Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
wili wÉf é Wf wm SJjM ■ ‘iP jjgú,. J
ÍM0' \ B m. • . 'r — \ m
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Börn verðlaunuð fyrir skáldskap
VERÐLAUN voru veitt í smá-
sagna- og ljóðasamkeppni fyrir
börn sem nokkur almennings-
bókasöfn efndu til í tilefni af degi
bókarinnar og er helguð minn-
ingu Halldórs Laxness. Þátttak-
endum í samkeppninni var skipt í
þijá aldurshópa, sex til níu ára,
tíu til tólf ára og þrettán til sex-
tán ára. Á annað þúsund verka
bárust. Urval þeirra er birt í
þremur heftum sem bera heitin
Náttúrubörn, Ævintýrabörn og
Nútímabörn og inniheldur hvert
þeirra sögur og ljóð.
í kynningu segir: „Það er
greinilega mikill áhugi á skáld-
skap meðal barna og unglinga og
þau virðast óhærdd við að
spreyta sig á ólíkum formum.
Sum ljóðin eru borin uppi af
mögnuðum stemmningum, önnur
einkennast af knöppum myndum;
þarna eru frásagnarkennd ljóð
og jafnvel hið meitlaða form
hækunnar skýtur upp kollinum.
Efnisval smásagnanna reyndist
af ýmsum toga. Ævintýri og nátt-
úrustemmningar voru nokkuð
áberandi, ekki síst hjá yngri
börnunum. Alvara lífsins var
einnig ríkjandi og meðal annars
er fjallað um einsemd, einelti,
vináttu, vímuefni, sorg og dauða.
Efnisval kom dómnefndinni all-
mikið á óvart og sýnir ljóslega að
börn á grunnskólaaldri eru hugs-
andi manneskjur og sorglega
vanmetin af þeim sem telja sig
eldri og þroskaðri."
f hverjurn aldursflokki voru
veitt þrenn verðlaun. Fyrstu
verðlaun fyrir ljóð hlutu Unnur
Helgadóttir, níu ára, Arnhildur
Hálfdánardóttir, tíu ára, og
Magnús Sveinn Jónsson, fimmtán
ára.
Fyrstu verðlaun fyrir smásög-
ur hlutu Sjöfn Hauksdóttir, sjö
ára, Sigríður Soffía Níelsdóttir,
tólf ára, og Aldís Ásgeirsdóttir,
fimmtán ára. Allir verðlaunahaf-
ar fengu bók frá Vöku-Helgafelli
og Parker-penna frá Parker-um-
boði S.H. Egilssonar.
Verðlaunaafhendingin fór
fram í Norræna húsinu sumar-
daginn fyrsta.
Sýndargrjót '
á Mokka
MYNDLIST
Mokka
INNSETNING
EGILL SÆBJÖRNSSON
Opið alla virka daga frá 10:00 til
23:30, og á sunnudögum frá
14:00 til 23:30. Aðgangur ókeypis.
Til 28. aprfl.
SÝNDARVERULEIKI er eitt
af þessum tískuorðum sem fylgt
hafa tölvubyltingunni. En orðið er
notað frekar frjálslega og ekki er
alltaf ljóst hvað við er átt. Ég skil
það svo að sýndarveruleiki sé
mynd sem er þeim eiginleikum
gædd að hún sýnist vera af ein-
hverju sem er raunverulegt, en er
það ekki, og oft er það svo að
áhorfandinn ræður nokkru um það
hvernig þessi „veruleiki“ birtist
honum. Sýndai-veruleiki er því alls
ólíkur raunsæi, þar sem reynt er
að nálgast á sem trúverðugastan
hátt þann raunveruleika sem við
þekkjum utan mynda. Sýndar-
veruleiki er aðeins til innan
mynda.
Pælingamar í kringum hug-
myndina um sýndarveruleika eru
útgangspunkturinn iýi'ir sýningu
Egils Sæbjörnssonar, en hann
nálgast viðfangsefnið á nokkuð
óvenjulegan hátt, því á sýningunni
er alls ekki að finna tölvulendur
leikjaframleiðenda, eins og við
mætti búast þegar sýndarveru-
leika ber á góma, heldur myndir af
dæmigerðu íslensku grjóti. Sýn-
ingin er samsett annars vegar úr
16 litljósmyndum af einum og
sama mosavaxna steininum sem
stendur úti í móa, og hins vegar
röð þessara sömu kyrramynda á
sjónvarpsskjá, sem flett er ört í
gegnum og verða að hreyfimynd.
