Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 43
ŒIÖAJaWJDHOM
MORGUNBLÁÐIÐ
I
J
J
I
J
I
|
I
J
J
Í
1
Í
'I
3
■
3
Í
.
MINNINGAR
HWf JIHHA .as H UIAiri// i> iff
'SUNNUDAGUR 26. APÍiIL 1998 43?
KIRKJUSTARF
SIGRÍÐUR
VIGFÚSDÓTTIR
+ Sigríður Vigfúsdóttir fæddist
á Flögu í Skaftártungu 25.
ágúst 1908. Hún iést á Landspít-
alanum 8. apríl síðastliðinn og
fór útför hennar fram frá Nes-
kirkju 17. apríl.
Móðursystir mín Sigríður Vigfús-
dóttir frá Flögu í Skaftártungu lést
8. apríl sl. og langar mig að minnast
þessarar kæru frænku minnar með
örfáum kveðjuorðum.
Sigríður var okkur systkinunum
afskaplega góð og ástúðleg frænka,
sem ekki er hægt að gleyma. Það
geislaði af henni mildin og góðleik-
inn gagnvart samferðarfólkinu, en
það þýddi þó ekki, að hún hefði ekki
sínar ákveðnu skoðanir, það hafði
hún sannarlega og þoldi illa allt
óréttlæti, og var ekkert að liggja á
skoðunum sínum í þeim efnum.
Hún átti líka til að bera mikla
hetjulund, eins og sýndi sig, þegar
hún sem unglingsstúlka braust
ásamt frænku sinni og jafnöldru
um hánótt í stórhríð og roki að
Hrífunesi, sem er næsti bær við
Flögu, til að sækja hjálp, því Flögu-
húsið stóð í björtu báli. Komust
þær þangað eftir illan leik, allar
rifnar og blóðugar og að niðurlotum
komnar.
Eins dáðist ég mikið að móður-
systur minni þegar hún varð fyrir
þeirri miklu sorg fyrir fáum árum
að missa Vigfús son sinn, mikinn
efnismann og góðan dreng af völd-
um kransæðastíflu. Þá hringdi hún
sjálf í alla viðkomandi og tilkynnti
andlát hans með þvílíkri stillingu og
æðruleysi að aðdáun vakti.
Frænka mín var mikil gæfukona i
einkalífi sínu. Hún átti velgefínn
sæmdar- og heiðursmann, Sigvalda
Kristjánsson, kennara, en hann lést
fyrir mörgum árum langt um aldur
fram og urðu þau þeirrar gæfu að-
njótandi að eignast góð og velgefin
böm, sem sýndu henni mikið ástríki
í veikindum hennar.
Sigga frænka var afskaplega list-
feng kona, málaði fallegar lands-
lagsmyndir, sem sýndu oft ótrúlegt
líf og fjölbreytileik. Hún var mikill
fegurðarunnandi og hreifst af fögr-
um söng og hljómlist.
Það var henni ógleymanlegt æv-
intýri þegar Margrét dóttir hennar
bauð henni í mörg sumur með sér
til Glasgow í verslunar- og skoðun-
arferð, en Margrét var þá í ábyrgð-
arstöðu hjá Loftleiðahótelinu. Sigga
frænka dáðist mikið að Glasgow.
Hún notaði tækifærið og keypti
bæði falleg og vönduð fót, sem þessi
glæsilega og höfðinglega kona
skartaði af mikilli prýði.
Sigríður var afskaplega fróðleiks-
fús. Hún bjó yfir miklum fróðleik af
mönnum og gömlum frásögnum.
Sérstaklega hafði hún mikinn áhuga
á ættfræði og var alltaf leitað til
hennar þegar maður vildi fræðast
um þau efni.
Nú hefur hún kvatt og ég og mín
fjölskylda söknum hennar sárt. Eft-
ir eru aðeins tvö af sjö systkinum.
