Morgunblaðið - 02.04.1998, Side 60

Morgunblaðið - 02.04.1998, Side 60
- í 60 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JENSINA AGUSTA JÓHANNSDÓTTIR + Jensína Ágústa Jóhannsdóttir fæddist á Hellissandi 8. júní 1918. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík aðfaranótt 26. mars síðastliðinn. Foreldrar Jensínu voru Jóhann Kristján Þórarinsson stýri- maður frá Saxhóli í Breiðavíkurhreppi, f. 17.7. 1887, fórst með vélskipinu Rask í ísa- 1 fjarðardjúpi 26.9. 1924, og kona hans Katrín Þorvarðar- dóttir húsmóðir frá Hallsbæ á Hellissandi, f. 1.2. 1890, d. 8.12. 1966. Jóhann og Katrin bjuggu í Skuld á Hellissandi. Systur Jens- ínu eru Þórheiður húsmóðir, f. 7.7. 1914, d. 6.9. 1985, maður hennar var Ágúst Eyjólfsson bak- arameistari, og Ólöf húsmóðir, f. 2.11. 1922, hún var gift Halldóri Benediktssyni bifreiðarstjóra, sem er látinn. Jensína giftist 7.1. 1939 Hjálm- ari Bjartmar Elíeserssyni skip- stjóra og útvegsmanni frá Seyðis- fírði, f. 3.12. 1913 í Höfn í Bakka- firði, d. í Reykjavík 3.10. 1972. Börn þeirra eru 1) Jóhann skáld, f. 2.7. 1939, kvæntur Ragnheiði Stephensen hjúkrunarforstjóra, f. 11.2. 1939. Þeirra börn eru Þorri skáld og fjöllistamaður, býr er- lendis, f. 1963; Dalla dagskrár- gerðarmaður, f. 1968, og Jóra, í framhaldsnámi í Ijósmyndun í Boston í Bandaríkjunum, f. 1971. Barnabarn er Hrólfur Þeyr Þorrason, f. 1989. 2) Katrín Ragn- heiður sérkennari, f. 2.10. 1945, gift Eysteini Bjarnasyni starfs- manni MS, f. 20.9. 1943. Þeirra börn eru: Hrund magister í þýsku, býr í Þýska- landi, f. 1969; Helga uppeldisfræðingur, f. 1972; Jenna Huld há- skólanemi, f. 1976 og Bjarni Kristinn námsmaður, f. 1977. Barnabarn er Jóhann Kristinn Köhnen, f. 1996. 3) Gerður Elín, f. 24.12. 1949. d. 2.7. 1950. 4) Gerður Elín lyQatæknir, f. 25.9. 1952, gift Sigurði Guðjónssyni tækni- fræðingi, f. 16.5. 1953. Þeirra böm em Hjálmar Jens háskólanemi, f. 1974, og Guðjón Heiðar mennta- skólanemi, f. 1981. 5) Þorvarður Hjálmarsson rithöfundur, f. 15.3. 1957. 6) Örn Hjálmarsson versl- unarstjóri, f. 30.12. 1958, kvæntur Lindu Hrönn Magnúsdöttur prentsmið, f. 17.9. 1959. Börn þeirra em Ama Hrönn, f. 1985, og Magnús Mar, f. 1993. Jensína ólst upp í Skuld á Hell- issandi. Eftir lát föður si'ns bjó hún áfram í Skuld ásamt móður sinni og systrum, móðurömmu sinni Ragnheiði Skúladóttur frá Fagurey á Breiðafirði og móður- bróður si'num Þorvarði Þorvarð- arsyni formanni og oddvita frá Hallsbæ. Hjálmar, maður Jensínu, sigldi öll stríðsárin á togumm sem fluttu fisk til Englands, en gerði síðan út og var skipstjóri á Hell- issandi og í Reykjavík. Jensfna og Hjálmar vom síðast búsett / Kópavogi og bjó móðir hennar, Katrín, hjá þeim, bæði þar og í Reykjavík. Utför Jensínu fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég hitti tengdamóður mína fyrst fyrir tæplega 25 árum. Jensína tók mér eins vel og hugsast gat alveg frá fyrstu tíð. Ég fann það strax hvað Jensína var opinská og glað- lynd og hve auðvelt var að umgang- ast hana. Hún var alltaf að gæta drengjanna okkar, enda löðuðust þeir mjög að ömmu sinni. Jensína var sterkur persónuleiki og sameiningartákn fjölskyldunnar. Við áttum margar skemmtilegar stundfr yfir sunnudagskaffinu hjá henni. Ég komst alltaf í gott skap við að