Morgunblaðið - 02.04.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 02.04.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 25 Barist á götum Phnom Penh Phnom Penh. Reuters. ÁTÖK brutust út á strætum Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, í gær milli stuðningsmanna Norodoms Ranariddhs prins og andstæðinga hans. Átökin urðu þegar fleiri en 100 andstæðinga hans gerðu atlögu að stuðningsmönnum prinsins fyiir framan hótel það sem Ranariddh dvelst á. Þar hafa stuðningsmenn Ranariddhs gert sig heimakomna síðan á mánudag, en þá snéri Rana- riddh heim úr útlegð, og lauk átök- unum í gær með flótta þeirra. Nokk- ur meiðsl urðu á fólki samkvæmt heimildum fíeuters-fréttastofunnar. Prinsinn deildi stóli forsætisráð- herra með Hun Sen þar til í júlí í fyrra þegar Hun Sen rak hann úr embætti. Ranariddh snéri hins vegar aftur úr útlegð sinni á mánu- dag í samræmi við friðaráætlun sem Japanir beittu sér fyrir og mun líklega bjóða sig fram í kosn- ingum í júlí. Samkvæmt heimildum tælenska hersins brutust einnig út átök á landamærum Kambódíu og Thailands milli stríðandi fylkinga innan skæruliðasamtaka Rauðu Kh- mei-anna. ERLENT Reuters RANARIDDH prins ræddi hugsanlegt framboð við fréttamenn í gær. Sprengjutil- ræði á Spáni San Sebastian. Reuters. SPRENGJUR sprungu við heimili fjögurra stjórnmálamanna í Baska- landi í gærmorgun en þeir eru allir í stjórnarflokknum á Spáni, Þjóðar- flokknum. Þykir líklegt, að liðsmenn ETA, aðskilnaðarhreyfmgar Baska, hafi komið þeim fyrir. Ein kona meiddist lítillega þegar sprengjurnar sprungu en talið er að ETA sé að hefna þess að nýlega handtók lögreglan meira en 10 liðs- menn hennar. ETA-menn hafa að undanfórnu gert mörg tilræði við fé- laga í Þjóðarflokknum, sem þeir segja vera arftaka Franciscos heitins Francos einræðisherra en hann bannaði Böskum að leggja rækt við þjóðerni sitt. V arnarmálanefnd breska þingsins Varað við drætti á stækkun NATO London. Reuters. VARNARMÁLANEFND breska þingsins sagði i gær, að það myndi valda „óumræðanlegum skaða“ ef ekkert yrði af fyrirhugaðri stækkun Atlantshafsbandalagsins, NATO. Hins vegar telur nefndin hugsan- legt, að kostnaður við stækkunina, um 180 milljarðar ísl. kr., sé veru- lega vantalinn. NATO hefur ákveðið að veita Pól- landi, Tékklandi og Ungverjalandi aðild að bandalaginu en þjóðþing allra aðildarlandanna 16 verða að samþykkja það. Utanríkismála- nefnd bandarísku öldungadeildar- innar samþykkti stækkunina með 16 atkvæðum gegn tveimur en Trent Lott, leiðtogi meirihluta repúblikana í þingdeildinni, frestaði umræðum um málið í ótilgreindan tíma vegna átaka á þingi, sem urðu til þess, að frumvarp repúblikana um menntamál fékkst ekki tekið fyrir. Rússar una stækkuninni I skýrslu bresku varnarmála- nefndarinnar segir, að láti eitthvert NATO-ríki það ógert að staðfesta stækkunina muni það hafa mjög neikvæðar afleiðingar fyrir ríkin í Nið- og Austur-Evrópu. Segir nefndin, að þótt Rússar hafi mót- mælt stækkuninni, hafi þeir í raun sætt sig við hana enda hafi þeir ekkert neitunarvald í málefnum NATO. H j á l m a r og því vandaöri því betri. Bandarísku TREK hjálmarnir eru með þeim betri. Vapor Fyrir unglinga og fullorðna, með öryggisskyggni, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstillismellu fyrir festibönd. Litir: Svart, blátt og hvítt Kr. 3.252,- stgr. Inertia trek Fyrir fullorðna, með öryggisskyggni, 15 loftræstigötum, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstillismellu fyrir festibönd Litir: Blátt, mango-gult Kr. 4.376.- stgr. Tempest trek Fyrir fullorðna, með öryggisskyggni, 15 loftræstigötum, stiilanlegri hnakkaspennu, hraðstillismellu fyrir festibönd. Scribble tmzemc^ Fyrir börn og unglinga, með öryggisskyggni, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstillismellu fyrir festibönd. Kr. 2.993.- stgr. HVAÐ METUR t>Ú MEST? Litur: Gult Kr. 6.455,- stgr. Racing Stripe Fyrir börn og unglinga, með öryggisskyggni, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstillismellu fyrir festibönd. Kr. 2.993.- stgr. veita Stillanleg Hnakkaspenna heldur hjálminum mun stöðugri á Flowers (mynd) og Tractors Fyrir ungbörn. 47-50cm/51 -54 cm. Einstaklega djúpir og verja því allt höfuðið mjög vel. Tvær stærðir tveir litir. Kr. 2.993,- stgr. hjálmarnir eru ekki aöeins með CE öryggisstimpil heldur einnig ASTM, sem tryggir enn frekar gott öryggi að margra mati. ferð og truflar því ekki stýrigetu. Opið laugardaga frá 10-16 ÖRNINNu SKEIFUNNI 1 1 • SÍMI 588 VERSLAÐU VIÐ FAGMANNINN - ÞAÐ BORGAR SIG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.