Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 34

Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 34
34 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona, kær vinkona, amma og lang- amma, BJARGEY GUÐJÓNSDÓTTIR, sem lést 8. júní, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn 24. júní kl. 14.00. Guðjón Hilmarsson, Hafdís Hilmarsdóttir, Brynjúlfur Hilmarsson, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Sigríður Guðjónsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Guðlaug Guðjónsdóttir, Inga Rósa Guðjónsdóttir, Hilmar Sigurðsson, systkini, ömmubörn, barnabörn og langömmubarn. Lára Böðvarsdóttir, Bjarni Einarsson, Ragnhild Bergljung, Geir Guðnason, Ásrún Sigurbjartsdóttir, Helgi Magnússon, Gísli Eiríksson, Ástkaer faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞORVARÐARSON bifreiðastjóri, Nökkvavogi 15, áður til heimilis að Ljósafossi, sem lést á heimili sínu 14. júní sl. verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudaginn 24. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Guðmundur Jónsson, Ólína Melsted, Rósa Bachmann Jónsdóttir, Jóhann Jónsson, Friðgeir Jónsson, Árný Valgerður Steingrímsdóttir, Sigríður Helga Jónsdóttir, Bjarni Helgason, Bryndís Ingibjörg Jónsdóttir, Árni Björnsson, Helgi Jónsson, Sigurlaug Gréta Skaftadóttir, Hallfríður Jóna Jónsdóttir, Ingvar Árni Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda faðir og afi, ÚLFAR GUÐJÓNSSON, Bláhömrum 19, sem lést 15. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. júní kl 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Jónfna Jóhannsdóttir, Jóhann Úlfarsson, Halldóra Viðarsdóttir, Logi Úlfarsson, Brynja Vermundsdóttir, Ingibjörg Úlfarsdóttir og barnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, INGUNNAR BALDURSDÓTTUR, Beykilundi 13, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 23. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Gunnlaugur Jónsson, Jón Birgir Gunnlaugsson, Kolbrún Erna Magnúsdóttir, Baldur Gunnlaugsson, Elva Dröfn Sigurðardóttir, Sævar Gunnlaugsson, Kristín Dögg Jónsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega alla þá samúð, virðingu, hlýju og vináttu sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför systur okkar, SYSTIR MARIE GABRIELLE. St. Jósefssystur. GUÐMUNDUR STEFÁN EÐVARÐSSON + Guðmundur Stefán Eðvarðs- son fæddist á ísa- fírði 2. mars 1921. Hann lést á heimili sínu, Miðvangi 41, Hafnarfírði, 14.júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Guðmunds- dóttir frá Bolungar- vík og Eðvarð Karlsson frá Vopna- fírði, en fósturfaðir Guðmundar var Bjarni Helgason. Eftirlifandi eigin- kona Guðmundar er Hinrika Ásgerður Kristjánsdóttir frá Bolungarvík, fædd 29. septem- ber 1920. Foreldrar hennar voru Krisfján Ásgeirsson og Gyðríður Björg Guðjónsdóttir. En þau áttu, auk Hinriku Ás- gerðar, Guðjónu Hansínu. Guð- mundur og Ásgerður giftu sig á ísafírði 7. júní 1942, og eignuð- ust þau sex börn: 1) Stefanía Amdís, maki Pétur Valdimars- son og eiga þau 3 böm: Dagnýju Björk, Björa Ómar og Hinrik. 2) Gyða Kri- sljana, maki Leó Svanur Ágústsson og eignuðust þau þrjá syni: Guðmund Ágúst (lést 8.4. 1995), Arnar og Ragnar. 3) Birna Edda, en hún á einn son: Róbert Þór Haraldsson. 4) Guð- ný Erla, maki Rik- harð Örn Jónsson og eiga þau 3 börn: Guðrúnu Unni, Da- víð Jón og Kol- brúnu Ásu. 5) Guð- rún Hansína, maki Guðni Þor- kelsson og eiga þau 3 syni: Sig- mund Ragúel, Stefán Atla og Símon EIí. 6) Kristján Ríkharð, maki Guðbjörg Bragadóttir og eiga þau 3 böm: EIvu Dögg, Ás- gerði og Guðjón. Auk þess átti Guðbjörg fyrir soninn Ragnar Eysteinsson. Barnabarnabörnin eru orðin 12 talsins. títför Guðmundar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði mánudaginn 22. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann elsku pabbi okkar er far- inn. Hann fór þegar sólin var að hníga til viðar og himinninn skart- aði sínu fegursta. Hve táknrænt var þetta ekki fyrir mann, sem undi sér hvergi betur en við hvítar strendur Spánar, þar sem sólin skín heitast. Eða eins og hann sagði sjálfur, þeg- ar hann fór í sína fyrstu ferð: „Eg þurfti að klípa mig í handlegginn því ég hélt ég væri dáinn og kominn í Paradís." Hann hafði unun af ferðalögum, bæði innanlands og ut- an og var fróður um sitt eigið land. Pabbi var mjög lánsamur maður að eignast þvílíkan lífsforunaut sem móðir okkar er, og sýndi hún það ekki síst þegar hún sat við sjúkra- beð hans eins og klettur þar til yfír lauk og æðruleysi hennar var engu líkt. Pabbi var mjög hæfileikaríkur maður, sem hafði fagra rithönd, orti falleg ljóð og smíðaði marga fagra hluti. Foreldrar okkar bjuggu á Isafirði fram til ársins 1970, er þau fluttu frá ísafirði til Reykjavíkur, og síðar frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Á ísafirði tók pabbi virkan þátt í störfum verkalýðsfélagsins Baldurs og sat í stjóm þess í mörg ár. Þ. 1. maí 1996 var hann heiðraður fyrir Stefánsblóm Laugavegí 178 S: 561 0771 Opið öli kvöld störf sín í þágu félagsins. Hann fékk sinn skerf af veikindum um ævina, en sýndi þó ávallt ótrúlegan styrk. Margar af bestu minningum okk- ar tengjast litla sumarbústaðnum okkar í Tunguskógi, þar sem við bjuggum öll sumur. Arin liðu og okkar börn uxu úr grasi. Var það von hans og ósk að geta fýlgt hverju og einu barna- bami sínu til altaris við fermingu þeirra og náði hann því takmarki þegar síðasta barnabamið fermdist aðeins hálfum mánuði fýrir andlát hans. