Morgunblaðið - 02.04.1998, Side 37

Morgunblaðið - 02.04.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 37 AÐSENDAR GREINAR Af ákvarðanatöku FYRIR skömmu efndi Gísli S. Einars- son, þingmaður jafnað- armanna á Vesturlandi og fyrrverandi varafor- maður umhverfis- nefndar Alþingis, til utandagskrárumræðu á Alþingi um stjóm- sýsluákvarðanir um legu Borgarfjarðar- brautar í Reykholts- dalshreppi. Astæðan var sú að réttlætistil- finningu hans og sann- færingu var misboðið. I umræðunni á Alþingi lýsti þingmaðurinn að- draganda málsins af mikilli þekk- ingu, greindi vanda þessa mikið umtalaða máls og komst að þeirri niðurstöðu að líklega væri þetta fjaðrafok út af Borgarfjarðarbraut allt vegna þess að skipulagsstjóri ríkisins segði eitt í dag og annað á morgun. Gísli bætir svo um betur og skrifar grein í DV 26. mars sl. þar sem hann segir um svokallaða sáttatillögu um veglínu að henni hafi verið vel tekið af „umhverfis- og samgönguráðherra, Vegagerð, Skipulagsstofnun, meirihluta þing- manna Vesturlands, ef ekki öll- um“. Gísli undrar sig á því að þar með hafi málið ekki verið í höfn og kemst að þeirri niðurstöðu að ákveðinn embættismaður hafi staðið í vegi. Gísli segir í grein sinni í DV: „En oddvitar ná- grannasveitarfélaganna og tveir minnihlutafulltrúar úr Reykholts- dalshreppi höfðu það af að fá manninn sem hafði verið með í ráðum allt ferlið um hvernig best væri að vinna málinu ft-amgang til að leggja til við umhverfisráðherra að fresta málinu enn, sem gæti þýtt allt að 6 mánaða frestun. Sá aðili sem hér um ræðir er Stefán Thors og finnst mér ráð hans stangast illa á, eftir því hvor á hlut að máli, ráðherra eða Reykholts- dalshreppsstjórn.“ Það rétta í því sem þingmaður- inn segir í grein sinni er að undir- ritaður hafi fylgst með málinu frá upphafi eins og öðrum svæðis- skipulagsverkefnum og mati á um- hverfisáhrifum. Til að skýra að- komu skipulagsstjóra að þessu máli finnst mér rétt að eftirfarandi komi fram: Arið 1995 fór fram mat á um- hverfisáhrifum fyrirhugaðrar Borgarfjarðarbrautar frá Varma- læk að Kleppjárnsreykjum. Skoð- aðir voru nokkrir kostir og var nið- urstaða Vegagerðarinnar að heppilegast væri að fylgja að hluta til núverandi vegstæði Stóra- Kroppsvegar. í úrskurði 17. júlí 1995 féllst skipulagsstjóri á lagn- ingu vegarins samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar. Vegna mikils ágreinings var ákveðið fyrra hluta árs 1997 að aft- ur færi fram mat á umhverfisáhrif- um og þá með áherslu á svokallaða málamiðlunarleið þar sem ekki væri fylgt vegstæði Stóra-Kropps- vegar. Um það leyti sem þessi ákvörðun er tekin spurðist oddviti Stefán Thors Reykholtsdalshrepps fyrir um það hjá Skipulagi ríkisins hvert framhaldið gæti orðið að fenginni nið- urstöðu úr matinu. Hann fékk þau svör að eðlilegast væri að Reykholtsdalshreppur myndi ganga frá aðal- skipulagi þar sem gert væri ráð fyrir vegin- um. Síðar og áður en úr- skurður í mati á um- hvefisáhrium lá fyrir var orðið Ijóst að verið var að leggja lokahönd á tillögu að Svæðisskipulagi sveit- arfélaga norðan Skarðsheiðar, sem Reykholtsdalshreppur átti hlut að ásamt 4 öðrum sveitarfélögum og þar sem m.a. átti að taka á legu Borgarfjarðarbrautar um sveitar- félagið. Skipulagsstjóri tjáði þá oddvita að miðað við það að sam- vinnunefndin um svæðisskipulag kæmist að niðurstöðu væri óþarfi að auglýsa sérstaklega aðalskipu- lag fyrir Reykholtsdalshrepp, enda væri líklega um að ræða best auglýsta vegspotta á landinu. Þann 22. ágúst 1997 kvað skipu- lagsstjóri ríkisins upp þann úr- skurð að fallist væri lagningu veg- arins samkvæmt leið 3a eins og henni var lýst í matsskýrslu með tilteknum skilyrðum. í úrskurðin- um kom fram að niðurstaða frum- athugunar á umhverfisáhrifum Borgarfjarðarbrautar samkvæmt leið 1 stæði óbreytt. Með tilliti til umhverfisáhrifa var því í raun búið að fallast á tvær leiðir og ekki hlutverk skipulagstjóra að gera þar upp á milli. Þá sagði einnig í úrskurðarorð- um: „Ganga þarf frá skipulagsupp- drætti af framkvæmdinni. Lagt er til að það verði gert við afgreiðslu Svæðisskipulags fyrir sveitarfélög- in norðan Skarðsheiðar á grund- velli niðurstaðna mats á umhverf- isáhrifum, enda liggi þá fyrir sam- þykki