Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirlestur
og námskeið
KANADÍSKI myndlistarmaðurinn
Lucy Pullen frá Halifax, Nova
Scotia, heldur fyrirlestur um eigin
verk í Barmahlíð, Skipholti 1,
mánudaginn 27. apríl kl. 12.30. Hún
dvelur um þessar mundir í gesta-
vinnustofunni í Straumi.
Námskeið
í vatnsiitamálun
Skissugerð úti og inni. Kennd
verður meðferð vatntslita og vatns-
litapappírs, reynt að fá fram gagn-
sæi litanna án þess að þeir verði
óhreinir og farið verður í mynd-
byggingu og formfræði. Kennari er
Torfi Jónsson og kennt verður í
húsnæði MHÍ í Laugarnesi mið-
vikudaginn 20. maí og föstudaginn
22. maí kl. 18-22 og laugardaginn
23. maí kl. 10-16.
----------------
Kvöldvaka
með Steinunni
og Carli
LISTA- og menningarfélagið
Dægradvöl á Álftanesi heldur
áfram að kynna skáld „fyndnu kyn-
slóðarinnar“ í íslenskum skáldskap
og býður upp á djass en í kvöld
sunnudagskvöld kl. 20.30 verður
skáldskapur og djass í Haukshús-
um, litla bláa húsinu við sjóinn.
Það er Steinunn Sigurðardóttir
sem er gestur Dægradvalar að
þessu sinni og Carl Möller flytur
djass, en hann hefur meðal annars
samið tónlist út frá ljóðlist Stein-
unnar.
------♦-♦-♦-----
Tönleikar Peter
Máté falla niður
ÁÐUR auglýstir tónleikar Peter
Máté í Digraneskirkju 27. apríl nk.
falla niður vegna veikinda.
Næstu tónleikar í Kópavogi verða
4. maí í Digraneskirkju. Þá leika
Unnur María Ingólfsdóttir á fíðlu
og Miklos Dalmay á píanó.
H0FUNDAR
VITJI
HANDRITA
Dómnefnd Verðlaunasjóðs
ísienskra barnabóka hefur
lokið störfum og valið verð-
launahandrit í samkeppni
um íslensku barnabóka-
verðlaunin 1998. Nefndin
hefur skýrt viðkomandi
höfundi frá niðurstöðu sinni
en úrslit verða tilkynnt
opinberlega í lok sumars,
um leið og verðlaunabókin
kemur út. Dómnefnd biður
aðra þátttakendur í sam-
keppninni um að vitja hand-
rita sinna sem fyrst til Vöku-
Helgafells, Síðumúla 6. Þar
eru þau afhent gegn því að
nefnt sé nafn handrits og
dulnefni höfundar. Verð-
launasjóðurinn þakkar góða
þátttöku í samkeppninni.
________LISTIR
Tvöfalt
EIN af vatnslitamyndum, akvarellum, Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar.
MYNDLIST
Sverrissalnr
Hafnarborg/
Listhúsið Fold
OLÍA-VATNSLITIR/
VATNSLITIR
GUNNLAUGUR ST. GÍSLASON
Opið alla daga frá 12-18. Lokað
þriðjudaga í Hafnarborg. Aðgangur
200 krónur í allt húsið. Til 27. apríl.
Frá 10-18 virka daga, 14-18 laugar-
daga og 14-17 sunnudaga í Fold. Að-
gangur ókeypis. Til 5. maí.
ÞAÐ gerist sjaldan að listamenn
hafi tvær sýningar í gangi svo til
samtímis í Reykjavík og Hafnar-
firði, en er ekki óþekkt á öðrum
hvorum staðnum, einkum á sjálfu
höfuðborgarsvæðinu. Hér kemur
Gunnlaugur Stefán Gíslason ekki
einasta listunnendum á óvart held-
ur líka staðarhöldurunum, sem
vissu minnst um hina sýninguna
fyrr en skömmu áður en báðar opn-
uðu dyr sínar.
Tiltektin kann að vera umdeilan-
leg með tilliti til listhúsanna, en
hins vegar er ekkert nema gott um
slika framkvæmdasemi að segja og
eðlilegt að listamenn hafi öll spjót
úti um kynningu listar sinnar á
þessum tímum, oft var þörf en nú
nauðsyn.
Gunnlaugur er Hafnfirðingur í
húð og hár og kannski mætti er svo
er komið nefna þennan sérstaka
myndstfl sem hann og fleiri Gaflar-
ar hafa lagt út af á undanförnum
árum, Hafnfirsku. Er þá um að
ræða að viðkomandi fangi sérstök
sjónarhom úr Firðinum, geri það
mjög frjálslega og með ýmsum
brögðum tækninnar, áhrifamætti
sterkra andstæðna og hvellra ljós-
brota. Um er að ræða óformlega
meðhöndlun þess sem fyrir auga
ber með aðstoð hugarflugsins, en
án þess að hið óformlega sé dýrkað
á sértækan hátt líkt og í „art infor-
mel“ er sumir hérlendir fræðingar
nefna, formleysumálverk, sem get-
ur strangt séð ekki staðist. Regla í
frjálsri mótun eða óformlegheit
þurí'a ekki að vera formleysa, nema
þau gangi of langt og verði hrein
ókurteisi, jafnvel dónaskapur, og
það er svo margt heillandi við
óformlegan framgangshátt, sem er
kjarninn í óformlega málverkinu.
