Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Svar Jóns Steinars Gunnlaugssonar við bréfí Halldórs Guðbjarnasonar Ekki hægt að hlaupast frá ábyrgð á efni bréfs til ráðherra MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi svar Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlög- manns við bréfí Halldórs Guð- bjarnasonar, fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans, sem birtist í blaðinu í gær. Halldór fjallaði þar um greinargerð Jóns Steinars, sem unnin var fyi’ir bankaráðið. Jafn- framt birtist í Morgunblaðinu í gær álit tveggja lögfræðinga, sem að beiðni Halldórs fjölluðu um undir- ritun hans á tveimur bréfum til við- skiptaráðherra. Athugasemd Jóns Steinars fer hér á eftir, en millifyi'- irsagnir eru Morgunblaðsins: „Halldór Guðbjarnason fyrrver- andi bankastjóri við Landsbanka íslands hf. hefur birt í fjölmiðlum bréf sitt til bankaráðsins dags. 30. júní 1998. Að efni til felur bréfið að mestu í sér gagnrýni á starfshætti mína við greinargerð þá sem ég samdi fyrir bankaráðið og varðaði réttarstöðu hinna þriggja fyrrver- andi bankastjóra við starfslok þeirra. Ég tel mér því rétt og skylt að birta opinberlega nokkrar at- hugasemdir um þetta bréf banka- stjórans fyrrverandi. Endurkrafa vegna veiði og risnu ekki gefín í skyn 1. Af skrifum Halldórs Guð- bjarnasonar mætti e.t.v. draga þá áiyktun að niðurstaða mín til banka- ráðsins hefði verið honum öndverð. Svo var ekki. Niðurstaðan var sú, að Halldór Guðbjamason bæri ekki aðra og meiri ábyrgð á þeim atrið- um sem fjallað var um í greinargerð Ríkisendurskoðunar heldur hann hafði sjálfur tekið með því að segja starfí sínu í bankanum lausu. Fyrir FORSÆTIsNEFND Alþingis hef- ur ákveðið að óska formlega eftir upplýsingum frá Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra um hvenær hon- um bárust upplýsingar frá Búnað- arbankanum um að upplýsingar sem hann veitti Alþingi um risnu- og ferðakostnað bankastjóra bank- ans hafí ekki reynst réttar. Eftir að upplýsingar bárust við- skiptaráðherra um að upphaflegt svar hans við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um risnu- og ferða- kostnað bankastjóra Búnaðarbank- ans hefði ekki verið fullkomlega rétt óskaði Jóhanna skýringa á því. For- sætisnefndin skrifaði viðskiptaráð- herra bréf og barst henni svar í síð- þeirri niðurstöðu voru færð ítarleg rök í greinargerð minni. 2. Halldór segir að athugun mín á hugsanlegum endurkröfum bank- ans á hendur bankastjórunum iyrr- verandi hafí snúist um tvö atriði, kostnað við veiðiferðir og risnu. Þetta er rangt. Athugunin snerist einnig um kostnað við utanferðir. í upphafí þess kafla í greinargerð- inni, sem um þetta fjallar, er með afskaplega skýrum hætti gerð grein fyrir þessu („1.2 Einstök athugun- arefni.“) og berum orðum tekið fram að Halldór komi einungis við sögu, þar sem fjallað er um utan- ferðirnar. Það er því alveg út í blá- inn hjá Halldóri að ég hafi gefíð í skyn að bankinn kynni að eiga end- urkröfur á hendur honum vegna veiðiferða og risnu. Ég veit ekki hvað honum gengur til að rangfæra efni greinargerðar minnar að þessu leyti. Ekki rýmri heimildir þótt skriflegan samning skorti 3. Halldór gerir athugasemdir við umfjöllun mína um ferðakostnað vegna utanlandsferða. Halldór hafði talið sig eiga rétt á að fara tvisvar á ári til útlanda með maka á kostnað bankans, þ.m.t. með fullum dagpen- ingum á borð við ráðherra í emb- ættiserindum, án þess að hann færi í erindum bankans. Hann kvað aðra bankastjóra hafa kynnt sér þessi kjör við upphaf starfa sinna. í greinargerð minni er þessi fram- burður Halldórs sérstaklega til- gi'eindur. Öllum mönnum er vitaskuld Ijóst, hversu furðuleg kjör af þessu tagi hljóta að teljast í atvinnurekstri. asta mánuði. Jóhanna taldi hins vegar þörf á ítarlegri skýringum frá ráðherra m.a. um það atriði hvenær honum bárust upplýsingar um að hið upphaflega svar hefði ekki verið rétt, en það byggðist á svörum frá bankastjórunum. Jóhanna vill fá það upplýst hvort viðskiptaráðherra hafði vitneskju um það áður en Al- þingi lauk störfum í vor að svör bankastjóranna voru ekki að öllu leyti rétt. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, segir að forsætisnefnd sé ekki í aðstöðu til að gerast rann- sóknardómari í þessu máli, en hún ætli að óska eftir nánari upplýsing- um frá viðskiptaráðherra. Það hlýtur Hall- dóri einnig að hafa verið. Samt kannaði hann ekki, hvort bankaráðið hefði tekið ákvarðanir um þetta heldur lét duga upplýs- ingar frá öðrum bankastjóra, sem þá einnig hlýtur að hafa nýtt sér sams konar heimild. Halldór vissi vel að bankaráðið fjallaði um kjör hans en ekki hinir bankastjórarnir. í grein- argerð minni taldi ég liggja nærri að ætla, „að yfírmanni sem kynnt væru slík lgör við upphaf starfs, bæri skylda til að kanna með óyggjandi hætti, hvernig stofnað hefði verið til slíkra heimilda í upphafi í því skyni að fá fullvissu um að allt væri með felldu um þær“. Þrátt fyiir þetta taldi ég ekki ástæðu til að véfengja m.a. Halldór Guðbjarnason um að hann hafí a.m.k. verið í góðri trú um að þessir hættir hefðu viðgengist við bankann fyrir hans tíð. Taldi ég m.a. af þessari ástæðu líkur standa gegn endurkröfum bankans vegna þessa kostnaðar. Gagmýni Halldórs Guðbjarna- sonar á þennan þátt í greinargerð minni virðist felast í því að ég hefði átt að áfellast bankaráðið fyrir að hafa ekki gert skriflegan ráðningar- samning við sig, þrátt fyrir óskir sínar þar að lútandi. Þessi gagnrýni er í besta falli byggð á misskilningi. Ég var að fjalla um réttarstöðu Halldórs við starfslok hans. Það lá fyrir að ekki hafði verið gerður skriflegur ráðningarsamningur við hann. Ástæður þess voru athugun minni óviðkomandi. Starfskjör hans við bankann réðust einfaldlega af öðrum heimildum en slíkum skrif- legum samningi. Svo er að sjá af skrifum Halldórs, að hann telji sig hafa haft rýmri heimildir en ella til að ráðstafa peningum bankans til persónulegra nota sinna fyrir þá sök að ekki hafði verið gerður við hann skriflegur samningur. Það er auðvitað óheimil ályktun. Af af- greiðslu minni á þessum sérkenni- legu ferðakjörum er samt ljóst, að Halldór er eins og þarna stóð á lát- inn njóta alls vafa um tilvist þeirra. Það er vandséð yfír hverju hann hefur að kvarta. Ábyrgð á efni bréfs er tekin með undirritun 4. Loks hefur Halldór Guðbjarna- son búið sér til þann málstað, að hann beri ekki ábyrgð á efni bréfs sem sent var úr bankanum og hann hafði sem bankastjóri undirritað ásamt öðrum bankastjóra. Leggur hann með skrifum sínum álit tveggja lög- manna á þessu, þar sem komist er að þeirri nið- urstöðu að í und- irskriftinni hafi aðeins falist yfír- lýsing Halldórs um að honum hafi ekki verið ljóst að efni bréfsins væri rangt!! Þessi mál- flutningur er með ólíkindum. Auð- vitað er það deginum ljósara, að með undirritun bréfs, sem hefur að geyma upplýsingar um staðreyndir máls, er tekin ábyrgð á efni þess bæði gagnvart móttakanda bréfs- ins og einnig gagnvart þeim aðila sem undirritað er fyrir, í þessu til- viki Landsbanka Islands hf. Engu máli skiptir hvort það sé venja sem stendur til þess að tveir banka- stjórar skrifi undir eða aðrar ástæður. Með tveimur undirskrift- um er verið að treysta grundvöll bréfs. Hann verður traustari fyrir þá sök að tveir bankastjórar taka