Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ____________________________FRÉTTIR______________ Ósland á Höfn hefur ekki mætt kröfum Hollustuverndar um mengunarvarnir Frestur til að koma upp búnaði rann út 1. júlí Ný verksmiðja á að vera fullbúin 1999 FRESTUR sem fiskimjölsverk- smiðju Óslands ehf. á Höfn var gef- inn í starfsleyfi, sem gefið var út 1. ágúst í fyrra, til að koma upp full- nægjandi lykteyðingarbúnaði rann út um síðustu mánaðamót. Kröfum um mengunarvamir hefur enn ekki verið mætt en að sögn Halldórs Arnasonar, framkvæmdastjóra Os- lands, er unnið af fullum krafti að uppbyggingu nýrrar fiskimjöls- verksmiðju sem mun uppfylla allar kröfur um mengunarvarnir. A þeirri uppbyggingu að vera lokið í maí á næsta ári. Töldu fresti of stutta og áfrýj- uðu til úrskurðamefndar Stjórnendur Oslands mótmæltu starfsleyfinu á sínum tíma, að sögn Halldórs, og töldu þá fresti sem verksmiðjunni voru gefnir óraun- hæfa og bentu jafnframt á að unnt yrði að koma fullnægjandi búnaði upp í maí á næsta ári. „Við höfum áfrýjað þessu til úrskurðarnefndar, sem starfaði samkvæmt eldri lög- um um Hollustuvernd, og teljum að okkur hafi verið gefnir of stuttir frestir. Málið lenti í klúðri við af- greiðslu vegna lagaskila á milli eldri og yngri laga um Hollustu- vernd, sem áttu sér stað á þessum tíma. Við höfum því ekki fengið að njóta þess andmælaréttar sem við eigum lögum samkvæmt. Málið stendur þar. Við starfrækjum verksmiðju okkar meðan vinnslu- leyfið er í gildi en það fellur ekki sjálfkrafa úr gildi þótt fresturinn sé hðinn,“ sagði Halldór. A góðviðrisdögum á sumrin hef- m- hafgola valdið því að lykt hefur lagt yfir bæinn. Hafa íbúar á Höfn verið óánægðir með ástand þessara mála og var safnað undirskriftum til að mótmæla því fyrir tveimur árum. Fékk verksmiðjan þá viðvar- anir Hollustuvemdar vegna þess að hún uppfyllti ekki ákvæði starfs- leyfis um að gera áætlanir um upp- setningu lykteyðingarbúnaðar, sem átti að vera lokið á síðasta ári. Var ákveðið sl. sumar að gefa árs- frest til að koma búnaðinum upp en hann rann svo út um síðustu mán- aðamót. Ákvarðanir um upphyggingu liggja fyrir „Það er verið að vinna á fullu í því að koma þarna upp fullkominni fiskimjölsverksmiðju, sem uppfyll- ir allar kröfur yfirvalda um meng- unarvamir og aðrar þær kröfur sem gerðar em til slíkra verk- smiðja," segir Halldór. „Núver- andi verksmiðja er komin til ára sinna og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar era í dag. Það liggja fyrir allar ákvarðanir hjá stjórn fé- lagsins um að ráðast í þessa upp- byggingu og það er verið að bjóða út verkþætti í því samhengi. Bræðslan er á engan hátt skaðleg fyrir umhverfið að öðra leyti en því að lyktin er hvimleið fyrir íbú- ana. Þetta er því fyrst og fremst spurning um afstöðu íbúanna hér hvort þeir umbera það við okkur meðan við eram að koma þessu í lag,“ sagði hann. Halldór benti á að verksmiðjan væri mjög vel stað- sett því ríkjandi vindáttir stæðu oftast frá bænum að verksmiðj- unni og því kæmi sjaldan fyrir að lykt frá verksmiðjunni bærist yfir bæinn. Segja ÁTVR hafna bestu kjörum SAMNINGAR milli Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins og Visa Is- lands um notkun Visa greiðslu- korta í verslunum ÁTVR hafa ekki tekist. Einar S. Einarsson forstjóri Visa Island segir að fyrirtækið muni ekki bjóða ÁTVR lægri þjón- ustugjöld en það hafi nú þegar. „Samningarnir stranda á því að þrátt fyrir að við höfum boðið þessu ríkiseinokunarfyrirtæki al- bestu kjör sem stærstu viðskipta- vinir okkar njóta þá hafa þeir ekki viljað þiggja það góða boð,“ sagði Einar. Hann sagði að ÁTVR krefð- ist lægri þjónustugjalda en tíðkuð- ust á markaði nauðsynjavara, og tók sem dæmi stórmarkaði og olíu- félög, og fyrirtækið gæti ekki fall- ist á það. „Hluti þjóðfélagsþegna nýtur nú allt í einu betri