Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 25
reglur um alla hluti. Mönnum er
trúað fyrir miklu vegna þess að
þeim er treyst."
- Nú segir líka í Biblíunni að
þeim sem er trúr í hinu smáa verði
treyst fyrir miklu.
„Jú, ég tek undir það.“
Trúað fyrir miklu
- Þá er kannski komið að spurn-
ingunni um hvers vegna þér var trú-
að fyrir formennsku í bankaráði
Landsbanka Islands hf.?
„Það er kannski erfítt að svara því
öðruvísi en að þeir sem það gerðu
þekkja mig og hafa gert í mörg ár.
Ég var fyrst þingkjörinn í bankaráð-
ið 1995, formaður Framsóknar-
flokksins, Halldór Ásgrímsson og
þingflokkurinn studdu mig. Þegai-
Finnur Ingólfsson tók við viðskipta-
ráðuneytinu tók hann þá ákvörðun
að setja mig í formennskuna. Hann
þekkir mig vel og treystir mér.
Hann þekkir til minna starfa.“
Helgi segir að til að gegna for-
mennsku í bankaráði Landsbankans
þurfi maður að hafa dómgreind og
innsæi, vera reiðubúinn að hlusta á
sjónarmið annarra og nýta sér
reynslu þeirra; hafa víðtæka þekk-
ingu á mannlífinu og reynslu úr við-
skiptalífínu. Þá telur hann mjög gott
að hafa starfað í pólitík, sem sé mik-
il lífsreynsla. Helgi segist hafa starf-
að í Framsóknarflokknum í 30 ár og
gegnt þar mörgum trúnaðaremb-
ættum. M.a. situr hann í landsstjórn
flokksins.
þetta að mér, hefði ég vitað þetta, ég
svara því hiklaust játandi.“
- Hefur þú gaman af átökum?
„Ég get nú ekki sagt það, en ég
hef gaman af að leysa verkefni. Ég
lít á þetta sem verkefni - eins og líf-
ið sjálft. Ég vil forðast að tala um
vandamál, þetta eru verkefni og ég
er tilbúinn í þetta verkefni.“
- Nú liggur fyrir skýrsla Jóns
Steinars Gunnlaugssonar hrl. um
málefni fyrrverandi bankastjóra
Landsbankans. Það liggur fyrir að
bankaráðið hyggst ekki aðhafast
frekar í málinu. Var farið offari
gegn bankastjórunum fyrrverandi?
„Það má ekki gleyma því hvernig
þetta kemur til,“ segir Helgi. „Það
er frekar leiðinlegt að vera að rifja
það upp, en ég skal reyna það. Það
koma fram fyrirspumir í þinginu um
kaup bankans á laxveiðileyfum. Það
kemur fram í skýrslu Ríkisendur-
skoðanda að bankinn hafði keypt
veiðileyfi af fjölskyldufyrirtæki eins
bankastjórans. Þetta var mjög
gagnrýnt í fjölmiðlum. Þessi sami
bankastjóri óskaði eftir því að Ríkis-
endurskoðandi færi yfir sín mál,
sem hann gerði. Þá kemur í ljós að
laxveiðileyfi, sem keypt voru á veg-
um bankans, vora ekki öll talin þeg-
ar viðskiptaráðherra voru gefnar
upplýsingar. Þá kemur þetta upp.
Ég veit ekki hver hefur farið offari!"
- Er búið að setja punkt við mál-
ið?
„Það er aldrei hægt að fullyrða
neitt um það. Þetta er niðurstaða
„Það er grund-
völlur betra
lífs og þroska
að geta fyrir-
gefið og eiga
kærleika.“
„Ég hefði aldrei tekið þetta starf
að mér ef ég hefði ekki treyst mér til
þess. Það skiptir líka máli að það er
gott fólk með mér í bankaráðinu. Ég
leita til manna ef það er eitthvað
sem ég þarf að vita betur og á mína
ráðgjafa. Menn þurfa að geta starf-
að með fólki og kunna að virða skoð-
anir annarra. Fagmennirnir eru til
staðar í bankanum ef við þurfum
upplýsingar um sérstök málefni.“
Helgi segist ekki munu festa sig í
neinu öðru starfi á meðan hann
gegnir embætti bankaráðsformanns.
„Það er ekki hægt að bjóða atvinnu-
rekanda upp á að ætla sér að vera í
fullu starfi með þessu. Þetta er fullt
starf.“
Ekki vandamál,
heldur verkefni
Það hefur mikið gengið á frá því
að Helgi tók við embætti bankaráðs-
formanns. Hefði hann tekið þetta
starf að sér ef hann hefði vitað hvað
biði hans?
