Morgunblaðið - 02.04.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 02.04.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 33 LISTIR • • Ondvegisverk í viðhafnarútgáfu MINNINGARTAFLA sem Samúel Eggertsson teiknaði og gaf út 1914 er þrjár aldir voru liðnar frá fæðingu sr. Hallgríms Péturssonar. ar eins vetrar námi í einni grein mynd- og handmennta taka þeir próf í þeirri grein og eiga þá að vera fullfærir að kenna hana í 1.—10. bekk grunnskólans! Enginn vafi að vel sé unnið í þessum kennaradeild- um, en það hljóta flestir utan ráða- manna að sjá, að þetta er of skamm- ur námstími fyrir kennaranemann og nokkuð langt í land að hann öðlist þá leikni og yfirsýn í greininni sem nauðsynlegt má telja. Bók- námsdýrkunin kemur óvíða betur fram en þarna, afmarkað nám í myndmenntagreinum yrði aldrei látið nægja til inngöngu í kennara- háskólann eða hvaða háskóla sem er þótt neminn hefði margra ára nám í mynd- og handmennt og væri jafn- vel landsþekktur á því sviði. Mynd- og handmenntagreinar eru fyrir borð bornar í flestum framhalds- skólum, nokkrir fjölbrautaskólar eru þó undanskildir, og er hér um stórt gat að ræða í menntakerfmu. Ofurkapp er lagt á námsgiæinar til samræmdra prófa í grunnskólanum en myndmennt ýtt til hliðar sem sé hún lítilsiglt aukafag til uppsláttar og þykjustu. Mikilvægt er að hafa þá staðreynd í huga þegar námskrá er samin því hún verður að byggjast á raunveruleikanum og vera í sam- ræmi við kröfur nútímans og vax- andi vægi skynrænna atriða á fjöl- tækniöld. Út í hött að byggja á námsþáttum sem uppfræðarinn hef- ur hvorki staðgóða þekkingu á né þjálfun tii að kenna. Hér þarf að auka sjónlestur og koma að sjón- listasögu og vísa skal til og minna á, að í kennaranáminu er meginveig- urinn að nemandinn læri til þeirra verka sem hann á að vinna þegar út á akurinn er komið. Til þess þarf tíma sem sýnist ekki fyrir hendi. Ef grunnskólanámið er vel upp byggt, nemendur hafa hæfa kenn- ara, nægan tíma úr að spila og full- nægjandi alhliða aðstöðu, má gera ráð fyrir að það verði til muna ár- angursríkara fyrir flesta nemendur, þeim auðnist að ná þeiiri undir- stöðuþekkingu og hæfni sem gerir þá færa til að stunda frekara nám í framhaldsskólum eða jafnvel takast strax á við þann veruleika sem birt- ist í amstri þjóðfélagsins. Förum við enn neðar í kennslustigann og til hinna svonefndu for- eða leikskóla- barna gilda þar sömu lögmál um virka kennslu er auðgar sköpunar- gleðina og ímyndunaraflið og gerir þau næmari á umhverfið, sem er grunnur þess sem menn hafa gefið heitið lífsleikni. Þetta eru engar nýjar staðreynd- ir og svo snemma sem 1969 var í Þýskalandi gefin út merkileg bók, Vorschulkinder, er greindi frá skynrænni þjálfun forskólabarna og vægi þess að þau uggötvuðu og upplifðu umhverfi sitt. Þar var lögð rík áhersla á, að það væri ekki á toppinum sem þyrfti menntuðustu kennarana heldur neðstu skólastig- unum. Skrifaði ég sérstaklega um bókina meður því að mín eigin börn voru á þeim tíma píslarvottar kenn- ara sem höfðu nokkurra vikna þjálfun í að kenna þeim í forskóla og vissu ekki sitt rjúkandi ráð er sú ófullkomna hraðsoðna menntun var uppurin. Eftir að hafa rýnt í nokkur atriði úr skýrslunni til frekari umhugsun- ar og skoðunar, er mat mitt að þar sé margt gott og vel sagt, það væri nú annað hvort. En í heild finnst mér hún meingölluð