Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 6
T 8«;r IÍHHA .í)S' ÍI'JöAOUMMtlB ______GIHAJaVHLDflOM 6' •"SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 ---------------------—” ” " ' ; ~ ’ MÖK'fíUSlES^F ERLENT Reuters CARL Bildt hefur verið sá stjórnmálamaður, sem flestir Svíar vilja sjá sem forsætisráðherra, samkvæmt skoðanakönnunum síðustu misserin. Hinn sterka ímynd Bildts gerir hins veg- ar að verkum að aðrir forystumenn flokksins falla í skugga hans. Göran Persson forsætisráðherra hefur jafnframt verið að sækja í sig veðrið í könnunum og helstu leiðtogar Jafnaðar- mannaflokksins njóta góðs af því að gegna ráðherraembættum. Nýjar leiðir eða við- gerð á gamla kerfínu? f V B AKSVIÐ Kosningaskjálfti er farinn að gera vart við sig meðal sænskra stjórnmálamanna, en þar verða þing- og bæjarstjórnar- kosningar í haust. Sigrún Davíðsdóttir segir kosningarnar snúast um hvort fara eigi nýjar leiðir eða eða láta nægja viðgerðir á gamla kerfínu. VERÐUR Göran Persson áfram forsætisráðherra, eða kemst Carl Bildt leið- togi Hægriflokksins aftur að? Pessi spuming heyrist oft í sam- bandi við væntanlegar þingkosning- ar í Svíþjóð í haust. En það eru kannski fleiri kostir í boði og spum- ingin snýst ekki aðeins um hver velj- ist til forystu, heldur hvort ein- hverju verður hnikað til í fyrirmynd- arríld áttunda áratugarins og þá í hvaða átt. Einn viðmælandi Morg- unblaðsins kvað svo sterkt að orði að héldu jafnaðarmenn völdum væri út> séð um nyjungar í Svíþjóð næstu ár- in, en næðu hægriflokkamir að mynda stjóm væri búið að setja jafnaðarmenn til hhðar í sænskum stjómmálum um langt skeið. Vandamálin og kosningamálin Helsti vandinn, sem við blasti þegar jafnaðarmenn komust aftur til valda 1994 eftir þriggja ára hægristjóm undir forsæti Bildts, var efnahagsvandinn. Svíar höfðu varla þekkt atvinnuleysi eftir stríð og það var þeim þungt áfall að sjá atvinnuleysið fara úr 1,5 prósentum 1990 í 8 prósent 1994 og sjá það síð- an hækka enn og nálgast evrópska meðaltalið upp á tólf prósent. Þegar Persson tók við flokksforystunni og forsætisráðherraembættinu af Ingvar Carlsson 1996 var hann fljótur að lofa því að helminga at- vinnuleysið fyrir næstu kosningai-. Það hefur þó ekki gengið eftir, því þó atvinnuleysið hafi eitthvað sjatn- að stafar það meira af ýmiss konar opinberum tilboðum til atvinnu- lausra en aukinni atvinnu. Vandinn, sem hægristjórnin átti við að glíma á sínum tíma var af- leiðing níunda áratugarins og stirð- busalegs jafnaðarkerfisins, sem ekki hafði verið aðlagað breyttum aðstæðum. Gjaldþrot og bankaþrot um 1990 skfluðu sér í atvinnuleysis- tölum, skattalækkun 1989 hafði meiri áhrif til lækkunar skatttekna, en búist var við og frjálshyggjuvið- brögð hægristjómarinnar höfðu ekki tilætluð áhrif, svo afleiðingin var áfall, sem Svíar em fyrst núna að rétta úr kútnum eftir. Skattamálin em sígilt deilumál í Svíþjóð eins og víðar, en nú hafa opnast nýjar viddir í þeirri um- ræðu. Sænskir atvinnurekendur kvarta ekki undan fyrirtækjaskött- um, heldur einkum og sérílagi und- an launasköttum. Það hefur nú orð- ið til þess að stórfyrirtæki eins og Ericsson hótar að flytja höfuðstöðv- ar sínar til London. Carl Bildt talar óspart fyrir lægri sköttum, því það geti ekki verið réttlátt að lág- og meðallaunafólk beri þyngstu byrð- arnar meðan hálaunafólk geti bara axlað sín skinn og flutt í annað land með þægilegra skattkerfi. Velferðarmálin era líka hitamál í þessu fyrrum fyrirmyndarlandi, þar sem öll vandamál virtust leyst. I síðustu kosningum vora það bóta- málin, en nú eru það skólamál og umönnun aldraðra. í dönsku kosn- ingunum nýlega talaði Uffe Ellem- ann-Jensen, þáverandi formaður Venstre, um að Danir greiddu skatta fyrir miða á fyrsta farrými, en fengju í raun aðeins þriðja flokks þjónustu. A