Morgunblaðið - 26.04.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 23
ÍÞRÓTTIR
„kóngaaldurinn“, orðnii- liðlega tví-
tugir. Því varð að treysta á ungu
mennina hverju sinni og þess vegna
lagði ég strax áherslu á uppbyggingu
bamanna. Eg stofnaði handbolta-
skóla, var með sex þjálfara og 24
hópa frá 10 til 11 ára upp í 17 ára.
Strákamir æfðu tvisvar á dag frá 14
ára aldri og þegar þeir voru 17 ára
tók ég þá í liðið. Því gekk vel - æfing-
in skapaði meistara. Eg vandist því
að hugsa um framtíðina og hef haldið
mig við þann hugsunarhátt. Hér em
öll félög með yngri flokka en ég hef á
tilfinningunni að mótunarárin séu
ekki alltaf rétt notuð. Menn verða að
gera sér grein fyrir því að þeir era
með framtíðina í höndunum og verða
að nota tímann vel. Því eiga bestu
þjálfararnir að vera með yngri flokk-
ana. í skólanum verða góðir nemend-
ur enn betri vegna þess að þeir fá
tækifæri til að þróa hæfíleikana und-
ir leiðsögn bestu kennaranna. Þannig
á þetta líka að vera í íþróttunum."
Sálfræðin og kóngarnir
Boris talar oft um kónga, þá sem
vita allt, kunna allt, geta allt. „Eg get
ekki stjómað 22 til 23 ára strákum og
þaðan af eldri þó ég fínni alltaf leið til
að tala við þá og vísa þeim veginn.
Vissulega get ég ráðlagt þeim og geri
það þegar þeir óska eftir því en á
þessum aldri eiga þeir að vita hvað á
að gera og gera það. Því einbeiti ég
mér að yngri strákum, framtíðinni,
því ef þeim er ekki sinnt verður ekk-
ert úr þeim.“
Hann sagði að sálfræðin hefði mik-
ið að segja og hefði ávallt spilað stórt
hlutverk í þjálfun sinni. „Það er mikil-
vægt að taka 15 til 17 ára stráka og
láta þá æfa með meistaraflokki. 17
ára strákur getur verið með mikla yf-
irburði í sínum flokki án þess að vera
að gera hlutina rétt. Vegna yfirburð-
anna er líklegt að hann ofmetnist, að
það rigni upp í nefið á honum, en í
meistaraflokki hittir hann fyrir
ofjarla sína, rekst á vegg. Hvar stend-
ur þú núna, kóngur minn? spyr ég og
bendi síðan á hvað hann þarf að gera
til að vera tilbúinn þegar kallið kemur
í meistaraflokki. Ertu tilbúinn að
leggja þetta á þig, æfa meira, gera
þetta, gera hitt? Þeir sem ætla sér
langt eru tilbúnh' að vaða eld og
brennistein og þeir hafa dæmin Ijós-
lifandi í Geir, Jakob, Valdimar og Júl-
íusi, Olafi og Degi. Eg byrjaði hjá Val
1980 og fjórmenningamir í 3. flokki
vom komnir í liðið eftir sex mánuði.
Menn verða að skilja og finna hvað
þetta er erfitt. Það er ekki nóg að
vinna allt í 3. flokki heldur verður
starfíð að miðast við það að skila titl-
um í meistaraflokki. Einföldu atriðin
þarf að æfa aftur og aftur, byggja á
því sem menn kunna. Aldurinn 15 til
20 ára eða 17 til 22 ára er mikilvæg-
asta tímabilið og þá verða líka allir
þættir að vera í lagi - skólinn, heimil-
ið, íþróttimar - því ef slegið er slöku
við á einum stað bitnar það á öðmm.
Á þessum aldri píni ég strákana og
segi hvað eftir annað að þeh- megi
hvergi slaka á. Auðvitað geta ekki all-
ir staðið sig á öllum sviðum en með
því að hjálpa þeim, sýna þeim hvað
þeir geti gert til að gera betur, aukast
möguleikar á því að fleiri komist í
gegnum hreinsunareldinn."
Boris sagði að allt of margir þjálf-
arar einblíndu á „kóngana", létu þá
fara fyrst í gegnum æfingamai- og
svo framvegis en með slíku fyrh-
komulagi væri ekki verið að hugsa
um framtíðina.