hitta Jensínu. Við gátum alltaf hlegið mikið saman. Ég gleymi aldrei leikhúsferð sem við fórum í fyrir allmörgum árum. Við grétum af hlátri allan tímann. Þetta var ekki í eina skiptið sem við gerðum það. Það var einnig gaman að vera með henni í bíltúrum og á ferðalögum þar sem hún lét oft falla skemmti- legar tilgátur um fólk sem keyrt var framhjá, hvemig það væri eða hvað það aðhefðist við hin ýmsu tækifæri. Þegar hún var í búðum sagði hún stundarhátt meiningu sína á hlutun- um þannig að þeir sem voru með henni hrukku við, því það var kannski eitthvað sem þeir hugsuðu, en hefðu sjálfir látið ósagt. Jensína gat oft látið falla skemmtileg skot sem fólk var ef til vill misupplagt að taka. Ég fékk oft svona skot frá henni sem ég kunni bara vel. Ég tók þau stundum sem ákveðnar ábend- ingar sem vert væri að fara eftir. Jensína var mjög félagslynd þó hún hafi ekki mikið farið út af heim- ilinu meðan hún var með fjölskyldu. Hún var mjög söngelsk og var í kór yrxirxi x irx^ H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H u Sími 562 0200 fiiiiiiiuirl aldraðra í Kópavogi í nokkur ár. Hún kunni mikið af textum og lög- um og fengum við oft að njóta þess. Einnig hafði hún mikla unun af að fara á tónleika. Jensína var alltaf glæsileg hvar sem hún kom. Hún passaði alltaf upp á að vera til fyrirmyndar í klæðnaði. Henni leið ekki vel nema hún liti vel út og væri snyrtileg hvert sem hún fór. Þar sem aldurinn hafði færst yfir og heilsunni hrakað fékk Jensína vistun á Hrafnistu í Reykjavík fyrir þrem árum. Hún var ennþá það glaðleg og hressileg að sjá að ég veit að margir héldu að hún starfaði þar en væri ekki vist- maður. Hún var veikari en útlitið og fasið sagði til um. Ég veit að hún átti þrjú góð ár á Hrafnistu. Það var oft- ast þannig að dagurinn entist ekki í þau verkefni sem í boði voru. Eftir að nýja sundlaugin kom stundaði hún oft sundleikfimi þar með félög- um sínum. Eftir áramótin veiktist Jensína og var hún búin að vera lé- leg til heilsu, en virtist þó vera að ná sér á strik á nýjan leik. Kvöldið áður en hún dó var létt yfir henni, eins og vorhugur væri kominn í hana, og talaði hún um að nú þyrfti hún að fara að drífa sig og taka fram sund- bolinn. Ég hef fundið það á síðustu dög- um að með fráfalli hennar hefur myndast stórt\skarð og tómarúm sem mun taka tíma að fylla. Jensína ræddi oft um Hjálmar manninn sinn, sem hún missti á besta aldri. Ég vona innilega að hún eigi eftir að hitta hann og þau eigi eftir að eiga góðar stundir saman og það hjálpi börnum þeirra og bamabömum að yfirvinna sorgina og söknuðinn. Jensína, ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Sigurður Guðjónsson. Blómabúðin öarðskom v/ Fossvogski^kjMgafð Sími: 554 0500 Elsku Jenna mín, orð mega sín svo lítils þegar ég minnist þín. Strax frá fyrsta degi tókstu mér sem einu af þínum bömum. Þú með þinn leiftrandi húmor gast alltaf séð spaugilegu hliðamar á lífinu. Alltaf varstu svo fín og vel tilhöfð með fal- lega hárið þitt og tindrandi augu. Það verður erfitt að sætta sig við að sjá þig og heyra ekki framar en ég veit að nú líður þér vel. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífeins degi, hin ljófu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þín Linda. Okkur langar til að minnast ömmu okkar, Jensínu Ágústu Jó- hannsdóttur. Nú er amma Jenna farin og minningarnar einar standa eftir. Amma Jenna var glæsileg kona. Hún var alltaf sú best klædda á staðnum og var líka fljót að benda á ef henni þótti maður ekki nógu „fix“ í klæðaburði. Þrátt fyrir veik- indi sín hugsaði hún alltaf vel um útlitið og það hefur eflaust blekkt marga sem töldu hana ekki eins veika og hún var. Amma var hnyttin í tilsvörum og mikill stríðnispúki. Hún átti það til að hitta á veika punkta en gæska hennar og gjafmildi gleymast aldrei. Amma var aðhlægin og gerði oft góðlátlegt grín að fólki. Hún meinti ekkert illt með því heldur var skopskyn hennar þannig og hún hélt því alveg þar til yfir lauk. Amma missti mikið þegar Heiða systir hennar dó. Þegar þær komu saman gátu þær setið og grenjað úr hlátri yfir minnsta hlut, t.d. hvað Bjarni gat drukkið margar gos- flöskur þegar við vorum í veislu. Þegar amma fluttist á Hrafnistu fyrir nokkrum árum tók líf hennar algjörum stakkaskiptum. Þar gat hún umgengist fólk á svipuðu reki og þar hitti hún marga kunningja frá yngri árum á Snæfellsnesi. Þar leið henni betur félagslega og fékk góða umönnun. Amma hafði gaman af því að vera í góðra vina hópi og var oft hrókur alls fagnaðar. Þegar Helga kynnti ömmu fyrir Inga Torfa var henni alveg sama af hvaða ættum hann væri, því þegar hún vissi að hann væri sjómaður var hún viss um að hann væri al- mennilegur maður. Amma var sú fyrsta sem fékk að vita þegar Helga og Ingi Torfi trúlofuðust og var hún mjög ánægð með það. Henni fannst við barnabörnin hálf- léleg við þetta, að giftast og eignast börn. Hún var búin að benda okkur á að það væri betra að eignast börnin fyrr en seinna. Þegar Helga sagði henni að hún stefndi á fram- haldsnám í haust sagði hún: „Ertu enn að fara í skóla?“ Hún skildi ekki alla þessa skólagöngu hjá barnabörnunum. Amma studdi okk- ur samt í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og átti það til að hreykja sér af árangri bamabam- anna. Við systkinin fórum í heimsókn til hennar fyrr í vetur, þegar hún lá fyrir vegna veikinda. Hún leit ekki vel út og var greinilega mjög veik en hún sleppti því samt ekki að slá á létta strengi. Á þessum tíma var Hjálmar afi henni ofarlega í huga og minntist hún gömlu daganna þegar hún og afi vom í tilhugalíf- inu. Vegna þess hve vel hún sagði frá og mundi vel öll smáatriði óraði okkur systkinin ekki fyrir að þessi veikindi myndu draga hana til dauða. Þegar erfið veikindi steðj- uðu að henni var greinilegt að efst í huga hennar var hinn látni eigin- maður hennar, sem hún trúði stað- fastlega að biði sín handan við móð- una miklu. Við eigum eftir að sakna ömmu okkar og við munum aldrei gleyma orðatiltækjum hennar og gaman- semi. Það kemur enginn í hennar stað. Helga, Jenna Huld og Bjarni Kristinn. Með sorg og söknuð í hjarta langar mig að minnast ömmu með örfáum orðum, ömmu í Kópó eins og við bræðurnir kölluðum hana alltaf. Þegar á unga aldri sóttist ég mikið eftir nærveru hennar og þau voru ófá skiptin sem ég gisti hjá ömmu. Hjá henni leið mér alltaf vel. Við spiluðum og sungum, fórum í göngutúra og hún sagði ótal spenn- andi sögur frá æsku sinni og um afa. Á sunnudögum beið maður svo spenntur eftir að fá ilmandi hrygg. Amma