Morgunblaðið - 02.04.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 35
LISTIR
Leikrit er
ekkibara
leikrit
Þrír þjóðþekktir leikritahöfundar sátu fyr-
ir svörum og ræddu leikritun sína á loka-
kvöldi námskeiðs Endurmenntunarstofn-
✓
unar Háskóla Islands og Þjóðleikhússins
um íslenska samtímaleikritun sem staðið
hefur undanfarnar vikur. Hávar Sigurjóns-
son fylgdist með umræðunum.
Þorkell
ÞÓRHALLUR Sigurðsson leikstjóri og leikskáldin Ólafur Haukur Sím-
onarson, Kjartan Ragnarsson og Birgir Sigurðsson.
UMFJOLLUNAREFNI
námskeiðsins var höf-
undarverk þeirra Birgis
Sigurðssonar, Ólafs
Hauks Símonarsonar og Kjartans
Ragnarssonar með áherslu á þau
þrjú verk sem eru á fjölum Þjóð-
leikhússins í vetur; Grandaveg 7 í
leikgerð Kjartans og Sigríðar M.
Guðmundsdóttur, Meiri gaura-
gang eftir Ólaf Hauk og Óska-
stjörnuna eftir Birgi sem frum-
sýnd var á dögunum. Leikstjór-
arnir Stefán Baldursson og Þór-
hallur Sigurðsson ásamt Árna Ib-
sen leikskáldi og Gunnlaugi Ast-
geirssyni bókmenntafræðingi
tóku einnig þátt í umræðunum
sem Melkorka Tekla Ólafsdóttir
stýrði.
Spurningin í upphafi snerist um
samvinnu höfundar og leikstjóra,
hvort leikritin tækju miklum
breytingum á æfmgatímanum í
meðförum leikstjóra og leikara.
Þeir Ólafur Haukur og Þórhallur
sögðu að samvinna þeirra tveggja
stæði á gömlum merg, Meiri
gauragangur væri sjöunda leikrit-
ið sem Þórhallur leikstýrði eftir
Ólaf og vissulega væri samvinna
þeirra orðin slípaðri en í upphafí.
Ólafur benti þó á að leikritum hans
mætti skipta í tvo flokka, „annars
vegar leikrit sem era hefðbundin
textaleikrit sem unnin era nánast
til enda við skrifborðið heima
(Milli skinns og hörunds, Bílaverk-
stæði Badda, Hafið, Kennarar
óskast) og hins vegar leikrit eins
og Þrek og tár og Gauragangur
sem eru samsettari, bútasaumur
sem ekki er hægt að sjá fyrir sér
við skrifborð. Þau verður að sníða
til á staðnum, sjá hvað virkar og
hvað ekki.“
Kjartan Ragnarsson sagði að
vinnuaðferð hans sem höfundar
hefði breyst mjög mikið í gegnum
árin. „Fyrstu verkin mín samdi ég
við skrifborðið en seinni árin hef ég
gert meira að því að leyfa handrit-
inu að þróast á æfingatímanum. Eg
vil líka taka það fram að undanfar-
in ár hef ég nánast alltaf haft ann-
an höfund mér við hlið, Óskar Jón-
asson við leikgerðirnar á Þrúgum
reiðinnar og Evu Lunu, Einar
Kárason við Djöflaeyjuna og Is-
lensku mafíuna og nú síðast Sigríði
Margréti Guðmundsdóttur við
Grandaveg 7.
Bh'gir Sigurðsson sagði greini-
lega misjafnt hvem hátt höfundar
hefðu á við samningu verka sinna.
