Morgunblaðið - 04.06.1998, Page 31

Morgunblaðið - 04.06.1998, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 31 A Kvcnnaráögjöfin dómsmálakerfið hafi að þessu leyti verið gjörsamlega í lamasessi. Svemr segist ekki neita því að bankinn hafi sjálfur borið mesta ábyrgð á því hvernig fór. Hann hafi tekið þessi fyiirtæki í við- skipti, ekki fylgst nægilega vel með gangi mála í atvinnugreininni og haldið áfram að lána út á fóður þótt kvikindin sem fóðra ætti væru öll löngu dauð. „Það var alveg með ódæmum hve bankinn hafði haft slakan tauminn í þessu falli, meðal annars gefið veðleyfi sitt á hvað til ann- arra sjóða hvort heldur það var Framkvæmdasjóður eða Fisk- veiðasjóður. I stuttu máli ekkert vit af bankans hálfu og á hinum endanum voru framkvæmdamenn- irnir sem ruddust um fyrirhyggju- laust í þessum efnum. Það var ekki skemmtilegt fyrir áhugamann í fiskeldi að þurfa að framkvæma þetta, en hjá því varð ekki komist. Því fyi’r, því betra. Þá var hægt að sporna við enn meira stórtapi á at- vinnugreininni." Sjálfsnám í loðkvikindum Loðdýraæðið, að ala minka og önnur loðkvikindi, var ekki ólíkt fiskeldisæðinu, að sögn Sverris. Þar var einnig anað af stað án nægilegrar þekkingar. „Eg er al- veg sannfærður um að ef við hefð- um leitað okkur nægilegrar þekk- ingar í löndunum hér næst okkur, eins og í Danmörku og Finnlandi, á því hvernig á átti að halda í upp- hafi, þá hefði farið allt á annan veg en fór. Hér æddu menn til og þótt- ust hafa vísindin í sér sjálfir. Hrá- efni er hér betra en nokkurs stað- ar annars staðar í boði. Úrgang til sjávarins, sem er aðalfæða þessara kvikinda, er hægt að fá á verði hér sem er brot af því sem þeir þurfa að búa við til dæmis í Danmörku. Ég hitti úti á Jótlandi minka- bónda. Hann fór með ströndinni og keypti afla af smábátum, sem voru á lúruveiðum eða kolaveiðum, og eins og hann sagði á margföldu verði miðað við það sem Islending- urinn gæti orðið sér út um hér á landi. Margfóldu verði. Ég man hvað mér rann það til rifja að hann taldi íslendingana heimska menn í þessum sökum, að þeir skyldu ekki leita sér ráðgjafar um hvaðeina sem að þessu laut. Hann sagði: Eldi minka er vísindaverk. Það er svo annað mál að í þessu er mikil sveifla, eins og hefur sýnt sig á loð- dýramörkuðum heims. En allt að einu, hér komu upp sjúkdómar og hér kunnu menn ekki til verka. Það var meginástæða þess hvernig fór.“ Slakir rekstrarmenn Sverrir segir fjarri því að Lands- bankinn hafi tapað einhverju við- líka á loðdýi'um og tapaðist í fisk- eldinu, tapið hafi samt verið tilfinn- anlegt. „Það verður því miður að segjast eins og er að Islendingurinn hefur verið afskaplega slakur við að reka fyrirtæki. Göslari. Hugurinn hefur borið hann hálfa leið og stundum alla, án þess að hann gáði að því sem nauðsyn var til að ná tökum á viðfangsefninu. Þegar ég kom að Framkvæmda- stofnun ríkisins 1975 stóðu fisk- verkendur og útgerðarmenn í röð- um að biðja um lán. Bankinn sagði þeim að hlaupareikningurinn stæði svo illa að þeir þyrftu að fá lán á gjafakjörum, eins og