sveitarstjórnar Reykholts- dalshrepps um tillögu samvinnu- nefndar um svæðisskipulagið að legu vegarins." Tillaga að svæðisskipulagi var auglýst 1. ágúst 1997 og rann frestur til að skila athugasemdum út 29. september 1997. Samvinnunefndin fjallaði um at- hugasemdir og tók afstöðu til þeirra. Samvinnunefndin náði hins vegar ekki að komast að niður- stöðu í vegamálinu. Með bréfi dags. 10. desember 1997 sendi formaður samvinnu- nefndar erindi til skipulagsstjóm- ar ríkisins þar sem þess er óskað að hún afgreiði svæðisskipulagið til staðfestingar umhverfisráð- hema á þann veg að skipulagi verði frestað á svæðinu milli Flóku og Kleppjárnsreykja. Samvinnu- nefndin að meðtöldum tveimur fulltrúum Reykholtsdalshrepps lagði þannig til að vegamálinu yrði frestað þar sem samkomulag náð- ist ekki í nefndinni. Þegar svæðisskipulagstillagan kom til meðferðar skipulagsstjórn- ar ríkisins á fundi 17. desember Vöggusængur, ■ ; vögguse+t. fivy/l íjí-' \ Pó stsendum Skóbvöröuídg 21 Simi 551 4050 Reykjavik. -kjarni málsins! Álit Skipulagsstofnunar er í fullu samræmi, segir Stefán Thors, við fyrri álit og umsagnir. 1997 var jafnframt lagt fram bréf Reykholtsdalshrepps dags. 9. des- ember 1997, þar sem þess er óskað að skipulagsstjórn leggi til við um- hverfisráðherra að vegamálinu verði ekki frestað heldur verði hin svokallaða málamiðlunarleið færð inn á uppdráttinn og svæðisskipu- lagið staðfest þannig. I minnisblaði dags. 16. desem- ber 1997 lagði embætti skipulags- stjóra ríkisins til við skipulags- stjórn ríkisins að svæðisskipu- lagstillagan yrði afgreidd til stað- festingar umhverfisráðuneytisins eins og hún var samþykkt í sam- vinnunefnd þ.e. með frestun. Til skýringar er rétt að geta þess að í skipulagsstjórn áttu sæti vega- málastjóri, forstjóri Siglinga- stofnunar, húsameistari ríkisins auk tveggja fulltrúa sem umhverf- isráðherra skipaði, annan sam- kvæmt tilnefningu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og hinn án tilnefningar. Skipulagsstjóri átti ekki sæti í skipulagsstjórn, en var hins vegar framkvæmdastjóri hennar. Á fundi skipulagsstjórnar rík- isins 17. desember 1997 var sam- þykkt með 3 atkvæðum gegn einu að verða við ósk Reykholts- dalshrepps. Vegamálastjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins. Til þess að geta afgreitt málið þannig til umhverfisráðherra þurfti að breyta skipulagsgögn- um og var málið því aftur á dag- skrá fundar skipulagsstjórnar 30. desember 1997. Á fundi skipulagstjórnar 30. desember 1997 var lögð fram sam- eiginleg ósk oddvita Andakíls- hrepps, Skorradaldshrepps, Lund- arreykjadalshrepps og Hálsa- hrepps dags. 21. desember 1997 um að skipulagsstjórn taki Svæðis- skipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar upp til nýrrar af- greiðslu og afgreiddi það eins og það var samþykkt í öllum sveitar- stjórnum á svæðinu. Skipulags- stjóm hafnaði ei-indinu og af- greiddi svæðisskipulagið til stað- festingar ráðherra með veglínu 3a. 1. janúar 1998 tóku gildi ný skipulags- og byggingarlög en samkvæmt þeim er skipulags- stjóm ríkisins lögð niður. Með bréfi dags. 26. janúar 1998 óskaði umhverfisráðuneytið eftir umsögn Skipulagsstofnunar um erindi oddvita 4 sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar og tveggja hreppsnefndarmanna í Reyk- holtsdalshreppi þar sem mælst er til þess að ráðherra staðfesti Svæðisskipulag í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar eins og samvinnunefnd afgreiddi það til skipulagsstjórnar ríkisins. I bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfisráðuneytisins dags. 2. febrúar 1998 er, í Ijósi mikils ágreinings, talið rétt að fallast á ofangreint erindi og fresta stað- festingu svæðisskipulagsins á um- deilda kaflanum. Það álit Skipu- lagsstofnunar er í fullu samræmi við fyrri álit og umsagnir og því ekkert til í því sem Gísli S. Einars- son segir um skipulagsstjóra að: „ráð hans stangast illa á, eftir því hvor á hlut að máli, ráðherra eða Reykholtsdalshreppsstjórn." Höfundur er skipulagsstjóri ríkisins. HELGARTILBOÐ Nula jakkapeysa kr. 1.990 Fullar búðir af nýjum vorvörum YERO mODA Laugavegi 97, sími 552 1444 • Kringlan, sími 568 6244

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.