Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 21
nefnd ríkisins í kjaramálum, sem
var og er óeigingjarnt starf og ekki
líklegt til vinsælda. Ai’ið 1984 var
verkfallsárið mikla og jmsar kjara-
deilur blossuðu upp. A fáum árum
fékk ég því nasasjón af flestu því
sem kemur upp hér í ráðuneytinu.“
Geir var kjörinn á þing árið 1987
og eftir eitt kjörtímabil á þingi kaus
þingflokkur Sjálfsteeðisflokksins
hann formann sinn. Ólafur G. Ein-
arsson hafði gegnt því embætti í 11
ár og á undan honum Gunnar
Thoroddsen, en þar áður hafði sú
regla gilt að formaður Sjálfstæðis-
flokksins væri jafnframt formaður
þingflokksins. „Eg var sá eini sem
stungið var upp á 1991, en óskaði
eftir skriflegi’i atkvæðagreiðslu til
að sjá svart á hvítu hver stuðningur
þingflokksins væri. Ég fékk öll at-
kvæði utan eitt og í Morgunblaðinu
var því haldið fram að það hefði ver-
ið mitt atkvæði. Ég get hins vegar
upplýst hér að ég kaus sjálfan mig í
þetta sinn.“
Geir sagði að ýmsar sviptingar
hefðu verið innan þingfiokks Sjálf-
stæðisflokksins þetta tímabil, en í
heildina hefði þingflokkurinn þó
verið nokkuð samstæður og það
ætti enn frekar við núna. „Menn
hafa auðvitað sínar skoðanir, en
þeir eru þrátt fyrir það samtaka.
Auðvitað ríkir alltaf viss samkeppni
innan hópsins, en það kemur ekki í
veg fyrir góða samvinnu.“
Sumir hafa haldið því fram að
staða formanns flokksins, Davíðs
Oddssonar, sé svo sterk að hann
hafi tögl og hagldir í þingflokknum.
Geir segir að það sé vissulega rétt
að staða Davíðs sé sterk, en starf
þingflokks byggist aldrei á einum
manni. „Davíð þarf stundum að láta
í minni pokann, þótt hann hafi ekki
hátt um það. Sterk staða hans kem-
ur auðvitað samþingmönnum hans
til góða, en það er ekki síður mikil-
vægt fyrir þjóðina alla að forsætis-
ráðherrann hafí svo sterka stöðu.“
Geir segir að margt hafi breyst
innan fjármálaráðuneytisins frá því
að hann var þar aðstoðarmaður og
flestar breytingar á vinnulagi séu til
bóta. „Hér eru enn margir starfs-
menn, sem ég kynntist sem aðstoð-
armaður ráðhen’a. Ráðuneytisstjór-
inn Magnús Pétursson og ritari ráð-
herra, Ingibjörg Björnsdóttir, eru
til dæmis gamlir kunningjar, Ind-
riði Þorláksson, íýrrverandi for-
maður samninganefndar ríkisins, er
nú skrifstofustjóri tekju- og laga-
sviðs og svo mætti lengi telja. Og
svo er ég svo heppinn að aðstoðar-
maður Friðriks, Steingrímur Ari
Arason, verður hér áfram sem minn
aðstoðarmaður. Hann er því í svip-
uðum sporum og ég að verða að-
stoðarmaður tveggja ráðherra. Ég
er mjög ánægður að fá að starfa hér
með þessu ágæta fólki."
Stöðugleikinn
mikilvægastur
Þegar Geir er spurður hvort
breytinga sé að vænta með nýjum
manni á stól fjármálaráðherra gerir
hann lítið úr því. „Fyrsta daginn í
starfí urðu þær breytingar einar, að
ég færði skrifborð ráðherra til. En í
alvöru talað þá sagði ég þegar ég
tók við að það yrði að sjálfsögðu
ekki skipt um stjómarstefnu við
það eitt að Friðrik Sophusson hætti
sem fjármálaráðherra og ég tæki
við. Ég byrja á því að fylgja eftir
ýmsum frumvörpum forvera míns á
þingi og sé ekki fram á neinar
kúvendingar. Auðvitað verða
áherslur mínar á einstök mál frá-
brugðnar áherslum Friðriks þegar
fram í sækir, en verkefni mitt er
fyrst og fremst að viðhalda stöðug-
leika í ríkisfjármálum."
