Morgunblaðið - 26.04.1998, Side 33

Morgunblaðið - 26.04.1998, Side 33
32 SUNNUDAGUR 26. APRÍL1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SAMKVÆMT nýrri skoðana- könnun, sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið, fengi Reykjavíkurlistinn 60,9% at- kvæða í borgarstjórnarkosning- unum í Reykjavík, sem fram fara eftir nokkrar vikur, ef kosið yrði nú, en Sjálfstæðisflokkurinn ein- ungis 39,1%. Þessi niðurstaða svo skömmu fyrir kosningar er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem áratugum saman hafði meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Þessi niðurstaða í skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar er þeim mun umhugsunarverð- ari, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt mikinn og raunar óvenjulegan styrk í skoðana- könnunum á landsvísu í langan tíma og ríkisstjórn undir forystu hans býr við mjög sterka stöðu. Yfirleitt hefur þetta verið með öðrum hætti, þ.e. að Sjálfstæðis- flokkurinn í borgarstjórn Reykja- víkur hefur verið mjög sterkur en meiri sveiflur í fylgi flokksins á landsvísu. Þessi staða svo skömmu fyrir kosningar er líka athyglisverð vegna þess, að Reykjavíkurlist- inn hefur, a.m.k. ekki fram að þessu, sýnt fram á það með rök- um að valdataka hans fyrir fjór- um árum hafi ráðið nokkrum úrslitum um hag og velferð borg- arbúa og höfuðborgarinnar. Reykjavíkurlistinn hefur ekki hingað til sýnt fram á að nokkur Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. umtalsverð umskipti hafi orðið í stjórn höfuðborgarinnar á því kjörtímabili, sem nú er að líða. Forsvarsmenn hans geta sagt að þeir hafi haldið í horfinu en tæp- ast meira. Vaxtarbroddurinn á höfuðborgarsvæðinu á síðustu fjórum árum hefur verið Kópa- vogur en ekki Reykjavík. Hvað veldur þá hinni sterku stöðu Reykjavíkurlistans og veikri stöðu Sjálfstæðisflokks- ins? Ein skýringin getur verið sú, að Sjálfstæðisflokkurinn í borg- arstjórn Reykjavíkur hafi ekki á yfirstandandi kjörtímabili haft nein þau málefni fram að færa í borgarmálum, sem vakið hafi athygli borgarbúa. Ef svo er má spyija hvers vegna? Hér er um að ræða þann stjórnmálaflokk, sem í áratugi hefur haft forystu um glæsilega uppbyggingu höf- uðborgarinnar. Er kannski búið að koma málum borgarinnar og borgarbúa svo vel fyrir, að ekki sé fyrir mörgu að beijast? Er skýringin sú, að borgarbúar treysti frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins og forystumönn- um í borgarmálum síður en full- trúum Reykjavíkurlistans? Satt bezt að segja er erfitt að sjá hvers vegna svo ætti að vera. Frambjóðendur beggja listanna voru kjörnir í prófkjörum, sem almenn þátttaka var í og erfitt að sjá, hvernig hægt hefði verið að standa að málum með lýðræð- islegri hætti en gert var á vegum Sjálfstæðisflokksins. Prófkjörs- reglur Reykjavíkurlistans voru eins og menn muna flóknari og tryggðu alls ekki að þeir, sem hefðu mest fylgi, fengju efstu sætin. Á næstu vikum munu borg- arbúar gera kröfu til þess að Reykjavíkurlistinn geri grein fyr- ir orðum og efndum. Hveiju lof- uðu frambjóðendur listans fyrir fjórum árum og hvað hafa þeir gert. Það gefur kjósendum nokkra vísbendingu um við hveiju má búast af hálfu listans á næsta kjörtímabili. Til frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins verður gerð sú krafa, að þeir geri grein fyrir þeim málefnum, sem þeir mundu beij- ast fyrir á næsta kjörtímabili, næðu þeir meirihluta. í þeim efn- um skiptir máli, að frambjóðend- ur flokksins taki á grundvallar- málum en leggi minni áherzlu á yfirborðsmál. Til mikils er að vinna vegna þess, að það yrði verulegt áfall fyrir Sjáífstæðis- flokkinn ef vinstri menn héldu meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur tvö kjörtímabil í röð. NORSK- ÍSLENZKI SÍLDAR- STOFNINN AUNDÁNFÖRNUM mánuð- um hafa nokkrir ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna ítrekað lýst þeirri skoðun, að vel gæti komið til greina, að selja réttinn til veiða úr norsk-íslenzka síldarstofninum og fært fram þau rök fyrir því, að öðru máli gegndi um þennan stofn en fiskistofnana á íslandsmiðum. Morgunblaðið hefur tekið þessi ummæli for- ystumanna stjórnarflokkanna al- varlega og trúað því að hugur fylgdi máli. Nú er bersýnilegt, að stjórnar- flokkarnir hyggjast ekki fylgja þessum hugmyndum fram heldur haga úthlutun veiðiréttar með öðr- um hætti. í ljósi fyrri yfirlýsingu ráðherra og þingmanna er ekki til of mikils mælzt, að þeir geri efnis- lega grein fyrir því, hvers vegna þeir hafa horfíð frá fýrri hugmynd- um í þessum efnum. STAÐANI BORGARSTJÓRNAR- KOSNINGUM í UPPHAFI • Þorgils sögu skarða segir Sturla Þórðarson Þórði Hit- nesingi draum sem er eins konar fyrirboði þess sem gerist eftir að Þorgils er kominn út til íslands. Þar er Sturlar lifandi kominn með dulræna hæfileika sína og áhuga á þeim efnum. Sturlu dreymdi að Þórður faðir hans kæmi til hans og segði að Viðbjörn væri kominn með skipi í Eyjafjörð og ætti Böðvar, frændi þeirra, dýrið sem væri „held- ur ólmt“. Þannig er íslandsreisa Þorgils skarða undirbúin með svipuðum hætti og örlagaatburðir Brennu- Njáls sögu. Sturlu dreymir viðstöðulaust í Þorgils sögu og enginn hefði haft áhuga á þeim draumförum annar en hann sjálfur. Hann tíundar ávallt drauma sem fyrirburði, hvar sem hann kemur því við. Sturla segir Þórði Hítnesingi fyrir um mannvíg og bardaga, þegar hann sækir hann heim að Staðarhóli, og er það sturluleg frásögn í Þorgils sögu. Og þá ekkisíður þegar Sturla segir fyrir um dauða Helga keis, heima- manns síns. Sú frásögn hefði ekki stungið í stúf við efni og stíl Njáls sögu. Sturla Þórðarson þekkti einnig villur í þoku einsog frá er sagt í Njálu eftir víg Þorvalds, fyrsta manns Hallgerðar. í Þorgils sögu segir: „En í því slær yfir þoku svo myrkri að enginn þeirra sá annan. Skyldi þar með þeim Hrafni. Riðu þeir Hrafn þá aftur, en Sturla dró undan og var nú lokið um sættir með þeim Hrafni og Ásgrími og Sturlu“. I Þorgils sögu er sagt frá • Sturlu Þórðarsyni og hög- um hans með þeim hætti að bendir eindregið til að hann hafi skrifað söguna sjálfur. Persónulegir hagir hans eru tíundaðir með þeim hætti; ráðahagur Ingibjargar dóttur hans og Halls Gizurarsonar, lýsing Ingi- bjargar sem þó er einungis 13 eða 14 ára þegar hún er Halli gefin („væn kona og kurteis og kvenna högust“); furðuleg lýsing á fjár- skorti Sturlu og heimsókn til hans að Staðarhóli, jafnvel lýst torfvinnu þar og hversdagslegum störfum og er slíkt undantekning í pólitísku vafstri og vígaferlum. Þama er