Þannig eru til mörg stig af óform-
legheitum ekki síður en formleg-
heitum, en ekki einungis tvo and-
stæða og órokkanlega póla. Undan-
fari stílbragðanna, er svo það sem
menn hafa lengi nefnt, artistíska
kennd, á fagmáli, og á við leikandi
létt en jarðtengd vinnubrögð mettuð
skynrænni kynngi, póesíu, eins og
við sjáum hjá Kjarval, en þó í öðrum
búningi. Og eins og vinnubrögð
áhrifastefnunnar koma fram í mál-
verki 200 árum áður en hún varð að
afmörkuðum stflbrögðum sem fengu
heitið impressjónismi, voru óform-
leg vinnubrögð til í málverki löngu
áður en þau voru einangruð og hlutu
stílheitið, art informel.
Þetta er sem sagt hinn skjalfesti
og bókaði bakgrunnur vinnubragða
Gunnlaugs Stefáns, og hafa verið
viðvarandi í myndum hans um ára-
bil, eða allt frá því að hann kynntist
myndheimi ameríska málarans
Andrews Wyeth fyrir rúmum tveim
áratugum. Wyeth er einnig einn
nafnkenndasti vatnslitamálari
þeirra vestra, eins og mörgum mun
kunnugt, vinnur að auk mikið í
tempera ásamt því að nota svo-
nefnda dry-brush tækni með vatns-
litum. Er hér að sjálfsögðu átt við
akvarelluna. Málið er þó, að það er
allnokkur munur á umhverfinu í
Chadds Fords í nágrenni Boston
svo og Maine þar sem Wyeth dvel-
ur á sumrin, og Hafnarfirði og ná-
grenni. Einnig er nokkur munur á
upplagi og stílbrögðum málaranna,
sem ganga þó út frá svipuðum for-
sendum í útfærslu mynda sinna.
Má finna nokkra hliðstæðu í Turn-
er, van Gogh og svo Kjarval.
Með fáum undantekningum ein-
kenna mjúk og óformleg vinnu-
brögð sýninguna í Sverrissal, sem
síður er hægt að heimfæra við bestu
hliðar Gunnlaugs og varð ég satt að
segja fyrir nokkrum vonbrigðum,
því ég geri meiri kröfur til þessa
listamanns. Skynjaði einhverja
deyfð í myndskipaninni, sem ekki er
mér að skapi. Ljósbrigðin og fersk-
leikinn eru til staðar en eitthvað af-
gerandi skortir í myndheildirnar.
Helst voni það myndir eins og
Homið (1), Brot (5), Oltin (10) og
Norðankaldi (21) sem vöktu athygli
mína íyrir mótuð vinnubrögð,
einnig ber að nefna myndirnar
Kista og Eyðing (6 og 7) fyrir tær-
leikann sem er grunntónn þeirra.
Ekki heppilegastur samanburður
að hafa pastelmyndir Louisu
Matthíasdóttur á efri hæðinni, þar
sem einfaldleikinn ríkir ásamt
strangri myndbyggingu. En telst
þó nokkuð fráleitur vegna þess að
menntunarlegur bakgrunnur Lou-
isu er annar og meiri. Sýningunni í
listhúsinu Fold gefur Gunnlaugur
samheitið Árstíðir, sem á vel við, og
hér kveður við annan tón í útfærslu
myndanna. Sallaklárt má vera að
vatnsliturinn, akvarellan, er sá mið-
ill sem Gunnlaugur á helst erindi í
miðað við þessar tvær sýningar. Og i
þegar hann er á alvarlegri nótunum :
og byggir upp markvissar form-
heildir Iflct og í myndunum, Hamra-
borgin (4), Hrauntunga (5), Gamli
kofinn, III og IV (10 og 11) og Sker
(19), og öðrum er svipa til þeirra
kenni ég bestu hliðar listamanns-
ins. Veigurinn er hér helstur, að
myndirnar tapa engu af ferskleika
sínum við þessi nákvæmu vinnu-
brögð nema að síður sé, og það er
listin mesta.
Bragi Ásgeirsson
Stórsveit Reykjavíkur
á Suðurnesjum
STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur
tónleika á vegum tónlistai-skólanna í
Keflavík og Njarðvík á sal Fjöl-
brautarskóla Suðumesja, þriðjudag-
inn 28. apríl kl. 20.30.
Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð
árið 1992 að frumkvæði stjórnand-
ans Sæbjörns Jónssonar.