greiðslukjara en meginþoi-ri almennings við kaup á áfengi. Það má velta því fyrir sér hvort það samrýmist þeirri einok- unar- og markaðsráðandi aðstöðu sem ÁTVR hefur hér á landi, og kann vel að vera að slíkt brjóti í bága við samkeppnislög, sem mun verða kannað," sagði Einar. Morgunblaðið/Þorkell Sjónvarp frá borgarstjórnarfundum Samstarf við Sýn? BORGARYFIRVÖLD Reykjavík- ur hafa leitað eftir því við sjón- varpsstöðina Sýn að hún annist út- sendingar frá fundum borgar- stjómar. Aðalstöðin útvarpaði frá fundum borgarstjómar á síðasta kjörtímabili en hefur nú hætt því. Verið er að kanna hjá Sýn hvort áhugi er þar á bæ fyrir því að sýna beint frá fundum borgar- stjórnar. Talið er auðvelt að koma upp nauðsynlegri aðstöðu til sjónvarpsútsendinga úr Ráð- húsinu. Síðasti borgarstjórnar- fundur fyrir sumarleyfi var hald- inn í gær og er sá næsti ráðgerð- ur í byrjun september. Borgar- stjórnarfundir eru að jafnaði haldnir fyrsta og þriðja fimmtu- dag í mánuði. Eðlisfræði listaverks ÓLYMPÍULEIKARNIR í eðlis- fræði hefjast í dag. Keppendur tóku að streyma til landsins í gær og var þeim sem þegar voru komnir boðið í grill í Fjölskyldu- garðinum í Laugardai. Listakon- an Rúrí tók á móti hópnum, sýndi þeim listaverk sitt, Fyssu, og út- skýrði eðlisfræði verksins við góðar undirtektir keppenda. ■ Ekki bara keppni/30 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla kjöri fyrsta varaforseta Telja Pétur Jónsson ekki borgarfulltrúa VIÐ kosningu fyrsta varaforseta borgarstjómar Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar í gærkvöld, þar sem Pétur Jónsson hlaut átta atkvæði en sjö seðlar vora auðir, bókuðu borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins mótmæli sín. Töldu þeir ekki hafa verið farið að lögum þar sem kjörinn hefði verið vara- forseti sem ekki væri borgarfull- trúi. Á fundi borgarráðs 23. júní var lagt fram bréf Hrannars Bjöms Arnarssonar þar sem hann óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem borgarfulltrúi. Á þeim fundi lagði borgarstjóri til að Pétur Jónsson tæki við störfum hans í borgarstjórn meðan svo stæði. Báðum þessum málum var vísað til borgarstjórnar og við umræður um þau á fundi borgarstjómar í gær- kvöld gagnrýndu borgarfulltrúar sjálfstæðismanna að málin skyldu ekki borin upp til atkvæðagreiðslu hvprt fyrir sig. I bókun þeirra segir að þeir geri ekki athugasemdir við tímabundið leyfí borgarfulltrúa frá störfum. Síðan segir: „Við mótmælum hins vegar og greiðum atkvæði gegn því að varamaður í 13. sæti taki sæti hans í borgarstjórn og teljum að það fari í bága við 24. gr. sveitar- stjómarlaga nr. 45/1998, þar sem að framboði R-listans stendur Reykjavíkurlistinn einn eins og fram hefur komið hjá yfirkjör- stjóm sem og frambjóðendum R- listans fyrir kosningar.“ Varaborgarfulltrúi komi frá sömu stjómmálasamtökum Borgarfulltrúar Reykjavíkurlist- ans lögðu fram yfirlýsingu þar sem segir að samþykkt hafi verið að komi til forfalla borgarfulltrúa list- ans til lengri tíma taki sæti hans í borgarstjórn varaborgarfulltrúi frá sömu stjómmálasamtökum og sá sem forfallast tilheyrir. Muni slíkar breytingar verða tilkynntar borg- arstjórn og borgarráði. Era í yfir- lýsingunni taldir upp aðstandendur Reykjavíkurlistans, þ.e. kjördæm- isráð Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík, fulltrúaráð Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík, full- trúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík, Kvennalistinn í Reykja- vík og Regnboginn, stuðningshóp- ur Reykjavíkurlistans. Á FÖSTUDÖGUM Sama verð, aukin bjónusta, ferskari vara og meira vöruval ÞJÓNUSTA f fSLENSKRl MATVORUVERSUIN Efi GIEYMD06 Brasilíumenn á báðum áttum fyrir leikinn gegn Dönum / C4 Endurtaka ítalir leikinn frá HM á Spáni 1982? /C3 HiVI ’98 á Netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.