Sveinbjörg 94 ára, sem heldur
minni og allri andlegri heilsu sem
ung væri, og Gísli bóndi á Flögu,
sem er yngstur.
Við fjölskyldan sendum þeim
hjartans samúðarkveðjur. Við send-
um einnig bömum hennar og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur og þökkum kærri móður-
systur minni þann kærleik, sem hún
sýndi mér, Bjama, dætram okkar
og bamabörnum alla tíð og biðjum
guð að varðveita hana.
Ingibjörg R. Björnsdóttir.
Hún andaðist 8. apríl, en hefði
orðið níræð 25. október á þessu ári.
Heimili hennar stóð um árabil að
Hjarðarhaga 60 í Reykjavík.
Hún var dóttir þeirra þjóðkunnu
hjóna á Flögu í Skaftártungu, Sig-
ríðar Sveinsdóttur og Vigfúsar
Gunnarssonar. Faðir minn var
bróðir Sigríðar Sveinsdóttur og ár-
um saman fór hann að Flögu til
heyskaparstarfa, fyrst einn, en síð-
ar með okkur bræðurna, er við vor-
um komnir til sögunnar. Eg hef víst
verið nálægt þriggja ára aldri, er ég
kom fyrst að Flögu. Sumarvinnan
þar í mörg sumur á eftir olli svo því,
að Flaga var með þeim hætti mitt
annað heimili. Gömlu Flöguhjónin
vom líka sérlega bamgóð, enda
sóttust þá böm mjög eftir því að fá
að dveljast hjá þeim við sumarstörf.
Vigfús var sannkallaður víkingur
til allra verka, stórbrotinn heiðurs-
maður og völundur var hann við
smíðar. Lítill Reykjavíkurdrengur
gat horft endalaust og hugfanginn á
allt það, er hann smíðaði í smiðju
sinni. Vigfús var sannkallað hraust-
menni í svaðilfórum yfir jökulvötnin
stríðu, bæði í alfaraleið og á afrétt-
um uppi, og þá vora langflest stór-
fljótanna óbrúuð. Hestar vora þá
nauðsynlegir bæði til mannflutn-
inga, við sláttinn o.fl. Sigríður kona
Vigfúsar var orðlögð myndarhús-
móðir og heimili þeirra annálað fyr-
ir gestrisni. Vigfús stóð oft að því
með ýmsum sveitungum á áranum
fyrir heimsstyrjöldina síðari að
flytja fólk á hestum, er bílar komust
ekki um Mýrdalssand vegna mikils
og oft óútreiknanlegs vatnagangs.
Sigríður kona hans beið þá gjama
margra gesta með mildnn og góðan
mat, gistingu og góða aðhlynningu.
Marga átti hún því erilsama
vökunóttina, er hún beið þannig
komu þreyttra og oft hrakinna
ferðalanga. Og svo lengi sem ég sá
til var hún ævinlega síðust í rúmið
og fyrst á fætur á því mannmarga
heimili. Ég vek athygli á þessu
mikla og göfuga starfi gömlu Flögu-
hjónanna, af því að auk alls venju-
legs annríkis og erfíðis, skiluðu þau
þama miklu og giftusömu þjónustu-
og hugsjónastarfi, þar sem aldrei
var minnst á peninga og Fálkaorða
fyrirfannst engin. Þá var vélvæð-
ingin lítt áberandi og víða nær
óþekkt. En samt kom snemma
einkarafstöð á myndarheimilið
Flögu og var það þá vatnsaflið, sem
var virkjað.
Flaga var þá í þjóðbraut og þar
var símstöð, pósthús og síðar í all-
mörg ár bensínafgreiðsla. Heimili
Vigfúsar óðalsbónda og konu hans
var eins og áður er fram komið róm-
að rausnarheimili og þar kynntust
margir mikilli verkkunnáttu, myr.d-
arskap, hjálpsemi og einstæðri
gestrisni.