„Eg hef engar sérstakar kenning-
ar um þetta og engin almenn regla
er í gangi. Eg nálgast leikrit mín á
sama hátt annan skáldskap minn,
ég næ honum ekki fram nema í
einrúmi. Maður er að reyna að
koma á framfæri einhverjum per-
sónulegum sannindum og fyrir
mér er það svo erfiður hlutur að
finna hvað er satt eða logið í sjálf-
um mér að ég get ekki gert það
með hjálp annarra. Þegar ég skila
leikritum mínum era þau tilbúin til
að leika þau. Þegar Stefán Bald-
ursson setti upp Dag vonar minnir
mig að tólf setningar hafi verið
strikaðar út á æfingatímanum, það
var svipað núna með Óskastjörn-
una.“
Höfundarnir veltu næst fyrir sér
spurningu um útlit og umgjörð
sýninganna. Birgir sagðist sjá
mjög skýrt fyrir sér umhverfi
leiksins og skrifa mjög nákvæmar
lýsingar í handrit sín. „Hins vegar
hvarflar ekki að mér að leikmynda-
höfundur eigi að taka þessar lýs-
ingar bókstaflega. Þær era miklu
fremur ætlaðar sem hugmynda-
brannur fyrir hann að sækja í.“
Stefán Baldursson, leikstjóri Dags
vonar, sagði frá því að við uppsetn-
ingu þess hefði leikmyndin tekið
talsverðum breytingum frá því sem
Birgir hefði lagt til í verkinu. „Fyr-
ir leikstjóra er handrit verks hrá-
efni til áframhaldandi sköpunar og
sá innblástur sem leikstjórinn fær
af verkinu er sá grannur sem hann
byggir vinnu sína á. Stundum er
sýn höfundarins á ákveðin atriði
verksins mjög fastmótuð og stang-
ast jafnvel á við túlkun leikstjór-
ans.“
Kjartan Ragnarsson sagði að við
frumuppfærslu verks ætti höfund-
ar alltaf að hafa síðasta orðið um
allar ákvarðanir um túlkun og út-
færslu. „En það má ekki gleyma
hlut leikaranna. Þeir þurfa að
koma til móts við verkið en verkið
þarf líka að koma til móts við leik-
arana.“ Ólafur Haukur benti á að
leikrit væra mjög misjöfn að gerð,
sumum væri auðvelt að breyta á
meðan önnur þyldu varla að teknar
væru út setningar. „Sum leikrit
era þannig byggð að það er mjög
erfitt að hrófla við þeim. Leikrit
eins og Þrek og tár er hins vegar
stykkjað saman og þolir alveg að
tekin séu út atriði eða þau færð til
innan heildarinnar."
Hér var þeiiri spurningu varpað
til höfundanna hvort raunsæisleg
verk væru verr fallin til breytinga
og ólíkra túlkana en önnur verk.
Birgir greip þetta á lofti og spurði
á móti hvað væri raunsæisverk.
Ólafur Haukur spurði hvort raun-
sæi væri yfirleitt til í leikhúsi. Ámi
Ibsen íifjaði upp tilsvar Kjartans
Ragnarssonar í öðru samhengi og
nefndi tilfinningalegt raunsæi í
leikhúsinu. „Þekkjanlegur vera-
leiki í samskiptum persóna þótt
umhverfið sé stílfært." Birgir benti
á að leikrit væri ekki bara handrit,
ekki bara hráefni til túlkunar fyrir
leikstjóra og leikara. „Leikrit er
allur sá veraleiki sem þar býr, rétt
eins og í skáldsögu. Ég tel mig
skrifa mjög þéttriðin leikrit og
möguleikarnir til túlkunar era ekki
minni heldur bara öðravísi."
Guðný í
Variety
SAGT er frá fyrirhuguðum
tökum á mynd sem Guðný
Halldórsdóttir hyggst gera
eftir smásögu föður síns, Hall-
dórs Laxness, „Ungfrúin góða
og húsið“, í bandaríska kvik-
myndablaðinu Variety. „Öll
verk hans fjölluðu um fegurð,
sem menn öðlast eða missa,“
segir hún í samtali við blaðið.
„Ungfrúin góða og húsið er
saga fallegrar persónu sem
bíður skipbrot vegna siða-
reglna eldri systur."
Tökur á myndinni, sem
kallast á ensku „Honour of
the House“, hefjast í ágúst og
á hún að gerast árið 1910.
Kostnaður er áætlaður um
2,2 milljónir dala, um 158
milljónir, og framleiðendur
eru fyrirtæki Guðnýjar,
Umbi, og Nordisk Film í
Danmörku.
„Ungfrúin góða og húsið“ er
önnur kvikmyndin sem Guðný
gerir eftir sögu fóður síns en
hún gerði „Kristnihald undir
jökli“ árið 1988. Þá er sagt í
greininni í Variety frá láti
Halldórs Laxness, Nóbels-
verðlaununum sem hann hlaut
árið 1955 og afköstum hans á
bókmenntasviðinu.
Sýningum
lýkur
Hafnarborg
SÝNINGU Sigurðar Þóris
listmálara í tilefni fimmtugsaf-
mælis hans lýkur mánudaginn
6. apríl.
I tilefni tímamótanna hefur
verið gefin út listaverkabók
um Sigurð og prýða hana fjöl-
margar myndir. Bók þessi er
til sýnis og sölu á sýningunni í
Hafnarborg.
Sýningin er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 12-18.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Sýningu vetrarins, Svífandi
form, lýkur sunnudaginn 5.
apríl.
Safnið verður lokað um
páskana en opnað aftur 25.
apríl.
Góðir punktar
KVIKMYNPIR
Háskólabfö «}•
Laugarásbíó
WAG THE DOG
★ ★>/2
Leikstjóri: Barry Levinson. Hand-
ritshöfundar: Hilary Henkin og
David Mamet. Aðalhlutverk: Ro-
bert De Niro, Dustin Hoffman
og Anne Heche. New Line
Cinema 1997.
