Morgunblaðið - 02.04.1998, Side 30
30 FIMMTUDAGUE 2. APRÍL 199á
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Maður verður
ekki söngvari
á einum degi
Sinfóníuhljómsveit íslands
helgar óperutónlist krafta
sína á tónleikum í Háskólabíói
í kvöld kl. 20 og á laugardag
kl. 14. Qrri Páll Ormarsson
ræddi við Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur, Diddú, sem verður
sérstakur gestur hljómsveit-
arinnar á tónleikunum.
ALLIR vita að hláturinn lengir lífið.
Sumir segja að söngurinn geri það
líka. Sé það rétt má ljóst vera að
Sinfóníuhljómsveit íslands hyggur á
langlífi. Söngurinn hefur nefnilega ómað dátt
á tónleikum hennar í Háskólabíói undanfarið.
Fyrst kom fríður flokkur söngvara frá Bret-
landi til að gera söngleikjatónlist skil, þá
stakk við stafni suður-afrísk söngkona með
Strauss á vörum og nú er röðin komin að ein-
um ástsælasta listamanni þjóðarinnar, Sig-
rúnu Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu, að
taka lagið þar vesturfrá.
Og talandi um langlífi, þá ætti Diddú, eins
og hún er jafnan kölluð, að verða margra
daga auðið - hún hefur ekki aðeins sungið sig
inn í hjörtu þjóðarinnar, heldur hlegið sig
þangað líka. Það er ávallt stutt í brosið og
hláturinn þegar Diddú er annars vegar. En
skyldi henni verða hlátur í huga á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar? „Bæði og. Þetta
verður blandað efni sem ég kem til með að
syngja, dramatískt og léttara."
Blandað efni! Þýðir það að engin aría er
lögð í munn konu í andarslitrunum? „Já, svei
mér þá. Eg dey aldrei á þessum tónleikum,“
segir Diddú og skellir upp úr eins og henni
einni er lagið.
Hún viðurkennir þó að efnisvalið sé smám
saman að „þykkjast". „Á þessum tónleikum
mun ég meðal annars syngja aríur sem mig
hefur lengi dreymt um að syngja en til þessa
hreinlega ekki haft hugrekki til að fleygja
mér út í laugina, ef svo má að orði komast.
Nú finnst mér ég aftur á móti vera tilbúin að
fást við erfiðari verkefni en áður. Þorið hefur
aukist enda þekki ég mín takmörk, mína
getu, betur. Við þetta bætist að ég hef haft
óvenju mikið að gera upp á síðkastið, þannig
að ég er í góðu formi, sem er nauðsynlegt
þegar maður tekur sér verkefni sem þetta
fyrir hendur."
Röddin verður að þroskast
Diddú segir söngvara verða að fara varlega
- ætla sér ekki of stóra hluti snemma á ferlin-
um. „Maður verður ekki söngvari á einum
degi. Það er því mikilvægt að fara ekki of
geyst, ætli maður sér að endast inn í framtíð-
ina. Röddin verður að fá að þroskast með
verkefnunum, annars slokknar bara á
manni!“
Aríurnar sem Diddú ætlar að syngja eru
allar úr þekktum óperum, svo sem Rakaran-
um í Sevilla eftir Rossini, Alcinu eftir Hándel,
Rusölku eftir Dvorák, La Boheme eftir
Puccini og I Vespri Siciliani eftir Verdi. Síð-
ast en ekki síst syngur Diddú aríuna Casta
Diva úr óperunni Normu eftir Bellini en hún
var eitt af glansnúmerum Mariu Callas.
Fyrirhugað er að Diddú og Sinfóníuhljóm-
sveitin hljóðriti hluta þessarar efnisskrár,
ásamt öðru efni, í næsta mánuði. Tónsprotinn
verður þá í höndum Bretans Robins Stap-
letons, sem meðal annars hefur stjórnað
Diddú í sýningunni á Astardrykknum eftir
Donizetti í Islensku óperunni síðustu vikur.