Stórsveit Reykjavíkur skipa 18
hljóðfæraleikarar og á tónleikunum
verður efnisskráin fjölbreytt, m.a.
lög eftir Bob Minzter og Bob Brok-
meyer. Einnig flytur sveitin gamla
slagara. Einsöngvari með Stórsveit-
inni að þessu sinni er Tena Palmer
frá Kanada og syngur hún m.a. lögin
What kind of fool am I og Almost like
being in love, Ellý Vilhjálms söng inn
á geislaplötu sveitarinnar 1995. Lag-
ið verður flutt á tónleikunum til heið-
urs Ellý. Tónleikamir gilda til tón-
leikasóknar hjá nemendum TK og
TN. Aðgangseyrir er 800 kr. en 400
kr. fyrir nemendur TK og TN.
STYRKUR TIL
TÓNLISTARNÁMS
Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á
þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms
erlendis á nœsta skólaári 1998-1999.
Veittur er styrkur að upphæð kr. 500.000.
Umsóknir með upplýsingum um námsferil og
framtíðaráform sendist fyrir 25. maí nk. til
formanns sjóðsins:
Arnar Jóhannssonar,
pósthólf 3372,
123 Reykjavík.
Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár
frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna
hæfni umsækjanda.
Heilinn stækkar
við hljóðfæraleik
London. Reuters.
ÞÝSKIR taugasérfræðingar hafa
komist að því að æfingar á hljóð-
færi bæta ekki aðeins frammistöðu
hljóðfæraleikara, heldur stækka
þær svæðið í heilanum sem vinnur
úr hljóði. Sérfræðingar við háskól-
ann í Miinster komust að því að
hljóðnámssvæðið í heilaberkinum
er að jafnaði um 25% stærra í tón-
listarmönnum en þeim sem ekki
leggja stund á hljóðfæraleik. Þá
leiddu ramisóknir þeirra í Ijós að
því yngri sem menn eru þegar þeir
byrja að spila á hljóðfæri, því
stærri verður þessi hluti heilans og
kaim það að útskýra hvers vegna
sumir ungir tónlistarmenn ná fram-
úrskarandi árangri á hljóðfæri sitt.
Þýsku sérfræðingarnir segja að
þar sem tónlist myndi flóknari hljóð
en venjuleg umhverfishljóð, þurfi
fleiri taugafrumur til að flytja þau
skilaboð f heilanum og að starfsemi
frumnanna sé samræmdari en ann-
ars. Þessi rannsókn styður fyrri
rannsóknir sem sýna fram á mun á
þeim hlutum heilans sem stýra
vinstri og hægri hendi hjá þeim
sem leika á strengjahljóðfæri. Er
svæðið í heilanum sem stýrir hreyf-
ingu vinstri handar mun stærra en
það sem stýrir hægri hendi, þar
sem vinstri höndin breytir tóninum
með því að þrýsta á strengina en sú
hægri stýrir einungis boganum.
Þá benda bandarískar rannsókn-
ir til þess að börn sem hefja tónlist-
arnám á unga aldri, kunni að vera
greindari en önnur börn, þar sem
geta þeirra til að taka á móti upp-
lýsingum og vinna úr þeim aukist
við tónlistarnámið.
Listaklúbbur Leikhúskjallarans
Valin ljóð úr Stúlku
SÉRSTÖK dagskrá verður næst-
komandi mánudagskvöld, 27. apr-
fl, í Listaklúbbi Leikhúskjallarans
helguð ljóðum íslenskra kvenna.
Helga Kress, prófessor í al-
mennri bókmenntafræði, mun
fjalla um einkenni á ljóðum
kvenna, ritdóma um þau og við-
tökur. Hún tekur sérstaklega fyr-
ir lítt þekktar skáldkonur og
skáldkonur frá síðari hluta 19.
aldar fram til ársins 1970. Dag-
skráin er meðal annars unnin upp
úr nýútkominni bók Helgu,
Stúlku, sem er úrval ljóða ís-
lenskra kvenna frá árunum 1876
til 1995.
Skáldkonurnar Ingibjörg Har-
aldsdóttir og Vilborg Dagbjarts-
dóttir lesa valin ljóð úr Stúlku.
Ásgerður Júníusdóttir, mezzó-
sópran, syngur en hún vinnur um
þessar mundir að plötu sem inni-
heldur lög samin við ljóð eftir ís-
lenskar konur og mun Smekk-
leysa gefa hana út. Lögin sem Ás-
gerður flytur í Listaklúbbi leik-
húskjallarans eru Vísur Vatns-
enda-Rósu í útsetningu Jóns Ás-
geirssonar, Kvöldvísa eftir Huldu
við lag Eyþórs Stefánssonar og
Ég lít í anda liðna tíð eftir Höllu
Eyjólfsdóttur frá Laugarbóli, við
lag Sigvalda Kaldalóns. Iwona
Jagla leikur undir á píanó. Dag-
skráin hefst kl. 20.30 en húsið
verður opnað kl. 19.30. Miðasala
fer fram við innganginn.