Fjármálaráðuneytið hefur þótt
erfitt ráðuneyti og fyrirrennarar
Geirs urðu ekki allir langlífír í
starfi. Á þeim rúmu 20 árum frá því
að hann kom heim frá námi hafa níu
ráðherrar setið í fjármálaráðuneyt-
inu og Friðrik Sophusson þeirra
lengst, eða í sjö ár. „Fjármálaráð-
herrar þurftu að berjast um á hæl
og hnakka til að reyna að halda
verðbólgu í skefjum og óstöðugleiki
í efnahagsmálum helst í hendur við
óstöðugleika í stjórnmálum. Þess
vegna voru ör skipti í ráðherrastól
og þarf að leita aftur á viðreisnarár-
in til að fínna dæmi um álíka langa
ráðherratíð og Friðrik á að baki, en
þeir Gunnar Thoroddsen og Magn-
ús Jónsson sátu báðir í um sex ár.
Það er ólíkt þægilegra fyiir mig að
setjast í þennan stól eins og ástand-
ið er núna og framtíðarhorfur eru
ágætar, en ég get auðvitað engu
spáð um hversu lengi ég gegni
þessu embætti."
Nú á að búa í haginn
fyrir framtíðina
í umræðum um fjárlögin síðast-
liðið haust kom fram það sjónarmið,
að bætt staða ríkissjóðs gæfi færi á
að skjóta styrkari stoðum undir rík-
'skerfið. Ýmsir mikilvægir útgjalda-
flokkar gætu notið góðs af og þau
verkefni væru brýnni en skatta-
Davíð þarf
stundum að láta
í minni pokann,
þótt hann hafi
ekki hátt um
það.
Sterk staða hans
kemur auðvitað
samþingmönnum
hans til góða.
Fjármálaráð-
herrar þurftu að
berjast um á hæl
og hnakka til að
reyna að halda
verðbólgu í
skefjum og
óstöðugleiki í
efnahagsmálum
helst í hendur
við óstöðugleika
í stjórnmálum.
lækkanir. Geir segir að þessu við-
horfí hafí mátt búast við. „Auðvitað
telja margir að nú sé lag til að gera
allt það sem hefur þurft að bíða á
erfiðleikatímum. Ég er hins vegar
sannfærður um að í góðæri eins og
núna eigi að reka ríkissjóð með af-
gangi, helst verulegum, greiða nið-
ur skuldir og búa í haginn fyrh’
framtíðina. Þessi stefna skilar bætt-
um hag allra þegar fram í sækir.
Minni lánsfjárþörf ríkissjóðs hefur
þau áhrif að eftirspurn eftir fjár-
magni minnkar og það leiðir til
lækkunar vaxta á almennum mark-
aði. Það skapar ný sóknarfæri íyrir
fyrirtæki og einstaklinga og skatta-
lækkun hefur sömu áhrif, en síðasti
áfangi þeirrar áætlunar sem nú
liggur fyrir kemur til framkvæmda
um næstu áramót. Það er lang
skynsamlegast að ríkissjóður greiði
niður sem mest af skuldum sínum
og í raun er það sú einstök aðgerð
sem skilar mestum árangi’i eins og
staðan er nú.“
Önnun kafin hjón
Eiginkona Geirs er Inga Jóna
Þórðardóttir, viðskiptafræðingur og
borgarfulltrúi í Reykjavík. Þau eru
bæði önnum kafin, en Geir segir að
það hafi þau verið frá því að þau
hófu sambúð fyrir 15 árum, svo hið
nýja embætti breyti ekki miklu í því
efni. Snemma í sambúð þeirra störf-
uðu bæði sem aðstoðarmenn ráð-
herra, þegar Inga Jóna var aðstoð-
armaður Ragnhildar Helgadóttur
1984-1987, fyrst í menntamálaráðu-
neyti og síðar í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti. Geir segir
að ekki hafi dregið úr vinnuálagi frá
þeim tíma. „Við höfum hins vegar
lært að skipuleggja tíma okkar vel
og reynum að tryggja að annríki
okkar komi ekki niður á bórnunum.
