Morgunblaðið - 21.06.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.06.1998, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ Morgunblaðið/Golli Eftir þrjár vikur verða Hvalfjarðargöngin opnuð almenningi, en hversu örugg eru þau? Standast þau stóra jarðskjálfta? Hvað gerist, ef eldur kviknar? Hildur Frið- riksdóttir hafði mestar áhyggjur af jarð- skjálftunum, en komst að því eftir að hafa lesið skýrslur og rætt við sérfræðinga, að líklega stafar meiri hætta af ölvuðum bíl- stjórum og hraðakstri. Björn A. Sigurður Páll Harðarson Erlingsson Halldörsson IJARÐSKJÁLFTUM fínnst fólki mun verri tilhugsun að vera í lokuðu rými eins og jarðgöngum en á opnu svæði eins og á bni, þrátt fyrir að reynslan sýni að göngin séu í flestum tilvikum öruggari. Margir hafa nefnt að þeir muni alls ekki fara Hvalfjarðargöngin þegar þau verða opnuð og bendir allt til að konur séu sýnu hræddari en karlmenn. Björn A. Harðarson eftir- litsverkfræðingur Hvalfjarðai-- ganganna segir að í hópi þeirra, sem komið hafa og skoðað göngin, sýni konur mun meiri efasemdir en karlar. Sömu niðurstöður komu fram í danskri könnun sem gerð var vegna Stórabeltisbrúarinnar nýverið. „Mín reynsla er sú, að eftir að fólk hefur farið í gegnum Hvalfjarðargöngin einu sinni hefur það sannfærst um að þau séu nægilega örugg. Og sú martröð sem einhverjir kunna að lifa við, að stórt gat myndist og Atlantshafíð flæði inn, verður ekki að veruleika. Það er algjörlega útilokað," segir Björn. Skemmdirnar urðu ofanjarðar Til eru mýmörg dæmi um gífurlega eyðileggingu ofanjarðar í stórum jarðskjálftum eins og í Kobe, Kyoto og Osaka í Japan, þar sem nánast engra skemmda varð vart í göngum í bergi eða öðrum sambærilegum mannvirkjum neðanjarðar. I Kobe eru þó mjög mörg neðanjarðarmannvirki bæði sem hluti af samgöngu- og lestakerfí, auk þess sem þar eru námugöng og stór verslunarmiðstöð. Sömuleiðis má nefna, að í jarðskjálftunum í San Francisco 1989 hrundu brýr og vegir rofnuðu, en lestargöngin hreyfðust ekki undir San Francisco-flóanum. Þau göng eru ekki í bergi eins og dæmin frá Japan heldur eru þau smíðuð á þurru landi og var sökkt ofan í flóann á sínum tíma. Sigurður Erlingsson prófessor í jarðtækniverkfræði við Háskóla Islands var fenginn sem óháðui- aðili til að meta áhrif jarðskjálfta á jarðgöng með tilliti til Hvalfjarðarganganna. I skýrslu hans kemur fram, að sú reynsla sem til er í heiminum af mannvirkjum í bergi sýnir, að almennt standast þau jarðskjálfta mjög vel. Hann vísar meðal annars í niðurstöður erlendra fræðimanna. Þeir byggðu rannsókn sína á 192 skýrslum sem gerðar höfðu verið um áhrif 85 jarðskjálfta á jarðgöng víðs vegar í heiminum. Þar kemur fram, að mest hætta er á skemmdum í jarðgöngum á litlu dýpi. Mun minni skemmdir verða þar sem bergþekjan fyrir ofan gangaloftið er 50 metrar eða meira og engra alvarlegra skemmda verður vart þegar bergþekjan er meira en 300 metrar. Niðurstöðumar sýndu einnig, að mestar skemmdir urðu í jarðgöngum í setbergi. Ef skemmdir urðu komu þær fyrú- í öllum tegundum styrkinga þannig að ekki var hægt að draga ályktun um að einhver styrkingategund væri annarri fremri. Þá kom í ljós, að skemmdir aukast eftir því sem jarðskjálftar eru öflugri og eftir því sem upptök skjálfta eru nær mannvirki. Þeir sem lánuðu sannfærðust Að mati Björns A. Harðarsonar hefur verið mjög vel staðið að undirbúningi Hvalfjarðarganganna og miklar rannsóknir og kannanir verið gerðar á mögulegum áhrifum jarðskjálftanna á mannvirkið. „Það var hægt að sannfæra einkafyrirtæki bæði hér á landi og erlendis um að lána 4,5 milljarða króna til framkvæmdanna, þannig að rökin um lágmarkshættu hljóta að hafa verið mjög góð,“ segir hann. Hann bætir við, að í hlutarins eðli liggi, að göng séu öruggari en yfirborð jarðar. „Yið yfirborð magnast jarðskjálftabylgjur og eftir því sem við komum neðar í berg þá minnkar þessi yfirborðsmögnun og hverfur. Við ákváðum að fara þetta djúpt ofan í fjörðinn til þess að hafa alltaf að minnsta kosti 40-50 metra af góðu bergi fyrir ofan,“ segir hann og útskýrir þetta nánar með því að taka ost sem dæmi. „Ef þú býrð til göng í ostinn með tæki, sem ætlað er að ná kjarna úr eplum, og snýrð upp á oststykkið, þá sérðu að það sem hugsanlega væri ofan á þvi hristist og dettur af, en holan eða göngin eru nánast óhreyfð.