Morgunblaðið - 21.06.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 27
HÚSNÆÐI Póls hf. á ísafirði.
„Ekki er langt um liðið frá því við
þurftum að stríða við rafmagnstruflan
ir, síminn datt oft út og meiriháttar
átak þurfti til að fá telex-línu lagða
vestur. Nú hafa tækninýjungar auð-
veldað okkur að búa í nábýli við hafið
og vera í nánu sambandi við við-
skiptavini okkar út um allan heim.“
Reykjavík. Veltan hefur vaxið úr 50
milljónum fyrsta árið í 145 milljónir
á síðasta ári og fer enn vaxandi.“
Póls-menn ætla ekki að gera
sömu mistökin og Pólstækni og hafa
verið að búa sig undir afleiðingar af
fyrirsjáanlegum samdrætti í veiðum
Norðmanna í Barentshafi. „Fyrir-
tækið er lítið og getur því vel lagað
sig að breyttum markaðsaðstæðum
ef brugðist er við í tíma. Nú höfum
við í samvinnu við sölu- og þjón-
ustufyrirtækið Eltak verið að
bregðast við samdrættinum í
Barentshafi með sókn á innanlands-
markaði. Markaðsátakið gengur
vonum framan því að sala á innan-
landsmarkaði hefur nú þegar náð
sölunni á innanlandsmarkaði allt ár-
ið í fyrra,“ segir Hörður.
Ellert tekur því fjarri að erlendi
markaðurinn hafi algjörlega verið
lagður til hliðar í bili. „Við viljum
með öflugri markaðsdeild fá betri
yfirsýn yfir tækifæri á erlendri
grund. Með því móti getum við með
annarri áherslu í framleiðslunni
siglt örgglega á ný mið í Ameríku
og hysjað upp um okkur buxurnar í
Evrópu. Hingað til höfum við nefni-
lega ekki haft tækifæri til að sinna
því markaðssvæði nægilega vel.
Framtíðarsýn okkar felst ekki í því
að stækka fyrirtækið, þ.e. fjölga
starfsmönnum mikið o.s.frv., heldur
með ákveðnu skipulagi og hagræð-
ingu að tvöfalda veltuna á næstu
fjórum árum.“
Viðskiptavinurinn í fyrsta sæti
Hörður víkur talinu 1 að því
hversu starfsskilyrði á Isafirði hafi
tekið miklum breytingum til batn-
aðar á undanfömum árum. „Ekki
um að stríða við rafmagnstruflanir,
síminn datt oft út og meiriháttar
átak þurfti til að fá telex-línu lagða
vestur. Nú hafa tækninýjungar
auðveldað okkur að búa í nábýli við
hafið og vera í nánu sambandi við
viðskiptavini okkar út um allan
heim. Viðskiptavinurinn gengur
alltaf fyrir og getur fengið beint
samband við hvem sem er í fyrir-
tækinu hvenær sem óskað er,“ seg-
ir hann og Ellert bætir við að ekki
megi gleyma því hversu mikilvægt
sé að starfsmennimir séu ánægðir.
„Við höfum komið upp bónuskerfi
innan fyrirtækisins og felst kerfið í
því að starfsmenn fái alltaf ákveð-
inn hluta hagnaðarins. Þar íyrir ut-
an á auðvitað hluti hópsins í fyrir-
tækinu."
Hörður og Ellert era bjartsýnir
á framtíð rekstrarins. „Mér finnst
alltaf jafn gaman í vinnunni enda
era tækifærin óendanleg. Maður
veit aldrei nákvæmlega að morgni
hvaða verkefni eiga eftir að bíða
manns þann dag. Ferðalög eru svo
auðvitað stór hluti af öllu saman.
Við ferðumst töluvert til fundar við
viðskiptavini fyrirtækisins og í því
sambandi getur verið mjög gott að
geta jöfnum höndum heilsað upp á
menn í jakkafötum og sett upp
vogir fyrir viðskiptavini,“ segir
Hörður. „Hér heima heldur þróun-
arvinna áfram. Nú fer að styttast í
að við kynnum nýjustu afurð fyrir-
tækisins á sjávarútvegssýningu í
Þrándheimi í Noregi 19. til 21.
ágúst nk. Þangað til hvílir algjör
leynd yfir hönnuninni. Annars er
sífellt verið að betrambæta fyrri
hönnun. Nýjar og betri lausnir eru
aOtaf að fæðast.“
Heimsklúbbur Ingólfs - Príma:
Landskynnins á
Hnattreisu
FRUMSYNING
Sýnum kvikmynd frá fcrö í kringum hnöttinn, sannkallaöar
feröaperlur - Suöur-Afríka, Ástralía, Nýja-Sjáland, Tahiti,
Suður-Ameríka - Buenos Aires, Ríó.
Fáein viðbótarsæti á sérkjörum og á svo ótrúlegu verði, að það
er tækifæri ævinnar, - 5. nóv. - 30 dagar.
Kjörin byggjast á stórlækkuðu verði á flugi og gistingu með
samningum Heimsklúbbsins og hagstæðu gengi mynta sem
kemur farþegum til góða.
Fjölmennið á ókeypis frumsýningu myndarinnar og landkynningar,
sem ekki á sinn líka. Allir gestir fá einnig upplýsingar um aðrar ferðir
Heimsklúbbsins, t.d. til Austurfanda og Karíbahafs og tilheyrandi
bæklinga og verða þátttakendur í glæsilegu ferðahappdrætti
Heimsklúbbsins, þar sem vinningur er farseðlar fyrir tvo.
HÖFN HORNAFIRÐI,
EKRAN, mán. 22.6. kl. 20.-22.
ESKIFIRÐI,
Félagsheimilið VALHÖLL þri. 23.6. kl. 18-20
NESKAUPSTAÐ,
Hótel EGILSBÚÐ þri. 23.6. kl. 20.30-22.00
SEYÐISFJÖRÐUR,
Félagsheimilið Herðubreið mið. 24.6. kl.12-14
EGILSSTAÐIR,
Hótel Hérað, mið. 24.6. kl. 18-20
REYKJAVÍK
Hótel Saga, fim. 25. 6. kl. 20.30-22.00
FERÐASKRIFSTOFAN
PIUMA>
Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavik,
sfmi 56 20 400, fax 562 6564
Blaðaukinn kemur út í þægilegu og handhægu broti, 19,7 x 25,8 cm, og verður með
glansandi kápu og heftur og ætti að nýtast íslenskum ferðalöngum í allt sumar enda
auðvelt að halda honum til haga og grípa með í ferðalagið.
Pantanafrestur fyrir allar auglýsingar
er til kl. 12.00 föstudaginn 26. júní.
í blaðaukanum verður að finna áhugaverðar upplýsingar um hvað einstaklingar,
fjölskyldur, hópar og ævintýrafólk getur gert í sumarfríinu innanlands.
ÍÁ
z
u.
<
Q
ui
£
• Ferðir • Hestaferðir • Tjaldsvæði • Hvalaskoðun
• Gisting * Jöklaferðir • Sundstaðir • Krossgátur
• Siglingar • Gönguferðir* Fuglaskoðun* Uppskriftiro.fi.
Þessu til viðbótar verður íslandskort með gagnlegum upplýsingum.
Skilafrestur fyrir óunnar auglýsingar er
einnig til kl. 12.00 en til kl. 16.00 sama dag
fyrir auglýsingar á fílmu eða Proscript.
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is