Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 35 HÆTTUR AF VÖLDUM JARÐSKJÁLFTA - GREIN 10 Hvar, hvernig og hvenær verður stóri skjálftinn? ! Það er líklegt að skjálftar á Suðurlandsund- irlendi, segir Ragnar Stefánsson, verði ekki stærri en u.þ.b. 7 á Richterkvarða. er þvergengishreyfing þannig að svæðið norðan plötumótanna skríður til vesturs miðað við svæðið sunnan þeirra. Gulu staurarnir á myndinni tákna orkuútlausn í stærstu jarðskjálftum frá því um 1700 sem þekktir eru. Þessir skjálftar eru á eða við þvergengisbelti, sem nær frá Heklurótum og vestur fyrir Reylqanes. Rauðir punktar tákna upptök lítilla skjálfta, sem urðu á þessu svæði á árunum 1991-1997. Þá sjást á myndinni sem svört strik þekktar norður-suður sprungur á yfirborði, sem myndast hafa í jarðskjálftum á þessu svæði. ir skjálftar sem mælast eru mjög smáir, en þeir bera með sér mikilvægar upplýsingar um hreyfingar og eðli jarðskorpunnar. SPURNINGARNAR í fyrir- sögninni hér fyrir ofan eru oft lagðar fyrir okkur jarð- skjálftafræðinga og svör I okkar eru óljós af því þekkingin er skammt á veg komin. í fyrstu gi'ein- I inni í þessum greinaflokki var fjallað um hvernig við nýtum okkur sögu- lega þekkingu til að meta við hverju mætti búast á hinum ýmsu svæðum landsins. Ég sýndi dæmi um kort sem byggt var á tölfræðilegri úttekt á sögulegum heimildum. En saga okkar er stutt hvað varðar heimildir um jarðskjálfta. Sæmi- | lega góðar heimildir eru aðeins til frá því um 1700. Það er alls ekki | víst að þessi síðustu 300 ár séu dæmigerð. Við vitum að landið heldur stöðugt áfram að gliðna og ýtast sundur og spennur munu áfram byggjast upp á plötu- skilunum. Þegar litið er tO einstakra brotabelta . er hraðinn afar mismun- ' andi og það skiptast á 1 tímabil mikilla umbrota j og tímabil þegar lítið er um að vera. Þegar til langs tíma er litið, og þegar litið er á Island og umhvei’fi þess í heild sinni, jafnast þetta út og rekhraði austur og vest- ur platnanna hvorrar frá annarri er um 2 cm á ári. Markmið jarðskjálftaspárann- sókna er almennt séð að gera sér ( grein fyrir hvar á brotabeltunum og j í nágrenni þeirra spennur eru að i hlaðast upp og reyna út frá þekkingu ’ á eiginleikum svæðisins að gera sér grein fyrir hvers konar brotahreyf- ingum spennurnar gætu valdið, hvort þær muni leysast út í miklum skjálftum, og þá í hversu áköfum hreyfingum, hvar innan svæðanna og hvenær. Suðurlandsundirlendi Eins og sést á mynd 1 hefur mest j jarðskjálftaspenna leyst úr læðingi . austarlega á svæðinu og dregur úr I henni til vesturs. Þetta hefur verið túlkað þannig að vegna mikils hita sé hinn brotgjarni hluti skorpunnar þunnur vestan til á svæðinu, en þykkni til austurs. Fyrir neðan hinn brotgjarna hluta skorpunnar er efnið svo mjúkt vegna hita að plöturnar líða hvor fram með annarri án þess að verulegir jai’ðskjálftai- verði. Þar j sem brotgjarna skorpan er þykk þarf mikla orku til að yfirvinna styrk hennar, og þar geta skjálftarnir því ( orðið stæm. Á mynd 1 sést að það er sem vanti orkuútlausn austur í Holtum, alla vega er miklu meiri útlausn austan og vestan við 20.3-20.4 gráður lengd- ar. Nokkru vestar, skammt vestan Hestvatns má einnig sjá .lægð í orku- útlausninni. Smáskjálftar eru hins vegar nokkuð algengir á báðum , þessum stöðum. Hér er eins og vanti ’ stóra skjálfta til að fylla í eyðurnar. ( Ástæða smáskjálftanna gæti verið sú j að spenna væri þarna tiltölulega mikil, þótt hún nægi ekki til meiri háttar brotahreyfingar. Um þetta er samt ekki hægt að fullyrða. Það er