Það var við þessar aðstæður sem
Sigríður frænka mín Vigfúsdóttir
ólst upp og mótaðist af. Það sama
gilti auðvitað um hennar góðu og
kunnu systkini. En hér fer ég ekki
nánar út í nafnaupptalingu á fólki
Sigríðar til þess að ég sé ekki að
endursegja minningargreinar ann-
arra um hana.
En því miður urðu atvikin með
þeim hætti, að hvorki Edda, Njáll
né ég, gátum verið við útför Siggu
frænku hinn 17. apríl sl.( en ég vona
að Morgunblaðið sjái sér fært að
birta þessar síðbúnu þakkir og
kveðjur okkar. Maka Sigríðar Vig-
fúsdóttur og börn hafa aðrir þegar
getið um.
Sigríður .rækti vel vináttu og
frændsemi við heimili foreldra
minna eftir því sem við átti og raun-
ar var það allt gagnkvæmt. Er ég
+ Sigurður Kristján Gissurar-
son fæddist á Byggðarhomi í
Sandvíkurhreppi 21. névember
1918. Hann lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 4. apríl síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Landakirkju 18. aprfl.
Þig er sárt að kveðja, elsku afi,
sem alltaf varst til staðar fyrir mig,
þó ég veit - og þar er enginn vafi:
nú örmum veQa fagrir englar þig.
stofnaði svo heimili hélst þessi órofa
vinátta og trygglyndi áfram. Og er
ég frétti lát frænku minnar, komu í
huga minn ljóðlínur, er ég lærði fyr-
ir löngu:
„Um síðir visnar sérhver grein,
sumar fyrri vonum.
Nú er fallin enn þá ein
af Islands góðu konum“.
Sigríður Vigfúsdóttir var göfug,
svipmikil og sviphrein. Yfirbragð
allt var bjart og höfðinglegt. Hún,
eins og systkini hennar, setti svip á
umhverfi sitt og eftir þeim var tek-
ið. Að ýmsu leyti minntu þau á það
landslag, er þau vora í rauninni
hluti af. En Sigríði kynntist ég best
og þekkti hana lengst. Og það var
hún sem ég hitti oftast og hafði
mest samband við af þeirri stóra og
merku fjölskyldu. Frá henni geisl-
aði hjartahlýja og velvild. Myndar-
skapurinn fylgdi henni og það var
gaman að vera með henni á gleði-
stundum. En það var svo á hinn
bóginn uppbyggjandi og lærdóms-
ríkt að fylgjast með henni á erfiðum
sorgarstundum. Þá haggaðist hún
hvergi og veitti öðram ríkulega af
þeim mikla trúar- og bænastyrk er
var mjög einkennandi fyrir líf henn-
ar. Hún virtist aldrei þreytast á að
gera öðram gott. Trúarhugmyndir
hennar buðu henni að vera alltaf til-
búin til hjálpar öðrum. Hún var frá-
bærlega jákvæð manneskja.
Oft minnti framganga hennar og
stórbrotið fas á orðin hans Einars
Benediktssonar, sem nú má alveg
vitna í:
„Hér hvílir væn og göfúg grein
af gömlum sterkum hlyni,
hún lokaði augum hjartahrein
með hvarm mót sólarskini.
Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel
í vinskap, ætt og kynning.
Hún bar það hlýja, holla þel,
sem hveríur ekki úr minning“.
Sigríður Vigfúsdóttir var hrífandi
persónuleiki, sem maður hlakkaði
alltaf til að hitta. Hún var vel fróð
og gat t.d. lýst Kötlugosinu 1918
mjög skilmerkilega. Hin mikla
handavinna hennar bar vott um list-
ræna smekkvísi. Það sem hún gerði,
gerði hún vel. Það var aldrei hálfur
hugur, sem fylgdi verkum hennar,
heldur hugurinn allur. Þess vegna
var hún rausnarleg og heilsteypt.
