Morgunblaðið - 02.04.1998, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 02.04.1998, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 63 MINNINGAR i i i i i i i i i i i i i 1 GUÐRÚN BJÖRG ANDRÉSDÓTTIR + Guðrún Björg Andrésdóttir fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1975. Hún lést af slysförum í Reykjavík 7. mars síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 24. mars. Elsku Gunna. Laug- ardaginn örlagaríka er þú kvaddir þennan heim og fórst á fund við pabba þinn, kom Asta systir þín og ein af mín- um bestu vinkonum og sagði mér þessar hörmulegu fréttir. En hvað lífið getur stundum verið ósann- gjarnt! Þú sem varst komin á rétt ról í lífinu, komin með yndislegan mann og 11 mánaða gamlan son. Þú sem hlakkaðir svo til að halda upp á eins árs afmæli hans í næsta mánuði. Og ekki nema vika síðan þið fluttuð upp í Mosfellsbæ. Hamingjan skein úr augum þínum. Það eru ekki nema fimm mánuðir síðan pabbi ykkai- lést og ég efast nú ekki um að hann hafi tekið á móti þér er þú vaknaðir þarna hinum megin. En á svona stundu megum við ekki gleyma þeim sem eftir lifa og vera þakklát fyrii- það sem við höfum þó svo að sorgin sé svona yfirþyrmandi á okkur þessa dagana. Sem betur fer fékk Guð- mundur Atli að hafa pabba sinn hér hjá sér, þó svo að við vitum að þú ert einnig hjá honum. En auðvitað verð- ur söknuðurinn eftir þér ætíð í þess- um litla dreng, en við sem eftir erum munum viðhalda minningunni um þig hjá litla stráknum þínum. Elsku Gunna, manstu þegar við stelpurnar vorum að koma til Astu með geisladiskana okkai- sem þú fíl- aðir engan veginn og fórst alltaf inn í herbergi og lokaðir þig af. En á end- anum komstu alltaf fram aftur og fórst að djamma með okkur. Og manstu er við hittumst einu sinni í bænum og þú dróst mig í burtu heim til vinar þíns sem var svo ekki heima, °g við gerðum þá bara svoldið af okkur í staðinn. Við vorum nú meiri prakkararnir. Elsku Gunna mín, ég kveð þig í söknuði með þessum orðum: Eitt sinn verða allir menn að deyja/ eftir bjartan daginn kemur nótt/ ég harma það en samt ég verða að segja/ að sumarið líður allt of fljótt. Elsku Ásta mín, Palli, Guðmundur Atli, Sigrún, Kjartan, Gummi, Begga, Sigurjón, amma Guðrún og aðrir aðstandendur, innilegar sam- úðarkveðjur og megi Guð gefa ykkur styrk á þessum sorgartímum. Karen Björk. Hún Gunna er farin. Lífsbók hennar er búin, við lásum endinn allt of snemma. LítOl, fallegur drengur hefur misst móður sína aðeins 11 mánaða gamall. Hver er tilgangur- inn með því? Hvernig á að útskýra fyrir litlu barni hvers vegna mamma er horfin og kemur ekki aftur? Við kynntumst Gunnu fyrst fyrir 7 ái'um þegar Sigrún mamma hennar, sem þá var dagmamma, hóf að passa tvær eldri dætur okkar, Kristjönu og Margréti. Það var sannarlega líf á þeim bænum enda voru systkinin fimm. Nokki-u síðar gerðist Gunna barnapía hjá okkur tíl skiptis við Ástu yngii systur sína. Við hjónin vorum sannarlega heppin með barnapíur þá. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann og ýmsar skondn- ar. Mér eru efst í huga áhyggjurnar aí ofnæmi Gunnu fyrir hestum. Og auðvitað þurftum við að hafa hesta. Eflaust hefur heimOið aldi'ei verið eins stífbónað eins og þegar Gunna vai- hjá okkur. Eg hentist á hverjum degi um húsið með ryksuguna og skúringagræjurnar á lofti en Gunna sagði bara: „Þetta er aOt i lagi.