hugsanlegt að spenna leysist úr læð- ingi þarna með mörgum litlum skjálftum. Þær rannsóknir sem eru í gangi og sem fyrirhugaðar eru á þessum slóðum geta e.t.v hjálpað okkur að svara slíkum spurningum. Þau svör sem við getum gefið með j sæmilegu öryggi um skjálfta á Suð- I urlandsundirlendi eru í stuttu máli ' þessi: Það eru miklar líkur á því að upp- hlaðið rek frá því um aldamót muni leysast út í brotahreyfingu eftir Suð- urlandsbrotabeltinu á næstu 50 ár- um. Tímabil brotahreyfingarinnar gæti varað í nokki-ar vikur. En það mætti líka hugsa sér að brotahreyf- ingin 1 heild sinni kæmi fram á tug- um ára. Síðasta brotatímabil, þar sem hreyfing leystist út eftir öllu svæðinu var 1896-1912, flestir skjálftarnir 1896, en stærsti skjálft- inn kom svo 1912. Næsta megin- færsla eftir öllu brotabeltinu tók lík- lega lengri tíma, og birt- ist 1 nokkrum skjálftum sem urðu á svæðinu frá 1730 til 1784, mest var um að vera árið 1784. Það er líklegt að skjálftar á Suður- landsundirlendi verði ekki stærri en u.þ.b. 7 á Richterkvarða. Út frá tölfræðilegu mati á sögulegum gögnum og miðað við að rekhreyf- ing verði með svipuðum hætti og verið hefur sl. 300 ár eru 90% líkur á skjálfta af stærðinni 6 á Suðurlandsundirlendi á næstu 20 árum. Líkur á skjálftum af stærðinni 7 á þessu tímabili eru talsvert miklu minni. Skjálftar á þessu svæði verða á röð af norður-suður sprungum, lóð- réttum misgengisflötum, sem liggja hlið við hlið og ná að einhverju leyti upp á yfirborð í stærri skjálftunum. Misgengisfletir neðanjarðar í ein- stökum stórum skjálftum eru lengri en kemur fram í yfirborðssprungum, geta í stærstu skjálftum orðið 30-40 km langir. Það er hugsanlegt að forskjálftai- eða aðrar mælanlegai- breytingar verði með það skýrum hætti á undan stórum skjálftum á Suðurlandi að unnt verði að vara við þeim með skömmum fyrirvara. Rey kj anesskaginn Hér eru ekki til söguleg gögn sem eru sambærileg við Suðurlandsund- irlendið. Ástæðan er m.a. sú að byggð var ekki eins þétt á þessum svæðum og á Suðurlandsundirlendi. Önnur ástæða gæti verið sú að þarna hefðu ekki orðið jafnstórir skjálftar á síðustu árhundruðum og á Suður- landi. Ef horft er til langs tíma, síð- ustu 10 þúsund ára a.m.k. skiptast þarna á tímabil þegar mikið er um eldvirkni og tímabil lítillar eldvh'kni eins og nú er. Síðasta eldvirknis- tímabil á þessu svæði var frá 10. öld og fram á 14. öld. Svæðið er því til- tölulega heitt, brotgjarna skorpan er þunn, víða bara um 5 km, og er þar að auki sundurskorin af skástígum sprunguþyrpingum. Þarna er því ekki rými fyrir stóra sprungufleti stórra skjálfta og líkur eru á að skjálftar fari því ekki mikið yfir 6 á þessu svæði, en þeim mun meiri spenna leysist úr læðingi í miðlungs stórum skjálftum. Svæðið frá Kleifarvatni og austur á Hellisheiði getur þó hlaðið upp orku sem leiðir til jarðskjálfta sem fara yfir 6 í stærð. Þarna mældist skjálfti 1929 (kenndur við Brenni- steinsfjöll), sem var 6.3. Það eru ekki þekktir neinir verulega stórir skjálftar þarna á seinni öldum, sem gæti bent til þess að orka hafi lengi verið að hlaðast upp. Skjálftinn í Brennisteinsfjöllum 1929 og minni skjálfti sem varð þarna 1968 duga ekki til að leysa úr læðingi þá orku. Á þessu stigi þekkingar okkar er ekki unnt að útiloka að upphlaðinn orka þarna geti leyst úr læðingi með tiltölulega hægu skriði og án meiri háttar jarðskjálfta. En það er ekki heldur hægt að útiloka að á þessu svæði, sem nefna mætti Bláfjalla- svæðið, gæti orðið jarðskjálfti sem nálgasðist 7 á