„Málið er einfalt. „Kóngamir"
kunna allt og hvað sálfræðina varðar
em æfingarnar ekki fyrir þá. Þess
vegna læt ég ungu mennina útfæra
æfingamar því þeir em framtíðin.
Þessir eldri sem hafa metnað til að
bæta sig koma og biðja um athygli og
aðstoð og það er af hinu góða. Eg er
alltaf til taks, alltaf tilbúinn að leið-
beina þeim sem vilja gera betur, auð-
velda þeim að halda sér lengur við
efnið. Þetta fyrirkomulag hefur
reynst vel og auðveldað að ná til
fjöldans.“
Á bak við tjöldin
Allir innan Vals vita hvað Boris
hefui- gegnt mikilvægu starfi hjá fé-
laginu og vissulega hefur það spurst
út til annarra félaga en engu að síður
hefur ekki farið mikið fyrir mannin-
um - afrek hans hafa ekki sérstak-
lega verið í sviðsljósinu. En hvernig
stendur á því að hann kýs að vinna á
bak við tjöldin?
„Eg er ekki aðeins að búa leik-
menn undh- framtíðina heldur líka
þjálfara, því kannski hætti ég á
morgun. Eg veit að ég hef mikið fram
að færa eftir 40 ára starf og fyrir mig
er mjög mikilvægt að miðla af reynsl-
unni til annarra þjálfara, til þjálfara
morgundagsins. Eg er í góðu sam-
bandi við alla þjálfara sem vilja að-
stoð mína og þeir em nokkrir."
Hann stendur upp og nær í fjórar
bækur af A-4 stærð, opnar eina og
útekrifuð gul blöð blasa við, æfingar
Vals í september 1980. „Ég er at-
vinnuþjálfari og byggi æfingarnar á
eigin skóla,“ segir hann. „Eftir morg-
unkaffið hef ég byrjað að hugsa um
hvað taka eigi fyrir þann daginn. Ég
hef haldið öllum æfingum frá degi til
dags til haga, hver hefur gert hvað
og hvenær. Á sama tíma að ári fletti
ég upp; hvað gekk vel á þessum degi,
hvað illa, hvað má betur fara. Ég er
alltaf að læra, læri af reynslunni. Á
hverri æfingu, í hverjum leik kemur
eitthvað uppá og á því verður að
taka. Þjálfari verður alltaf að mæta
vel undirbúinn á æfingu, því öðruvísi
nær hann hvorki trúnaði né trausti
leikmanna.“
Þjálfari verður
að taka áhættu
Þegar Boris kom vakti ekki aðeins
athygli þegar hann tók óharðnaða
stráka úr 3. flokki inn í meistaraflokk
heldur líka stöðubreytingarnar sem
hann gerði. Geir Sveinsson hafði leik-
ið fyrir utan en var settur á línuna,
skytturnar Jakob Sigurðsson og
Valdimar Grímsson í homin og
hornamaðurinn Júlíus Jónasson í
skyttuhlutverkið.
„Þjálfari verður að vita nákvæm-
lega hvað hann er með í höndunum
þegar hann tekur við strák á mótun-
arárunum, 15 til 17 ára gömlum. Er
hann efni í línumann, hornamann,
skyttu, leikstjórnanda? Jakob var um
178 sentimetrar á hæð og ég benti
honum á að í meistaraflokki ætti
hann ekkert í tveggja metra menn.
Því sagði ég honum að fara í hornið
og lét þess getið að hann myndi gera
jafnmörg mörk og áður en færi létt-
ara með það vegna stökkkraftsins og
hraðans. Valdimar fékk sömu fyrir-
mæli. Geir var 190 sentimetra hár en
ég sá strax að skotin hjá honum vora
ekki góð þó hreyfingamar væru góð-
ar. Eg bað hann um að sýna mér
lófann og sá að hann var lítill - of lítill
fyrir skyttu. Þá vai- ekki algengt að
190 sentimetra háir menn væm á
línu en nú eru tveggja metra menn á
línunni. Með öðmm orðum þá verður
þjálfari að taka áhættu og standa og
falla með henni. Hafi hann rangt fyr-
ii’ sér er hann búinn.“
Leikstjórnandinn
skiptir öllu
Boris hefur „búið til“ menn í öllum
stöðum en áberandi er hvað honum
hefur orðið vel ágengt með leik-
stjómendur. Þegar hann þjálfaði hjá
Kunservo átti hann ekki aðeins alltaf
nokkra landsliðsmenn í hverju lands-
liði í öllum aldursflokkum heldur átti
hann alla fjóra leikstjórnendur sov-
éska landsliðsins á tímabilinu -
Lebedjev, Masor, Muchenco og
Belov. Leikstjórnendur Vals undan-
farin ár eiga honum líka mikið að
þakka.