“ „Auð- vitað er þetta ekkert í lagi,“ sagði ég og skúraði eins og vitlaus manneskja. Eitt sinn bað ég Gunnu að passa stelpurnar síðdegis á meðan ég skrapp frá. Eg kom eftir vinnu til að sækja þær tO Sigrúnar og Gunna ætl- aði að verða samferða okkur síðasta spölinn heim á bflnum. Veslings Gunna snaraði sér grandalaus inn í bfl- inn en hentist síðan í flýti út úr honum aftur þegai' hún fann and- rúmsloft grasmótora í honum. Eg hafði þá stungið hnakk í skottið og gleymt honum þar. „Þetta er allt í lagi, ég labba bara,“ sagði Gunna. Tfl allrar ham- ingju var stutt heim. Svona var Gunna. Hóg- vær, feimnisleg, skemmtfleg og það var alltaf allt í lagi. Líka daginn sem hún þurfti að biðja Ástu að leysa sig af vegna ofnæmis. Það skiptið hafði hestafatnaðm' óvart sloppið inn í for- stofu. „Þetta var allt í lagi, þetta lag- ast alltaf,“ sagði Gunna um ofnæmið. Eitt var alveg víst, dætrum okkar þótti Gunna frábær. Þær litu afskap- lega mikið upp til hennar. Hún kunni líka vel til verka sem elsta systir. Hafði góða stjórn á öllu og var góð við börnin. Svo leið tíminn, leikskólinn tók við dætrum okkar hvon-i á eftir annarri, ferðunum í Kelduhvamminn fækkaði og kaffisoparnir hjá Sigrúnu urðu færri. Gunna eltist og hafði í nógu að snúast, Palli kom til skjalanna og svo Guðmundur litli síðar. Við hittum Gunnu þó öðru hvoru í vinnunni þeg- ar við áttum erindi til hennar. Nú erum við flutt af Holtinu en fréttum þó af fjölskyldunni öðru hvoi'u þegar Berglind kemur til að hitta Kristjönu dóttur okkar. Berg- lind hefur frá mörgu að segja þegar Guðmundur Atli er annars vegar. Sjálfsagt á hún oft eftir að passa hann í framtíðinni íyrh' stóru systur sína. Að sjá á eftir ungri konu í blóma lífsins er mikil sóun og afar þung- bært. Hvern hefði órað fyrir því að Gunna færi svo stuttu á eftir föður sínum. Hann hefur áreiðanlega tekið vel á móti henni og saman munu þau eflaust fylgjast vel með uppvexti Guðmundar litla úr fjarlægð. Sigi’ún, og fjölskylda. Góð stúlka er horfin frá okkur en sem betur fer eigum við minningarnar eftir. Við höldum fast í þær. Heiða og Árni. Það er ekki hægt að túlka þá tóm- leikatilfínningu með orðum sem myndaðist í hjarta mínu þegar ég frétti að mín kæra vinkona, Gunna, væri látin. Dauðinn er svo óraunverulegur þegar maður er ungur að manni finnst maður allt að því vera ódauð- legur. Þess vegna er erfítt að skilja að þú sért farin frá þessum heimi. Ég kynntist Gunnu fyrir 7 árum, en þá vorum við báðar að byrja að vinna hjá íslenskum matvælum, seinna meir unnum við saman nokk- ur sumur í afgreiðslunni í sama fyr- irtæki. Við áttum margar góðar stundh’ saman, það var svo gaman að tala og hlæja með þér. Ég hef reynt að muna um hvað við töluðum síðast þegar við hittumst því ég fæ ekki + Haukur Ingvason fæddist á Vesturá í Laxárdal, Austur- Húnavatnssýslu, hinn 31. ágúst ár- ið 1934. Hann lést á heimili sínu á Litla-Dal hinn 16. þessa mánaðar og fór útför hans fram frá Víði- mýrarkirkju í Skagafirði 28. mars. Elsku Haukur. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ung var ég eða 17 ára gömul þegar ég kom í sveitina til ykkar hjóna og var mjög vel tekið á móti mér. Þið hugsuðuð ekki síður vel um mig en börnin ykkar. En hvað það var gott að búa hjá ykkur þennan tíma. Mér finnst ótrú- legt að þú skulir vera farinn frá okk- ur svona fljótt. Ég mun ávallt eiga góðar minning- tækifæri í þessu lífi til að hitta þig aftur. Þú varst góður vinur og ég er þakklát fyrh’ þann stutta tíma sem ég þekkti þig þó að hann hafi engan veginn verið nógu langur. Og þegar dauðinn kemur segi ég ekki; komdu sæll þegar þú vilt heldur segi ég: máttu vera að því að bíða stundarkom? Ég bíð aldrei ekki eftir neinum segir hann og heldur áfram að brýna ljáinn sinn. Þá segi ég: Æ lof mér að lifa fram á vorið segi ég bara ofurlítið fram á vorið því þá koma þessi litlu blóm þú veizt sem glöddu mig svo mikið í vor er leið og hvernig get ég dáið án þess að fá að sjá þau einu sinni enn bara einu sinni enn? (Jóhannes úr Kötlum) Mig óraði ekki fyrir því að ég myndi skrifa minngargrein, 22 ára gömul, um þig, Gunna mín. En það sýnir okkur hversu stutt er mflli lífs og dauða og klukkurnar geta hringt