brugðið upp mynd af bóndanum á hlaðinu heima hjá sér en hvorki skáldinu, stjórnmálamanninum né þessum vopnum búna ævintýra- manni sem hvarvetna bregður fyrir í sögunum. Þarna er hversdagshetja að störfum. Sturla Þórðarson kemur einnig mjög við Þórðar sögu kakala og er nafn hans raunar einsog rauður þráður gegnum þessar sögur allar, Islendinga sögu, Þórðar sögu og Þorgils sögu. Hann er víða í ferðum og þátttakandi í öllum helztu at- burðum og bardögum aldar sinnar. Þó að fullvíst megi telja að tíu fyrstu kaflar Þorgils sögu sem ger- ast í Noregi séu skrásettir eftir honum sjálfum, enda engin nýlunda á þessum árum að ævisagnaritun væri með slíku sniði, þá er Ijóst af mörgum lýsingum að enginn skrifar nema sá sem viðstaddur hefur ver- ið. Auk Þorgils sögu skarða • stendur íslendinga saga Njálu og öðrum íslendinga sögum næst að stíl, bardagalýsingum, fyndni og efnistökum, en sumt, einkum í Svínfellinga sögu og Sturlu sögu, svo og Þorgils sögu að sjálfsögðu og jafnvel Þórðar sögu kakala, er einnig með svipuðu marki brennt. Mannlýsingar í Sturlu sögu, íslendinga sögu, Svínfellinga sögu og Þorgils sögu eru líkastar per- sónulýsingum Islendinga sagna. Allar ausa þessar sögur meira og minna af sama brunni. Þórðar saga kakala er varla • skrifuð með þeirri snerpu sem einkennir stíl Þorgils sögu og beztu kafla íslendinga sögu, en minnir þó á margt í þeim. Mér virð- ist stíllinn á Arons sögu Hjörleifs- sonar mun yngri en á öðrum sögum Sturlungu og e.t.v. slappari eða teygðari. Þar er augljós andúð á illvirkjum sturlunga, þ.e. Sturlu og Sighvati, og kemur engum á óvart. Vísurnar eru unglegar. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 25. apríl ÞAÐ þarf sterk bein til að þola góða daga. Þannig hljóðar gamalt spakmæli. Það er vert að gefa því gaum í góð- ærinu sem nú gengur yfir íslenzkan þjóðarbú- skap. Þetta spakmæli kom upp í huga bréfritara þegar hann las skrif í Vísbendingu (12. tbl. 1998), viku- riti um viðskipti og efnahagsmál, um upp- sveifluna í efnahagslífinu, sem og frétta- skýringu Jóns G. Haukssonar, ritstjóra Fijálsrar verzlunar (3. tbl. 1998), um meinta kaupgleði okkar íslendinga. Frétta- skýringin ber yfirskriftina „Er góðærið að snúast í „góðæði“? Þar segir m.a.: „Kaupæði fólks við opnun tveggja stór- markaða með raftæki og tölvur, BT og ELKO, hefur orðið til þess að sumir nefna góðærið núna einfaldlega „góðæðið“. Það er Tæknival sem rekur BT í Skeifunni en BYKO stendur að ELKO í Smáranum í Kópavogi. Báðar verzlanirnar voru opnað- ar klukkan tíu á laugardagsmorgni og í bæði skiptin biðu æstir viðskiptavinir í löngum röðum. Þótt flestum hafi þótt röð- in með ólíkindum þegar ELKO opnaði í endaðan febrúar, en þar beið fólk í næstum 15 stiga frosti á einum kaldasta degi vetr- arins, sló opnun BT, laugardaginn 21. marz sl., öllu við. Þeir fyrstu hófu að bíða kvöldið áður. Röðin virtist orðin endalaus þegar verzlunin opnaði. Og ekki nóg með það! Æstur múgurinn ruddist inn þegar tekið var úr lás. Það hófst kapphlaup um alla verzlunina ...“ Góðærið birtist m.