Ljósmyndunum er raðað hringinn
í kringum salinn í Mokka, þannig
að hægt er að snúa sér í hring og
sjá steininn frá öllum sjónarhorn-
um, en þegar við stöndum frammi
fyrir skjánum þá hringsnýst
steinninn og við stöndum kyrr. Ef
hægt er að kalla þessar myndir
vísi að sýndai’veruleika þá er hann
mjög „low-tech“, miðað við það
sem gengur og gerist í stafrænt
ræktuðum heimum.
En er íslenskt grjót sýndarveru-
leiki? Maður skyldi nú ekki ætla
það. Grjótið er greinilega vísun í
íslensku landslagsímyndina og
með því mætti ætla að Egill sé að
benda á skyldleika með hefð-
bundnum landslagsmyndum og
lendum sýndarheima. Málverk
Kjarvals sýndarveruleiki? Tölvu-
heimar framlenging af hefðbundn-
ari myndmiðlum? Og áður en við
vitum af þá erum við farin að leika
okkur með þá hugsun að ekkert sé
til í reynd, aðeins sýnd.
Hér er ríkulegt efni til að moða
úr og bitastæðara en sýningin gef-
ur tilefni til að ætla. Ef Egill fylgir
þessum pælingum eftir þá er
aldrei að vita nema að skemmtileg-
ir hlutir gætu komið út úr því, en
þessi sýning ein og sér stendur
varla undir þeim. Egill hefur þó
áttað sig á því að það er erfítt að
láta innsetningar sem þessar
ganga upp á Mokka, og hann er
ekki að leggja meira á útfærsluna
en rýmið leyfir. Varla er árið liðið
siðan Egill lauk skóla en þetta er
þó önnur einkasýning hans. Það
sem er sameiginlegt með þeim
verkum sem ég hef kynnst frá
Agli eru efnistökin, en hann bygg-
ir öll sín verk upp á hugmyndarík-
um og gjarnan skoplegum
myndröðum, og með þeim hefur
honum á skömmum tíma tekist að
vekja bæði forvitni og væntingar.
Gunnar J. Árnason
[
\
i
I:
I
í
I
I
I
Barnabókaverðlaun fræðsluráðs
FRÁ verðlaunaaíliendingunni.
Morgunblaðið/Golli
Besta
íslenska
fræðibókin
FÉLAG bókasafnsfræðinga veitti
hina árlegu viðurkenningu fyrir
bestu íslensku fræðibókina árið
1997, miðvikudagin 22. april, annars
vegar fyrir börn og hins vegar fyrir
fullorðna. í flokki íslenskra fræði-
bóka fyrir fullorðna var bókinni
Hagskinnu, sögulegar hagtölur um
ísland, ritstýrt af Guðmundi Jóns-
syni og Magnúsi S. Magnússyni og
gefin út af Hagstofu íslands, veitt
viðurkenning.
I hópi fræðibóka fyrir börn stóðst
engin frumsamin íslensk fræðibók
gefin út 1997 þær kröfur sem gerð-
ar eru til fræðibóka fyrir börn og
þess vegna verður engin bók til-
nefnd af nefndarinnar hálfu þetta
árið.
Aðeins einu sinni hefur verið
hægt að veita viðurkenningu í þess-
um flokki en það var bókin Blóm
okkar eftir Stefán Aðalsteinsson,
sem bókaútgáfan Bjallan gaf út árið
1992. Ástæða er til að vekja athygli
á því að engin íslensk fræðibók fyrir
börn hefur staðist þær kröfur sem
gerð slíkra bóka krefst að mati Fé-
lags bókasafnsfræðinga.
Megintilgangur félagsins með því
að veita viðurkenningu fyrir bestu
frumsömdu íslensku fræðibók hvers
árs er að vekja athygli á mikilvægi
þess að gera fræðibækur vel úr
garði, hvort sem um er að ræða
fræðibækur fyrir böm eða full-
orðna, almenning eða sérfræðinga.
BARNABÓKAVERÐLAUN
fræðsluráðs Reykjavíkur voru veitt
í tuttugasta og sjötta sinn miðviku-
daginn 22. apríl og fyrir frum-
samda bók hljóta að þessu sinni rit-
höfundamir Þórarinn og Sigrún
Eldjám fyrir bókina Halastjarna.