KYNLÍF forseta og annarra
stöðuhárra manna og kvenna hefur
alltaf þótt merkilegra en kynlíf
meðaljónsins. Það þarf engan
fréttahák til þess að hafa orðið var
við fjaðrafokið út af meintum
rassaklipum Clintons forseta, og
kemur það það lítið á óvart að
Hollywood var búin að gera kvik-
mynd um fjaðrafokið áður en það
átti sér stað.
„Wag the Dog“ segir frá aðstoðar-
mönnum forseta Bandaríkjanna
sem reyna að hylma yfir kynlífs-
sögur forsetans tólf dögum fyrir
kosningar. Þeir fá kvikmynda-
framleiðanda í Hollywood til að
setja á svið stríð í Albaníu til að
beina athygli almennings í aðra
átt.
Heildarhugmyndin er mjög góð
og sýnir á gamansaman hátt og
gagnrýninn hvernig „Stóra bróð-
ur“ tekst að stjórna heiminum og
stórviðburðum með sjónvarpi,
réttu orðunum og peningum.
Sannleikstónninn er hrollvekjandi
og á kvikmyndin á vissan hátt er-
indi til allra því öll erum við
leiksoppar þess sem gerist í vestri
og ráðum litlu um það hvort við
erum skottið eða hundurinn. Þótt
handritið innihaldi marga góða
punkta og vel íróníska verður það
því miður aldrei sérstaklega beitt
sem var án efa tilgangurinn með
verkinu.
Það er alltaf skemmtilegast þeg-
ar fólk hefur húmor fyrir sjálfu sér
(og heimsyfirráðum þjóðar sinnar).
Framan af er myndin fyndin, en
það verður of lítil þróun í handrit-
inu, og sniðugheitin mikið endur-
tekin í nýjum búningi, sem felst í
því hversu langt þau komast með
tilbúna stríðið sitt og hvað stendur
á vegi þeirra næst, og verður það
heldur óspennandi til lengdar.
Endirinn er samt góður og segir
margt.
Persónusköpunin er hluti af grín-
inu og þar tekst vel til. Persónurn-
ar eru ýktar en skemmtilega
sannfærandi. Leikararnir eru ekki
af verri endanum og standa sig
eftir því. Fer kannski Dustin
Hoffmann þar fremstur í flokki
enda hefur hann úr mestu að
moða sem sjálfumglaður og at-
hyglissjúkur kvikmyndaframleið-
andi. Robert De Niro og Anne
Heche leika aðstoðarmenn eða
bjargvætti forsetans. Bob karlinn
hefur verið í svo mörgum myndum
undanfarið og leikur alltaf líka
karla, og er langt síðan hann gaf
frá sér „Raging Bull“ frammi-
stöðu þótt hann skili alltaf sínu
vel. Anne Heche er ung kona á
uppleið í stjörnuheiminum, og hér
leikur hún með prýði unga konu í
ábyrgðarstöðu. Margir frægir
koma fram í smáhlutverkum, en
slíkt gleður alltaf hjarta áhorf-
enda. Woody Harrelson leikur
geðsjúkling, William H. Macey er
alríkislögga og Willy Nelson er
Hollywood lagasmiður.
Þessarar umtöluðu kvikmyndar
hafði verið beðið með mikilli eftir-
væntingu af minni hálfu þar sem
ég er sérlegur áhugamaður um
heldri manna kynlíf og varð ég
fyrir nokkrum vonbrigðum með
hana. Hún er um margt sniðug en
handritið dregur hana nokkuð nið-
ur.
Hildur Loftsdóttir
Djass fyrir alla
Tríó Olafs Stephensen
og Jóhanna Jónas
TRÍÓ Ólafs Stephensen og Jóhanna
Jónas leika í Hafnai'borg fimmtu-
daginn 2. apríl kl. 21. Það eru Gild-
isskátar í Hafnarfirði sem standa að
þessum tónleikum og eru þetta þeir
14 í röðinni. Djass fyrir alla er til
styrktar byggingu skátaheimilis í
Hafnarfirði.
Á tónleikunum mun Tríó Ólafs
Stephensen og Jóhanna Jónas
flytja hluta af dagskránni „Central
Park North“. Sú dagskrá var í
minningu skáldsins Langstons
Hughs. Tónlistin er mestmegnis frá
New York sjötta áratugarins sem
var gullöld New York og ekki síst
Hai'lem.
Með Ólafi Stephensen í tríói era
Guðmundur R. Einarsson og Tómas
R. Einarsson.