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins, sem annað- ist hann með einstakri alúð í veik- indunum síðustu mánuðina. Elsku pabbi, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja frá börnum. Fyrstu kynni mín af þér, afi minn, voru þegar ég var einungis ungabarn. Ég skreið á eftir þér um íbúðina þína í Skipasundinu, og eftir það höfum við alltaf verið vinir. Við gerðum svo margt saman sem er gaman að minnast. Eins og kulda- skómir sem þú og amma ætluðuð að gefa mér í jólagjöf þegar ég var 2-3 ára gömul. Þú lést mig máta skóna þegar ég kom í heimsókn til ykkar, og þegar ég var að fara heim leitaði ég um allan ganginn hjá þér að kuldaskónum en fann þá hvergi og varð frekar vonsvikin yfir því. Eftir að við fómm fékkst þú svo mikið samviskubit yfir þessu að þú komst uppeftir á Hjallaveginn til okkar með skóna og gafst mér þá. Eða þegar við fómm saman til ítal- íu. Það var nú mikil ferð í mínum augum sem var þá aðeins 5 ára gömul. Við lékum okkur saman á ströndinni og þú fórst með mig í sjóinn, og ég steig ofan á sólgler- augu, ég hélt að það væri hrífan sem ég hafði týnt. Og þegar ég átti afmæli fórum við út að borða, þú lést taka 2 myndir af okkur, mér, þér og Ragnari bróður. Þegar þú varst að vinna í Straumsvík fórstu með mig á hverju ári á jólaball þar. Ég var alltaf jafn ánægð að fara með þér þangað. Þú komst oft til okkar á Hjalla- veginn og leyfðir mér að koma með þér í göngutúr ef þú varst að fara eitthvert. T.d. fórstu með mig í Blómaval að skoða apana sem voru þar þá, og þú gafst mér banana til að gefa öpunum. Ég kom líka oft í heimsókn til ykkar og gisti hjá þér og ömmu yfir nótt, mér fannst alltaf svo gaman að koma í heimsókn. Eitt sinn þegar við vorum að fara út að ganga saman, sneri ég mér að þér og sagði: Afi minn, einhvem tíma deyrð þú. Og nú er komið að því að kveðjast. Ég veit að þér líður betur núna þegar þú ert búinn að yfirgefa þennan heim. Það er erfitt að kveðja þig, en mér líður vel að vita að þér líður vel núna. Þú hefur gefið mér svo mikið í gegnum tíðina, þá á ég ekki við bara hluti, heldur ást og umhyggju, mér er það heiður að hafa fengið að kynnast þér elsku afi minn. í hjarta mínu munt þú alltaf vera hetjan mín. Þín sonardóttir, Elva Dögg Kristjánsdóttir. Kveðja til afa. Elsku Mummi afi minn, nú ert þú laus við þjáningar þínr og kominn á góðan stað þar sem sólin skín, gleði og kærleiki ræður ríkjum og ég veit að þú hefur þar hlutverki að gegna. Það var svo sárt að vita af því fyrir hálfu ári síðan að valdur að veikind- um þínum að þessu sinni væri krabbamein en áfram gekkst þú veginn með þitt beina og breiða bak, síðan var það fyrir tveim vikum að veikindi þín fóru að ágerast veru- lega en þú elsku afi minn beiðst þó eftir að ég „Dagga Bagga“ þín kæmi heim frá Kanada til að segja þér frá hvemig var þar, segja þér frá veðrinu, hitanum og hvort þar væri mikil sól, því þú afi minn elskaðir sólina eins og hún elskaði þig og ég tala nú ekki um sólina sem skín á Spáni. Já, það voru sælir dag- ar sem þú og amma áttuð á Spáni og það var svo gaman hjá okkur sumarið sem þið komuð að heim- sækja mig til Majorka eða þegar þú varst að segja mér Spánarsögur eða við ræddum um Spán, þú ljómaðir og hjörtu okkar slóu svo sannarlega í takt við þessar samræður, þó eng- inn annar skildi okkur þá vorum við, elsku Mummi afi minn, og ég stelp- an þín Dagga Bagga (eins og þú einn máttir kalla mig þegar ég var lítil stelpa á ísafirði) svo sannarlega með sömu sólina í hjarta. Það er svo sárt að kveðja þó ég viti að við sjáumst fljótt aftur og að hver dagur á himnum sé sem þús- und ár á jörðu, þá vil ég þakka þér fyrir samveru okkar og hversu rík ég og börnin mín erum af því að fá að kynnast þér og vil ég biðja þess að englar guðs, gæfa og náð styrki Ásu ömmu, móður mína, systkinin og fjölskylduna alla í söknuði sínum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. W býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssáhnur) Þín, Dagný Björk, Anný Rós og Andri Pótur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfír eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.