Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 27 FRÉTTIR Atvinnustjórnmálamenn sigra Los Angeles. Reuters. TVEIR atvinnustjórnmálamenn unnu í gær prófkjör beggja stóru flokkanna í Bandaríkjunum, demó- ki’ata og repúblikana, um tilnefn- ingu til ríkisstjóraefnis Kalifomíu. Par með höfnuðu kjósendur millj- ónamæringum, sem buðu sig fram og höfðu ekkert til sparað í auglýs- ingum í kosningabaráttunni. Gray Davis vann stærsta sigurinn Stærsti sigurvegarinn var demó- kratinn Gray Davis, sem annars hefur þótt aðsópslítill í hlutverki vararíkisstjóra Kaliforníu. Hann beið sigurorð af tveimur milljóna- mæringum, sem keppzt höfðu um að hljóta útnefningu Demókrata- flokksins til rfkisstjóraefnis. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hringdi í Davis úr forsetaflugvélinni til að óska honum til hamingju. Hann mun mæta repúblikanan- um Dan Lungren í ríkisstjórakosn- ingum í nóvember. Er því spáð að mjótt muni verða á mununum á milli þeirra. Lungren þykir harðari í horn að taka í kosningabaráttu en Davis, en búist er við því að demókratar reyni að útmála Lun- gren sem öfgamann og kosninga- baráttan muni verða hörð hug- myndafræðileg rimma milli flokka- fylkinganna tveggja. 2,7 milljarðar í kosninga- auglýsingar Stærsta ósigurinn beið milljóna- mæringurinn AI Checchi, sem er talinn hafa eytt um 38 milljónum dollara, um 2,7 milljörðum króna, í auglýsingaherferð fyrir prófkjörið. Mikill hluti þessa fjár fór í auglýs- ingar, þar sem Checchi réðst gegn öðrum milljónamæringi, þingmann- inum Jane Harman. Davis fékk 58% atkvæða en hinir auðugu andstæð- ingar hans tveir fengu um 20% hvor. Samtímis kjörinu á ríkisstjóra- efnum flokkanna fór fram kjör á öldungadeildarþingmannsefnum þeirra. Demókratinn Barbara Box- er vann auðveldlega endurútnefn- ingu, en hart var barizt um útnefn- ingu repúblikana. I þeim slag bar Matt Fong, sem fer með fjármál í stjórn Kaliforníuríkis, sigurorð af milljónamæringnum Darrell Issa. FRA USA (4KL€IN ...er glæsilegri og fullkomnari en nokkru sinni fyrr TREK 800 SPORT, KVENREIÐHJOL Ein af fjölmörgum gerðum fjallahjóla fyrir alla aldurshópa með ævilangri ábyrgð á stelli og gaffli. Öll varahluta- og verkstæðisþjónusta ORNINNL ALLAR GÖTUR SÍÐAN 1925 SKEIFUNN111, SÍMI 588-9890 Helstu útsölustaöir: Örninn Reykjavlk, Hjóliö v/Eiöistorg Seltjarnarnesi, Músik og Sport Hafnarfirði, Stapafell Keflavík, Pípó Akranesi, Olíufélag útvegsmanna ísafiröi, Hegri Sauðárkróki, Sportver Akureyri, KÞ Húsavík, Króm & Hvítt Höfn, Klakkur Vík, Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum, Birgir Oddsteinssson Hveragerði, Hjólabær Selfossi. LACOSTE og liturinn þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.