Morgunblaðið - 26.04.1998, Side 22

Morgunblaðið - 26.04.1998, Side 22
8S -«eer jííra .as hjoaœí’/íviua 22 " 'SUNNITDAGTJR 26.1U5RÍL'19g8' ÍÞRÓTTIR (HUAJamJOHOM MOIIGUNBLAÐIÐ Bjarni Abokhai Akbashev, öðru nafni Boris, hefur lyft Grettistaki í handknattleiknum \ Boris byggði upp liðið Kunservo skammt sunn- an við Moskvu og þjálf- aði það í aldarfjórðung. Hann var tækni- og þrekþjálfari sovéska landsliðsins um árabil auk þess sem hann þjálfaði rússnesk úrvalslið og hefur verið að- stoðarþjálfari íslenska landsliðsins síðan 1995. Boris var þjálfari hjá Val 1980 fram í nóvember 1982 og þjálf- ari hjá Breiðabliki frá 1989 til des- ember 1992. Þá fór hann aftur til Vals og hefur verið þar síðan nema hvað hann þjálfaði Hapoel í ísrael tímabilið 1994 til 1995 og gerði liðið að ísraelsmeistara og bikarmeistara. Boris hefur lagt mikla rækt við þjálf- un yngri flokka Vals, einkum 3. og 2. flokks, með framtíðina í huga og strákar, sem hafa notið leiðsagnar hans, hafa skilað mörgum titlum, jafnt í yngri flokkunum sem í meist- arafloldd, þar sem Boris hefur líka verið þeim innan handar sem hægri hönd þjálfaranna. „Óskum ykkur velfamaðar“ Boris, sem verður 65 ára 12. júlí og varð íslenskur ríkisborgari í fyrra, er kvæntur Olgu, starfsmanni þvottahússins Fannar, og eiga þau tvo syni og fjögur bamabörn. Sonur- inn Michaíl býr með fjölskyldu sinni á Akureyri og er m.a. þjálfari hjá Þór en Valeri er verkfræðingur hjá Marel hf. „Mulningsvélin" í Val hefur kom- ist lengst íslenskra liða í Evrópu- keppni, lék til úrslita við Magdeburg í meistarakeppninni vorið 1980. Þar á bæ höfðu menn lengi reynt að fá sovéskan handboltaþjálfara, ekki síst vegna þess að sovéskur þjálfari, Júrí Ilitchev, hafði gert góða hluti hjá knattspymudeildinni. Skyndilega kom jákvætt svar en hvemig stóð á því að Boris kom til Islands? „Ég vildi víkka sjóndeildarhring- inn en það var hægara sagt en gert. Ég hafði verið upp á kant við sov- éska handknattleikssambandið og fékk aðeins að fara til kommúnista- landa en góðir vinir reyndust mér vel og þeir gerðu mér þetta kleift.“ Hann hallar sér aftur í stofusófanum í íbúð hjónanna í Kópavogi, dregur vinstra augað í pung, og segir svo: „Hjá mér hefur vinnan alltaf skipt öllu. Ég var ekki vanur því að fá mik- ið greitt fyrir störf mín - allir vita hvað launamenn fengu í Sovétríkjun- um - og velti mér ekki upp úr því heldur hugsaði ávallt um að sinna starfinu. Hins vegar var ánægjulegt að geta slegið tvær flugur í einu höggi - farið til Vestur-Evrópu og fengið laun fyrir vinnuna þó sam- bandið hafi tekið 65 til 70% af öllum umsömdum greiðslum.“ Boris er íþróttafræðingur að mennt, útskrifaðist 1960, en var áður sovéskur landsliðsmaður í vinstra hominu og vamarmaður. Hann lék íyrst með herliðinu og varð ma. Sov- étmeistari 1956, en lið hans var ávallt Tmd Moskva, sem var breytt í Kunservo árið 1967. Hann byrjaði að þjálfa liðið 1962 og það varð Sovét- meistari 1966,1967 og 1969 en í öðru sæti 1968. Hann fór tvisvar með það í undanúrslit Evrópukeppni meistara- liða en tapaði í bæði skiptin fyrir Gummersbach. 1967 vai- hann ráðinn tækni- og þrekþjálfari sovéska lands- liðsins og sem slíkur sá hann um all- an undirbúning liðsins. Það varð í 4. sæti á HM í Svíþjóð og í kjölfarið átti hann í miklum deilum við sambandið og hætti að vinna fyrir það. Sovét- menn urðu í 8. sæti á HM í Frakk- landi 1970 og það þótti ekki gott. Því var Boris beðinn um að koma aftur og hann tók upp fyrri störf. Árangur- inn lét ekki á sér standa; 3. sæti á „World Cup“ 1971 og 5. sæti á Olympíuleikunum í Miinchen 1972 en á Sovétleikunum 1971 stýrði hann liði Moskvu til sigurs. Eftir Ólympíuleik- ana skildu enn leiðir og hann ein- beitti sér að uppbyggingunni og þjálfuninni hjá Kunservo en svo var gefið grænt ljós á að þjálfarinn, sem var kjörinn besti handknattleiks- þjálfari Sovétríkjanna 1969 og varð í þriðja sæti í kjöri um besta þjálfar- ann í öllum íþróttagreinum í Sovét- ríkjunum, færi til íslands. „Ég var atvinnuþjálfari og því var ekki erfitt að byrja á nýjum vinnu- stað,“ sagði hann spurður um korn- 1111811 Morgunblaðið/Golli Þjálfarinn og lærisveinninn BORIS Bjarni hefur ekki aðeins lagt áherslu á uppbyggingu ungra handknattleiksmanna heldur hefur hann verið þjálfurum innan handar. Helsti lærisveinn hann um þessar mundir er Óskar B. Oskarsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks Vals, en þeir eru saman með yngri flokka hjá félaginu. Myndin er dæmigerð; Boris fylgist grannt með öllu en Óskar skipar fyrir. ! > l Ég verð aldrei kóngur Hann hefur þjálfað handknattleikslið í nær fjóra áratugi og náð frábærum árangri. Margir af bestu leikmönnum Sovétríkjanna fyrrverandi komu frá honum og sömu sögu er að segja af mörg- um lykilmönnum Islands. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Bjarna Abokhai Akbashev, Boris eins og hann er yfírleitt nefndur, manninn sem hefur lyft Grettistaki í uppbygingu ungra handknatt- leiksmanna, einkum hjá Val, en samt aldrei verið í sviðsljósinu. una til íslands. „Valsliðið var vant að æfa þrisvar í viku en ég sætti mig ekki við það; bað um fund með leik- mönnum og stjóm og sagði að breyta yrði fyrirkomulaginu. Margir í hópn- um voru búnir að vera lengi í eldlín- unni, voru orðnir gamlir, 28 til 29 ára, og því lagði ég áherslu á að fá yngri menn í hópinn með framtíðina í huga. Eins sagði ég að menn gætu ekki náð langt með því að æfa þrisvar í viku. 10 til 11 æfingar vikulega væru nauð- synlegar og jafnvel tvær æfingar á dag en ég gerði kröfu um að menn æfðu að minnsta kosti fimm sinnum vikulega. Þeir sem ekki gerðu það gætu farið. Ég byrjaði því með lát- um, bætti við þrekæfingum, fékk því framgengt að lyftingatæld voru keypt og lét menn lyfta. Keyrði mannskapinn út og fékk að heyra það. „Þetta er ekki hægt. Okkur gekk ágætlega með fyrri aðferðinni. Við erum svo þreyttir.“ Kvart og kvein en ég sagði að ef menn ætluðu að verða góðir væri þetta nauðsyn- legt. Sumir gáfust upp og hættu en ég hélt mínu striki. Þeir sem héldu áfram héldu jafnvel áfram í mörg ár. Og ungu mennirnir, úr 2. og 3. flokki, spjöruðu sig líka ágætlega. Allir vita hvað Geir, Valdimar, Júlíus og Jakob gerðu og eru enn að gera. Þetta vai- einfaldlega spurning um að æfa, æfa, æfa. Menn voru vantrúaðir á álagið þegar ég byijaði en nú er þetta ekki vandamál. Við erum með stóran hóp í 3. flokki, sem æfir sjö sinnum viku- lega, og ég þarf ekki að biðja strák- ana um að mæta. Þeir vita um hvað málið snýst og hvað mig varðar er um stöðuga uppbyggingu að ræða. Ungu leikmennimir í 2. og 3. flokki, verða að vera tilbúnir að taka skrefið í 1. deild og á hverju ári eru alltaf einhverjir til taks.“ Þetta var löng ræða en fyrsti kafl- inn hjá Val var samt stuttur. „Sov- éska sambandið gerði samning við Val til tveggja ára. Að þeim tíma loknum vildi Valur nýjan samning til eins árs og ég fékk leyfi til að vera áfram. En í nóvember 1982 skildu leiðir. Ég veit ekki hvað gerðist, hvort peningaleysi varð þess vald- I andi eða óánægja leikmanna. Ég veit | að margir eldri leikmennimir vom ekki sáttir við vinnubrögð mín en all- ir em þeir bestu vinir mínir núna. Sumir hafa jafnvel afsakað framkom- una, sagt að þeir hafi ekki skilið mig en skllji betur nú hvað ég var að fara.“ Boris hélt aftur til Sovétríkjanna en áður gáfu Valsmenn hjónunum gestabók. „22. nóvember 1982. Boris og Olga. Þökkum samstarfið á liðn- | um ámm og óskum ykkur velfarnað- , ar um ókomin ár,“ stendur á titilsíðu. Félagarnir í Val, sem gáfu hjónunum bókina og skrifuðu undir góðar óskir gerðu sér örugglega ekki grein fýrir að þær ættu eftir að rætast hjá Val! Þjálfun unglinganna mikilvægust Meistaraflokkur karla hjá Val fór á kostum á tímabilinu eins og svo oft 1 áður. Að þessu sinni varð liðið þre- ( faldur meistari - Reykjavíkur-, Bik- ar- og íslandsmeistari. Liðið varð ís- lands- og bikarmeistari 1988, ís- landsmeistari 1989, bikarmeistari ár- ið eftir, íslandsmeistari 1991, ís- lands- og bikarmeistari 1993, ís- landsmeistari 1994, 1995 og 1996. Frábær árangur sem stafar ekki síst af öflugu unglingastarfi þar sem Bor- is hefur lagt þung lóð á vogarskálam- ar. Lykilmenn hafa horfið á braut en i alltaf hafa aðrir verið tilbúnir að koma í staðinn. „Þegar ég byrjaði að þjálfa hjá Kunservo gerði ég mér strax grein fyrir að þjálfun unglinganna var mik- ilvægust. Ástandið var þannig að varla var möguleiki á að fá leikmenn utan héraðs - þó gagnkvæmur vilji væri fyrir hendi að fá til dæmis menn frá Ukraínu eða Hvíta-Rússlandi fengu þeir ekki atvinnuleyfi. í öðru lagi urðu menn að fara í herinn þegar ; þeir voru 19 ára færu þeir ekki í há- skóla. Auðvitað hvatti ég alla til að > halda áfram í námi en hópm-inn þynntist þegar menn voru komnir á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.