Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR JONAS JÓHANNSSON + Guðmundur Jónas Jóhanns- son fæddist á ísa- fírði 14. október 1959. Hann varð bráðkvaddur á Hvammstanga 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Jóhann T. Bjarnason, f. 15. febrúar 1929, og Sigrún Stefánsdótt- ir, f. 27. september 1931, en þau búa á ísafirði. Eftirlifandi bróðir Guðmundar er Bjarni Jó- hannsson, búsettur á ísafirði, f. 8. ágúst 1953. Sambýliskona hans er Guðrún Guðmannsdótt- ir, f. 11. mai 1953, og eiga þau tvær dætur: Sigrúnu Maríu, líf- fræðinema, f. 8. október 1975, og Jóhönnu Bryndísi, framhalds- skólanema, f. 25. apríl 1980. Hinn 21. september 1991 kvænt- ist Guðmundur eftirlifandi eigin- konu sinni, Aðalheiði Önnu Guð- mundsdóttur, f. 8. febrúar 1962. Þau eignuðust tvo syni: Jóhann Tómas, f. 17. desember 1989, og Tryggva Snæ, f. 10. ágúst 1995. Sonur Aðalheiðar Önnu af fyrra hjónabandi er Úlfar Óli Sævars- son, f. 13. nóvember 1981. Guðmundur ólst upp á heimili foreldra sinna á ísafirði. Skóla- göngu sinni á ísafírði lauk hann með stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á ísafirði vorið 1979. Að stúdentsprófi loknu hóf hann nám i Háskóla íslands en hvarf frá því námi og hóf nám við út- gerðartæknideild Tækniskóla ís- lands og útskrifaðist þaðan vorið 1987. Að námi loknu hóf hann störf hjá Lífeyrissjóði sjó- manna og starfaði þar til ársins 1989 er hann hóf störf hjá útgerðarfélaginu Muggi hf. Hann starfaði þar til árs- ins 1991. Árið 1991 til ársins 1995 starf- aði hann hjá Lífeyr- issjóði ríkisstarfs- manna. Frá árinu 1995 hefur hann starfað sem fram- kvæmdastjóri Mel- eyrar hf. á Hvamms- tanga, ásamt því að vera útgerð- arstjóri við útgerð Sigurborgar HU á Hvammstanga. Guðmundur stundaði fþróttir frá barnæsku og keppti með íþróttafélögum heimabyggðar sinnar á Islandsmótum bæði í knattspyrnu og körfubolta á ár- unum 1977 til ársins 1987. Auk þess að keppa með félögum í heimabyggð sinni keppti hann í körfubolta með meistaraflokki Vals og var íslands- og bikar- meistari með þeim árið 1980. Einnig keppti hann með meist- araflokki Iþróttafélags stúdenta á þessum árum. Á árunum 1986- 1989 spilaði hann 83 leiki með meistaraflokki KR i körfubolta. Hann var útnefndur leikmaður ársins 1988 hjá Knattspymufé- laginu Árvakri. Á árunum 1992- 1994 spilaði hann með eldri fiokki knattspyrnumanna í KR og urðu þeir íslandsmeistarar öll þau ár. Útför Guðmundar Jónasar verður gerð frá Grafarvogs- kirkju á morgun, mánudaginn 27. aprfl, og hefst athöfnin klukkan 15. í dag kveðjum við tengdason okkar hann Gumma blessaðan. Hann hefur átt samleið með fjöl- skyldunni í 12 ár og er það allt of stuttur tími sem við höfum átt með svo góðum dreng. Við áttum því láni að fagna að hann starfaði með okkur undanfarin þijú ár og var þá meira og minna á heimili okkar. Eg veit ekki hvort við kynntumst nógu mikið en maður vissi af nærveru hans. Það var ekki hans siður að taia mikið og síst af öUu um sjálfan sig. Gummi hélt vel utan um sína fjölskyldu og þótti vænt um hana og þau Alla voru mjög hamingju- söm saman og gerðu að heita má allt í sameiningu. Þess vegna er hennar missir mikill og litlu drengjanna þeirra og Ulfars, sem