„Leikstjórnandinn er í raun þjálf-
arinn á vellinum - hann ákveður hvað
gert er og hvenær eftir að þjálfarinn
hefur lagt línurnai-. Lið sem leika
kerfisbundinn handbolta fai-a í einu
og öllu eftir þjálfaranum, hann gerir
allt. Þá þarf leikstjómandinn ekki að
hugsa, fær ekki tækifæri til að bregð-
ast við aðstæðum hverju sinni, gerir
hlutina vélrænt. Vissulega geta kerf-
in verið góð en ég legg áherslu á að
leikstjórnandinn stjórni, hugsi. Hann
verður að lesa leikinn, skilja hand-
bolta, taka réttar ákvarðanir á rétt-
um tíma. Ég brýni þetta fyrir honum
í tíma og ótíma, hugsaðu, fram-
kvæmdu rétt, gerðu það sem þarf að
gera. Á örlagastundu, í úrslitaleik,
man hann þetta og þegar mest á ríð-
ur getur hann tekið af skarið og gerir
það. Einfalt en svona er þetta."
Fyrmefndur Belov er einn fræg-
asti leikstjórnandi Sovéfríkjanna en
hann byrjaði sem skytta. „Hann var
192 sentrimetra há skytta vinstra
megin en ég sá strax í honum fyrir-
liða og setti hann á miðjuna. Þá vom
leikstjórnendur lágvaxnari en ég
vann mikið með Belov og hann stóð
sig vel sem fyrirliði Sovétríkjanna.“
Hvar eru Valur
og Víkingur?
Þegar Boris kom fyrst til Islands
var Bogdan Kowalczyk byrjaður að
hafa áhrif á íslenskan handknattleik
og hann átti eftir að gera garðinn
frægan með Víking og landsliðið.
Bogdan fékk verðuga athygli en
Boris hefur lítið verið hampað. Hann
sagði samt að það skipti sig engu
máli.
„Bogdan kom úr öðrum skóla en
það er ekki mitt að gera samanburð,
segja hvor skólinn sé betri enda veit
ég það ekki. Við ræddum mikið sam-
an en höfum farið mismunandi leiðir
og í því sambandi má spyrja: Hvar er
Víkingur staddur og hver er staða
Vals? Fyrir mig hefur alltaf skipt
mestu að sjá unga leikmenn verða að
mönnum í meistaraflokki. Ég vinn
mína vinnu og gleðst þegar strákarn-
fr ná árangri en árétta við þá að þeir
verði aldrei kóngar. Ég verð heldur
aldrei kóngur.“
Hafsjór af fróðleik
ÞORBJÖRN Jensson, landsliðs-
þjálfari, hefur starfað mest með
Boris Bjarna. Hann var leikmaður
þegar Boris kom fyrst og saman
þjálfuðu þeir 3. flokkinn. Þegar
Boris fór frá Breiðabliki tók Þor-
björn við honum hjá Val og sam-
starf þeirra hefur haldið áfram
síðan.
„í fyrrverandi Sovétríkjum
voru þrjár meginstefnur í hand-
boltanum og var skóli Borisar frá-
bmgðinn hinum að því leyti að
hann lagði mest upp úr tækni og
ákveðnum hreyfingum frekar en
kraftahandbolta eins og var
stundaður við Svartahafið.
Þegar hann kom leit hann á
okkur sem gamla leikmenn en ég
var 26 ára. Bogdan var byrjaður
að hafa áhrif - menn vom farnir
að æfa meira en áður - en aukið
álag fór í menn. Hins vegar gerði
það það að verkum að menn voru
betur undir átökin búnir og héldu
lengur áfram en áður - ég hélt til
dæmis áfram í áratug og hefði
aldrei spilað svo lengi nema vegna
áhrifa frá karlinum."