ö.o. ekki einvörðungu í töflum og Iínuritum Þjóðhagsstofnunar. Það segir til sín með margvíslegum hætti í kviku þjóðlífsins, samanber tilvitnaða frásögn í Fijálsri verzlun. Það birtist í Smára- og Lindahverfum í Kópavogi, sem eru dæmi um byggðahverfi er nánast spretta upp hin síðari misserin. Verzlunar- hallir rísa, nýir bílar streyma inn í landið, utanferðir seljast eins og heitar lummur. Þannig mætti áfram telja. En spurning er, hvort við kunnum með góðærið að fara; hvort við höfum forsjálni til að festa það í sessi til framtíðar. Þensluein- kenni KAUPMATTUR hefur vaxið um rúm 10% á síðustu 12 mánuðum. Kaup- máttaraukningin telst 20% frá árinu 1995 talið. Ríkisstjórn- in ákvað og síðastliðið vor að lækka tekju- skattshlutfallið um 4% á tveggja ára tíma- bili. Það hefur þegar verið lækkað um 3% og lækkar um 1% til viðbótar í ársbyijun 1999. Þá hafa lífeyrisiðgjöld verið gerð skattfijáls á nýjan leik. Lækkun skatthlut- falls og skattfrelsi iðgjalda jafngildir 6-7% lækkun tekjuskatts á árabilinu 1995 til og með 1999. Skráð atvinnuleysi hefur farið ört minnkandi, var 3,7% fólks á vinnualdri í marzmánuði sl. en 4,4% á sama tíma í fyrra. Hærri launatekjur og aukin umsvif og velta í atvinnulífi hafa skilað ríkissjóði og sveitarsjóðum dijúgum tekjuauka. Gert er ráð fyrir afgangi á ríkissjóði bæði árin 1997 og 1998, en hann hefur verið rekinn með halla samfellt frá árinu 1985. Samtím- is hefur dregið verulega úr ásókn hins opinbera á takmarkaðan lánsfjármarkað, sem talin hefur verið meginorsök hárra vaxta hér á landi lengi undanfarið. Láns- fjárþörf ríkissjóðs verður nánast engin á líðandi ári og hefur minnkað um 7 til 8 milljarða króna frá því í fyrra. Þessi árang- ur segir sitt um stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Friðrik Sophusson frá- farinn fjármálaráðherra skilaði umtalsvert betra ríkisbúi en hann tók við. Vísbending lýsir góðærinu með þessum hætti: „Uppsveiflan í efnahagslífinu hefur nú staðið í fjögur ár. Þegar hún hófst var atvinnuleysi nokkurt og atvinnutæki og húsnæði ónotað. Smám saman hefur ástandið breytzt, fjárfesting fyrirtækjanna hefur vaxið og nokkur spenna hefur mynd- ast á vinnumarkaði. Verðbólga hefur bært á sér og viðskiptahalli hefur myndast á ný. Einkaneyzla hefur einnig vaxið mikið upp á síðkastið. Gripið hefur verið til ýmissa ráðstafana til að slá á þensluna, m.a. var fyrirhuguðum framkvæmdum í vegamálum frestað. Búist er við aukningu á botnfiskafla en Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir samdrætti í loðnuveiðum. Afla- heimildir þorsks eru 218 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári en fóru lægst í 155 þúsund tonn á kvótaárinu 1994/1995. Ekki er órökrétt að álykta sem svo að verndarstefna stjórnvalda hafi gengið upp. Gert er ráð fyrir að útflutningsframleiðsla sjávarafurða verði óbreytt á þessu ári. Reiknað hefur verið með að útflutningur á áli muni aukast um 50% frá því sem var á síðasta ári. Einnig er búizt við aukningu á útflutningi vöru og þjónusta við erlenda ferðamenn hefur skilað auknum tekjum svo og nýjungar á sviði líftækni og lyfjaiðn- aðar.