hann gekk í föðurstað. Megi góður guð blessa ÖUu okkar og drengina hennar og vera með þeim á þessari erfiðu stund og í allri framtíð. Eins biðjum við guð að vera með for- eldrum hans. Hafðu góða þökk, Gummi minn, fyrir allt og allt. Tengdaforeldrar. Elsku Gummi. Hvernig á maður að trúa því að þú sért dáinn? Þú sem geislaðir alltaf af lífi og gleði og varst ímynd heilbrigðis og hollra lífshátta hvar sem þú varst og hvað sem þú varst að gera hverju sinni? Þegar kemur að kveðjustund leitar hugurinn til baka tuttugu og þrjú ár aftur í tímann og ég man þig útitekinn, hraustlegan strák alltaf með bolta í hönd, sem mætti mér í stofunni í Sætúni 5, þegar ég kom þangað í fyrsta skipti og þá vorum við örugglega bæði jafn- feimin hvort við annað. Svo stækk- aðir þú og varðst að glæsilegum fullorðnum manni. Eg hef þekkt þig síðastliðin tuttugu og þrjú ár og þú hefur alla tíð verið mér ynd- islegur mágur og þeim Sigrúnu Maríu og Jóhönnu Bryndísi yndis- legur frændi. Meðan þið voru öll yngri varstu ætíð tilbúinn að leika við þær og tuskast með þær, ykkur öllum til mikillar ánægju. Stundum leiðbeindir þú þeim við það sem þær voru að fást við hveiju sinni svo sem stafsetningu á jólakortum og m.fl. Síðan hafa árin liðið við nám og störf og þú eignaðist fjölskyldu, fyrst Önnu og Ulfar og síðan bætt- ust Jóhann Tómas og Tryggvi Snær í hópinn. Þið Anna byggðuð ykkur yndislegt heimili í Funafold 7 í Grafarvogi þar sem strákamir hafa vaxið, þroskast og lært að fót- bolti og körfubolti séu áhugaverðar íþróttir fyrir unga menn. Þú varst mikið prúðmenni, hógvær og hlé- drægur, talaðir aldrei illa um nokkurn mann og hvarvetna naust þú vinsælda og virðingar þar sem þú komst og hverja sem þú um- gekkst, hvort sem um var að ræða unga eða aldna og alla þar á milli. Þú gumaðir aldrei af afrekum þín- um í íþróttum þrátt fyrir það að þú hefðir átt mikilli velgengni að fagna bæði í fótbolta fyrr á árum og körfubolta síðar og notið virð- ingar félaga þinna í þeim hópum. Alltaf hefur verið jafn ánægju- legt að njóta samvista við ykkur íjölskylduna í Funafold 7 hvort sem það var þar heima eða annars staðar og sjá þá umhyggju sem þú barst fyrir fjölskyldu þinni. En á því sviði varst þú stórauðugur mað- ur því ekkert er dýrmætara í lífinu en yndisleg kona og efnileg böm. Elsku mágur, hjartans þökk fyr- ir samfylgdina síðustu tuttugu og þrjú árin. Minningamar um þig munu lýsa mér á lífsgöngunni um ókomin ár. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til Önnu, Ulfars Óla, Jóhanns Tómasar og Tryggva Snæs. Guðrún. Það er þungt að þurfa að horfa á eftir góðum vini og nánum sam- starfsfélaga hverfa á brott með svo skyndilegum hætti sem nú hefur gerst. Mér þótti það þung spor sem ég þurfti að ganga fyrir rúmri viku til að láta elskulega frænku mína vita að hann Gummi maðurinn hennar hefði ekki komið til vinnu sinnar á fóstudagsmorgni eins og hann var vanur og hefði verið lát- inn í rúmi sínu þegar að var gætt hveiju sætti. Eg á margar góðar minningar um Gumma. Alveg frá því að hann varð kærastinn hennar Önnu frænku fyrir um tólf árum höfum við haft talsvert mikið saman að sælda bæði í vinnu og frístundum. Eg minnist skemmtiiegra heim- sókna í