Morgunblaðið - 26.04.1998, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Helgi S. Guðmundsson segir reglur spurningu um traust
Þetta er ekki eins slæmt og ég hélt, Kjartan minn. Laxaskíturinn fer alveg ef maður skrúbb-
ar bara nógu fast og lengi...
■yryrw,'
GRUNNTEIKNING af sundlaugarsvæðinu í Grafarvogi,
*...T . ' -1...
yllli
Sundlaug í Grafarvogi brátt opnuð
STEFNT er að því að ný útisundlaug í
Grafarvogi verði opnuð 3. maí næst-
komandi, en næsta haust verður tekin í
notkun þar innisundlaug sem aðallega
er ætluð til sundkennslu.
Utilaugin er 12,5 x 25 metrar að
stærð og við hana tengist grunn vað-
laug fyrir smábörn. Að auki verða þrír
heitir pottar við laugina, þar af einn
nuddpottur.
Innilaugin sem tekin verður í notkun
í haust verður 8,5 x 12,5 metrar að
stærð, og að sögn Erlings Þ. Jóhannes-
sonar, íþróttafulltrúa hjá íþrótta- og
tómstundaráði Reykjavíkurborgar, er á
áætlun að byggja síðar eimbað og úti-
sturtur við útisundlaugina.
Sundlaugamannvirkin eru við
íþróttahúsið í Grafarvogi og verða þau
hluti af fþróttamiðstöðinni í Grafar-
vogi. Undirbúningur að smíði sundlaug-
anna hófst 1996 og er áætlaður bygg-
ingarkostnaður 365 milljónir króna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
UNNIÐ er af fullum krafti við frágang útilaugarinnar sem opn-
uð verður í næstu viku.
Stærsta vegagerðarrannsókn í heimi
4572 mælitæki
grafín í jörðu
Björn Birgisson
MINNESOTARÍKI í
Bandaríkjunum er um
þessar mundir í gangi
stærsta vegarannsóknar-
verkefni í heimi. Dr. Björn
Birgisson, sem starfar við
Minnesotaháskóla, hefur
að undanfömu unnið við
rannsóknarverkefnið sem
nefnist í Minnesota
Mn/ROAD. Hann verður
með fyrirlestur um verk-
efiiið á Hótel Loftleiðum
næstkomandi miðvikudag,
þann 29. apríl.
„Þetta er mjög umfangs-
mikið verkefni sem er til
tuttugu ára eða lengur.
Um fjörutíu manns starfa
við það en verkefnið er
hannað af vegasérfræðing-
um frá ýmsum stofnunum í
Minnesotaríki svo og al-
ríkisstofnunum í Bandaríkjun-
um.“
Bjöm segir að verkefnið safni
30 megabætum af vegamæling-
argögnum á hverjum degi, 365
daga á ári. „Þær upplýsingar fá
síðan alríkisstjómin, ríkisstjóm-
ir víðsvegar að í Bandaríkjunum
og aðrir sem starfa að rannsókn-
um víðsvegar í heiminum.“
- Hvað er aðallega veríð að
rannsaka?
„Við erum að rannsaka áhrif
umferðar- og öxulþunga ásamt
umhverfislegum áhrifum, s.s.
veðurfari, úrkomu, frosti og þíðu
á mismunandi vegagerðarefni og
vegahönnun."
Bjöm bendir á að byggður
hafi verið sérstakur vegur fyrir
þetta verkefni, svokallaður 1-94,
og sá vegur er hluti af aðalvega-
kerfi fylkisins.
„Það era 4.572 mælitæld graf-
in í jörðu í yfir 40 mismunandi
vegategundum á þessum vegi.
Sumir veghlutar era malbikaðir,
aðrir þaktir steinsteypu, mis-
munandi þykkt lag er á veghlut-
um og gerð vegaundirlags er
mismunandi."
- Hefur verkefnið þegar skilað
árangri?