Þorbjöm sagði að Boris hefði
ekki haft mikil áhrif á „gömlu“
mennina, „en hann innleiddi ann-
an hugsunarhátt og kom með aðr-
ar áherslur sem nýttust okkur og
sérstaklega yngri leikmönnunum.
Ég læri mikið um einstaklings-
þjálfun af séræfíngum hans og hef
í raun lært mest af honum varð-
andi þjálfun. Við höfum líka verið
á sömu línu og þó við séum ekki
alltaf sammála fínnum við ávallt
sameiginlega leið. Hann kann
leikinn utanað og man allt sem
gerist enda varð hann að gera það
þegar hann byrjaði á dögum sjón-
varpsleysis. Hann sér leikinn öðr-
um augum en ég og gott er að
hafa hann með sér því ekkert fer
framhjá honum. Hann er hafsjór
af fróðleik og er alltaf að segja
mönnum til. Hann er vanur mikl-
um aga og þolir ekki ef menn
leggja sig ekki alla fram. Sérstak-
lega finnst honum að þeir sem fá
borgað fyi’ir að æfa og leika verði
að taka þetta sem hverja aðra
vinnu - vinna fyrir laununum.“
Fingraför Borisar
eru út um allt
GUÐNI Bergsson, landsliðsmaður í
knattspyrnu, var í margumræddu
liði 3. flokks, lék fyrir utan á eldra
ári en í horninu á því yngra. „Boris
gaf mér tækifæri í meistaraflokki
þegar ég var 16 ára og ég hugleiddi
alvarlega að velja handboltann
frekar en knattspymuna,“ sagði
Guðni. „Boris fékk okkur til að
hugsa um leikinn, eðli hans, og
hvernig ná mátti því besta úr hverj-
um einstaklingi, til dæmis með
stöðuskiptingum. Hann gerði mikl-
ar kröfur til sjálfs sín og leikmanna
og þroskaði okkur sem leikmenn
með öguðum vinnubrögðum. Ég
lield að hann eigi mjög mikinn heið-
ur skilinn fyrir gott starf hjá Val og
landsliðinu. Hann reyndist mér
mjög góður þjálfari og ég hef oft
hugsað til þess hvað hefði orðið úr
mér hefði ég valið handboltann."
Eigna honum flest allt
Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska
landsliðsins og Iþróttamaður ársins
1997, sagði að Boris hefði gert
mjög mikið fyrir sig. „Ég eigna
honum flest allt sem úr mér hefur
orðið. Enginn hefði sett mig á lín-
una nema hann og ég var eins og
belja á svelli í stöðunni en hann
kenndi mér ótrúlega margt. Það er
á hreinu að ég hefði ekki náð eins
langt og raun ber vitni án hand-
leiðslu hans.“
Geir sagðist hafa lært mest á mót-
unarárunum en leitaði samt alltaf til
Borisar. „Ég hef alltaf haft aðgang
að honum og fer stöðugt til hans,
sérstaklega þegar eitthvað er að. I
hans huga er handboltinn ekki svo
flókinn og hann gerir allt á svo ein-
faldan hátt, leiðréttir það sem betur
má fara. Ég hef alltaf borið mikla
virðingu fyrir honum og það er eng-
in spuming að hann er besti þjálfari
sem ég hef haft. Fingraför hans era
út um allt sem hefur orðið til góðs
fyinr íslenskan handknattleik. Það
er alltaf talað um að árangur
Bogdans hafi verið frábær fyrir ís-
lenskan handknattleik og skal ekki
dregið úr því en Boris hefur ekki
gert minna, bara öðra vísi. Hann er
gífurlega duglegur á bak við tjöldin
og er sífellt að gera menn betri.
Hann er stöðugt að byggja til fram-
tíðar og það að vera með tvö lið í úr-
slitum bikarkeppni 3. flokks segir
sína sögu.“
Boris réð úrslitum
Björgvin Björgvinsson hjá KA
lék með Breiðabliki undir stjórn
Borisar. „Ég var mest í fótboltan-
um en þegar Boris var ráðinn sá ég
fram á að fá toppþjálfara í hand-
boltanum, tímdi ekki að sleppa því
og sé ekki eftir því,“ sagði lands-
liðsmaðurinn.
„Hann keimdi mér allt upp á
nýtt. Aga, tækni, varnarleik.