og vona að málin verði betur skoðuð áður en lengra er haldið. Skal að lokum vís- að til hvernig farið er endurtekið yfir strikið um óraunhæfar ályktan- ir og væntingar: Nemendur grunn- skóla fá eins og er tvær kennslu- stundir í smíði, vikulega hálfan vet- urinn. Hver kennslustund er 40 mínútur, ákveðinn tíma þarf til að hefja kennsluna og ákveðinn tíma til að ganga frá. Það verður þá rúmlega ein klukkustund sem nem- endur fá vikulega til námsins í 12 skipti á hverju námsári og er þá ríf- lega reiknað. Þetta verður að hafa í huga þegar námskráin er samin. Hversu mikið er mögulegt að kenna á tveimur vinnudögum og ætli sé ekki nauðsynlegt að auka allmikið við þennan námstíma áður en námskröfurnar verða meiri og flóknari samkvæmt fjarstýringu títuprjónafræðinga og fundahalda- fíkla þar sem einingar og áfangar ráða för en ekki innihald og stað- reyndir? Námskráin þarf að byggjast á raunveruleikanum í skólastarfinu, á grundvallarkröfum en vera þó sveigjanleg. Hvernig í ósköpunum er þá mögulegt að semja ítarlegar klásúlur um lokamarkmið í list- greinum sem gera kröfur um margfalt meiri tíma, skipulegri og dýpri áherslur en iyrir hendi eru? Þetta er afar fínt á pappírunum en nokkuð langt frá raunveruleikan- um í skólastofunum og virkar sem þrúgandi ok og dragbítur á nem- endur. Á bls. 5 er talað um að grind námskrárinnar sé samsett af ferl- um. Þau eru, sköpun, túlkun og tjáning annars vegar og skynjun, greining og mat hins vegar. Eg bið forláts, en hélt að skynjun þyrfti að koma fremst í þessari fróðlegu upp- talningu, hafa algjöran forgang. Gerandinn þarf vel að merkja að skynja eitthvað í umhverfi sínu, himni, hafi og hauðri áður en hann fer að skapa. Talað er um kennslutíma i hann- yrðum í 1.-8. bekk, þar er gert ráð fyrir að nemendur fái tvær viku- stundir í handavinnu hálft skólaárið eða eina vikustund allt skólaárið. í 9. og 10. bekk eru hannyrðir val- grein. Myndmennt á að fá tvær kennslustundir á viku í 1.-8. bekk og skal vera valgrein í 9. og 10. bekk. Þar er gert ráð fyrir að nem- endur verði í hámarki 15 í hverri kennslustund. Frábært ef þessar hugmyndir stæðust en hvað hindrar það? Einfaldlega að talið er að kennurum í myndmennt þyrfti að fjölga um 200 (!) í grunnskólum landsins og fullbúnum mynd- menntastofum um helming, því eins og nú er eru engir skiptitímar í myndmennt. Er raunhæft að þetta verði að veruleika á næstu 5 árum sem eru tímamörk námsáætlunar- innar? Og áður en svarið er gefið brennur einnig á að svara því hvort kennsluliðið hafi réttindi, næga þekkingu og færni til að kenna þessar námsgreinar. Nær kemur sá tími, að menn standa með báða fætur á jörðinni, samsamast raunveruleikanum um leið og þeir spá í framtíðina? BÆKUR S á 1 in a r PASSÍUSÁLMAR eftir Hallgrím Pétursson. 240 bls. Útg. Landsbókasafn íslauds _ Há- skólabókasafn. Prentun: Stein- dórsprent - Gutenberg ehf. Reykjavík, 1996. PASSÍUSÁLMARNIR eiga sér vísan samastað í meðvitund Islend- inga. Það er því hvergi ófyrirsynju að Landsbókasafnið hefur nú sent frá sér nýja útgáfu verksins sem er í senn fræðileg og aðgengileg en jafnframt vönduð og glæsileg og í hvívetna sæmandi þessu öndvegis- verki. I formála er minnt á að til sé einungis eitt handrit með hendi skáldsins. Og það sé varðveitt í safninu. Og það sé »einn mesti dýr- gripur safnsins«. Haft er fyrir satt að það sé sama handritið