“ Oflítill sparnaður ÞJÓÐHAGSSPA fyrir líðandi ár stendur til áfram- haldandi hagsældar hér á landi. En þrátt fyrir þetta alltumlykjandi góðæri fer Iítið fyrir þjóðhagslegum sparnaði. Hann er allt of lítill, bæði miðað við það sem æskilegt verður að teljast og það sem gerizt með forsjálum þjóðum. Þjóðarút- gjöld aukast hraðbyri og viðskiptahalli hefur myndast við umheiminn á nýjan leik. í nýlegri ályktun Samtaka iðnaðarins seg- ir m.a. um þetta efni: „Þensla í íslenzku hagkerfi er augljós. Seðlabanki íslands hefur hækkað vexti í tvígang á rúmu ári til þess að sporna við því að hún fari úr böndum. Afleiðingin er innstreymi gjaldeyris sem aftur hefur leitt til hækkaðs gengis íslenzku krónunnar. Hækkandi gengi krónunnar og aukinn munur á innlendum og erlendum vöxtum kemur niður á samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Iðnaðurinn fær færri krónur fyrir útfluttar vörur en á sama tíma lækka innfluttar vörur í verði. Við þetta bætist að íslenzku fyrirtækin þurfa að greiða hærri vexti en erlendir keppinautar. Þess- ar aðgerðir Seðlabankans hefðu að mati Samtaka iðnaðarins verið óþarfar ef nægu aðhaldi hefði verið beitt í fjármálum ríkis og sveitarfélaga... Þjóðhagslegur sparnaður á íslandi er of lítill og við því verður að bregðast. Hann nægir ekki til að fjármagna nema þijá fjórðu af fjárfestingu nýliðins árs sem þó var tæplega í meðallagi þess sem gerizt í OECD-ríkjum og aðeins helmingur þeirr- ar fjárfestingar sem hér var á sjöunda áratugnum. Afleiðing af þessu er við- skiptahalli og erlend skuldasöfnun. Við núverandi aðstæður gætu stjórnvöld hvatt einstaklinga til aukins sparnaðar. Ríki og sveitarfélög ættu einnig að skila verulegum rekstrarafgangi og greiða niður skuldir. Eitt meginverkefni stjórnvalda á að vera að beita aðhaldi í fjármálum sínum miðað við eðlilega fjárfestingu í hagkerfinu og halda jafnvægi í viðskiptum við útlönd. Takist að beita nægu aðhaldi í þeirri upp- sveiflu sem nú gengur yfir þarf ekki að fella gengið í lok hennar. Ef það tekst verður það í fyrsta sinn í sögu lýðveldis- ins. Það mun auka traust markaðarins á stöðugleika krónunnar, lækka langtíma- vexti og hvetja til fjárfestingar í íslenzku atvinnulífi.“ í UPPLÝSINGA- bréfi fjármálaráð- herra, sem hefur yfírskriftina „Framfarir og fyr- irhyggja", segir m.a. um árangurinn af stjórnarstefnunni:. „Stefnan í efnahagsmálum frá árinu 1991 hefur verið árangursrík. Þetta sést m.a. af því að bandarísku matsfyrirtækin Standard & Poor’s og Moondy’s hafa hækkað mat á lánshæfni íslands á grund- velli þessa árangurs og stöðugleika sem Framfarir og fyrir- hyggja ríkt hefur að undanförnu. Stöðugleikinn hefur einnig stuðlað að auknum áhuga erlendra fjárfesta á íslandi.“ Fjármálaráðherra tíundar nokkur dæmi um framfarir í íslenzkum efnahagsmálum á þessu árabili: • Verðbólga verður á bilinu 1,5-2,5% fimmta árið í röð, í fyrsta sinn í sögu lýð- veldisins. Áður var óðaverðbólga eitt helzta einkenni íslenzks efnahagslífs. • Grynnkað hefur verið á skuldum ríkis- sjóðs. Heildarskuldir lækka í 43% af lands- framleiðslu á þessu ári - úr 51,5% árið 1995. Þegar þess er gætt að árlegur vaxta- kostnaður ríkissjóðs er lítið eitt lægri en öll útgjöld menntamálaráðuneytisins má ljóst vera hve brýnt er að lækka þessar skuldir, m.a. til að skapa svigrúm til að lækka skatta eða auka framlög til mikil- vægra verkefna. • Lánsfjárþörf ríkissjóðs verður engin á líðandi ári. Það ætti að skila sér í lægri vöxtum en ella. Sala hlutabréfa í eigu ríkis- ins gegnir veigamiklu hlutverki í þessu sambandi. • Atvinnuleysi hefur minnkað úr 5% árið 1995 