“ Páll Halldórsson jarðeðlisfræð- ingur segir að það sem ógni svona göngum geti verið tvennt. Annars vegar að um þau fari svo sterkur skjálfti að ýmsar fóðringar og annað detti niður og valdi tjóni á þeim sem um göngin fara á því augnabliki. „Hættan á slíku er ekki fyrir hendi nema ef við fáum ófyrirsjáanlega innplötuskjálfta. Hitt er að hliðrunin verði svo mikil að göngin hreinlega opnist og það flæði inn í þau. Eg á ekki von á að í einum jarðskjálfta hafi safnast fyrir svo mikil spenna að slík hreyfing geti orðið,“ segir hann. Hönnunarkröfur talsvert yfir jarðskjálftalíkum Sigurður Erlingsson segir, að Hvalfjarðarsvæðið sé utan við hefðbundið virkt skjálftasvæði á Islandi. Hvort þar sé einhver virkni eða hvort jarðskjálfti verði einhvern tíma í framtíðinni, viti menn ekki. „Hvort eðlilegt er að taka tillit til slíks við hönnun, sem gerð er til 50- 100 ára, er einnig spurning, því slíkur skjálfti gæti orðið eftir þúsund ár eða aldrei." Páll Halldórsson tekur fram, að hönnunarkröfur ganganna hafi verið settar talsvert yfir þeirri hámarkshröðun, sem reiknað er með. Hann, eins og Sigurður, bendir þó á, að menn verði alls staðar að taka til greina, að utan hinna hefðbundnu jai’ðskjálftasvæða geti orðið skjálftar og þá einkum innplötusýálftar. „Stundum hefur verið talað um Borgai-fjarðarskjálftann sem innplötuskjálfta og einnig skjálfta á Vestfjörðum. I raun eru þessir skjálftar ófyrirsjáanlegir og þá gæti maður hugsað um göng hvar sem er í heiminum. Það er þessi almenni varnagli sem maður slær, en ég held að í þessu tilviki sé hættan ekki mikil,“ segir Páll og bætir við að líklega skipti mestu máli hversu þétt setlögin eru fyrir ofan sem halda vatninu frá. Björn A. Harðarson segir að þrátt fyrir að Hvalfjörður sé ekki á aðaljarðskjálftasvæðinu séu menn þar við öllu búnir. Er mögulegum afleiðingum skjálftanna skipt í þrjá flokka. Hann segir að í stað þess að tala um ákveðna stærð skjálfta sé talað um hröðun, þ.e. hvaða áhrif tiltekinn skjálfti hefur á þessum tiltekna stað. Það ráðist af tvennu, sem sé stærð skjálftans og fjarlægð hans írá staðnum. „Við miðum við að göngin standist algjörlega skjálfta allt að 20%g eða 20% aukningu í aðdráttaraflinu. Til viðmiðunar varð mesta lárétta hröðunin í jarðskjálftanum í Henglinum fyrir skömmu 0,2%g eða 1/10 af því, sem göngin eiga að þola áður en þau byrja að skemmast. Skjálftar sem falla í fyrsta flokk valda engum skemmdum, sbr. Hengilsskjálftinn og rúmlega sá styrkleiki. Næsta þrep eru stærri skjálftar, sem valda einhverjum skemmdum eins og sprungum í skálum fyrir utan göngin eða í steypufóðringunni inni í göngunum. Slíkar skemmdh’ eru þó það litlar, að þær valda litlum eða engum töfum í rekstri ganganna þegar viðgerð stendur yfir. Þriðja stigið eru mjög stórir skjálftar. Þeir geta valdið því, að stigi sem heldur gangaljósunum uppi gæti skekkst eða hluti hans dottið niður, rafmagnskerfi dottið út, dæla bilað ,eða stærri sprungur gætu myndast í steypuna. Þetta er allt hægt að gera við á stuttum tíma. Þess má einnig geta að við erum með vararafstöð sem fer í gang ef rafkerfið bilar,“ segir Bjöm og bætir við, að engin hætta sé á að vatn komist inn verði steypuskemmdir. „Steypan brotnar fyrst, en bergið sem umlykur göngin er miklu sterkara. Það er mjög lítið vatn í berginu og engin tenging við sjóinn. Á sjávarbotninum eru mjög þykk setlög af sandi og silti, sem þétta botninn. Þó að svo ólíklega vildi til, að við fengjum sprungu í bergið sem nær upp í setið þá eigum við allt setið eftir sem virkar eins og þykkt teppi ofan á.“ Jarðskjálftamælir við göngin Páll Halldórsson segii’ að skjálftavirkni undanfarin ár og þar með talinn jarðskjálftinn á Hengilssvæðinu um daginn, sem var 5,3 á Richterkvarða, hafi valdið minni hreyfingu við Hvalfjarðargöngin en gert hafði verið ráð fyrir. „Þegar verið er að vinna athugun sem þessa er alltaf gert ráð fyrir því versta. Því áætlaði ég hámarksatburð fyrir öll svæðin. [Sjá kort á opnuninni. Innsk. blm.] Samkvæmt spám má búast við meiri hreyfingu á um það bil átta mánaða fresti en varð við síðasta skjálfta.“ Þá bætir hann við, að jarðskjálftamælir hafí verið settur upp við mynni Hvalfjarðarganganna og þar á bæ fylgist menn mjög vel með öllum hreyfingum. í Ijós hefur komið í erlendum rannsóknum, að yfirleitt er mesta hættan við gangamunnana, því steyptir vegskálar við endana geta brotnað í mjög stórum skjáftum. Björn leggur áherslu á, að í Hvalfjarðargöngunum séu skálanir hannaðir í 12 metra einingum. Á milli þeirra eru hreyfanlegir liðir, þannig að steypan springur ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.