Morgunblaðið - 21.06.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 21.06.1998, Síða 50
GOTT FÓIK • SIA Kíkt í konfektkassann Stöð 2 ► Forrest Gump ★★★★ Ein fleygasta setning í kvikmynd- um síðara ára er tilvitnun Forrests Gump (Tom Hanks), í eftirlætis orðatiltæki móður sinnar: „Lífíð er einsog konfektkassi. Þú veist aldrei hvaða mola þú velur næst.“ Myndin sannar þau orð, og er með þeim eftirtektarverðari á áratugn- um. Svo undarlega sem það hljóm- ar eftirá, átti myndin erfitt upp- dráttar í fæðingunni. Handrrit Erics Roth gekk manna á milli i flestöUum kvikmyndaverum Hollywood um árabU, áður en Paramount tók af skarið. Hafði ný- lega fengið verkið fyrir skiptimynt frá Warner Bros. Tilfinningarík lygasaga um einfeldning sem verð- ur íþróttahetja, stríðshetja og margmilljarðamæringur, semsagt ameríski draumurinn uppmálaður, átti ekki uppá paUborð ráðamanna í kvikmyndaborginni. Aukinheldur á þessi óvenjulega söguhetja fund með nokkrum nafntoguðustu Bandaríkjamönnum samtíðarinnar. Nixon, Presley og Kennedy, svo nokkrir séu nefndir. Leikstjórinn Robert Zemeckis kom tU sögunnar og úr varð þessi snUldarmynd þar sem samtíðin er skoðuð á nýstár- legan hátt. Viðhorfið til manna og málefna siðustu áratuga er ferskt og oft bráðfyndið með augum hins þroskahefta Gumps. Þeirrar nátt- úru að ekkert er einfaldara en fylgja honum eftir af heUum hug á sínu dæmalausa lífshlaupi. Erfitt er að ímynda sér að myndin hefði orðið jafn sterk ef ekki kæmi tU stórleikur Toms Hanks í titUhlut- verkinu. Margir aðrir ágætisleikar- ar koma við sögu. Robin Wright (Penn), Gary Sinisie, Sally Field og Mykelti WUUamson fara öU með veigamikil hlutverk. Myndin er þó fyrst og fremst glæsiverk Hanks, Roths og Zemeckis. Sæbjörn Valdimarsson 50 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 _______________MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Stöð 2 ► EmmanueUe Beart og at- vinnuhermaðui-inn Daniel Auteuil ganga í það heUaga þegar síðari heimsstyrjöldin er að skella á í Frönsk kona (Une Femme Francais, ‘95). Hjónaband þeirra stendur æ síðan í skugga styrjalda. Beart leikur ótrygga kvensu lítt eftirminnUega en AuteuU er þeim mun betri og túlkar kvöl hins niðurlægða eiginmanns af slíki'i innUf- un að áhorfandinn finnur tU með hon- um. AuteuU er tvímælalaust einna bestur, ef ekki langbestur leikara Frakka um þessar mundir. Leikstjóri Regis Wargnier Indókína. ★★'A. Stöð 2 ► Forrest Gump. Sjá umfjöU- un í ramma. Sjónvarpið ► Það er því miður hvergi neitt að finna um irönsku myndina Fimmta árstíðin (Season Five, ‘97), annað en hún vann tU verðlauna á Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Mann- heim/Heidelberg á síðasta ári. Við megum því búast við góðu, enda stend- ur írönsk kvikmyndagerð traustum fótum um þessar mundir og við fengið að kynnast af og tU. Leikstjóri er Rafi Pitts. Jennifer Lopez skilin ► ORÐROMURINN um hjónabandserHðleika leikkonunnar Jennifer Lopez reyndist réttur því hún hefur nú þegar gengið frá skilnaði við þjóninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar árið 1997. í frétt dagblaðsins JVew York Post sagði á dögunum að Lopez og Noa hefðu gengið frá skilnaðinum fyrir þremur mánuðum en fregnir höfðu heyrst af meintu sambandi hennar og rapparans Puff Daddy. Samband Lopez og Noa var talið stormasamt þann stutta tima sem það entist og aðeins þremur mánuðum eftir brúð- kaupið birtist frétt af heiftarlegu rifrildi hjón- anna á veitingastað í Los Angeles. Lopez hreifst af Noa þar sem hann vann sem þjónn á veitingahúsi í eigu söngkonunnar Gloriu Estefan. Það var svo rúmu ári eftir að þau hittust að hin 27 ára gamla Lopez og hinn 24 ára Noa hétu hvort öðru ævarandi ást í viðurvist 200 vina og vanda- manna. Fregnir af skiinaðinum koma, eins og fyrr segir, í kjölfar fréttar New York Post af ástarfúndi JENNIFER Lopez þykir ein af kyn- þokkafyllstu leikkonum Hollywood og er nú einhleyp á ný. Lopez og Puff Daddy. „Þau gerðu enga tilraun til að fara leynt með sambandið, voru hvort utan í öðru og var alveg sama hveijir sáu til þeirra,“ hermdu heimildir. Kynn- ingarfulltrúar stjarnanna neituðu að sjálfsögðu að um ástarsam- band væri að ræða og sögðu að þau væru bara „vinir“. Morgunblaðið býður þér að fá blaðið þitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfis- staðnum þínum hér á landi. Nýttu þér þjónustu Morgunblaðsins og fylgstu með. Hringdu í áskriftardeildina í síma og fáðu nánari upplýsingar SJONVARPSSTOÐVANNA SUNNUDAGSMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.