Richterkvarða. Norðurland Líklegt er að meginhluti landreks- ins fyrir Norðurlandi verði eftir mis- gengissprungu, sem liggur frá Þéystareykjabungu eða Gjástykki í nyrðra gosbeltinu, með norður- sti'öndinni og að mynni Skagafjarð- ar. Þessi sprunga er oft nefnd Húsa- víkur-Flateyjarsprungan. Um hana er sniðgengi þannig að svæðið sunn- an hennar færist til vesturs miðað við svæðið norðan hennar, en einnig verður nokkur gliðnun um hana. Líklegt er að hluti þvergengis- færslu við Norðurland verði einnig norðan og austan Húsavíkursprung- unnar, milli Öxaríjarðar og Kol- beinseyjai'. Uppsafnaðar spennur sem skapast af ójafnri hreyfingu um Húsavíkur-Flateyjarsprunguna geta leyst út skjálfta í nágrenni hennar, ekki þó af stærstu gerð. Sem dæmi um þetta má nefna svæðið frá Dals- mynni á Flateyjardalsskaga og til norðvesturs að mynni Skagafjarðar. Almennt út frá tölfræðilegu mati eru svipaðar líkur á skjálfta af stærðinni 6 á Norðurlandi á næstu 20 ái-um eins og á Suðurlandi. Margt bendir til þess að næsti skjálfti af stærri gerðinni á Húsavíkur- Flat- eyjarsprungunni muni eiga upptök nálægt Flatey á Skjálfanda. Það eru mörg dæmi um að forskjálftar hafi orðið á undan stórum skjálftum á þessu svæði, sem gefur vissar vonh- um að unnt verði að koma við gagn- legum viðvörunum. Að lokum Ekki er nú hægt að segja að ég veiti ykkur skýr svör við spurning- um ykkar, lesendur góðir. Eina svar- ið sem ég get veitt með vissu er að með mælingum og rannsóknum mun verða unnt af gefa miklu skýrari svör um hvernig hreyfingar og spennur í jarðskorpunni séu, og hvernig þær muni verða. Á mynd 2 ei-u sýnd með rauðum punktum upp- takasvæði jarðskjálfta á síðustu ár- um. Þetta eru mest litlir skjálftar. Um 100 þúsund slíkra hafa mælst í seinni tíð, sem veita mikilvægar upp- lýsingar um eðli skorpuhreyfinga og spennuupphleðslu. Nýjar aðferðir gervitunglatækni sem beitt hefur verið með afar góðum árangri hér á landi til að fylgjast með landbreyt- ingum, miklar framfarir á sviði jarð- fræðilegrar þekkingar og almennt á sviði jarðeðlisfræðilegra og jarðefna- fræðilegra mælinga skapa enn frek- ari skilning á eðli skorpuhreyfing- anna. Sá skilningur hjálpar okkur að draga úr hættum af völdum jarð- skjálfta og almennt af völdum eld- virkni og brota okkar vanstillta lands. Vaxandi skilningur á eðli hinna innri krafta mun líka leiða til þess að landið verður okkur enn þá gjöfulla en áður, og verður um leið framlag okkar til fólksins í heiminum í vöm þess gegn dyntum móður jarð- ar. Þessum greinaflokki lýkur hér með. Vona ég að lesendur hafi haft gaman af þessu. Heimildir og aðstoð I gi'einum þessum hefur stundum verið vitnað til annatra greina, sem aðgengilegar eru fyrir þá sem fræð- ast vilja meira um málið. Mikið vant- ai- þó á að þetta sé tæmandi. Ég vil hér að lokum benda á skýrslu sem er að koma út hjá Veðurstofunni þessa dagana og nefnist „Earthquake- prediction research in a natural laboratory-PRENLAB, eftir Ragnar Stefánsson, Ágúst Guðmundsson, Francoise Bergerat, Frank Roth, Freystein Sigmundsson, Kurt Feigl, Maurizio Bonafede, Pál Einarsson, Reyni Böðvarsson og Stuart Cramp- in. I þessu má fræðast um margt og tilvitnair eru margar í önnur rit, fyr- ir þá sem vilja fræðast enn meira. Þá þakka ég Guðmundi Ólafssyni, teikn- ara á Morgunblaðinu og Gunnari B. Guðmundssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu fyrir ráðgjöf og hjálp við gerð myndefnis. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Ragnar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.