inn feigð deyjandi dags hvenær sem er. Það er víst alltaf vinur einhvers sem deyr en í þetta skipti var það vinur minn. Ég vil votta aðstandendum mína dýpstu samúð og bið guð að veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Valgerður. Elsku Gunna mín. Ég trúi því ekki ennþá að þú hafir verið hrifin á brott í blóma lífsins. Framtíðin blasti við þér með mönnunum tveim í lífi þínu. Ég man þegar ég hitti Ástu systur þína þegai’ ég var heima um jólin og hún sagði mér hvað þú værir hamingju- söm og hvað það gengi vel hjá ykkur Palla með hann Guðmund Atla son ykkar. Ég samgladdist þér svo inni- lega. Ef það var einhver sem átti skil- ið að vera hamingjusamur, þá varst það þú, Gunna mín. Ég ætlaði alltaf að hi-ingja í þig, mig langaði svo að heim- sækja þig. En því miður varð ekkert úr því. Eg sé mjög mikið eftir þvi og þó svo að vinátta okkar hafi rofnað síðustu árin, varð mér oft hugsað til þín og undanfama daga hafa allar minningamar um þig komið upp í huga minn og hugsa ég um allar góðu stundimar sem við áttum saman. Það var svo mai’gt sem við upplifðum á þessum ámm. Ferðalög, fýrsta utan- landsferðin þín og margt fleira. Við gátum endalaust talað saman um allt í sambandi við lífið og tilveruna og defldum við gleði okkar og sorgum. Þú vai-st svo sönn og traust og alltaf varstu til staðar fyrir þá sem þörfnuðust þín. Þú geislaðir af kær- leik og hlýju og varst svo örlát á það sem þú áttir að gefa. Þú passaðir svo vel upp á systkinin þín yngri og aðra sem þér þótti vænt um og hugsaðir þú alltaf fyrst um alla aðra. Missirinn er mikill fyrir okkur sem eftir lifum og þá sérstaklega Palla og litla ljósið ykkar hann Guðmund Atla sem fær ekki tækifæri tfl að kynnast því hversu yndislega móður hann átti. En ég trúi því að þér líði núna vel hjá pabba þínum og öðrum ástvinum. Elsku Páll, Guðmundur Atli, Sig- rún, Ásta, Gummi, Berglind, Sigur- jón, Kristrún og aðrir ástvinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og ar um þennan tíma og jafnvel tímann eftir að ég flutti suður, þá 21 árs, og kom í heimsókn á sumrin. Þá var alltaf tekið jafnvel á móti mér og alltaf var gestrisnin mikil hjá þér og konu þinni, Valdísi, og fannst mér alltaf eins og ég hefði verið hjá ykkur í gær, en ekki í sumarið áður. Elsku Haukur, mig langar tfl að þakka þér fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem þú sýndir mér, en nú ertu farinn og eflaust er þér ætlað að gera eitthvað miklu meira á þessum nýja stað. Hér verður þín sárt saknað en ég veit að það verður tekið vel á móti þér. Nú kveð ég þig kæri vinur. Elsku Valdís, Biggi, Snævar, Giss- ur og Hanna Björg, Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Kristín Gunný Jónsdóttir. HAUKUR SVEIN- BJÖRNINGVASON bið góðan Guð um að gefa ykkur styrk, von og trú í sorg ykkar á þess- um erfiðu tímum. Elsku Gunna mín. Ég vil þakka þér fyrir þá ómetanlegu vináttu sem þú gafst mér. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Megi góður Guð varðveita þig. Þín vinkona, „Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanii’ og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið bezt af sléttunni." Guðrún Þ. Sívertsen. Lífið er í einu orð sagt hverfult. Það er eins og maður horfi á ástvini sína koma og fara, þar sem sumir staldra aðeins stutt við, eins og hún Gunna. Ekkert er óréttlætanlegra í þess- um heimi en þegar maðui’ horfir á eftir svona fallegum, lífsglöðum engli eins og Gunnu í blóma lífsins yfirgefa þennan heim. Einmitt þegar lífið var í þann mund að byrja hjá henni, þar sem hún var búin að hitta riddarann á hvíta hestinum, hann Palla, og sam- an áttu þau yndislegasta hnoðra í heimi, hann Guðmund Atla, sem er eins og spegilmynd af Gunnu. Þegar ég hugsa um Gunnu sé ég alltaf þessa miklu gleði og