Vinnan hér í ráðuneytinu er að vísu
nokkuð frábrugðin þingmennsk-
unni. Hérna er daglegur erill miklu
meiri og ég get ekki raðað verkefn-
um niður eftir því hvað best hentar
mér sjálfum hverju sinni. Ég verð
þó líklega minna á ferðum erlendis
en ég hef verið á vegum þingsins og
það kemur sér ágætlega fyrir fjöl-
skyldulífið. Ég hef líka rejmt að
venja mig af því að vinna í skorpum,
eins og margra Islendinga er siður,
enda vinnst mér betur ef verkefnin
eru samfelld."
Inga Jóna og Geir eiga dæturnar
Helgu Láru, sem er fjórtán ára og
nýfermd, og Hildi Maríu, átta ára.
Inga Jóna átti fyrir soninn Borgar
Þór Einarsson, sem er tæplega 23
ára og Geir dæturnar Iliu Onnu,
sem er tvítug, og Sylvíu, sem er að
verða 17 ára. „Eldri krakkarnir
okkar eru uppkomið fólk og við er-
um svo lánsöm að það er ágætt
samband milli fjölskyldnanna sem
að þeim standa. Mér þykir vænt um
hve góður vinskapur ríkir milli okk-
ar Ingu Jónu og Patriciu fyrrver-
andi eiginkonu minnar, Eggerts
eiginmanns hennar og þeirra
barna.“
Les og syngur,
ferðast og skokkar
Frístundir gefast fjármálaráð-
herrum sem öðrum og sínar stundir
ætlar Geir að nota hér eftir sem
hingað til í bókalestur, líkamsrækt,
ferðalög og tungumálanám. Greini-
lega af nógu að taka. „Ég les gjarn-
an bækur um stjómmál, en ekki síð-
ur skáldsögur. Þá hef ég lengi haft
gaman af því að syngja, þegar tæki-
færi gefst í góðra vina hópi. Hérna
áður fyrr söng ég í Söngsveitinni
Fílharmóníu og hef alltaf ætlað mér
í karlakór, en ekki talið mig hafa
tíma til. Ef ég gæti farið aftur í tíma
og breytt einhverju í lífinu, þá
myndi ég syngja meira og sennilega
fara 1 eitthvert söngnám.“
Geir hefur gjarnan skellt sér upp
á svið og tekið lagið með hljómsveit-
um í ýmsum samkvæmum, en segir
ástæðulaust að fjölyrða sérstaklega
um þau uppátæki. „Ég hef gaman af
að gera mér dagamun og þetta er
hluti af því.“
Fjármálaráðherrann segist lík-
lega vera bariton, en það sé ekki
spurt að því þegar fólk sé að
skemmta sér. Hann rifjar upp, að á
aðstoðarmannsárum hans í fjár-
málaráðuneytinu naut starfsfólk
þar undirleiks Magnúsar Ingimai’s-
sonar í samkvæmum, en hann er
kvæntur Ingibjörgu ráðhen’aritara.
„Magnús, sem er frábær músikant,
lét þetta yfír sig gariga af stakri
Ijúfmennsku. Það er ekki farið að
reyna á það hvort hann sé enn sama
sinnis, en það verður vonandi áður
en langt um líður.“
Ráðherrann talar nokkur tungu-
mál, þar á meðal norsku. „Ég lærði
hana reyndar ekki af föður mínum,
sem talaði ávallt íslensku, þótt hún
væri á köflum bjöguð. Síðar ákvað
ég að nýta mér skóladönskuna,
hermdi svo framburðinn eftir Norð-
mönnum og gat að lokum talað
tungumál föður míns þokkalega.