Menn urðu ríkari af því að kynnast
henni og orðin hennar stóðu eins og
stafur á bók. Henni slapp aldrei
verk úr hendi og vinnan auðgaði
hana sjálfa svo mjög, að margir
lærðu af. Sannarlega naut hún þess
að taka vel á móti gestum sínum.
Og eitt fegursta einkennið hennar
var hjálpsemin og gott umtal um
aðra.
Ég og fjölskylda mín þökkum nú
þá lífsgæfu að fá að þekkja þessa
góðu konu og eiga hina sönnu vin-
áttu hennar. Við biðjum Guð að
blessa og styrkja þá, er sakna henn-
ar mest og henni þótti vænst um.
Veri hún svo sjálf ætíð umvafin
Guðs kærleika. Þannig kveðjum við
hana með söknuði og virðingu og
þessum orðum Steins Sigurðssonar:
Eg veit þú heim ert horfin nú,
og hafin þrautir yfir,
svo mæt og góð, svo trygg og trú,
svo látlaus, falslaus reyndist þú,
ég veit þú látin lifir.
Æskunni meó þér ég aldrei gleymi,
þar á ég efni í margan léttan brag.
Ég bið til Guðs, að þína sál hann geymi
og gæti hennar bæði nótt sem dag.
(LýðurÆgisson)
Elsku afi minn, þakka þér fyrir
allar góðu stundimar sem við áttum
saman, það verður skrýtið að heyra
þig ekki segja framar: „Þú ert nú
meiri jeppinn." Megi algóður guð
geyma þig um eilífð alla.
Þinn sonarsonur,
Jóhann Sigurður.
Séra Páll Pálsson,
Bergþórshvoli I.
SIGURÐUR KRISTJAN
GISS URARSON
Safnaðarstarf
Tómasarmessa í
Breiðholtskirkju
ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar
Tómasarmessur efnir til síðustu
Tómasarmessunnar á þessu vori í
Breiðholtskirkju í Mjódd í kvöld,
sunnudaginn 26. apríl, kl. 20.
Tómasarmessan hefur vakið at-
hygli í Norður-Evrópu á undan-
fómum áram og era slíkar messur
jafnan fjölsóttar og hefur svo
einnig verið hér. Heiti messunnar
er dregið af postulanum Tómasi,
sem ekki vildi trúa upprisu Drott-
ins nema hann fengi sjálfur að sjá
hann og þreifa á sáram hans og er
það megin markmið hennar að leit-
ast við að gera fólki auðveldara að
skynja návist Drottins, einkum í
máltíðinni sem hann stofnaði og í
fyrirbænaþjónustu og sálgæslu.
Tómasarmessan einkennist af fjöl-
breytilegum söng og tónlist og
virkri þátttöku leikmanna.
Fjórar Tómasarmessur hafa
þegar verið haldnar á liðnum vetri
og hafa vakið töluverða athygli og
hefjast þær væntanlega aftur í
haust.
Breytt hlutverk
kynjanna
HRÓBJARTUR Ámason guð-
fræðingur verður gestur í hjóna-
starfi Neskirkju í kvöld, sunnu-
dagskvöldið 26. apríl. Hann lagði
m.a. stund á fjölskyldufræði og
fullorðinsfræðslu í framhaldsnámi
sínu og hefur verið með fyrirlestra
og námstefnur um þessi mál. Yfir-
skrift fyrirlesturs Hróbjartar er
„Breytt hlutverk kynjanna".
Fundurinn er í safnaðarheimili
Neskirkju kl. 20.30 í kvöld og er
öllum opinn.
Áskirkja. Æskulýðsfélag mánu-
dagskvöld kl. 20.
Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf
mánudagskvöld kl. 20.30.
Digraneskirkja. Starf aldraðra á
þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, mat-
ur, helgistund.