sem Hall- grímur sendi Ragnheiði Brynjólfs- dóttur vorið 1661. Síðan fór það um margar hendur. Næst á undan safn- inu átti það Jón Sigurðsson forseti en þar áður Jón Guðmundsson rit- stjóri. I útgáfu þessari er stafréttur texti prentaður við hliðina á eigin- handarritinu; ennfremur lestexti svokallaður. Að lokum er svo ítarleg bókfræði þar sem taldar eru upp allar fyrri útgáfur sálmanna, einnig útvarpslestrar, hljóðrit og útgáfur á erlendum málum. Margir hafa kom- ið nálægt útgáfu þessari og er ekki annað sýnna en þeir hafi hver og einn unnið verk sitt af alúð og kost- gæfni. Svo mikið hefur verið skrifað um Passíusálmana og höfund þeirra gegnum tíðina að varla hæfir að auka við þau fræði hér og nú. Með- al þeirra, sem rituðu um skáldið fyrr á tíð, má nefna Pál Vídalín, Vigfús Jónsson í Hítardal, Jón Marteinsson og Jón Olafsson Grunnvíking, Hálfdán Einarsson skólameistara, Gísla Konráðsson og að lokum Grím Thomsen sem sá um útgáfu Sálma og kvæða 1897. Mest að vöxtum - þess sem skrifað hefur verið á þessari öld - mun vera tveggja binda rit Magnúsar Jónssonar guðfræðiprófessors. Kunn er einnig ritgerð Halldórs Kiljans Laxness, Inngangur að Passíusálmum. Prófessorinn skoð- aði verkið með guðfræðina að leið- arljósi auk þess sem persónusagan var honum ofarlega í sinni. Lax- ness leit hins vegar til aldarfarsins og vanmáttar mannsins andspænis strangleika kennivaldsins. Þannig horfir raunar hver frá sínum sjón- arhóli. En samtíð Hallgríms - hvernig tók hún þessum stórbrotna skáld- skap? Ekkert verk stekkur svo al- skapað út úr höfði skálds að les- endur þurfi ekki tíma til að átta sig á því, meðtaka það, tileinka sér það og að lokum viðurkenna það sem arfleifð kynslóðanna. Ekki er lík- legt að allir hafi verið jafnfljótir að taka þannig við Passíusálmunum. Maður nokkur, sem betur þóttist vita, tók sér fyrir hendur að lag- færa þá lítils háttar í samræmi við þá guðfræði sem hann taldi réttari. Þótt kenning hans hafi vafalaust verið »rétt« út frá einhverju sjón- armiði séð var leiðréttingin strax tekin óstinnt upp. Bendir það til að sálmarnir hafi fljótlega náð þeirri alþýðuhylli sem þeir hafa síðan notið. Sérhver öld hefur sótt til þeirra styrk og huggun. I Passíu- sálmunum getur hver og einn kom- ið auga á einhverja samsvörun við eiginn reynsluheim. Grímur Thom- sen orðaði það öðrum betur er hann sagði að Hallgrímur hefði verið »sannur meistari í því að heimfæra trúarlærdómana og hina helgu sögu upp á atburði mannlíf- ins, sveigja henni að tilfinningum mannsins, finna nýjar hliðar á því alþekta og gefa hinu hversdagslega helgidagsblæ.« Að birta stafrétta textann er meira en bókfræðileg ræktarsemi. Þó stafsetningin hafi ekki fylgt framburði á öld Hallgríms fremur en nú segir hún okkur sitthvað um stíi skáldsins, svo og um tungutakið almennt á 17. öld. Málfar skáldsins mátti heita tiltölulega hreint í sam- anburði við mai’gan annan texta sem færður var í letur á sama tíma. Hallgrímur var ekki að predika fyr- ir guðfræðingum. Hann var að yrkja fyrir alþýðu manna. Þessi veglega útgáfa _ »bundin í nautsskinn með satínáferð« - er ekki aðeins til lestrar ætluð. Hún er líka til að eiga, varðveita. Svo mjög hefur þjóðin trúað á þetta verk að margur hefur látið leggja eintak sitt með sér í gröfina. Það skýrir meðal annars affóll þau sem orðið hafa á fyrri tíma útgáfum. Svo