Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 8

Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 8
8 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ lagast ekkert við nýju pilluna, læknir. Hann hefur bara einum limi meira til að sprikla og sparka með. Tók há- skólapróf eftir 64 ára hlé Morgunblaðið/Þorkell SIGURÐUR Sigmundsson fyrrverandi bóndi á Hvítárholti. „Spænska er eitt mesta tungumál heims.“ SIGURÐUR Sigmundsson, 83 ára gamall fyrrverandi bóndi að Hvít- árholti í Hrunamannahreppi sem nú er búsettur á Flúðum, gekkst undir alþjóðlegt próf í spænsku í maí síðastliðnum. Sigurður, sem hefur lagt stund á sjálfsnám í spænsku í 50 ár og samdi fyrstu og einu Spænsk-íslensku, Islensk- spænsku orðabókina, segir að sór hafí gengið þokkalega í prófínu en niðurstöður úr því verða ekki ljós- ar fyrr en í næsta mánuði. Prófið, sem nú er haldið tvisvar á ári hér á íslandi á vegum menn- ingarmálastofnunar Spánar og há- skólans í Salamanca, er ætlað þeim sem hafa yfir góðri kunnáttu í málinu að ráða, til dæmis fólki sem hefur verið búsett í spænskumæl- andi löndum, en Iangar að öðlast formlega viðurkenningu á kunn- áttu sinni. Sigurður segist í samtali við Morgunblaðið hafa ákveðið að sækja um að fá að taka prófið eftir að hafa séð það auglýst í Morgun- blaðinu. „Ég hætti síðan við að taka prófið en þá hringir Margrét Jónsdóttir lektor í mig og eggjar mig að koma nú með. Þá lét ég til leiðast," sagði Sigurður. Hann segist tvisvar hafa komið til Spánar og hafí þá rætt við inn- fædda á spænsku. „Þegar ég kom þangað talaði ég málið eingöngu lært af bókum.“ Orðabók Siguröar er notuð til kennslu hér á landi. Hann ákvað á sínum tfma að ráðast í að semja bókina til að hjálpa sjálfum sér við námið. Sigurður segist einkum hafa tekið prófið sér til gamans. 64 ár eru síðan Sigurður settist síðast niður til próftöku, þá á bændaskól- anum á Hólum þar sem Sigurður stundaði nám. Breytingar hafa orðið nokkrar í próftöku frá 1934 og til dæmis þurfti hann leiðbein- ingar um hvernig fylla bæri út krossapróf. Um ástæðu þess að hann ákvað á sínum tfma að nema spænsku segir hann að málið sé eitt mesta tungumál heims. „íslendingar þekkja lítið til þessarar miklu heimstungu enda fer ástundun hennar hraðvaxandi út um allan heim. Þetta er annað mesta tungu- mál heims og á það er skrifað frægasta ritverk heimsbókmennt- anna, Don Kíkóti eftir Cervantes." |p»PP ****, | FFIHLAÐBO FRÁ KL. 14-17 UPPSELT I MATARHLAÐB Sunnudagar fyrir fjölskylduna Við tileinkum fjölskyldunni alla sunnudaga í sumar, með kaffi- og matarhlaðborði. LIFANDI TÚNLIST. KAFFIHLAÐBORÐ FRÁ KL. 14-17. UPPSELT í MATARHLADBORÐIÐ í DAG. flfmæli á sunnudögum Kaffihlaðborðið á sunnudögum er tilvalið fyrir afmælisveislur. TILBOÐ FYRIR HÚPA. ö,„ur b. úi,.s,o„ leikur á píanó og harmónikku fyrir gesti. Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935 Hueradölum, 110 Reykjavík, borðapantanir 5G7-2020 Tengsl Islands og Suður-Afríku Islenzkir ferðamenn undanþegnir vegabréfsáritun Stephen Pandula Gawe NÚ ÞURFA ís- lenzkir ríkisborg- arar ekki að verða sér úti um vegabréfsárit- un vilji þeir heimsækja Suður-Afríku. Að Islend- ingar skuli fá að njóta þessara réttinda er að mati sendiherra Suður- Afríku á Islandi með að- setur í Ósló, Stephen P. Gawe, til merkis um góð og batnandi samskipti landanna. „Samskipti landanna eru í mjög góðum far- vegi, að mínu mati,“ seg- ir Gawe. „En það sem mér er sönn ánægja að geta tilkynnt Islending- um er sú ákvörðun stjórnvalda í Suður-Af- ríku að veita íslenzkum ríkisborgurum undan- þágu frá þeirri skyldu að verða sér úti um vegabréfsárit- un, vilji þeir heipsækja landið. Þetta setur Island í sérútval- inn hóp ríkja sem nýtur þessara réttinda. I ljósi þess að Islend- ingar þurftu að sækja vegabréfa- áritanir út fyrir landsteinana er ég hæstánægður með að þeir ís- lendingar sem vilja ferðast til S- Afríku skuli losna við þessa fyr- irhöfn." - Vegabréfsáritunarskylda hafði verið afnumin fyrr fyrir önnur Evrópulönd. Hverju sætir það? „Það er að vísu rétt, en nú má segja að Island njóti meiri sér- réttindastöðu en sum þessara landa, þar sem íslenzkir ríkis- borgarar fá áritun til þriggja mánaða en í flestum tilvikum fá aðrir aðeins áritun til eins mán- aðar.