var einstaklega hjartahlý og glaðlynd kona og vildi allt fyrir mann gera. Eftir að hafa átt við veikindi að stríða síðustu árin í Kópó var gaman að sjá hversu vel hún fann sig í félagsskapnum á Hrafnistu. Amma sagði alltaf sína meiningu beint út og gaf holl ráð sem ég mat mikils, t.d. í sambandi við hitt kynið. Amma, við bræðurnir þökkum þér allar samverustundirnar og þær góðu minningar sem munu lifa í hjarta okkar. Hjálmar Jens Sigurðsson. Elsku amma mín. Það er allt ann- að en auðvelt að kveðja þig nú í hinsta sinn. Orð geta verið máttug ef þeim er beitt á réttan hátt, en eftirfarandi orð eiga eftir að reyn- ast fremur fátækleg miðað við það tómarúm og þann söknuð, sem við fjölskyldan þín nú upplifum. Ég talaði við þig í síma eftir sið- ustu veikindi þín. Þú varst svo málglöð og kát og sagðir mér frá draumi, sem þig dreymdi á meðan á veikindunum stóð. Þú sagðir að samkvæmt þessum draumi gengi ég örugglega með stúlkubarn og til- hlökkunin leyndi sér ekki í rödd þinni. Nú ertu búin að kveðja þenn- an heim áður en við vitum hvort draumráðning þín reynist rétt. Ég er aftur á móti sannfærð um, að þú átt eftir að fylgja þriðja barna- barnabarninu þínu í heiminn, svo og átt þú eftir að vaka yfir því eins og allri fjölskyldu þinni, sem þú elskaðir innilega og hlúðir ávallt að. Við eigum öll eftir að sakna lifandi og skemmtilegra samræðna við þig, því þú fylgdist alltaf mjög vel með öllu sem var að gerast, hvort sem það var tengt námi og starfi barna þinna eða barnabama, eða því sem var í fréttum. Þú myndaðir þér ætið skoðanir á hlutunum, sem þú varst ekki að liggja á og eigum við eftir að sakna hreinskilni þinnar, sér- staklega þeirrar í okkar garð, sem oft gat komið að óvörum, en við kunnum samt öll að meta. Þegar ég steig mín fyrstu skref á menntaskólabrautinni í Reykjavík bjó ég hjá þér í Kópavoginum og naut stuðnings þíns í hvívetna. Á þessum tíma urðum við mjög góðar vinkonur og upp frá því fylgdist þú sérstaklega vel með öllu sem var að gerast í minu lífi. Sérstaklega sýnd- ir þú mikinn skilning þegar ég fet- aði í þín spor og gekk að eiga sjó- mann og tími langs aðskilnaðar vegna starfs hans hófst. Ég er svo þakklát fyrir þær stundir, sem við áttum saman síðastliðið sumar og núna um síðustu jól, þar sem þér gafst tækifæri til að kynnast barna- barnabarninu þínu, honum Jóhanni Kristni, betur. Því miður áttu ekki eftir að sjá hann vaxa úr grasi, en ég veit að þú átt eftir að fylgjast með honum og okkur öllum hinum þaðan sem þú ert núna. Elsku amma mín, aðstæður mín- ar leyfa það ekki að ég geti fylgt þér til þinnar hinstu hvflu og mig tekur það svo sárt að hafa ekki get- að verið meira hjá þér undanfarið. En þú verður ætíð í hjarta mínu og sú hugsun að þú skulir nú eiga end- urfund við þinn elskaða eiginmann róar mig og gefur mér styrk í sorg minni. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra. Hvíl í friði. Þín, Hrund og fjölskylda, Þýskalandi. Ég minnist ömmu minnar sem hnyttinnar og orðheppinnar konu. Hún kom vel fyrir sig orði og var fljót til svars. Það var gaman að setjast niður hjá henni og hlusta á hana segja frá samskiptum sínum við starfsfólk og heimilisfólk Hrafn- istu á spaugilegan hátt. Hún krydd- aði sögumar þannig að oft veltist ég um af hlátri. Hún sagði mér líka frá gamla tím- anum, brúðkaupinu og nýjum kjól sem hún fékk í tilefni af því. Hún minntist þess að brúðhjónin hefðu borðað svið hjá móður hennar og hefði það verið ágætis veisla. Brúð- kaupsnóttin varð víst stutt því bank- að var á gluggann klukkan 5 því afi þurfti að fara á sjó. Á stríðsárunum sigldi afi til Englands og alltaf fengu amma og frumburðurinn falleg fót og muni frá útlöndum. Pabbi var klæddur eins og lítill greifi þegar þau heimsóttu æskustöðvar ömmu, Sand, á þessum árum. Amma var alltaf glæsilega til fara og jafnvel svo glæsilega að þegar hún skrapp út úr húsi til læknis og setti upp hatt spurðu konurnar á Hrafnistu hvort hún væri nokkuð að fara að gifta sig. Þegar ég hrósaði henni fyrir smekklegan klæðnað og gott útlit viðurkenndi hún að hún væri kannski bara ágætt gamal- menni. Hún var miklu meira en ágætt gamalmenni, varla farin að grána í vöngum og bar sig vel. Hún var ein af þeim sem eldast með reisn. Ég mun sakna samverustunda okkar og símtala. Dalla Jóhannsdóttir. Það er undarlegt að vera í öðru landi við fráfall ömmu þegar við höf- um ekki hist í tvö ár. Þótt hún hafi orðið áttræð í sumar held ég að hún hafi ekki búist við að fara svona snöggt. Hún var orðin það góð eftir að hún fluttist á Hrafnistu. Stundum tók ég ömmu mátulega alvarlega eins og þegar hún lét mig lofa sér að skrifa ekki eftirmæli um sig. Mér til málsbóta er þetta því stutt en ég kemst ekki í útfórina. Mér er minnisstæð gamansemi ömmu og tvirætt háðið sem má rekja til heimaslóðanna á Sandi. Fastar í bernskuminninu eru heim- sóknir til ömmu og afa í Kópavogi og hvað innilegar móttökurnar voru þar. Það var alltaf tilhlökkunarefni enda látið með fyrsta barnabarnið. Afi var oft í burtu á sjó eða niðri á bryggju að vinna í bátnum í landleg- um og það tók hann langan tima að þvo sér um hendurnar eftir vélar- rúmið. Yfir honum var mikil ró þar sem hann sat og tottaði pípuna. Þarna var líka langamma með kandís fyrstu árin og kanarífugla sem mig dreymdi. Þetta er horfinn veruleiki. Þær voru oft skemmtilegar næt- urnar þegar ég gisti í Kópavoginum og þegar ærslagangurinn í mér og bræðrunum gekk of langt höfðaði amma til þess að svona hegðun sæmdi ekki hálffullorðnum mönn- um. Mig minnir að fjögurra ára hafi ég litið stórt á mig við það, höfðaði til sæmdarinnar. Ef þetta dugði ekki var hótað ónefndum staðar- grýlum Kópavogs sem lokuðu krakka inni í kjöllurum sínum. Sög- urnar sem amma sagði mér á Öldu- götunni um ævintýri afa í siglingum lifa enn. Eins og margar sjómannskonur var amma ekki gömul er hún varð sviplega ekkja. Vafalaust hittast nú afi og hún eftir langan aðskilnað. Far í friði. Þorri Jóhannsson. Elsku amma er dáin. Þegar ég kvaddi ömmu í haust þá var hún svo hress og kát að mér flaug ekki í hug að við ættum ekki eftir að hittast aftur. En núna er hún dáin og mér finnst erfitt að hafa ekki fengið að kveðja hana á þann hátt sem ég hefði vfljað. Ég mun sakna ömmu sárt. Jóra. Jensína er í hópi bestu manneskja sem ég hef kynnst. Hún var ein af þessum fágætu perlum sem með léttri lund og æðruleysi gera okkur hinum lífið léttara. Nú er hún farin, óvænt og allt of snemma. Hennar verður sárt saknað. Kristjón Freyr Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.