Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 39 i i i i i I i i i i i : i i i i ; i i i i i i i 1 i 4 minni í Hraunbæ 78. Voru þar fyrir sex fjölskyldur og hrúga af krökk- um. Hemmi var pabbi Helgu æsku- vinkonu minnar. Þegar maður hugs- ar til baka þá spyr ég mig: „Af hverju þekkti ég Hemma en enga aðra pabba?“ Á þessum tíma tíðkað- ist nefnilega ekki að feðurnir tækju of mikinn þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum. En Hemmi var öðruvísi en aðrir pabbar. Hann var alla tíð mjög vel á sig kominn, enda fyrrverandi afreksmaður í hand- bolta. Hann hafði mjög gaman af að leika við okkur krakkana og þar sem við Helga æfðum handbolta með Fram voru oft teknar skotæf- ingar. Hann kom kannski úr bflnum og á leiðinni inn setti hann nestis- boxið frá sér og skellti sér í leikinn. Og alltaf var þetta á léttu nótunum. Hemmi var nefnilega mjög léttur í lund og líka mjög stríðinn. Við þetta myndaðist náttúrulega þægilegt og afslappað samband og maður var ekki feiminn við Hemma. Og hann ekki við okkur enda stríddi hann okkur oft þegar fyrstu gelgjustæl- arnir voru að koma í ljós. En hann var líka einn af þessum fáu pöbbum á þessum tíma sem hægt var að tala við. Helga talaði alltaf jafnt við hann um sín vandamál og mömmu sína þó hún væri stelpa. Alltaf tók hann öllu með jafnaðargeði og ég man aldrei eftir honum reiðum. Geðbetri mann hef ég varla þekkt og ég get ekki ímyndað mér að hann hafí átt nokkurn óvildarmann. Það er gott veganesti á nýjum dval- arstað. Stundum veltir maður fyrir sér hver ráði þessu öllu saman. Manni virðist sumt svo ósanngjarnt. Af hverju er svona góður maður sem hafði ennþá svo margt að gefa tek- inn frá sínum? Ég hugsa þá fyrst til Sigrúnar, en samrýndari hjón og vinir finnast ekki. Til Helgu, Palla og Samma sem hafa misst svo góð- an föður og til litlu barnabamanna sem fá ekki að njóta gjafmildi hans og glettni á uppvaxtarárunum eins og maður hefði óskað. En við verð- um að treysta góðum Guði fyrir svörum við þessum spumingum. Elsku Helga mín, Sigrún, Palli, Sammi og aðrir ættingjar og vinir. Hugur minn er hjá ykkur. Hemmi var öfundsverður af þessari sam- heldnu og fórnfúsu fjölskyldu sem hann átti og það gaf honum örugg- lega styrk í erfíðri baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina og fram- tíðina. Ég þakka Hemma fyrir sam- veruna í þessu lífi og bið þess að honum líði vel á nýjum stað. Klara Hjálmtýsdóttir. Hermann er látinn eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. I huga mínum áttu Hermann og Sigrún eftir að njóta margra ára saman ásamt fjölskyldu sinni en margt fer öðruvísi en ætlað er. Við kynntumst Hermanni og Sig- rúnu fyrst þegar við byggðum með þeim, ásamt fleirum, Hraunbæ 78 árið 1964 og þau kynni voru og eru enn í huga mínum dýrmæt og minn- ingin lifir á meðan við lifum. Oft leið tími á milli þess að við höfðum sam- band eftir að við fluttum þaðan 1985 en þegar við höfðum samband var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Góðir og sannir vinir eru vand- fundnir og meira virði en öll lífsins gæði. Á heimili þeirra var oft glatt á hjalla, að ógleymdum ýmsum prakkarastrikum, hjá börnum og fullorðnum og uppákomum. Ein er þó minnisstæðust og hún er þegar reykur kom út úr einum veggnum í gangi hjá okkur bak við mynd eina er hékk þar og var þessi reykur nokkuð mikill og vindlalykt af hon- um og vissi undirrituð þá ekki hvað- an á sig stóð veðrið því reykurinn jókst stöðugt. Voru nú góð ráð dýr og reif undirrituð upp ganghurðina og hélt að það hefði kviknað í ein- hvers staðar í húsinu. Okkar íbúð var við hlið Hermanns og Sigrúnar og þegar undirrituð komst fram á ganginn þá stóðu þar tveir menn, Hermann og vinur hans, og skemmtu sér yfir þessari stressuðu nágrannakonu. Undirrituð áttaði sig á að hér væri eitthvað sérkenni- legt á ferðinni því svipur þeirra gaf það til kynna. Lokst gat Hermann ekki á sér setið lengur og dró fram vindil, sem hann hafði falið fyrir aft- an bak. Hafði hann þá áður blásið