð
ekki meint af. Skólinn var síðan
reykræstur.
I framhaldi af þessu verður bætt
úr því sem betur má fara. Slökkvi-
liðsstjóri er Þorbergur Hauksson.
Eskfirðingar og Reyðfirðingar eru
með sameiginlegt slökkvilið og tóku jjj
tíu Reyðfirðingar auk slökkviliðs-
stjóra þátt í æfingunni. .