„Ég tók við sem formaður stjóm-
ar Landsbanka Islands hf. hinn 10.
september 1997 og formbreytingin
varð um síðastliðin áramót," segir
Helgi. „Nánast frá því ég tók við
hefur mikið verið fjallað um bank-
ann í fjölmiðlum. Frá aðalfundi 6.
mars sl. er ég búinn að heyra í fjöl-
miðlamönnum nær alla daga, og oft
mörgum á dag, um málefni bankans
og það sem hefur komið upp á. Þetta
gat ekki nokkur maður séð fyrir að
mundi gerast og á sér enga hlið-
stæðu. Þú spyrð hvort ég hefði tekið
bankaráðsins, að gera þetta með
þessum hætti. Bankaráðið hefur all-
an tímann vandað sig í þessu erfiða
máli. Ég fullyrði að ég talaði aldrei
við fréttamenn á þessu tímabili um
það sem gerðist með ásökun. Ég
sagði alltaf að ég tryði því og vonaði
að þessum tveimur bankastjórum,
sem ekki voru þá búnir að útskýra
tiltekna risnu, tækist að gera það.
Ég gaf aldrei neitt annað í skyn.
Þess vegna varð ég mjög undrandi
þegar fyrrverandi bankastjóri hóf
að skrifa ærumeiðandi um mig.“
- Var þér misboðið með þeim
ski-ifum?
„Já. Það á enginn von á að maður
sem hefur gegnt mikilvægum emb-
ættum fyrir íslenska þjóð, þar á
meðal verið menntamálaráðherra,
leggist svo lágt sem hann gerði.“
- En hefur þú fyrirgefið þessum
fyrrverandi bankastjóra?
„Ég er að vinna í því.“
Glæsileg framtíð
Helgi segist nú horfa til framtíðar
og telur Landsbanka íslands hf.
eiga góða tíma fyrir höndum. „Það
er mikil stefnumótunarvinna í gangi
hér. Það er tiltölulega stutt síðan
nýr bankastjóri, Halldór J. Krist-
jánsson, kom hér að. Hann hefur
verið að vinna með sínum mönnum
að því að móta stefnu til framtíðar.
Bankaráðið fylgist með og tekur
þátt í því eftir atvikum. Hann mun
kynna það mjög fljótlega."
En dregur Helgi einhvem lær-
dóm af þeirri umræðu sem verið
hefur um Landsbankann?
„Það er eitthvert uppgjör í þjóðfé-
laginu. Sumir kalla það siðvæðingu.
Ég vona að þetta leiði til góðs og
menn hafi að leiðarljósi miskunn og
mildi. Það sem hræðir mig mest er
að það er engin stjórn á þessari at-
burðarás, það veit enginn hvar hún
endar. Hvað varðar Landsbankann
þá tel ég að hann sé að mestu búinn
að hrista þetta af sér og eigi glæsi-
lega framtíð sem fjármálafyrirtæki.“
SUMARSMELLUR ‘98
Okkar árlegi heimilisvöru-sumarsmellur er hafinn með
hreint ótrúlegu verði. Allt nýjar vörur.
Dæmi:
Gæðasæng blönduð dún og fiðri 140x200 cm. Verð kr. 3.500
Fiðurkoddi 50x70 cm. Verð kr. 530
Vönduð bómullarsængurverasett, Verð kr. 1.270
Teygjulök 90x200 cm. Verð kr. 550
Teygjulök 150x200 cm. Verð kr. 730
Teygjulök 180x200 cm. Verð kr. 920
Jaquard ofið baðhandklæði, Verð kr. 540
Gæða viskastykki, verð kr. 100
Úrval af borðdúkum, verð frá kr. 425
og margt fleira.
Ath. aðeins á meðan birgðir endast.
Sængurfatagerðin, Reykjavík
Mozart, Vestmannaeyjum
Kaupf. A-Skaftf. , Höfn Hornafirði
Kaupf. Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði
Lækurinn Neskaupstað
Kaupf. Héraðsbúa, Egilsstöðum
Kaupf. Vopnfirðinga, Vopnafirði
K.Þ. Esar, Húsavík
Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkrók
Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi
Kaupf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi
Kaupf. Steingrímsfjarðar, Hólmavik
Nýja Línan, Akranesi
Paloma, Grindavík
Samkaup, Keflavík
Tekur þú 4
á móti gestu m
ísumarfríinu?
Auð hús eru auðfengið fé í augum innbrotsþjófa!
Öryggismiðstöð (slands er starfrækt allan sólarhringinn. Par fylgast
sérþjálfaðir öryggisverðir með boðum frá öryggiskerfum,
brunaviðvörunarkerfum, neyðarkallskerfum og öðrum
viðvörunarkerfum. Farandgæsla okkar til eftirlits með húsnæði og
tækjabúnaði er sérsniðin að óskum hvers viðskiptavinar. Hafðu
| samband við öryggisráðgjafa okkar. Síminn er533 2400
s
| Ekki spilla sumarleyfínu með óþarfa áhyggjum!
Knarrarvogi 2,104 Reykjavík
simi 533 2400, fax 533 2412