sumarbústaði til Önnu og Gumma og drengjanna og yndis- legra útiverustunda í gönguferðum og pikknikk-ferðum. Aðeins fjórum dögum áður en Gummi lést kom fjölskyldan í könnunarferð í litla sumarhúsið sem ég hafði nýlega eignast hlut í og það fór ekki fram hjá neinum hversu mikið yndi Gummi hafði af því að fylgjast með drengjunum sínum skemmta sér í heita pottinum og taka þátt í leikj- um þeirra þar. Á síðustu þremur árum fékk ég tækifæri í starfi mínu til að fylgjast með hvemig Gummi dafnaði og óx í starfi sínu sem framkvæmdastjóri í rækjuverksmiðju fjölskyldunnar á Hvammstanga. Undir hans stjóm tókst að hafa vinnslu stöðugri og í fastari farvegi en nokkum tímann áður í tuttugu og fimm ára sögu fyrirtækisins. Gummi náði árangri án þess að fara nokkurn tímann offari. í viðskiptum beitti hann góðum rökum, oft krydduðum með góðum húmor og líflegum hlátri. Það sem þó hefur líklega vegið þyngst í árangri hans í viðskiptum almennt og sérstaklega við öflun hráefnis til vinnslunnar er að hann gætti ávallt fyllstu sanngimi. Þeir sem áttu við hann viðskipti fundu vel að hann lagði áherslu á að við- skiptin ættu að vera hagur beggja. Það verður ekki auðvelt að fylla það skarð sem þama er orðið. Eg kveð góðan vin með söknuði og hugga mig við góðar minningar um góðan dreng. Ég votta öllum aðstandendum Gumma mína dýpstu samúð og bið algóðan guð að blessa þá og styrkja í sorginni. Ég vona, elsku Anna mín og Ulli og Jóhann og Tryggvi, að minning- amar um allar ykkar ljúfu stundir saman lini sársaukann og mýki hjartað í ykkar djúpu sorg. Ólafur Sigurðsson. Ekkert er einhlítt né sjálfgefið í lífinu - svo sem það að vakna á ný að morgni. Það var eins og syrti um miðjan dag, dimmt ský drægi fyrir sólu, þegar spumir bárast af hinu sviplega og ótímabæra brott- hvarfi Guðmundar Jóhannssonar, hins unga og glæsilega dugnaðar- manns, af þessum heimi. Sár er sá söknuður sem að öllum ástvinum hans er kveðinn og öðram þeim sem honum tengdust vensla- og vinaböndum. Mestur er þó missir Önnu Muggs, frænku okkar kærr- ar, eiginkonunnar ungu og sona þeirra. Foreldrar hans, bróðir og tengdaforeldrar eiga ekki síður um sárt að binda, en hann var þeirra eftirlæti og hjálparhella. Það sama gildir um aðra ættingja, tengda- fólk, vini og samstarfsmenn. Gummi og Anna vora upprannin úr sama umhverfi fyrir vestan, hann á ísafirði og hún í Hnífsdal, .mótuð og uppalin í faðmi fjalla blárra, þaulreynd við hollan leik og heilbrigð störf frá unga aldri, þar sem vinnan göfgar manninn. Það var þó ekki fyrr en þau höfðu hleypt heimdraganum og komin til höfiiðborgarinnar við nám og störf að þau felldu hugi saman og hófu sitt ástríka samband, sem mótaði þeirra samrýnda hjónaband upp frá því. Hamingja þeirra smitaði frá sér og gæddi líf þeirra nánustu og góðra vina þeirri dýrmætu gleði sem ekki fæst keypt við verði. Ekki spillti það heldur ánægju sumra með þennan góða ráðahag að bæði var Anna systurdóttir mín og Gummi frændi Svölu, en Sigi'ún móðir hans og hún era systradæt- ur. Gummi var einstaklega traust- ur piltur og góður drengur, um- hyggjusamur heimilisfaðir, vel að sér og vandaður að allri gerð, eins og hann átti kyn til. Hann var gjörvulega vaxinn, frækinn