í 3,5% nú. Það er minna hér en í nær öllum aðildarríkjum OECD. • Halli á viðskiptum við útlönd, sem að hiuta til stafar af auknum stóriðjufram- kvæmdum, kallar á hinn bóginn á við- spyrnu, m.a. með því að örva sparnað og treysta stöðu ríkisfjármála enn frekar. Á LÍÐANDI ÁRA- ’ur orðið íslenzkum og efna- hagsmálum. Efna- hagsstjórn á þessum áratug og raunsæir kjarasamningar hafa breytt áður viðvar- andi verðbólgu í stöðugleika, sem var for- senda batans í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar. Atvinnuvegir og atvinnuör- yggi hafa styrkzt. Ráðstöfunartekjur heimilanna og skatttekjur hins opinbera hafa og vaxið umtalsvert í kjölfar upp- sveiflunnar. Tímamótaárangur hefur og náðst í ríkisbúskapnum, sem nú er rekinn með tekjuafgangi í fyrsta sinn síðan 1985. í nýlegri samantekt kemur fram að ef ekki hefði verið gripið til aðgerða til að stemma stigu við aukningu ríkisútgjalda allt frá árinu 1991 væri halli ríkissjóðs á þessu ári um 17 milljarðar króna í stað ráðgerðs tekjuafgangs. Fyrr í þessu bréfi er vikið að hættuteikn- um í efnahagslífinu. Þau eru þrenns kon- ar: 1) byijandi þensla, 2) viðskiptahalli, 3) ónógur þjóðhagslegur sparnaður. Við ríkjandi aðstæður er mjög mikilvægt að ríki og sveitarfélög beiti áfram ströngu útgjaldaaðhaldi, m.a. til að draga úr þjóð- arútgjöldum og slá á þenslu. Stjórnsýslu- stigin tvö, ríkið og sveitarfélögin, þurfa að skila góðum tekjuafgangi og greiða íhópfyrir- ^g he hygg^uþjoða atvinnu- umtalsvert niður opinberar skuldir næstu misseri og ár. Jafnframt er mikilvægt að stuðla með öllum tiltækum ráðum að aukn- um sparnaði, bæði þjóðhagslegum sparn- aði og almennun sparnaði heimila og ein- staklinga. Peningalegur sparnaður ein- staklinga var til skamms tíma nánast eng- inn, utan iðgjöld í lífeyrissjóði, sem marg- ir hveijir standa vel að vígi. Á þessu sviði höfum við íslendingar lengi verið eftirbát- ar annarra þjóða. Ástæðan er meðal ann- ars sú að peningalegur sparnaður fólks brann til ösku í verðbólgu 8. og 9. áratug: arins. Nú er öldin önnur sem betur fer. í stað verðbólgu býr fólk við stöðugleika. Margs konar spamaðarform bjóðast. Stjórnvöld eiga að ganga á undan með góðu sparnaðareftirdæmi - og ýta undir almennan sparnað, m.a. eftir skattaleiðum. Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Og það getur verið erfiðara að varð- veita hagsæld en vinna til hennar. Það er á hinn bóginn allra hagur, yngri sem eldri, kvenna sem karla, landsbyggðarfólks sem höfuðborgarbúa, að hagsældin verði fest í sessi til framtíðar. Það verður aðeins gert með því að varðveita stöðugleikann í efnahagslífinu, styrkja samkeppnishæfni íslenzkra atvinnuvega - og fara að dæmi fyrirhyggjuþjóða um sparnað heiidar og einstaklinga. Fylkjum liði með þeim þjóð- um sem kosið hafa að tjalda lengur en til einnar nætur í túni hagsældar og velferðar. Tímamótaárang- ur hefur náðst í ríkisbúskapnum sem nú er rekinn með tekjuafgangi í fyrsta sinn síðan 1985. í nýlegri samantekt kemur fram að ef ekki hefði verið gripið til aðgerða til að stemma stigu við aukningu ríkisút- gjalda allt frá ár- inu 1991, væri halli ríkissjóðs á þessu ári um 17 miiljarðar króna í stað ráðgerðs tekjuafgangs. V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.