Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 83
„UM ALLT sem ég geri er að-
eins eitt á hreinu og það eru sí-
felldar breylingar," hefur DJ T-
ina, öðru nafni Ina Wudtke, lát-
ið hafa eftir sér um „fagur-
fræðilegar viðleitnir" sínar. I
kvöld, Hmmtudagskvöldið 4.
júní, stendur hún fyrir marg-
miðlunargjörningi í Nýlista-
safninu í félagi við Ulf Freyhof.
Gjörningar þessir sem eru sam-
bland af orðum, myndum og
hljóði, verða tveir og hefst sá
fyrri kl. 21 og seinni kl. 24. Að
því loknu mun Egill Sæbjörns-
son fremja gjörning. Atburður-
inn er liður í sýningu art.is á
Flögðum og fögrum skinnum.
Ina Wudtke og Ulf Freyhof
koma frá Hamborg og hafa
bæði lokið myndlistarnámi við
LISTIR
Margmiðlun-
argjörningur
í Nýlista-
safninu
listaháskóla borgarinnar, Hfbk.
Ina starfrækir í samvinnu við
tvo aðra listamenn margmiðl-
unarfyrirtækið NEID sem hefur
staðið fyrir íjölbreytilegum
uppákomum alþjóðlegra lista-
manna. Hún kennir sig við
DATA-DJ, gagnaskífuþeyti, og
segist vera „listblandari" að at-
vinnu.
Ulf Freyhof er vídeólistamað-
ur sem hefur gert margvíslegar
tilraunir með beinar sjónvarps-
útsendingar á netinu. Hann
kennir við fjöltæknideild lista-
háskólans í Hamborg. Um sam-
vinnu sína við Ulf og þýska ljóð-
skáldið Inu Kurz, sem staðið
hefur frá si'ðasta ári, segir Ina
að þau séu að vinna að breyt-
ingum á þýskri tungu. Þau
blanda kryddaðri ensku saman
við ásamt öðrum tungumálum,
tengja málið við hljóð og sýn,
taka sýnishorn úr því og hnýta í
lykkjur, tengja svo saman á nýj-
an leik ... „Þetta viljum við gera
„á staðnum“ því að það fram-
kallar geggjaðan stfl, Style
Wars, sem er í sífelldri þróun
og kemur aldrei tvisvar eins
út.“
Fyrirlestur um
„heilsu-ferðamennsku“
Ungverski læknirinn dr. István Fluck, sem er yfirmaður
stærstu bað- og heilsustofnana Ungverjalands flytur
fyrirlestur í þingsal 1 í Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 4.
júní kl. 16.00. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og
nefnist: „The history af spa treatments in Hungary and
their role in health insurance services and health turism".
Fyrirlesturinn er fluttur í samvinnu við Reykjavíkurborg
og Ferðamálaráð.
NLFÍ og Heilsustofnun NLFÍ
Fimmtudagur
BORGARLEIKHÚSIÐ: ís-
lenski dansflokkurinn. Bal-
lettar eftir Jirí Kylíán, Jorma
Uotinen og Jochen Ulrich, kl.
20.
Raðganga: Skipulag og
húsagerð í Reykjavík á 20. öld.
Frá Breiðholtskóla kl. 20.
(Rúta frá Iðnó kl. 19.30.)
Klúbbur Lista-
hátíðar, Iðnó
Fimmtudagur
Yan Pascal Tortelir aðal-
hljómsveitarstjóri BBC-Phil-
harmonic, er gestur klúbbsins
kl. 17.
Flamingódansmærin Ga-
briela Gutarr dansar flaming-
ódansa, þjóðdansa og sígilda
spænska dansa kl. 22.30.
Málverka-
sýning á
Hellissandi
BJARNI Jónsson listmálari opn-
ar sýningu í grunnskólanum á
Hellissandi 5.-7. júní. Myndirnar
sýna m.a. líf og
störf til lands og
sjávar fyrr á
tímum.
Bjarni teikn-
aði í ritverkið
Islenskir sjávar-
hættir og fjölda
annarra bóka og
tímarita. Bjarni
hefur haldið
margar sýning-
ar víða um land og tekið þátt í
samsýningum erlendis. Nýlega
gerði hann teikningar að minnis-
merki um breska sjómenn sem
reist verður að Hnjóti í Örlygs-
höfn.
Sýningin verður opin föstudag
5. júní kl. 20-22 og laugardag 6.
júní og sunnudaginn 7. júní kl.
14-22. Aðgangur að sýningunni
er ókeypis.
Bjarni
Jónsson
Gular
melónur
Alltaf'ferskt... Select
SUMAR-.
BLAÐIÐ!.
OGHEYRT