Morgunblaðið - 02.04.1998, Qupperneq 80
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF 3M0, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Viðræður Halldórs Asgrímssonar og Knuts Vollebæks
Stefnt að þríhliða við-
ræðum við Rússa í maí
Vorveður
ýtir undir
,, „ hraðakstur
MAÐUR var tekinn á 155 km hraða
við Úlfarsfell á Vesturlandsvegi í
gær og var sviptur ökuleyfi á staðn-
um. Hámarkshraði er 90 km/klst.
þar sem maðurinn var stöðvaður.
Hann kvaðst að sögn lögreglu ekki
hafa verið að horfa á hraðamælinn.
Nokkuð var um hraðakstur víða um
landið í gær og rakti lögregla það til
þess að vor væri í lofti.
I Kópavogi stöðvaði lögregla
fjóra bílstjóra vegna hraðaksturs í
gær og var einn þeirra grunaður
um ölvun.
Lögreglan í Stykkishólmi stöðv-
,.,,aði sjö fyrir of hraðan akstur og
p^ijifcfn marga fyrir að nota ekki örygg-
isbelti. Fjórir voru teknir fyrir
hraðakstur á ísafirði og sex á Akur-
eyri.
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra og Knut Vollebæk, utanrík-
isráðherra Noregs, lýstu yfir því á
blaðamannafundi í gær að þeir hefðu
orðið ásáttir um ramma utan um
samstarf um veiðar í Barentshafi og
stefnt væri að því að hefja þríhliða
viðræður í maí fallist Rússar á að
taka þátt í þeim.
Utanríkisráðherrarnir hittust í
tvígang í gær og var samstarf land-
anna og ágreiningur í sjávarútvegs-
málum rædd á fyrri fundinum.
„Það eru að verða tvö ár síðan síð-
ast var haldinn samningafundur milli
Islands, Noregs og Rússlands um
þessi mál,“ sagði Halldór. „Þó að við
höfum haldið stöðugu sambandi um
þau hefur ekki verið talin ástæða til
þess að boða til samningafundar á
nýjan leik. Nú hefur verið skapaður
rammi utan um hugsanlegt samstarf
svo framarlega sem Rússar geta sam-
þykkt hann. Við hugsum okkur að
slíkir samningar gætu byrjað í maí.“
Vollebæk segir að þjóðirnar
hljóti að finna lausn
Vollebæk sagði að hér væri um að
ræða mikilvægt mál bæði fyrir Is-
lendinga og Norðmenn. Hann ætti
ekki von á öðru en hægt yrði að
semja og spurði hvernig hægt væri
að ætlast til þess að aðrar þjóðir
næðu samkomulagi, ef ríki, sem ættu
jafn margt sameiginlegt og íslend-
ingar og Norðmenn, gætu ekki jafn-
að ágreining sinn.
Halldór kvaðst hafa rætt fyrirætl-
anir Islendinga í hvalamálum við
Vollebæk og sagði að mikilvægt væri
að eiga samvinnu við Norðmenn og
Japana í þeim efnum.
Vollebæk kom í opinbera heim-
sókn í gær og heldur brott á morgun.
I dag mun hann meðal annars fara
til Þingvalla ásamt fóruneyti. Hann
ræddi einnig við Davíð Oddsson for-
sætisráðherra í gær.
■ Ramminn kominn/12
Morgunblaðið
á Netinu
Heimsókn-
ir yfir 280
þúsund
MORGUNBLAÐIÐ á Netinu
hefur fengið yfir 280 þúsund
heimsóknir frá því að Frétta-
vefur Morgunblaðsins og
Fasteignavefurinn hófu göngu
sína fyrir tveimur mánuðum.
Þetta eru ámóta margar
heimsóknir og Islendingar
eru margir. Sem dæmi um að-
sóknina fékk Morgunblaðið á
Netinu 8.770 heimsóknir frá
miðnætti sunnudagsins 30.
mars til miðnættis mánudags-
ins 31. mars.
Slóð Morgunblaðsins á Net-
inu er www.mbl.is.
Lögregla hættir
að vakta banka
bg varsla boðin út
ÁKVEÐIÐ hefur verið að inn-
brota- og viðvörunarkerfí banka á
höfuðborgarsvæðinu verði ekki
beintengd lögreglustöðvum frá og
með 1. september næstkomandi.
Þessi háttur hefur verið hafður á
um árabil.
Gert var ráð fyrir að þessi breyt-
ing yrði um seinustu áramót, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, en að beiðni bankastofnana var
framkvaemd málsins frestað fram á
haust. I framhaldinu er reiknað
með að varsla öryggiskerfanna
verði boðin út.
Ekki lengur andvígur
Jónmundur Kjartansson, yfir-
lögregluþjónn hjá lögreglunni í
Reykjavík, kveðst hafa verið and-
vígur þvf í upphafi að lögreglan
hætti að vakta boðkerfi banka-
stofnana með þessum hætti.
Hins vegar hafi hann í ljósi við-
bragða Búnaðarbankans vegna
innbrots í útibú hans í Mjódd síð-
astliðinn sunnudag, styrkst í þeirri
trú að rétt sé að aðrir hafi þennan
málaflokk með höndum en
stjórnstöð lögreglunnar.