Þórarinn skrifaði textann en
myndlistarkonan Sigrún mynd-
skreytti. Það er mat dómnefndar
að textinn og myndimar spOi og
sterkt saman að rétt sé að þau Þór-
arinn og Sigrún njóti bæði verð-
launanna.
Þórarinn hefur skrifað fjölmarg-
ar bamabækur og flestar þeirra
em myndskreyttar af systur hans
Sigrúnu. AUk þess hefur hann
skrifað verk fyrir fullorðna og
fengist við þýðingar bóka, leikrita
og ljóða.
Sigrún hefur einnig verið mjög
afkastamikil við að skrifa og mynd-
skreyta bækur fyrir böm. Éftir
hana liggja hátt í tveir tugir barna-
bóka þar sem hún er ýmist höfund-
ur texta og/eða mynda.
Halastjama er ljóðabók með 20
ljóðum sem em fallega mynd-
skreytt. Ljóðin fjalla á litríkan hátt
um lífíð og tilveruna og hafa yfir
sér ævintýrablæ.
Útgefandi er Forlagið.
Þýðingarverðlaunin fær að
þessu sinni Þorgerður S. Jömnds-
dóttir fyrir þýðingu sína á bókinni
Ævintýri nálfanna Flóttinn, eftir
Terry Pratchett. En Terry
Pratehett er breskur höfundur.
Bækur hans hafa ekki áður verið
þýddar á íslensku.
Ævintýri nálfanna er um líf nálfa
sem eru smáar lífverur, fremur
skammlífar. Sagan segir frá lífs-
baráttu nálfsins Magna sem undir-
býr flutning til að freista betra lífs
og lendir þá í nálfasamfélagi sem
trúir því að ekkert sé til fyrir utan
þeirra samfélag. Lífsreynsla
Magna og fjölskyldu ermikilvægt
þegar nálfasamfélagið þarf að
leggja á flótta úr sínum gamal-
grónu heimkynnum.
Þorgerður er nemi í Myndlista-
og handíðaskólanum en hefur áður
lokið BA-prófi í heimspeki. Ævin-
týri nálfanna er fyrsta bókin sem
hún þýðir.
Útgefandi bókarinnar er Mál og
menning.
Núverandi úthlutunarnefnd var
skipuð af skólamálaráði Reykjavík-
ur haustið 1994 og í henni sitja;
Hulda Ólafsdóttir formaður, Helga
Kjaran og Kristrún Ólafsdóttir.
Útgefendur sem leitað var til
létu nefndinni góðfúslega í té bæk-
ur og alls bámst 64 barna- og ung-
lingabækur, þar af 42 framsamdar
og 22 þýddar. Þær bækur sem til
álita koma miðast við útgáfuárið
1997.
Samkvæmt úthlutunarreglum
fræðsluráðs skulu veitt tívþætt
verðlaun. Annars vega rfyrir frum-
samda bók og hins vegar fyrir þýð-
ingu. Úr mörgum góðum bókum
var að velja. Nefndin var samdóma
í niðurstöðum sínum.
Vortónleik-
ar Tónlistar-
skóla
Kópavogs |
NÚ standa yfir vortónleikar
Tónlistarskóla Kópavogs og
fara þeir fram í sal skólans að
Hamraborg 11. Tónleikar
nemenda á efri stigum verða
þriðjudaginn 28. apríl kl. 18.
Fimmtudaginn 30. apríl kl.
20 verða kammertónleikar
með samleik nemenda á ýmis
hljóðfæri. Laugardaginn 2.
maí kl. 11 verða tónleikar þar
sem eingöngu koma fram
nemendur í píanóleik og verð-
ur efnisskráin fjölbreytt.
Aðgangur að tónleikum
tónlistarskólans er ókeypis.
Úr fókus á .
Nelly’s Café í
SÝNINGIN „Úr fókus“ var I
opnuð á Nelly’s Café, mánu-
daginn 20. apríl sl., en hún er
liður í forvarnarátakinu „20,02
hugmyndir um eiturlyf".
Að þessu sinni er það
myndlistameminn Egill Tóm-
asson sem sýnir og er um að
ræða ljósmyndir teknar á Pol-
aroidvél.
Sýningunni lýkur mánudag-
inn 27. apríl.