Hljómsveitarstjóri á tónleikunum nú verð-
ur aftur á móti landi Stapletons, Paul Wynne-
Griffiths. Sérsvið hans er óperutónlist og hef-
ur hann stjórnað óperuuppfærslum í mörgum
óperuhúsum í Evrópu, svo sem Covent Gar-
den, Skosku óperunni og Gautaborgaróper-
unni. Meðal söngvara sem sungið hafa undir
stjórn Wynne-Griffiths eru Katia Riccarelli,
Grace Bumbry, Jose CaiTeras, Carlo
Bergonzy og Montserrat Caballé. Hann er nú
listrænn stjórnandi BBC Pavarotti
Masterclass.
Diddú ber lof á Wynne-Griffiths - létt sé
yfir honum, eins og sönnum enskum séntil-
Morgunblaðið/Golli
SIGRUN Hjálmtýsdóttir, Diddú, ætlar að syngja óperuaríur um ýmsum áttum sem hana
hefur lengi dreymt um að gera skil á tónleikum.
manni sæmir. „Hann er enn eitt dæmið um
það hversu lítill óperuheimurinn er. Við höf-
um að vísu aldrei unnið saman áður en hann
hefur á hinn bóginn ekki aðeins starfað með
nokkrum íslenskum söngvurum, heldur jafn-
framt fólki sem var samferða mér í námi í
Guildhall School of Music and Drama í Lund-
únum.“
Diddú segir það ávallt ómetanlegt að fá
tækifæri til að koma fram með Sinfóníu-
hljómsveit Islands, þar sem hún á marga vini
og vinnufélaga í gegnum árin. Hún er meira
að segja gift einum hljóðfæraleikaranna, Þor-
keli Jóelssyni hornleikara. „Það er ákaflega
gott að vinna með Sinfóníuhljómsveit Islands.
Hún leikur ekki bara frábærlega, heldur er
hún alltaf jafnfljót upp á lagið, enda reynsiu-
mikið fólk með víðan starfsvettvang á ferð.
Við þetta bætist að margir meðlimir hljóm-
sveitarinnar eru jafnframt í Hljómsveit Is-
lensku óperunnar, sem kemur sér vel á þess-
um tónleikum.
Enginn „leynigestur“
Diddú hefur margoft komið fram með
Sinfóníuhljómsveit Islands, síðast á liðnu
starfsári, þegar hún steig óvænt á svið sem
leynigestur á tónleikum sem Jónas Ingi-
mundarson kynnti. Er blaðamanni kunnugt
um að margir hafi orðið vonsviknir yfir því
að missa af þeirri uppákomu. Leynigestirn-
ir voru reyndar fleiri það kvöld, því Diddú
var barnshafandi. Skömmu síðar fæddist
þeim Þorkeli dóttirin Melkorka. Að þessu
sinni verður aftur á móti enginn „leynigest-
ur“ í Háskólabíói, „að minnsta kosti ekki
það ég viti,“ eins og Diddú tekur hlæjandi
til orða.
Sem fyrr segir hefur Diddú verið störfum
hlaðin síðustu vikur, hélt meðal annars ljóða-
tónleika í Listasafni Kópavogs á dögunum,
auk þess sem hún hefur sungið hlutverk
kvenhetjunnar, Adinu, í Astardi’ykknum. Að
loknum tónleikunum á laugardag hyggst hún
því taka sér langþráð frí. „I næstu viku fer ég
af landi brott með mitt hafurtask enda er ég
búin að vera á „varatanknum“ um skeið og
hann er alveg að verða tómur. Fljótlega kem
ég þó aftur - það er ekki hægt að fara frá
hundunum!"
Svo mörg voru lokaorð húsfreyjunnar að
Túnfæti í Mosfellsdal að þessu sinni.
NOATUN
ISLENSK
Drottningan
skinka
Tilbúin stórveisia á
aðeins 30 mínútum
Verslanír Nóatúns eru opnar
til kl. 21, öll kvöld.
NOATUN
NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP.
• ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68
Soðið, úrbeinað
svínaiæri