Morgunblaðið - 04.06.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 04.06.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 27 FRÉTTIR Atvinnustjórnmálamenn sigra Los Angeles. Reuters. TVEIR atvinnustjórnmálamenn unnu í gær prófkjör beggja stóru flokkanna í Bandaríkjunum, demó- ki’ata og repúblikana, um tilnefn- ingu til ríkisstjóraefnis Kalifomíu. Par með höfnuðu kjósendur millj- ónamæringum, sem buðu sig fram og höfðu ekkert til sparað í auglýs- ingum í kosningabaráttunni. Gray Davis vann stærsta sigurinn Stærsti sigurvegarinn var demó- kratinn Gray Davis, sem annars hefur þótt aðsópslítill í hlutverki vararíkisstjóra Kaliforníu. Hann beið sigurorð af tveimur milljóna- mæringum, sem keppzt höfðu um að hljóta útnefningu Demókrata- flokksins til rfkisstjóraefnis. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hringdi í Davis úr forsetaflugvélinni til að óska honum til hamingju. Hann mun mæta repúblikanan- um Dan Lungren í ríkisstjórakosn- ingum í nóvember. Er því spáð að mjótt muni verða á mununum á milli þeirra. Lungren þykir harðari í horn að taka í kosningabaráttu en Davis, en búist er við því að demókratar reyni að útmála Lun- gren sem öfgamann og kosninga- baráttan muni verða hörð hug- myndafræðileg rimma milli flokka- fylkinganna tveggja. 2,7 milljarðar í kosninga- auglýsingar Stærsta ósigurinn beið milljóna- mæringurinn AI Checchi, sem er talinn hafa eytt um 38 milljónum dollara, um 2,7 milljörðum króna, í auglýsingaherferð fyrir prófkjörið. Mikill hluti þessa fjár fór í auglýs- ingar, þar sem Checchi réðst gegn öðrum milljónamæringi, þingmann- inum Jane Harman. Davis fékk 58% atkvæða en hinir auðugu andstæð- ingar hans tveir fengu um 20% hvor. Samtímis kjörinu á ríkisstjóra- efnum flokkanna fór fram kjör á öldungadeildarþingmannsefnum þeirra. Demókratinn Barbara Box- er vann auðveldlega endurútnefn- ingu, en hart var barizt um útnefn- ingu repúblikana. I þeim slag bar Matt Fong, sem fer með fjármál í stjórn Kaliforníuríkis, sigurorð af milljónamæringnum Darrell Issa. FRA USA (4KL€IN ...er glæsilegri og fullkomnari en nokkru sinni fyrr TREK 800 SPORT, KVENREIÐHJOL Ein af fjölmörgum gerðum fjallahjóla fyrir alla aldurshópa með ævilangri ábyrgð á stelli og gaffli. Öll varahluta- og verkstæðisþjónusta ORNINNL ALLAR GÖTUR SÍÐAN 1925 SKEIFUNN111, SÍMI 588-9890 Helstu útsölustaöir: Örninn Reykjavlk, Hjóliö v/Eiöistorg Seltjarnarnesi, Músik og Sport Hafnarfirði, Stapafell Keflavík, Pípó Akranesi, Olíufélag útvegsmanna ísafiröi, Hegri Sauðárkróki, Sportver Akureyri, KÞ Húsavík, Króm & Hvítt Höfn, Klakkur Vík, Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum, Birgir Oddsteinssson Hveragerði, Hjólabær Selfossi. LACOSTE og liturinn þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.