“ - Hvað um samninga S-Afríku og Evrópusambandsins? Vonir höfðu verið bundnar við að loks væri hægt að undirrita víðtækan viðskiptasamning, sem lengi hef- ur verið í undirbúningi, á leið- togafundi ESB fyrr í vikunni, en það gerðist ekki. Hvað stendur í vegi fyrir þessum samningum ? „Samningarnir við ESB hafa tekið ógnarlangan tíma. Það er einn af kostunum sem prýðir land eins og ísland, að það gerir milliríkjasamninga sína með hreinum tvíhliða viðræðum. Þetta auðveldar mjög samninga við landið í samanburði við Evr- ópusambandið, þar sem viðræð- ur um slíka samninga eru mjög flóknar marghliða viðræður. Og í þessum marg- hliða viðræðum þarf að taka tillit til fjöl- margra tvíhliða þátta [þar sem ESB semur fyrir hönd 15 ríkja]. Þar sem marghliða viðræður koma við sögu í sam- skiptum Suður-Afríku við fsland og Noreg er fjallað um allt ann- ars konar mál en þau sem tekizt er á um í samningunum við ESB, það er friðarmál og fleira sem rætt er á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Það sem okkur virðist vera vandinn í samningunum við ESB er að sum ESB-löndin eru ekki tilbúin til að leyfa hindrunariaus- an markaðsaðgang fyrir vörur sem við framleiðum hagkvæmar en gert er í Evrópu, svo sem ávexti og vín.“ - Hvað um þróun mála í Suð- ur-Afríku sjálfri? Er starf Sann- leiks- og sáttanefndarinnar svokölluðu farið að skila árangri? „Sannleiks- og sáttanefndin er sér-suður-afrísk stofnun, sem ► Stephen Pandula Gawe er sextugur, fæddur í Kingwilli- amstown í S-Afríku. Hann tók B.A.-próf í ensku og stjórn- málafræði frá Háskóla Suður- Afríku 1963 og bætti við B.A.- gráðu í stjórnmálafræði, heim- speki og hagfræði frá Oxford- háskóla 1966, og M.A.-gráðu frá sama skóla 1973. 1971-1986 starfaði Gawe sem unglinga- og félagsráðgjafi fyrir Oxford- borg og héraðsstjóm Hamps- hire, og 1987-1990 sem fullorð- insfræðslufulltrúi Hampshire. 1991 var Gawe skipaður æðsti fulltrúi Afríska þjóðarráðsins, ANC, í Bretlandi og á Itah'u. Þessu hlutverki gegndi hann til 1994, þegar hann tók til starfa í utanríkisþjónustu S-Afríku. Hann hefur verið sendiherra S- Afríku á Islandi með aðsetur í Ósló frá þvi' í febrúar 1996, en hann hefur verið sendiherra lands síns í Noregi frá því í apr- íl 1994. ætlað er að ná tveimur takmörk- um, sem virðast ósamræmanleg. Annars vegar að leiða liðna at- burði [frá dögum aðskilnaðar- stefnunnar] fram í dagsljósið og hins vegar að ná vissum sáttum milli mismunandi fylkinga innan þjóðfélagsins, sem áður stóðu fjandsamlegar andspænis hver annarri. Sá árangur sem náðst hefur með starfi nefndarinnar tel ég að sé hægt að rekja að miklu leyti til persónu Desmonds Tutu erki- biskups, formanns hennar [friðarverð- launahafa Nóbels]. Honum hefur reyndar verið boðið að taka þátt í kristnihaldsaf- mælishátíðinni á Þing- völlum árið 2000, og það væri mér sönn ánægja ef hann getur þekkzt það boð. Stóran þátt í árangrinum eiga líka þeir einstaklingar, sem kom- ið hafa fram fyrir nefndinni og sagt skilmerkilega frá liðnum at- burðum og leitað fyrirgefningar samborgara sinna. - Spillir það að þínu mati starfí Sannleiksnefndarinnar að Piet Botha, fyrrverandi forseti í stjórnartíð hvíta minnihlutans í landinu, skyldi hunza boð um að mæta fyrir nefndinni? „Það er mjög óheppilegt, að Botha skyldi ekki mæta fyrir nefndinni. Hann er einn af lykil- mönnunum í uppgjörinu við að- skilnaðarstefnuna. Vitnisburður Bothas hefði verið mjög þýðing- armikið skref í þessu uppgjöri. Desmond Tutu boðið til kristnihalds- hátíðar á Þingvöllum árið 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.