mikils háttar sem útgáfa þessi hlýtur að teljast, hið ytra sem innra, getur bókin - stærðar sinnar vegna - hvergi talist lipur í hendi. Eftir sem áður verður því þörf á handhægum útgáfum þessa öndveg- isverks. Erlendur Jónsson Háa e með fullum hljómi TÓNIAST Hafnarborg EINSÖNGSTÓNLEIKAR Alda Ingibergsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson fluttu söngverk íslenskra og erlendra tónhöfunda. Mánudaginn 30. mars 1998. UNDIR yfirskriftinni „Tónleika- röð á afmælisári“, vegna 90 ára af- mælis Hafnarfjarðarbæjar og 15 ára afmælis Listamiðstöðvarinnar Hafnarborgar, þreytti Alda Ingi- bergsdóttir frumraun sína sem fullgildur söngvari, eftir að hafa lokið námi erlendis með því að taka Fellowship-gráðu frá Trinity Col- lege 1996, enda mótaðist efnisval og flutningur af sannkallaðri fag- mennsku. Sex fyrstu viðfangsefnin voni ís- lensk sönglög,_ fyrst Á fjallinu og Haust eftir Árna Gunnlaugsson, ágæt og stílhrein lög er Alda söng mjög fallega, þá tvö eftir Sigfús Halldórsson, Lítill fugl og Dagný, og þá tvö lög við kvæði Halldórs Laxness, Voi’vísa og Hjá lygnri móðu. Alda flutti öll þessi lög eink- ar fallega, sérstaklega Dagnýju og Vorvísuna. Flest viðfangsefni tónleikanna voru Lieder-söngvar; Er ist’s, Schneeglöckchen og Auftrage eftir Schumann og önnur þrjú eftir Mendelssohn, Auf Fliigeln des Gesanges, Bei der Wiege og Neue Liebe, sem er gert við þann texta Heines sem Jónas Hallgi-ímsson stældi með ljóðinu Stóð ég úti í tunglsljósi. Oll lögin voru mjög fal- lega sungin en sérstaklega Snjó- klukkurnar, Á vængjum söngsins og Ný ást. Frönsku Lieder-söngvamir Le Colibri og Les Papillons, eftir Chausson, og Le Secret og Nell, eftir Fauré, vora ekki síður vel flutt en minna bragð var að Allerseelen og Stándchen eftir R. Strauss, því þótt ílutningur þeirra væri hinn vandaðasti vantaði Öldu þann und- irtón sem er mikilvægur í þessum meistaraverkum. I tveimur síðustu viðfangsefnunum nutu sín afar vel raddhæfileikar Öldu, sem birtast í sérlega fallegri og hreinni tónun á efra sviðinu, eins og heyra mátti í aríunni So anch’io la virtú magica úr Don Pasquale eftir Donizetti, er hún með fullum hljómi söng án áreynslu upp á háa e (þrístrikað e). Öll arían var hið besta flutt og má hiklaust slá því fóstu að Alda gæti náð langt sem „coloratura“-söng- kona. Næstsíðasta arían, Depuis le jour eftir Gustave Charpentier (1860-1956), var í raun eina við- fangsefnið sem ef til vill hefði mátt sleppa, því þótt hún væri vel flutt er þar um að ræða heldur svona litilfjörlega tónsmíð. Annars vai- þessi Charpentier merkilegur fyrir stofnun tónslistarskóla er veitti stúlkum úr verkamannafjölskyld- um ókeypis kennslu í tónlist. Með þessum glæsilegu tónleik- um hefur Alda Ingibergsdóttir tek- ið sér stöðu meðal okkar bestu söngvara og á hásviðinu á hún fáa sína líka fyrir léttleika og óvenju- fallegan hljóm og eins fyiT segir ætti hún að geta náð langt sem „coloratura“-söngkona. Ólafur Vignir Albertsson „lék við hvern sinn fingur“ og var leikur hans sér- lega fallega mótaður í Schneeglöckchen, Neue Liebe, Les Papillons, báðum lögunum eftir Fauré og sömuleiðis í Stándchen eftir Strauss, enda er nokkuð lagt í píanóleikinn af höfundunum, sem allir lögðu áherslu á samvirka túlk- un söngraddar og píanós í Lieder- söngvum sínum. Jón Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.