Hannes Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Securitas, kveðst
telja þessa breytingu eðlilega enda
sé það vart í verkahring lögreglu
að sinna útköllum vegna öryggis-
kerfa nema sérstök ástæða sé til.
■ Lögregla segir/14
—
Morgunblaðið/Ásdís
Heilbrigðisráðherra um gagnrýni á frumvarp um gagnagrunn
Fyrsti
Tölvunefnd og vísinda-
siðaráð annist eftirlit
vorísinn
UNGI maðurinn datt heldur
betur í lukkupottinn á Ingólfs-
torgi þegar hann fékk fyrsta
vorísinn í góða veðrinu en
stundum getur verið erfitt að
athafna sig með ís í annarri
hendi.
TÖLVUNEFND hefur gert athuga-
semdir við frumvarp heilbrigðisráð-
herra um gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði. Einnig hafa stjórn og siðfræði-
ráð Læknafélags Islands lýst yfir
miklum áhyggjum vegna frum-
varpsins, og forsvarsmenn fyrir-
tækja í lyfjaiðnaði hafa gagnrýnt
frumvarpið, en þeir hafa miklar efa-
semdir um réttmæti þess að veita
einum aðila einkaleyfi til aðgangs að
_ Jfceilsufarsupplýsingum sem færðar
verði í gagnagrunn.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði í samtali við Morgun-
blaðið að verið væri að leggja frum-
varpið fram til kynningar og það
hefði alla tíð verið ljóst að skoðanir
um þetta mál væru skiptar. I frum-
varpinu væri hins vegar beinlínis
HKert ráð fyrir því að vísindasiðaráð
og Tölvunefnd komi að eftirliti upp-
lýsinganna í gagnagrunninum á öll-
um stigum málsins, og í meðferð
frumvarpsins yrðu kallaðir til allir
þeir aðilar sem að því kæmu.
„Sumpart tel ég að sú gagnrýni
sem fram hefur komið stafi af því að
menn séu kannski ekki með endan-
legt frumvarp í höndunum, en þetta
mál hefur verið að taka breytingum
undanfamar vikur og við höfum
kallað mjög marga til. Eg fagna hins
vegar umræðu um málið, en það er
mjög mikilvægt að umræðan um það
sé opin. Við erum að tala um fram-
þróun í læknavísindum og við erum
hvergi að hefta vísindamenn inni á
stofnunum. Frumvarpið gerir ráð
fyrir því að ekki sé hægt að fá þess-
ar upplýsingar í gagnagrunn nema
með samvinnu við heilbrigðisstarfs-
menn á stofnunum, og því er ekki
verið að taka neitt vald af stofnun-
unum. Þá finnst mér gæta misskiln-
ings varðandi einkaleyfið, en verið
er að tala um einkaleyfi á flutningi
ópersónutengdra heilbrigðisupplýs-
inga frá stofnunum í gagnagrunn-
inn, og það breytist ekkert að vís-
indamenn inni á stofnunum halda
áfram sínum rannsóknum með þær
upplýsingar sem þeir hafa og stofn-
anirnar ráða hvort upplýsingarnar
verða tengdar gagnagrunninum,“
sagði heilbrigðisráðherra.
Takmörk á því hvað hægt er
að gera að verslunarvöru
Að sögn Sigrúnar Jóhannesdótt-
ur, framkvæmdastjóra tölvunefnd-
ar, mun það m.a. verða skoðað hvort
það fái samrýmst þjóðréttarlegum
skuldbindingum að pólitískt yfirvald
hafi með höndum ráðstöfun og
ákvörðun um meðferð viðkvæmra
persónuupplýsinga eins og frum-
varpið geri ráð fyrir. Þá segir hún
að það þurfi athugunar við hvort það
sé raunverulega framkvæmanlegt
að færa heilsufarsupplýsingar yfir í
gagnagrunninn með þeim hætti að
útilokað sé að rekja þær til einstak-
linga.
I bráðabirgðaáliti siðfræðiráðs
Læknafélags Islands er vísað til
þess að í frumvarpinu sé gert ráð
fyrir að einkafyrirtæki verði veitt
einkaleyfi á upplýsingunum í gagna-
grunninum í 12 ár og einkaleyfishaf-
inn hafi leyfi til að markaðssetja
gagnagrunninn gegn greiðslu. Telur
stjórn siðfræðiráðsins að það hljóti
að vera takmörk á því hvaða við-
kvæmar upplýsingar um heilsufar
sé hægt að gera að verslunarvöru.
■ Miklar efasemdir/10
-----------------
81 árs kona
lést í bflslysi
BANASLYS varð þegar ekið var á
81 árs gamla konu á móts við bens-
ínstöð OLIS við gatnamót Safa-
mýrar, Ármúla og Háaleitisbrautar
laust fyrir klukkan 13.30 í gær.
Að sögn lögreglunnar í Reykja-
vík var konan að ganga yfir götuna
þegar ekið var á hana á fólksbíl og
er málið í rannsókn.
Konan var flutt meðvitundarlaus
í Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar feng-
ust þær upplýsingar að hún hefði
látist af höfuðáverka tveimur
klukkustundum síðar.