Sömu aðferð hef ég beitt gagnvart
sænskunni. Ég bý enn að þýskunni
sem ég lærði í menntaskóla, frönsku
lærði ég líka þar og enn frekar í há-
skóla í Bandaríkjunum og haustið
1988 fór ég til Ítalíu ýil að læra
tungumál þarlendra. Ég varð að
vísu að flýta mér heim áður en því
námskeiði lauk, því þá slitnaði
skyndilega upp úr ríkisstjórnarsam-
stai’fí Sjálfstæðisflokks, Framsókn-
arflokks og Alþýðuflokks, en ég hef
bætt við ítölskukunnáttuna með því
að fara fjórum sinnum á námskeið
hjá Endurmenntunarstofnun Há-
skólans. Þetta tungumálanám mitt
hef ég ekki endilega hugsað sem
fjárfestingu til framtíðar, en ég á
auðvelt með að læra tungumál og
hef mjög gaman af.“
Af öðrum tómstundaiðkunum
ráðherrans er það helst líkams-
ræktin sem tekur tíma. „Ég leyfi
nágrönnum mínum að brosa að mér
þegar ég skokka um hverfið og hef
nokkrum sinnum hlaupið 10 kíló-
metra í almenningshlaupum. Þar
hef ég alltaf talið mig öruggan sig-
urvegara í mínum þyngdarflokki.
Svo hefur fjölskyldan ferðast tölu-
vert, bæði innan lands og utan.
Ki-akkarnir hafa viljað fara til út-
landa og við höfum stundum látið
það eftir þeim, en ég fæ æ nieiri
áhuga á að ferðast um ísland. Ég vil
líka helst hvergi annars staðar vera
um hásumarið."
Kriirin^; spænskunámskeið
Spanisk.i fyrir byrjcndur 1:
r
Fimm vikna námskeið sérstaklega ætlað starfsmönnum fyrirtækja og
einstaklingum. Mánudaga og miðvikudaga kl. 19.00-21.10
Námskeiðið hefst mánudaginn 27. apríl.
VjLeiðbeinandi er Jesus Potenciano M.A. í málvísindum.______________/
Spænska fyrir byrjcndur 2 :
r
Fimm vikna námskeið sérstaklega ætlað starfsmönnum fyrirtækja
og einstaklingum. Mánudaga og miðvikudaga kl. 16.30-18.40
, Námskeiðið hefst mánudaginn 27. apríl
XLeiðbeinandi er Jesus Potenciano M.A. f málvísindum.____
Sérstök áhersla lögð á talmál.
Nánari upplýkíngar og
skráning
v/ „ v , í sfma 5100 900
FJÓLMENNT ehf ojtSsmm.
Laugavegi 103,105 Reykjavík, stmi 5100 900, fax 5100 901, netfang: brefask@ismennt.is
BM FLUTNINGAR
Ný
m/ Nt
'símcmúmer
Nú hafa tekið gildi ný símanúmer hjá BM Flutningum
innval f eftirtaldar deildir:
FLUGSVIÐ 569 8010
SJÓSVIÐ 5<Sp 8020
FJÁRMÁLASVIÐ 565) 8030
VDM/FRÍSVÆÐI 5Ö9 8040
VÖRUAFGREIÐSLA 5698045
HRAÐSENDINGAR 569 8050
TOLLASVIÐ 569 8060
IBM TRANSPORT LTD./ÝKV
BM FLUTNINGAR EHF.
- Alhliða flutningsmiðlun
Holtabakka v/Holtaveg, 104 Reykjavík, sími 569 8000
Auglýsing frá yfirkjörstjórn
Reykjavíkur um framboðslista
Framboðsfrestur til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík
23. maí 1998 rennur út laugardaginn 2. maí nk., kl.
12.00 á hádegi. Kosið er sameiginlega til borgar-
stjórnar í Reykjavík og Kjalarneshreppi, sbr. iög nr.
17/1998 um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykja-
víkur í eitt sveitarfélag.
Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag kl.
10.00 til 12.00 í fundarsal borgarráðs í Ráðhúsi Reykja-
víkur, Tjarnargötu 11.
Á framboðslista skulu vera að lágmarki 15 nöfn fram-
bjóðenda og eigi fleiri en 30. Framboðslistum fylgi yfir-
lýsing þeirra, sem á listunum eru, að þeir hafi leyft að
setja nöfn sín á listana. Hverjum lista skal fylgja skrifleg
yfirlýsing 160 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en
320. Þá skal fylgja tilkynning um hverjir séu umboðs-
menn lista.
Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega
fullt nafn frambjóðanda, kennitöiu hans, stöðu og
heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir í
kjöri eru. Greina skal fullt nafn og kennitölu með-
mælanda.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkur
Eiríkur Tómasson
Guðríður Þorsteinsdóttir
Jón Steinar Gunnlaugsson