Kenndi mér handbolta frá a til ö.
Það tekur smá tíma að melta það
sem haim segir en ég finn í lands-
liðinu hvað er gott að koma aftur
til hans. Það er líka algjör bylting
fyrir unga stráka að fá svona þjálf-
ara. Menn voru vanir að dútla
þrisvar í viku en hann lét okkur
æfa eins og topplið fullorðinna
manna. Hann var ekkert að hlífa
mönnum en álagið hefur skilað sér
margfalt til baka.“
Björgvin sagði að þrátt fyrir mik-
inn aga hefði hann verið nyög já-
kvæður og uppbyggjandi. „Ég man
þegar ég var 17 ára og hafði mis-
tekist í fjórum eða fimm skotum í
röð. Ég hljóp að bekknum og bað
um skiptingu en hann hló og ýtti
mér aftur inná. Menn áttu ekki að
bugast við mótlætið heldur spila sig
inní leikinn. Hann byrjaði að herða
okkur smákjaminana í þeim tilgangi
að búa til góða menn og verkin tala
sfnu máli.“
Heilinn á bak við Val
„Boris er mesti fengur sem ís-
lendingar hafa fengið í handboltan-
um,“ sagði Valdimar Grimsson.
„Hann er mikill kennari, þekkir
handbolta eins og lófann á sér og
fínpússar þessi smáatriði sem
margir vilja gleyma en eru svo mik-
ilvæg. Hann er haldinn fullkomnun-
aráráttu - memi eiga að gera hlut-
ina rétt. Ég hef alla tíð haft mikið
álit á honum og hann er eini þjálf-
arinn sem ég leita til varðandi
ábendingar um hvað betur megi
fara hjá mér. Hann er heilinn á bak
við Val og hefur gert ótrúlegustu
hluti. Hann hefur þekkinguna sem
þarf til að kenna mönnum svo þeir
komist á toppinn, veit hvað þarf til
að verða bestur."
Ólafur Stefánsson tók í sama
streng. „Boris er heilinn á bak við
ansi margt að Illíðarenda. Hann
fínpússar grunnþættina 100% og er
eljusamur við það. Ungir strákar
halda að þeir séu góðir en hann
kemur þeim í skilning um að þeir
eigi margt ólært. Hann gefur sér
tíma hvenær sem er til að taka
menn á séræfingar og leggur
áherslu á að menn framkvæmi það
sem þeir kunna rétt. Bæti síðan
stöðugt við, byggi á bjargi en ekki
sandi.“
Frá grunni
Daníel S. Ragnarsson var yngsti
maðurinn í sigursælu liði Vals í vet-
ur, verður tvítugur í haust. Hann
hefur verið þrjú ár í herbúðum
Vals, byrjaði í 3. flokki, og sagðist
hafa lært mikið af Boris Bjarna.
„I raun mest allt sem ég kann.
Hann tók mig fyrir þegar ég kom
og byggði mig upp frá granni -
tæknina, hreyfingar, skot, vörn.
Boris er mjög góður maður. Hann
öskrar á maim og allt það, tekur
mann fyrir og skammar en vill
manni vel. Hann er alltaf að segja
til.“
Trésmíðavélar
Vegna mikillar sölu á nýjum vélum höfum við fyrirliggjandi
mikið úrval af notuðum trésmíðavélum.
Meira en 200 notaðar vélar. M.a.:
Þykktarslípivélar:
SCM UNO, 3ja stöðva, 920 mm.
SCM Sandya 5, 3ja stöðva, 1100 mm.
Verboom, 2ja stöðva, 900 mm.
Verboom, 2ja stöðva, 600 mm.
Kantlímingarvélar:
IDM — Fræsir utanaf.
Olympic — Fræsir og endasker.
Casadci — Fræsir og endasker — borða með Iími.
Kantslípivél með belti og prófilfræsingu.
Plötusagir:
Kamro með fyrirskera.
Griggio með hallanlegu blaði og fyrirskera.
Striebig veggsög.
Spónlagningarpressur.
Þykktarheflar — spónsaumavélar.
Makavélar — Kflvélar.
Sogkerfi — Lakkvélar.
Einnig úrval af nýjum vélum fyrirliggjandi.
MmWWÉÍMtMM
Hvaleyrarbraut 18—20, Hafnarfirði, sími 565 5055.