íþrótta- maður, eftirsóttur fékgi og hvers manns hugljúfi. Það er dýrmæt huggun harmi gegn, í skugga þessara dimmu daga, að í huganum merla ljúfar og gefandi minningar honum tengdar. Megi þær björtu minnmgar lýsa öllum ástvinum hans og góðvinum fram um veg og létta þeim hinn óbærilega missi og sára söknuð. I hugskoti þeirra sem honum kynnt- ust geymist fögur mynd um ötulan atgervismann sem átti svo margt ógert á akri lífsins og sem alltof fljótt var hrifinn brott til stranda hinnar miklu móðu, eilífðarlands ódauðleikans. Blessuð sé hans fagra minning í djúpri hryggð. Fyrir hönd systkina og fjöl- skyldna. Einar S. Einarsson, Svala S. Jónsdóttir. Kær vinur, samstarfsmaður og félagi er látinn, langt um aldur fram. Þegar sú harmafregn barst mér að Guðmundur vinur minn hefði orðið bráðkvaddur vildi ég ekki trúa. Það gat ekki verið að þessi ungi hrausti maður í blóma lífsins hefði verið kvaddur brott svo skyndilega og óvænt. Eftir lifa minningar um góðan dreng. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast í samskiptum okkar Guðmundar. Leiðir okkar lágu fyrst saman er Guðmundur gekk í raðir Iþróttafélags stúdenta í körfuknattleik í ársbyrjun 1982. Hann hafði þá leikið um skeið með Val en hafði hug á að spreyta sig á nýjum vígstöðvum. Ekki leið á löngu þar til Guðmundur var farinn að leika stórt hlutverk í liðinu enda afbragðsleikmaður sem ávallt lagði sig allan fram á æfíngum og í keppni. Guðmundur var einn af burðarásunum í liði IS sem sigraði í 1. deild vorið 1984 og vann sér sæti í úrvalsdeild og hann var einn af tíu stigahæstu leikmönnum úr- valsdeildar leiktímabilið 1984-1985. Þá var hann einnig valinn í B- landslið. Haustið 1984 hugðist Guðmund- ur flytjast á æskuslóðirnar til ísa- fjarðar, en við félagar hans í ÍS voram alls ekki tilbúnir að sleppa honum og þróuðust málin á þann veg að Guðmundur var ráðinn í vinnu hjá Lífeyrissjóði sjómanna. Þar voram við samstarfsmenn í 5 ár. Það var ekki að sökum að spyrja að Guðmundur ávann sér strax traust og virðingu bæði sam- starfsmanna og viðskiptavina enda mjög góður starfsmaður sem full- komlega var hægt að treysta, auk þess að vera einstaklega Ijúfur og þægilegur í öllum samskiptum. Þrátt fyrir að hann hafi hætt störf- um hjá sjóðnum fyrir tæpum 9 ár- um hélt hann ávallt góðu sambandi við fyrram samstarfsmenn og er nú sárt saknað. f hugum þeirra var hann alltaf mikiu meira en bara fyrrverandi samstarfsmaður, hann var líka góður vinur. Eftir að Guðmundur hætti að leika með ÍS í körfuknattleik 1985 gekk hann í raðir KR og lék þar í 4 ár og varð Reykjavíkurmeistari með félaginu. Guðmundur var mikill íþrótta- maður og fjölhæfur. Auk þess að leika fjölmarga meistaraflokksleiki í körfuknattleik var hann einnig góður knattspyraumaður. Hann lék m.a. með liði ísfirðinga í 1. deild og síðan með Knattspyrnufé- laginu Arvakri í 4. deild og eldri flokki KR. Ég þykist bera nokkra ábyrgð á því að Guðmundur lék knattspymu með tveimur síðar- nefndu félögunum því að ég lagði mikla áherslu á að fá að njóta krafta hans á knattspymuvellinum. Ekki var alltaf vinsælt þegar ein- hver tók upp á því að taka með sér „nýliðá* á æfingu, en ég þurfti hins vegar ekki að hafa neinar áhyggjur því ég vissi nákvæmlega að Guð- mundur myndi strax sýna það og sanna að það væri eftirsóknarvert að hafa hann með sér í liði. Bæði var það vegna getu hans á knatt- spyrnuvellinum og ekki síður vegna þeirra eiginleika sem hann var gæddur að öðru leyti, en Guð- mundur var sérstakt ljúfmenni, hógvær maður, en með mikla kímnigáfu, heiðarlegur, traustur og réttlátur. Ég þakka Guðmundi allar sam- verastundimar og bið Guð að gefa honum frið. Ættingjum og vinum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur og þá sérstaklega Önnu, Ulfari Óla, Jóhanni Tómasi og Tryggva Snæ. Megi minningin um góðan dreng hjálpa þeim í hinni miklu sorg. Árni Guðmundsson. Kveðja frá ísafirði I dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman graf.ð. Svo ungur varstu, er hvarfstu ót á haúð, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Svo orti skáldið Tómas um óvænt og ótímabært fráfall vinar síns Jóns Thoroddsens. Það er svo með þá menn sem erfitt eiga með að tjá tilfinningar sínar að þeir grípa til orða skáldanna. Þannig er það einnig með mig. Þó ekki ætli ég að líkja mér við skáldið Tómas finnst mér orð hans lýsa vel þeim hugsunum sem fóra um huga minn er ég frétti að frændi minn og æskuvinur Guðmundur Jónas Jó- hannsson væri fallinn frá. Svo óvænt og algerlega ótímabært var fráfall hans. Kynni okkar hófust löngu áður en við mundum eftir. Aðeins var rúmur hálfur mánuður á milli okk- ar og vegna skyldleika okkar kynntumst við mjög snemma. Þó að við höfum í mörgu verið mjög ólíkir féllum við samt vel saman og þegar öllu er á botninn hvolft varð lífshlaupið þau ár sem við áttum saman býsna líkt þegar vel er að gáð. Þó ekki ætli ég mér að rekja sameiginlega göngu okkar Gumma koma samt upp í hugann uppvaxt- arárin á ísafirði, ferðimar í Hóla, sumrin í Norðurtanganum, skóla- árin á ísafirði, „háskólaárin" í Reykjavík, fótboltinn, hann inná og ég að horfa á, körfuboltinn, hann enn inná og ég að horfa á, Tækni- skólinn, og nú hin síðustu ár störfin í rækjuiðnaðinum. Skærast og ánægjulegust er þó minningin um síðustu kvöldstundina okkar. Kvöldstundina sem við áttum fyrir skömmu tveir einir. Tilefnið var að fagna fæðingu tveggja frænda hans. Tveggja gimsteina sem við höfðum svo lengi vonast eftir að eignast. Ekki mátti á milli sjá hvor var grobbnari frændinn eða faðir- inn. Þó flestir skilji meininguna í orð- inu vinátta dugir það orð eiginlega ekki til þess að lýsa vináttu Gumma. Vinátta hans var einhvern veginn svo takmarkalaus. Það fengu fjölmargir vinir hans að reyna. Hann var ekki þessi leiðtogi sem sífellt leitar í sviðsljósið eftir viður- kenningu. Ég er reyndai' viss um að hann leit aldrei á sig sem leið- toga. Samt var hann leiðtoginn sem svo lítið bar á hélt saman stórum hópi skólafélaga, veiðifélaga og fé- laga úr íþróttunum þegar það átti við. Hann var maðurinn sem fylgd- ist með lífshlaupi flestra félaga sinna og hnippti í menn ef tímamót vora í aðsigi. Honum var einnig einkar lagið að slá á þráðinn og láta í sér heyra á sinn hægláta hátt ef hann vissi að menn stæðu í ströngu. Þolinmæði hafði Gummi í mjög ríkum mæli og það kom berlega í ljós við íþróttaiðkun hans. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.