svipaða strengi slær Bildt er hann bendir á að Sví- ar borgi heimsins hæstu skatta en fái ekki lengur heimsins bestu þjón- ustu fyrir. í haust sýndi sænska sjónvarpið skelfilegar myndir frá sænskum elliheimilum, þar sem gamla fólkið lá vanhirt og bjargar- laust. Persson lofar nú auknu fé til elliheimila og umönnunar gamal- menna, en frá róttæku starfsfólki þar heyrist gjarnan að það séu ekki peningar sem skorti, heldur þurfi að endurskipuleggja þennan hluta velferðarkerfisins og því hamra hægriflokkamir gjaman á líka. Skólamál era annað stórmál, því hvemig eiga Svíar að koma til móts við nýja tíma nema gera stórátak í menntun til að eiga aðgang að þekkingarþjóðfélagi framtíðarinn- ar? Bildt talar mikið um auknar kröfur sem skólinn eigi að gera, meðan jafnaðarmenn era meira á hefðbundnu nótunum, enda sjálfir höfundar sænska skólakerfisins. í Evrópumálum hafa jafnaðarmenn hægt um sig, því eins og Ingmar Karlsson, sendiherra og höfundur bóka um Svíþjóð, segir naut ESB- aðild aðeins meirihluta einn dag í Svíþjóð og það var daginn sem at- kvæðagreiðslan fór fram. Síðan hafa efasemdh-nar hrannast upp og sljó Evrópustefna sænsku stjómafy innar hefur ekki eflt áhugann. I stuttu máli snýst baráttan um nýj- ungar og nýjar leiðir, eða viðgerð gamla kerfisins, því sænskir jafnað- armenn hafa sýnt þess lítil merki að þeir aðhyllist markaðshyggju og nýjungahyggju breskra skoðana- bræðra, sem predika endurnýjun eða dauða. Höfuðandstæðingarnir tveir I augum Jafnaðarmannaflokks- ins og verkalýðshreyfingarinnar, sem fylgir flokknum eins og jörðin sólinni, virðist Carl Bildt hættuleg- asti andstæðingurinn, svo áróður- inn beinist mjög að honum per- sónulega. Mánudaga notar Bildt til að fara út á land, heimsækja vinnu- staði og halda kvöldfund og þessa reglu hefur hann haft frá því áður en hann varð forsætisráðherra 1991 og gerði það einnig meðan hann sat í embætti. Nýlega var sýnt í sjón- varpinu frá mánudagsfundi Bildts í skóla nokkrum, þar sem ungur maður sat á fremsta bekk. Hann fór svolítið hjá sér, þegar hann var spurður hvort hann væri njósnari, en sagðist vinna hjá Jafnaðar- mannaflokknum og hefur það sem starfa þessa mánuðina að fara á hvem og einn einasta opinberan fund Bildts og gefa flokksskrifstof- unni skýrslu um málflutning hans. Bildt sagði hins vegar með kímniglampa í augum að líklega hefði hann fleiri starfsmenn í röð- um Jafnaðarmanna en í eigin flokki. Þetta var óneitanlega áhuga- verð innsýn í hversu mjög flokkur- inn einbeitir sér að Bildt. Áhersla á persónur umfram mál- efni er ekkert nýtt fyrirbæri í stjómmálum. Hins vegar er staða Bildts einstök miðað við aðstæður í nágrannalöndunum. Hann nýtur mildllar virðingar langt út fyrir raðir flokksmanna sinna fyrir djúpa þekkingu á þeim málefnum sem hann fæst við og áhuga hans og þekkingu á erlendum málefnum er viðbrugðið. Störf hans í Bosníu á vegum Evrópusambandsins styrktu enn álit hans. Enginn vafi er á að flokkurinn nýtir sér mjög þetta mikla álit, en um leið hefur það haft í for með sér að hann gnæfir hátt yfir aðra samflokksmenn. Bildt er því í raun ímynd Hægriflokksins og minna fer fyrir öðrum flokksmönn- um. Ekki síst er kvartað yfir að enginn kvenkyns stjórnmálamaður sé áberandi í röðum Hægriflokks- ins, þó þeir hafi nokkrum dugandi stjórnmálakonum á að skipa. Yfirbragð keppinautanna er allt annað, þar sem Göran Persson hef- ur átt í brösum með embættið, sem hann hefur aðeins setið í síðan 1996 að hann tók við af Ingvar Carlsson, sem flokksleiðtogi og forsætisráð- herra, er Mona Sahlin féll úr náð- inni vegna greiðslukortaóreiðu. Persson hefur komið klaufalega fyrir, líkt og hinn danski starfs- bróðir hans Poul Nyrup Rasmus- sen en báðir hafa líka styrkst í embætti. Nánustu samstarfsmenn Perssons hafa svo það forskot fram yfir keppinauta