Dómkirkjan. Kl. 11 bamasam-
koma í safnaðarheimilinu, Lækjar-
götu 14a.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í
hádegi á morgun, mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu
að stundinni lokinni.
Grensáskirlqa. Mæðramorgunn
mánudag kl. 10-12. Allar mæður
velkomnar með lítil böm sín.
Æskulýðsfélagið mánudagskvöld
kl. 20.
Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið
Örk kl. 20.
Neskirkja. Hjónastarf Neskirkju
kl. 20.30. Hróbjartur Ámason fjall-
ar um breytt hlutverk kynjanna.
allir velkomnir. Starf fyrir 10-12
ára böm mánudag kl. 16. For-
Legsteinar
í Lundi
SÓLSTEINAR
v/Nýbýlaveg
564 4566
eldramorgunn miðvikudag kl. 10-
12. Fræðsla: Geðsveiflur eftir fæð-
ingu.
Árbæjarkirkja. Starf fyrir 7-9 ára
stráka og stelpur kl. 13-14 í safnað-^
arheimili Árbæjarkirkju. Æsku-
lýðsfundur yngri deildar kl. 20-22 í
kvöld. Starf fyrir 10-12 ára stráka
og stelpur mánudag kl. 17-18. Allir
velkomnir. Félagsstarf aldraðra á
mánudögum kl. 13-15.30. Fótsnyrt-
ing á mánudögum. Pantanir í síma
557 4521.
Fella- og Hólakirkja. Bænastund
og fyrirbænir mánudaga kl. 18.
Tekið á móti bænaefnum í kirkj-
unni. Æskulýðsfélag unglinga á
mánudögum kl. 20.30. For-
eldramorgunn í safnaðarheimilinu^_
þriðjudag kl. 10-12.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í
kirkjunni alla daga frá kl. 9-17.
Kyrrðarstund mánudag kl. 12.
Altarisganga, fyrirbænir. Léttur
hádegisverður. Sorgarhópur á
mánudögum kl. 20 í umsjón prest-
anna.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag
Hjallakirkju kl. 20.30 fyrir ung-
linga 13-15 ára. Prédikunarklúbbur
presta er á þriðjudögum kl. 9.15-
10.30. Umsjón dr. Sigurjón Ámi
Eyjólfsson héraðsprestur.
Seljakirkja. Fundur KFUK mánu-
dag. Fyrir 6-9 ára stelpur kl. 17.15-
18.15 og fyrir 10-12 ára kl. 18.30--v
19.30. Mömmumorgnar á þriðju-
dögum kl. 10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús kl.
20-22 æskulýðsfél. 13-15 ára.
Keflavíkurkirkja. Barnasamkoma
kl. 11. Öllum bömum í Keflavík,
sem verða 5 ára á árinu (fædd
1993), er boðið til kirkju. Starfsfólk
sunnudagaskólans sér um sam-
komuna og færir bömunum bók að
gjöf frá söfnuðinum, Kata og Óli
fara í kirkju. Prestur sr. Sigfús B.
Ingvason.
Landakirkja, Vestm. Kl. 14 ein-
söngstónleikar í safnaðarheimilinu.
Ingveldur Ýr Jónsdóttir
messósópran og Guðmundur HN.
Guðjónsson, píanó. Kl. 20.30 popp-
messa. Hljómsveitirnar Prelátar
og Dee Seven leiða safnaðarsöng-
inn í léttri sveiflu. Á morgun,
mánudag, bænasamvera og biblíu-
lestur í KFUM & K húsinu kl.
20.30.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía:
Fjölskyldusamkoma kl. 16.30.
Krakkaklúbburinn sýnir söngleik-
inn Trúarhetjur.
2
I
I
|
5
1
2
I
I
|
5
V
Fersk blóm og
skreytingar
við öll tækifæri
Opið til kl.10 öll kvöld
Persónuleg þjónusta
Fákafeni 11, sími 568 9120
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla