Morgunblaðið - 21.06.1998, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Arnaldur
ELLERT Berg Guðjónsson, markaðsstjóri, og Hörður Ingólfsson, síjórnarformaður Póls hf.,
með sýnishorn af hönnun fyrirtækisins á milli sín.
Póls hf. á fsafírði fagnar 20 ára afmæli fyrstu rafeindavogarinnar
BRA UTRYÐJENDUR
í HÁ TÆKNIB ÚNAÐI
eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur
EF SAGA fyrirtækisins er
rakin alveg frá bláupphaf-
inu þarf að byrja á því að
segja frá því þegar
Ingólfur Eggertsson, faðir minn,
þróaði nýja tegund af spennustilli
fyrir Pól hf. Eins og önnur tæki
með sama hlutverk jafnar
spennustillirinn rafmagnsfram-
leiðslu í bfla- og bátavélum. Nýj-
ungin fólst í því að tækið entist
margfalt betur en fyrri tegundir.
Markaðurinn tók tækinu vel og eft-
irspumin var fljót að margfaldast. I
framhaldi af því ákvað fyrirtækið
að ráða Om bróður minn, þá nýút-
skrifaðan rafmagnstæknifræðing
frá Árósaháskóla, til starfa árið
1977. Om lét verða sitt fyrsta verk
að hanna fyrstu íslensku rafeinda-
vogina og boltinn hélt áfram að
rúlla. Fyrr en varði voru umsvifln í
kringum hina nýju hönnun og
framleiðslu farin að jafnast á við
heildarumsvif fyrirtækisins fyrir
tilkomu spennustillisins. Ekki síst
kom þar inn í myndina útflutningur
til Færeyja og Noregs,“ segir
Hörður.
Nú var tekin ákvörðun um að
skipta fyrirtækinu upp í tvö fyrir-
tæki. Með því móti yrði auðveld-
ara að uppfylla ólíkar þarfír fyrir-
tækjanna og hægt yrði að láta
reyna á hvernig vaxtarbroddurinn
spjaraði sig upp á eigin spýtur.
Nýir hluthafar voru boðnir vel-
komnir og Pólstækni var komið á
fót árið 1986. Adam var ekki lengi
í Paradís því að þremur árum síð-
ar sigldi fyrirtækið í gjaldþrot.
Hörður útskýrir hvers vegna fór
sem fór. „Eg held að þarna hafí
margar samhangandi ástæður
verið að verki. Ein aðalástæðan
fólst í því að við lentum í tveimur
stóram gjaldþrotum með skömmu
millibili á aðalmarkaðssvæðinu í
Noregi sem veikti fjárhaginn
veralega. Fleira kom auðvitað til,
gríðarleg samkeppni og slæmt
ástand í fiskiðnaði á heimamark-
aði. Ekki verður heldur litið fram-
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
Á SUIMNUDEGI
► Hörður Ingólfsson er fæddur 6. júlí árið 1958 á ísafirði.
Hörður vann um tíma við rafvirkjun í Noregi eftir að hafa lok-
ið rafvirkjanámi við Iðnskólann á ísafirði árið 1978. Eftir að
heim kom hóf hann störf hjá rafmagnsþjónustufyrirtækinu
Pólnum hf. Fyrirtækinu var skipt upp í tvær einingar og hélt
Hörður áfram störfum hjá Pólstækni hf. og síðar Póls hf. á ísa-
firði. Nú er Hörður stjómarformaður og markaðsmaður án tit-
ils hjá Póls hf. Hörður er einstæður faðir með tvö börn.
► Ellert Berg Guðjónsson er fæddur 31. desember árið 1960 í
Reykjavík. Ellert lauk rafvirkja- og stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti árið 1982. Að því loknu hélt hann
í framhaldsnám til Danmerkur og lauk rafmagnstæknifræði
frá tækniháskólanum í Óðinsvéum árið 1987. Prófi í viðskipta-
og rekstrarfræði frá Endurmenntunarstofnun HÍ lauk Ellert
árið 1995. Hann var deildarstjóri tæknideildar Bræðranna
Ormsson hf. frá 1987 til 1994, vann hjá Raftækjaverslun Is-
lands veturinn 1994 til 1995 og Hugbúnaði hf. frá 1996 til 1998.
Ellert er markaðsstjóri Póls hf. með aðsetur í Reykjavík. Eig-
inkona hans er Svanfríður Helgadóttir og eiga hjónin tvö börn.
UNNIÐ að framleiðslu í fyrirtækinu á ísafirði.
hjá því að of seint var gripið í
taumana þegar ljóst var í hvað
stefndi," segir hann.
Hann segir að gjaldþrotið hafi
valdið því að fyrirtækið hafi ekki
getað haldið áfram þróunarvinnu
vegna fyrstu íslensku flæðilínunn-
ar. „Við höfðum verið í þróunar-
vinnu með Comdata og Ingólfi hjá
Þorgeiri og Ellerti á Akranesi um
þróun flæðilínu fyrir frystihús. Við
gjaldþrotið slitnaði óhjákvæmilega
uppúr samvinnunni og Ingólfur
myndaði árangursríkt samband við
Marel hf. um flæðilínuna. Fyrir-
tækið missti þama af lestinni eins
og stundum gerist í lífinu og ekkert
við því að gera nema bíta á jaxhnn
og halda áfram.“
Stefnt upp á við
Eftir gjaldþrotið snera 12 fyrr-
verandi starfsmenn bökum saman
við að reisa fyrirtækið úr rústum.
„Tvær fylkingar höfðu barist um
völdin í fyrirtækinu. Eftir gjald-
þrotið tók önnur við. Ég er þar að
tala um kjarna fyrirtækisins,
framkvöðlana að stofnun þess,
starfsfólkið á Isafirði sem flest
hafði verið með frá upphafi. Við
vildum ekki láta deigan síga enda
höfðum við trú á fyrirtækinu með
tilliti til áralangrar þekkingar og
reynslu af þróun, framleiðslu og
stjórnun. Eftir að hafa safnað
hlutafjárloforðum frá þessum ein-
staklingum keyptum við þrotabúið
af skiptastjóranum árið 1989,
t.a.m. seldi ég bílinn minn og stórt
einbýlishús á ísafirði og gerði það
sem enginn ætti að gera, setti öll
eggin í eina körfu. Við þrír
feðgarnir, pabbi, ég og Örn, eign-
uðumst smám saman 80% hluta-
fjárins og annað hlutfé skiptist á
fleiri hendur enda var fyrirtækið
snemma komið á almenna hluta-
fjármarkaðinn," segir Hörður og
tekur fram að fjölskyldan hafi
ekki aðeins tekið höndum saman í
upphafi því foreldrar og fjórir
synir vinni innan fyrirtækisins.
Fyrir utan að vera ótæmandi
þekkingarbrannur framleiðir fjöl-
skyldufaðminn Ingólfur skipavogir
og hannar prentrásir. Eiginkonan,
Herborg Vernharðsdóttir, fram-
leiðir prentrásir. Örn er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, Hörð-
ur stjórnarformaður, eins og áður
er getið, Hálfdán forritari og
Ragnar, sem er yngstur, er raf-
virki og sjálflærður véltæknifræð-
ingur hjá umboðsaðila Póls hf. í
Noregi. Allir hafa feðgarnir flug-
mannspróf og eru helteknir af flug-
dellu. Hörður segir að flugið hafi
slakandi áhrif. „Þegar maður svíf-
ur í háloftunum er afstaðan allt
önnur til alls. Hvort heldur við er-
um að tala um áhyggjur eða álag
vegna vinnu, þetta verður allt eftir
niðri á jörðinni. Mann varðar ekk-
ert um hvað er í 8 fréttum sjón-
varpsins þegar gylltur tindur Snæ-
fellsjökuls stendur upp úr skýjun-
um og fyllir sjóndeildarhringinn."
Ellert segir að fyrirtækið byggi
á 20 ára sérþekkingu í vigtun. „Sú
þekking varð til þess að okkur
tókst fyrstum allra að þróa hreyfi-
jafnaða skipavog. Eftirspumin vai-
ekki mikil til að byrja með enda
hafði engum tekist að þróa nýtan-
lega vog á sjó. Allur fiskur var því
vigtaður eftir að komið var í land.
Smám saman áttuðu menn sig á
möguleikanum og fyrstu skipavog-
irnar vora seldar í úthafsrækjusldp
árið 1985. Þrátt fyrir að ýmsum
blöskraði verðið voru vogirnar ekki
nema túrinn að borga sig. Nú era
skipavogir komnar í nánast allar
gerðir og stærðir skipa og báta.
Einingarnar era staðlaðar og smíð-
aðar eftir þörfum enda koma þarfir
viðskiptavinarins alltaf í fyrsta
sæti hjá fyrirtækinu. Ekki er held-
ur óalgengt að hugmyndir að nýrri
hönnun hafi orðið til í tengslum við
samvinnu við viðskiptavini. Ef ekki
- líður heldur ekki á löngu þar til
nýja hugmyndin er borin undir ein-
hverja af viðskiptavinum fyrirtæk-
isins,“ segir Ellert.
Hann segir að fyrsta íslenska
rafeindavogin, sem áður er getið
um, hafi verið innvigtunarvog.
Pökkunarvogin sigldi í kjölfarið ár-
ið 1979 og raddi lóðavogum út af
markaðinum á örfáum áram. „Vog-
in gefur aukna möguleika því fyrir
utan almenna vigtun geymir vogin
upplýsingar um hversu mikið af
ákveðinni fisktegund hefur verið
vigtað, úr hvaða bátum og hver
meðaltalsaflinn hafi verið ákveðinn
dag. Af öðram tækjum sem Póls
hefur fundið upp er hægt að nefna
færibandaflokkarann, gátvog,
tölvuskráningarkerfi í frystihús,
flæðilínu, spjaldaflokkai’a og sam-
valið svokallaða. Samvalið felur í
sér möguleika á mjög nákvæmni
vigtun fyrii’ náttúrulegar afurðir í
pakkningum. Stundum getur nefni-
lega verið mjög erfitt að vigta nátt-
úrulegar afurðir nákvæmlega nið-
ur, t.d. í 400 g pakka.“
Markaðssókn
Hörður segir að fyrirtækið hafi á
sínum tíma mætt kreppu á innan-
landsmarkaði með útflutnings-
átaki. „Kreppan fól í sér að fjár-
festing í fiskiðnaði á innanlands-
markaði varð algjört bannorð. Við
voram svo heppnir að eiga vísi að
útflutningsmarkaði og blésum til
sóknar þar. Einn liðurinn var að ég
fór í 10 mánaða starfsnám undir yf-
irskriftinni Útflutningsaukning-
Hagvöxtur á vegum Utflutnings-
ráðs. Starfsnámið fólst í því að 8 til
12 starfsmenn jafn margra og
ólíkra fyrirtækja settust á skóla-
bekk hjá Útflutningsráði til að
njóta leiðsagnar sérfræðinga með
áratuga reynslu hver á sínu sviði.
Nemendumir sátu heldur ekki
auðum höndum því gert var ráð
fyrir að hver um sig gerði mark-
vissa markaðsáætlun fyrir ákveðið
verkefni innan eigin fyrirtækis,"
segir Hörður og staðfestir að átak-
ið hafi skilað raunverulegum ár-
angri. „Við stofnun fyrirtækisins
vora 70% markaðarins innanlands.
Nú hefur dæmið gott betur en snú-
ist við því að 80% markaðarins era
utanlands. Starfsmönnunum hefur
fjölgað úr 12 í 25 og era 4 þeirra
starfsmenn markaðsdeildai’ í
«
i
i
í
i
i
í
i
i
I
$
i
I
I
I
i
1
1
i
N
I
i
L
I
1
ú
I
I
£