sína í Hægriflokkn- um að þeir eru ráðherrar og hafa því gott tækifæri til að koma sér og pólitískum áhugamálum sínum að. Forskot Carl Bildts minnkar - Hægri vængurinn styrkist Vandlega er fylgst með reiptogi Bildts og Perssons í skoðanakönn- unum. Stuðningur kjósenda við Bildt hefur undanfarið alltaf legið vel fyrir ofan það fylgi, sem flokk- urinn hefui’ í skoðanakönnunum. Kannanir Sifo-stofnunarinnar sýna að þegar flokkamir höfðu jafnmikið fylgi kjósenda, um 30 prósent, í desember 1995, studdu 43 prósent Bildt, en 37 prósent Persson. Síðan hækkaði stjarna Bildts jafnt og þétt meðan hann var í Bosníu og þegar hann kom heim í haust vildu 56 pró- sent Bildt sem forsætisráðherra, meðan aðeins 25 prósent nefndu Persson. Síðan hefur dæmið verið að snúast við og hefur Persson nú stuðning 37 prósent kjósenda á móti 45 prósentum Bildts. Eins og Svenska Dagbladet benti á þá er besta leiðin til að öðlast traust sem forsætisráðherra að vera forsætis- ráðherra. En þó Bildt og styrkur Hægri- flokksins skipti miklu máli á hægri- vængnum, þá var hægristjórn hans samstjórn fjögurra flokka, þar sem einn flokkur, Miðflokkurinn, stökk af í lokin. Það er því athyglisvert að samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Dagens Industrí eru hægriflokk- arnir að styrkjast og virðast hafa meirihluta. Hugsanlegir samstjórnarflokkar Hægriflokksins eru hinir sömu og áður: Hinn frjálslyndi þjóðarflokk- ur, Kristilegi demókrataflokkurinn og svo Miðflokkurinn. Þjóðarflokk- urinn var vinsæll á síðasta áratug undir forystu Bengt Westerbergs, en hefur átt erfitt uppdráttar und- anfaiin ár, meðal annars vegna for- mannsskipta. Lars Leijonborg nú- verandi formaður hefur alla burði til að geta orðið farsæll formaður. Hann er þrælvanur stjórnmálamað- ur með hæglátt, öruggt og geðfellt yfirbragð. Sér við hlið hefur hann hagfræðinginn Carl B. Hamilton, sem vísast er ýmsum íslendingum kunnur eftir Islandsheimsókn sína. Nú virðist sem flokkurinn sé aftur farinn að sækja í sig veðrið. Kristilegi flokkurinn jaðrar við fall, en hefur löngum sýnt að hann á trygg ítök í sænskum kjósendum, þegar á reynir. Hinn margreyndi formaður hans til margra ára Alf Svensson hefur nýlega látið í veðri vaka að þó hann styðji eindregið hægristjórn, þá ráðist það af kosn- ingunum hvort Bildt sé augljóst forsætisríðherraefni. Sjálfur gæti hann verið heppilegur til að sam- eina alla hægriflokkanna. Miðjuflokkm-inn hefur verið veikasti hlekkurinn á hægrivængn- um eins og sýndi sig þegar Olof Jo- hannsson fór úi' stjóminni í júní 1995 er bygging Eyrarsundsbrúar- innar var samþykkt, en Johannsson var umhverfisráðherra og svarinn andstæðingur brúarinnai’. Nú er Johannsson nýhættur og allt bendir til að næsti formaður verði Lennart Dahléus, sem er talinn hallari undir hægrivænginn. Það var Johannsson, sem kom minnihlutastjórn jafnaðarmanna til aðstoðar, svo hún var ekki háð vinstrivængnum. Sá stuðningur virðist ekki hafa eflt vinsældir flokksins, þar sem flestir flokks- menn þessa gamla bændaflokks virðast heldur samsama sig hægri- vængnum en jafnaðarmönnum. A velmektardögum flokksins undir forystu Torbjörn Fálldins forsætis- ráðhérra á áttunda áratugnum hafði flokkurinn fylgi 25 prósenta kjósenda, en undir stjóm Johanns- sons hafa ítökin minnkað jafnt og þétt og nú nýtur hann stuðnings 6-7 prósenta kjósenda. Á vinstrivængnum eru svo Vinstriflokkurinn og Umhverfis- flokkurinn. Þegar jafnaðarmönnum gekk sem verst virtist Vinstriflokk- urinn njóta allt að 17 prósenta fylg- is og Umhverfsflokkurinn tólf, en nú liggja báðir flokkamir nokkru neðar. Stjómarskipti nú virðast ólík- legri en þau virtust fyrir um ári en það er enn allt of snemmt að spá um hvernig kaupin gerast á kosn- ingaeyrinni sænsku í haust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.