Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 1

Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 1
104 SIÐUR B/C/D/E 137. TBL. 86. ÁRG. Kjöt gert meyrt með sprengingu BANDARÍSKIR vísindamenn hafa þróað nýja aðferð til að gera kjöt meyrt - með öflugri sprengingu. Beinlaust kjöt í loft- tæmdum umbúðum er þá sett í stáltank, sem er hálffullur af vatni, og sprengiefni er komið fyrir í ákveðinni fjarlægö frá matvælunum. Sprengingin veldur högg- bylgjum sem fara hraðar en hljóðið í gegnum kjötið, en það er að mestum hluta vatn. Kjötið verður þannig meyrt strax án þess að bragð, safi, litur eða lykt þess breytist. Bandaríski kjarnorkufræðingurinn John Long fann þessa aðferð upp og vís- indamenn hafa unnið að því í fimm ár að bæta hana. í fyrstu tilraununum var tank- urinn ekki nógu sterkur, þannig að kjötið feyktist langt í burtu og tína þurfti það upp á næstu fjöllum. Vísindamennirnir hafa hannað nýjan tank, sem getur unnið um 300 kg af kjöti í einu, og búist er við að bandaríska mat- vælaeftirlitið samþykki að hann verði settur á markaðinn. Þykkt stálsins er 7,5 cm og lokið er svo þungt að nota þarf krana til að setja það á tankinn. Sprengiefnið er blanda af ammon- íumnítrít og niturmetani sem gufar upp og skilur ekki eftir neinar leifar. Aðeins tekur fímm mínútur að undir- búa hveija sprengingu og sprengitankur- inn getur afkastað 75 tonnum af kjöti á dag. Aætlað er að kostnaðurinn nemi and- virði tæpra 10 króna á kílóið en á móti kemur að geymslukostnaður kjötvinnslu- fyrirtækjanna minnkar þar sem ekki þarf að geyma eins mikið af kjöti til að það verði meyrt. Sjömenn gera að- súg að ráðherrum Vancouver. Reuters. SJÓMENN á Nýfundnalandi gerðu aðsúg að ráðherrum kanadísku stjórnarinnar í fyrradag þegar þeir tilkynntu nýja fjár- hagsaðstoð við sjómenn og fískvinnslu- fólk vegna banns við þorskveiðum frá 1992. Ráðherrarnir sögðu að stjómin hygðist verja 730 milljónum kanadískra dollara, andvirði 35 milljarða króna, til að hjálpa fólki, sem missti atvinnuna vegna þorsk- veiðibannsins, að finna ný störf til fram- búðar þar sem ljóst væri að það myndi taka áratugi að byggja upp þorskstofnana. Sjómennirnir sögðu að þessi aðstoð dygði ekki og sátu fyrir ráðherrunum þegar þeir skýrðu frá áformunum á blaðamannafundi í St. John’s á Nýfundna- landi. Lögreglan þurfti að fylgja ráðherr- unum frá fundarstaðnum. Hróp voru einnig gerð að ráðherrunum síðar um daginn þegar þeir tilkynntu áform um aðstoð við sjómenn vegna tak- markana á laxveiðum í Kyrrahafi. Sú að- stoð á að nema 400 milljónum kanadískra dala, tæpum 20 milljörðum króna. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS S Morgunblaðið/RAX Á siglingu við Flatey Stækkun Jerúsalem Fjármálavandi Asíu ræddur á fundi í Tókýó Lofa samstarfi í gjaldeyrismálum Tókýó. Reuters. HÁTTSETTIR embættismenn frá sjö helstu iðnríkjum heims og ellefu Asíuríkjum komu saman í Tókýó í gær og fögnuðu kaupum seðlabanka Bandaríkjanna og Japans á jen- um til að styrkja japanska gjaldmiðilinn. Þeir lofuðu einnig „viðeigandi" samstarfí á gjald- eyrismörkuðum til að koma í veg fyrir nýja hrinu gengisfellinga sem gæti magnað fjár- málakreppuna í Asíu. Embættismennirnir sögðu einnig að brýnt væri að gera róttækar breytingar á fjár- málakerfínu í Japan og blása nýju lífi í efna- hag landsins. „Það er bráðnauðsynlegt fyrir Japan, efnahag Asíu, einkum þeirra ríkja sem eiga undir högg að sækja vegna umróts á fjármálamörkuðum, og efnahag alls heims- ins, að Japanir komi bankakerfinu aftur í heilbrigt horf, nái fram hagvexti með því að auka neysluna heima fyrir og opni markaði sína,“ sagði í yfirlýsingu embættismann- anna. Þeir fögnuðu einnig loforðum stjómarinn- ar í Japan um að stokka upp í fjármálakerf- inu, grípa strax til aðgerða til að örva efna- haginn og bæta skattkerfið. Þeir létu í ljós ánægju með yfirlýsingar Kínverja um að þeir væru staðráðnir í að lækka ekki gengi kín- verska gjaldmiðilsins og sögðu það „mikil- vægt framlag til að tryggja jafnvægi í fjár- málum þessa heimshluta". Aðstoðarseðlabankastjóri Kina, sem sat fundinn, sagði að íhlutun seðlabanka Bandaríkjanna og Japans á miðvikudag hefði borið góðan árangur og kvaðst vona að þeir héldu áfram aðgerðum sínum til að styrkja jenið. ■ Gömul tugga?/6 motmælt Jerúsalem. Reuters. ISRAELAR svöruðu í gær harðri gagnrýni Bandaríkjastjórnar vegna áforma þeirra um að færa borgarmörk Jerúsalem í vestur og sögðust aðeins vilja stækka borgina af efna- hagslegum ástæðum. Embættismenn í Washington sögðu að Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefði hringt í Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, til að mótmæla áformunum og lýst þeim sem ögrun við Palest- ínumenn. Að sögn útvarps ísraelska hersins kvaðst Albright telja að ekki yrði hægt að hefja friðarviðræður ísraela og Palestínu- manna að nýju ef Netanyahu félli ekki frá áformunum um stækkun Jerúsalemborgar. „Stækkunin byggist aðeins á efnahagsleg- um sjónarmiðum og markmiðið er að auka tekjur borgarinnar,“ sagði talsmaður Net- anyahus, sem tilkynnti áformin á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að borgarmörkin verði færð vestur fyrir nálæga bæi í Israel og nokkrar byggðir á Vesturbakkanum. Palest- ínumenn hafa mótmælt áformunum harðlega. Hvar er laxinn? VZDSKIPTI/ATVINNULIF ÁSUNNUDEQI Brautryðjendur í hátæknibúnaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.