útgeislun sem hún gaf svo óspart frá sér, þennan karakter sem svo fáir búa yf- ir. Hún laðaði fólk að sér og ég man hvað það var auðvelt og gott að kynnast henni. Hún var alltaf til í allt og þá var Ásta, sem er yngri systir Gunnu, sko ekkert skilin eftir, þær voru eins og samlokur. Þannig kynntist ég Gunnu, þar sem við Ásta vorum og erum enn þann dag í dag bestu vinkonur, þá var Gunna oft að bralla hitt og þetta með okkur. Eflaust hefur það þjónað stórum tilgangi það verk sem Gunnu hefur verið falið núna, þótt það sé svo ótrú- lega sárt að horfa á eftir henni, en við vitum að hún er í góðum höndum hjá fóður sínum og fleiri ástvinum. Elsku Gunna mín, vegna veikinda lá ég á sjúkrahúsi sama dag og þú varst kvödd, en þú mátt vita að þú ert geymd djúpt í hjarta og hefði ég viljað fylgja þér síðustu skrefin. Elsku Palli, Guðmundur Atli, Guð- rún, Sigrún, Ásta, Gummi, Sigurjón, Berglind og allir sem eiga um sárt að binda, megi Guð vernda ykkur og gefa ykkur þann styrk sem hann býr yfir til að ylja hjörtu ykkar. Gyða. JORGEN FRANK MICHELSEN + Jörgen Frank Michelsen fæddist í Hveragerði 10. nóv- ember 1941. Hann lést 25. mars siðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 31. mars. Nýlega kvöddum við félaga okkar Frank Michelsen, sem lést 25. þ.m. eftir ei’fiða baráttu við krabbamein aðeins 56 ára. Lengi vel héldum við að hann myndi hafa betur í bai’áttunni því hann var svo ákveðinn í að sigra, en því miður varð hann að láta í minni pokann enda við stóran að deila. Enda þótt Frank væri löngu orðinn veikur mátti hann aldrei heyra nefnt að hlífa sér í vinnu og hló bara og gerði grín að þegar við vorum að spyrja um heilsuna, eða hvort einhver vinna væri of erfið, en gamansemin er eitt af því sem við héma á Þresti munum eiga í minningunni um hann. Það er erfitt að átta sig á að Frank skuli vera farinn yfir á annað tilveru- stig því það er eins og maður búist alltaf við að sjá hann koma með sitt sérstæða bros inn um dyrnar. Frank hóf akstur frá Sendibíla- stöðinni Þresti 1986 og var mjög vin- sæll í starfi enda bæði lipur og dug- legur að leysa hvers manns vanda. Hann hafði gaman af félagsmálum og starfaði í mörgum nefndum á Þresti í gegnum árin. Frank skilur eftir skarð hérna á Stöðinni sem verður vandfyllt, en minningin lifir. Um leið og við þökk- um honum öll árin sendum við eigin- konu, sonum og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur og biðjum þann sem öllu ræður að styi’kja þau á sorgar- stund. Bflstjórar og samstarfsfólk á Sendibflastöðinni Þresti. Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, HÁKONÍA JÓHANNA PÁLSDÓTTIR frá Stóra-Laugardal, Tálknafirði, sem lést þriðjudaginn 24. mars sl., verður jarðsungin frá Stóra-Laugardalskirkju, Tálkna- firði, laugardaginn 4. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á björgunarsveitina Tálkna, Tálknafirði. Arnbjörg Guðlaugsdóttir, Guðmundur Guðlaugsson, Þórður Guðlaugsson, Páll Guðlaugsson, Jóna Guðlaugsdóttir, Sigrún Helga Guðlaugsdóttir, Margrét Guðlaugsdóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Ólöf Þ. Hafliðadóttir, Ásta Torfadóttir, Gunnar Sigurðsson, Bjarni Andrésson, Örn Snævar Sveinsson. Innilegar þakkirfærum við öllum ættingjum og vinum er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR HELGASONAR frá Valshamri. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki E-deildar Sjúkrahúss Akraness og Dvalar- heimilis aldraðra Borgarnesi. Sveinfriður Sigurðardóttir, Sigurlín Jóna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurjón Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson, Helgi Hálfdánarsson, Hjörtur Ágúst Magnússon, Hallgrímur Þór Hallgrímsson, Daníel Guðjón Óskarsson, Ósk Axelsdóttir, Vigdís Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.