þá voru í Byggðasjóði. Þeir þurftu á öllu öðru heldur að halda en peningum. Þeh- þurftu þekkingu á því sem þeir voru með handa í milli - kunn- áttu í rekstrinum. Þeir kunnu ekki einu sinni fyi-ir sér í bókhaldi, vissu ekkert hvemig rekstrinum leið. Ekkert! Ég fullyrði að þá voru teljandi á fingrum beggja handa þau fyrir- tæki í fiskiðnaði, sem rekin voru af viti og þekkingu. Þetta hefur alveg gerbreyst. A þessum árum síðan 1975 hafa menn sprett úr spori og meiri bylting orðið í rekstrarhæfni íslendingsins en var á öllum bú- skaparárum þjóðarinnar í landinu þar á undan. Menn gerðu sér grein fyrir því að þeir urðu að þekkja alla þætti framleiðslunnar, hvað eina sem að henni laut, og söluna líka. Hér voru menn þess fullvissir að það væri galdurinn að framleiða og gerðu sér enga grein fyrir því að vegferðin hlaut að enda með því að varan væri söluhæf fyrir nægjan- legt verð fyrh' framleiðslukostnaði. Þetta er harður dómur, en hann er bara blákaldur sannleikur." Ókeypis lösfræöi- 03 félagsráögjöf fyrir konur á þriöjudagskvöldum kl. 20.00-22.00 og á fimmtudögum kl. 14.00-16.00. Ókeypis námskeið fyrir konur sem eru að skilja eða slíta sambúð Hlaövarpinn, Vesturgata 3, sími 552 1500. __________________________________________________J AÐEINS í NOKKRA DAGA Lagerútsala á Reebok vörum í MAX-húsinu við hliðina á Hagkaup, Skeiffunni Elizabeth Arden Kynning í dag, fostu- dag og Íaugardag á nýju vorlitunum ásamt fleiri nýjungum. Spennandi tilboð. crtrtrr u H Y >u yrci vöruverjlun Kringlunni, sími 533 4533 VAIMDAÐIR, VIÐURKENIMDIR ÍÞRÓTTASKÓR ÁSAMT FATNAÐI FRÁ Reebok Á MJÖG LÁGU VERÐI Opið mánudag-föstudag frá kl. 12-19. Laugardag og sunnudag frá kl. 12-16. RGGbOk Æk Heildverslunin Otur ehf. VERIÐ VELKOMIN www.mbl.is Miðasalajfj Bankastræti 2. Síml 5528588. Opið frá 8. 30 - 19 og í Háskólabíói klukkutíma fyrir tónleika Einstæðir tónleikar á lokahelgi Listahátíðar í Reykjavík Sinfóníuhljómsveit Islands Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier Einleikari á fiólu: Viviane Hagner Háskólabíói fö. 5. júní kl. 20 Efnisskrá: Gabriel Fauré: Pelléas et Mélisande Alban Berg: Fiðlukonsert „A ta mémoire d'un ange“ Maurice Ravet: Gæsamamma, svíta Paul Hindemith: Sinfónískar myndbreytingar Einstakt tækifæri tit að hlýða á Sinfóníuhljómsveit ístands leika undir stjóm hins heimsþekkta franska hljómsveitarstjóra Yan Pascal Tortetier, sem er er aóalstjórnandi BBC Philharmonic. „Kostir hljómsveitarstjórnans Yan Pascal Tortelier sem tútkanda eru einstakir" (The Independent) Fiðtuleikarinn Viviane Hagner hefur verið eftirsóttur einleikari með virtum hljómsveitum hljómsveitarstjórum frá því hún lék einleik á fiðlu með fítharmóníuhljómsveit Hamborgar undir stjórn Gerd Albrechts aöeins þrettán ára. Nú tæpum níu árum síóar stendur hún á hátindi ferilsins. Á síðustu Listahátíó í Berlín lék hún einleik með Staatskapelle Berlin undir stjórn Daniels Barenboims. Franska sendiráðið styrkti komu Yan Pascal Tortelier á Listahátíó. í REYKJAVÍ!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.