kröftuglega vindlareyk inn í dyra- símaleiðslurnar hjá sér til að kom- ast að hvert þær leiðslur lægju og þá var ein dyrasímaleiðslan bak við þessa mynd í okkar íbúð. Oft var hlegið að þessu síðar. Bömin þeirra og okkar urðu góð- ir vinir og eru enn og einhvern veg- inn er ekki hægt að sleppa því að minnast á einn fjölskyldumeðlim hjá þeim sem lifði á meðan við bjuggum í Hraunbænum og það er páfagaukurinn Kíkí. Hann var eng- inn venjulegur páfagaukur og átti það til að skreppa yfir til okkar í heimsókn þegar hurðirnar opnuðust á milli íbúða. Þegar við seldum svo íbúðina í Hraunbænum þá sagði Hermann: „Jæja, Magga mín, eruð þið nú al- veg búin að fá nóg af okkur?“ En annað réð þeim flutningum. Her- mann og Sigrún voru vinir vina sinna í blíðu og stríðu. Hermann og Signín dvöldu oft vikum saman í sælureit þeirra sem var sumarbústaður í Rangárvalla- sýslu með fallegum ræktarlegum garði í kring og vitað var að ef þau væru ekki heima í Reykjavík þá væru þau fyrir austan um leið og fært var á vorin. Það þarf ekki að efast um að hugur Hermanns hefur leitað í sveitina þeirra Sigrúnar á þessu vori eins og fyrr. Bamabörn þeirra voru oft hjá afa og ömmu líka í sveitinni og nutu návista þeirra þar ásamt fjölda annarra ættingja og vina til sælla minninga. Með þessum fáu línum kveðjum við þig, kæri vinur, og biðjum Guð að gefa Sigrúnu og allri ykkar fjöl- skyldu styrk. Margrét og íjölskylda. Hermann' Samúelsson pípulagn- ingameistari hefði orðið sextugur 24. apríl sl. ef hann hefði lifað. Ég kynntist Hermanni fyrir tæp- um tíu árum er hann fól mér að annast bókhald fyrir atvinnurekstur sinn. Hermann var mikill reglumaður og það brást sjaldan að hann væri ekki kominn með bókhaldsgögnin til okkar í Reikniver fyrsta virkan dag eftir hver mánaðamót. Allur frá- gangur bókhaldsskjala var til fyrir- myndar og bar vitni um snyrti- mennsku hans og reglusemi í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var ákaflega vel látinn af öll- um sem honum kynntust og menn báru mikið traust til hans. Sem pípulagningameistari vann hann fyrir mörg stór fyrirtæki og hélt þeim viðskiptum árum saman. Hermann veiktist fyrir um ári og greindist sl. sumar með illvígan sjúkdóm. Hann tókst á við sjúkdóm sinn með eindæma karlmennsku. Hann vissi að hverju dró og undir- bjó brottfór sína með hag eiginkonu sinnar og barna að leiðarljósi. Hermann hafði mikinn áhuga á silungs- og laxveiði og var lunkinn veiðimaður. Sl. sumar vorum við Hermann ásamt eiginkonum okkar saman einn dag við veiðar í Eystri Rangá og þrátt fyrir slæmt veður og trega veiði náði Hermann að landa laxi. I þeirri ferð komum við hjónin við í sumarbústað þeiiTa Hermanns og Sigrúnar. Allt bar þar vitni um sam- heldni þeirra og myndarskap í hví- vetna og þar var auðsjáanlega þeirra sælureitur. Við hjónin söknum vinar okkar og vottum eiginkonu hans, móður, börnum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð okkar. Vigfús Aðalsteinsson. t Ástkasr eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG HÓLMFRfÐUR EiNARSDÓTTIR, Barmahlíð 38, Reykjavík sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðviku- daginn 29. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Hjörtur Hafliðason, Hafliði Hjartarson, Jónína B. Sigurðardóttir, Ingólfur Hjartarson, Lára Björnsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Steinunn Káradóttir, Gunnar Ingi Hjartarson, Ragnheiður Torfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HERMANN SAMÚELSSON, Hraunbæ 78, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 27. april kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Sigrún Garðarsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Helga Björg Hermannsdóttir, Guðmundur Þ. Guðmundsson, Páll Þórir Hermannsson, Ásta Mósesdóttir, Samúel Hermannsson og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIGERÐUR JÓNSDÓTTIR (Gerða), Snorrabraut 50, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 28. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Gunnhildur Guðmundsdóttir, Jón Gunnar Stefánsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Einar Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. SVERRIR GAUTI DIEGO + Sverrir Gauti Di- ego fæddist í Reykjavík hinn 24. mars 1940. Hann lést á Landspítalanum 16. apríl siðastliðinn og fór útfór lians fram frá Áskirkju 23. apríl. Núna þegar þú ert farinn frá okkur, elsku afi, finnum við hvað við söknum þín og hvað það var gott að leita til þín þegar maður þurfti á hjálp að halda eða bara til að spjalla við þig um daginn og veginn. Það var fyrir rúmum tveimur vik- um að okkur bræðrunum var sagt frá því að þú hefðir greinst með krabba í lifur. Þó að við færum strax að heimsækja þig og ömmu datt okk- ur aldrei í hug að þetta yrði í næst- síðasta skiptið sem við sæjum þig. Við eigum eftir að sakna þess að koma til ykkar ömmu og spalla um íþróttirnar og heyra fyndnar athuga- semdir spretta fram af vörum þín- um, hvort sem það var um þig sjálf- an eða einhverja aðra. Megi góður guð styrkja ömmu og börnin ykkar fjögur. Með þakklæti fyrir all- ar samverustundimar. Megi guð varðveita þig. Sverrir og Kristinn Diego. Það er erfitt um vik og þungur róður þegar á að setja saman minn- ingargrein um mann sem lést langt um aldur fram og átti nóg eftir af andlegum auði þrátt fyrir erfið veikindi und- anfarin ár. Mín minning um Sverri Gauta Di- ego, einn af mínum bestu vinum, er um einstakan og vinmargan mann sem alltaf var hægt að leita til um visku úr heimi tónlistar gömlu meist> aranna, gítarleik, sagnfræði eða bara hvaða fróðleik sem var. Slíkur sagnabrunnur og víðlesinn einstak- lingur er vandfundinn, auk þess hvað Gauti og frú voru skemmtileg og notaleg heim að sækja. Ég og kona mín kynntumst þeim hjónum, Sverri Gauta og Kolbrúnu formlega í skemmtiferð til Mallorca 1982, en höfðum þó lítillega þekkt til beirra áður ocr eftir bað varð ekki aftur snúið. Upp úr þessu hófst langvarandi kunningsskapur og heimsóknir á báða bóga, matarboð og notalegar kvöldstundir á Laufás- veginum þar sem þau hjónin höfðu hreiðrað um sig með fjórum indæl- um börnum sínum, nú eða á mínu heimili. Síðai- meir kynntist ég fleiri góð- um hliðum Gauta er ég gerðist að- stoðarmaður hans i vikulegum spjall- þætti sem hann stýrði í Ríkisútvarp- inu, auk þess sem hann var vikulega með fróðlega þætti um gítarleikara samtímans sem sett höfðu mark sitt á djasssöguna, og þá var aldeilis set- ið og hlustað. Þegar Gauti og frú heimsóttu okk- ur hjónin á Benidorm sumarið 1996 sá nökkuð í hvað stefndi varðandi veikindi hans, en alltaf var hann til- búinn að lifa lífinu og það algerlega. Gauti var sérstaklega lundgóður og ljúfur maður að þekkja, maður sem flíkaði ekki endilega sínum skoðunum, góður hlustandi, frábær leiðbeinandi og hallmælti aldrei öðr- um, hann var einfaldlega á æðra sviði en svo. Munum við hjónin svo sannarlega sakna hans og þeirra skemmtilegu og fróðlegu stunda sem við áttum með honum í lifanda lífi. Sendum við Kollu og börnum þeiira sem og systkinum Sverris Gauta okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum um styrk fyrir þau á þessari erfiðu stund. Már Elíson oir Fríða Einars. INGIBJÖRG FRIÐGEIRSDÓTTIR, Hofstöðum, Álftaneshreppi, lést sunnudaginn 19. apríl. Útför verður frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 28. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en bent er á minningarspjöld „Álftár- sjóðs“ eða líknarstofnanir. Gestur, Ólöf og Jón Friðjónsbörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, ömmu, lang- ömmu og langalangaömmu, SIGRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru færðar læknum og hjúkrunarfólki á hjúkrunarheimilinu Eir, 3. hæð norður, fyrir kærleiksríka umönnun. Hrefna Sigurðardóttir, Ólafur B. Björnsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Höskuldur Elíasson, Erla G. Sigurðardóttir, Benedikt Sigurðsson, Auður Eiríksdóttir, Jóhann E. Sigurðsson, Laufey Bjarnadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.