„Þó að erfitt sé að slá fram ná-
kvæmum tölum þá er álitið að
verkefnið skili þegar um
5.000.000 dolluram á ári í sparn-
að til Minnesotaríkis en það
samsvarar ... íslenskra króna.
Þessi spamaður er fenginn með
því að hafa lengt endingartíma-
bil nýrra vega um að meðaltali
5%.
Fram til þessa hefur í óbein-
um skilningi verið tekið tilllit til
umferðarlags og öxulþunga við
vegahönnun og þá aðallega sem
byggt er á á reynslu. Þá hefur
mótstaða í vegi líka
óbeint verið tekin inn í
útreikninga. Nú eram
við búin að þróa upp
nýja aðferð við hönn-
un vega sem byggist á
því að taka umferðarlag, öxul-
þunga og mótstöðu vegagerðar-
efnis beint í hönnun vega. Þetta
þýðir að samsvörun verður betri
milli raunveralegs endingartíma
og þess endingartíma sem gef-
inn er upp í hönnuninni. Því er
hægt að skipuleggja kostnað
vegna viðhalds og verkefna bet-
ur en áður.“
- Hafið þið ekki líka þróað að-
ferð til að ákvarða þyngdartak-
markanir þegar frost er að fara
úrjörðu?
„Jú. Við höfum þróað nýjar
aðferðir til að ákvarða öxul-
þungatakmarkanir á vegum þeg-
► Björn Birgisson er fæddur á
Hólmavík árið 1962. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Hamrahlíð árið 1982. Hann
lauk BS prófí í byggingarverk-
fræði og stærðfræði frá Háskól-
anum i Norður-Dakota. Bjöm
lauk MS prófi í byggingarverk-
fræði árið 1991 frá Cornellhá-
skólanum í New York og lauk
síðan doktorsprófi frá
Minnesotaháskóla árið 1996.
Björn starfaði sem ráðgjafí á
verkfræðistofu með námi í
Minnesota og sinnir nú rann-
sóknarstöðu við Minnesotahá-
skóla. Þar stjórnar hann m.a.
ýmsum MN/Road rannsóknar-
verkefnum.
Eiginkona Björns er Grace
Lai tölvufræðingur.
ar frost er að fara úr jörðu. Það
er mjög mildlvægt að geta spáð
með sem mestri nákvæmni fýrir
um hvenær þyngdartakmarkana
er þörf. Ef þær era settar á vegi
of snemma eða teknar af vegum
of seint á vorin þá getur það haft
töluverðan kostnað í fór með sér.
Það þarf þá að flytja vörar og
hráefni lengri leið en ella. Ef
þyngdartakmarkanir era settar
of seint á vorin eða teknar af of
snemma geta vegir skemmst
veralega sem þýðir aukinn
kostnað vegna viðhalds, umferð-
artafa eða skemmda á ökutækj-
um.“
- Hafíð þið unnið þessar rann-
sóknir í samstarfí við önnur
lönd?
„Við eram í sambandi við
rannsónarhópa um heim allan,
til dæmis í Finnlandi, Svíþjóð,
Danmörku og núna á íslandi.
Við höfum til dæmis þróað nýjar
og betri aðferðir við
hönnun og viðhald á
malarvegum í sam-
vinnu við vegagerðina
í Finnlandi. Helming-
ur af vegakerfinu hér í
Bandaríkjunum er malarvegir
og því eru þeir mikilvægur þátt-
ur í samgöngukerfinu hér.
Þá erum við stöðugt að þróa
sterkara og endingarbetra mal-
bik og í þessu sambandi höfum
við skoðað aðferðir við klæðn-
ingu vega eins og fólk þekkir á
þjóðvegum á íslandi.“
- Telur þú að íslendingar geti
haft not af þessum niðurstöðum
ykkar?
„Það er enginn vafi á þvi að
þessar niðurstöður má yfirfæra
á íslenskar aðstæður og spara
umtalsverðar fjárhæðir með að
fara eftir þeim.“
„Hefur þegar
skilað miklum
sparnaði“