með nafnritun sinni báðir ábyrgð á efninu. Undirritanir þeirra geta engan annan tilgang haft. Hvor þeirra um sig ræður því hvort hann treystir hinum eða eftir atvikum þeim undirmönnum sem tekið hafa þær upplýsingar saman sem í bréfi birtist. Hann getur ekki di-egið úr ábyrgð sinni með því að upplýsa á eftir, að hann hafí ekki kynnt sér sjálfur þá upplýsingaöflun sem að baki bjó. Ef skilningur lögfræðinganna og Halldórs væri réttur, fælist í því að- ferð til að gera upplýsingar í bréfi trúverðugar með nafnritunum en hlaupa svo frá öllu saman síðar, þegar í ljós er komið að þær reynast rangar. Það sem hér er sagt um þýðingu undirritunar undir bréf er augljóst öllum mönnum. Hér þarf enga lögfræðiþekkingu til. Menn rekur sjálfsagt í rogastans við að sjá svokallað lögfræðiálit komast að annarri niðurstöðu um þessi ein- földu atriði. í álitinu, sem fylgdi skrifum Halldórs er að mestu leyti um að ræða samantekt á óumdeild- um staðreyndum. Fæstar þeirra koma álitaefninu um þýðingu undir- skriftar Halldórs fyi'ir ábyrgð á efni þeirra upplýsinga sem bréfíð geym- ir mikið við. Álitið virðist vera skrif- að í því skyni að þjóna málflutningi Halldórs. Ég veit að þeir góðu lög- menn sem féllu í þessa freistni hefðu aldrei komist að þessari nið- urstöðu ef þeir hefðu átt að fjalla um þetta af hlutleysi. Þeir vita eins vel og ég að lögfræði er í raun fyrst og fremst aðferð heilbrigðrar skyn- semi og hefur aldrei það markmið að segja svart vera hvítt.“ Forsætisnefnd Alþingis Óskar nánari upplýs- inga frá ráðherra Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, um gagnrýni Sverris Hermannssonar Mikilvægt að rík- isendurskoðandi sé sjálfstæður ÓLAFUR G. Einarsson, forseti AI- þingis, segir að það sé forsenda fyr- ir starfsemi Ríkisendurskoðunar að stofnunin njóti sjálfstæðis í verkum sínum. Það sé útilokað fyinr stofn- unina að vinna þau verkefni sem Al- þingi hafi falið stofnuninni að vinna ef aðilar utan hennar eigi að geta gripið inn í starfsemi hennar. „Ríkisendurskoðun er mjög sjálf- stæð og það er rækilega áréttað í lögum um stofnunina sem sam- þykkt voru í fyrra, að sjálfstæði sé forsenda þess hlutverks sem stofn- unin gegni. í lögunum kemur einnig fram að ríkisendurskoðandi njóti sjálfstæðis í starfí og sé ekki bund- inn af fýrirmælum um einstaka þætti sinna starfa. Þó að forsætis- nefndin ráði ríkisendurskoðanda þá er nefndin ekki stjórn stofnunarinn- ar eins og sumir virðast halda. Við getum því ekki sett ríkisendurskoð- anda til hliðar varðandi rannsókn tiltekinna mála. Hann getur hins vegar úrskurðað sjálfan sig vanhæf- an með sama hætti og umboðsmað- ur Alþingis getur gert og gerir,“ sagði Ólafur. Ölafur sagði mikilvægt að hafa í huga að ríkisendurskoðandi og um- boðsmaður Alþingis væru ekki að kveða upp dóma. Þeir gæfu álit og gegndu eftirlitshlutverki. Alþingi getur sett ríkisendurskoðanda af „Ég sé ekki að ríkisendurskoðandi gæti búið við slík starfsskilyrði að það væri einhver sífellt að fara ofan í framkvæmd á hans athugunum. Þetta embætti verður að vera hafið yfír slíkt og njóta mikils sjálfstæðis. Ríldsendurskoðandi er hins vegar ekki ósnertanlegur. Ef hann brýtur af séi- í starfí getur þingið sett hann af. Ég vek athygli á að forsætis- nefndin getur það ekki þó að hún ráði hann. Það þarf samþykki þings- ins til að setja hann af, sem undir- strikar enn betur að forsætisnefndin hefur ekkert um hans verk að segja. Ég get vel sett mig í spor Sverris sem er mjög óánægður með meðferð- ina á sér. Ég minni hins vegar á að Svei-rir hefur gagnrýnt ríkisendur- skoðanda fyrir að taka við íyrirmæl- um frá viðskiptaráðherra. Ríkisend- urskoðandi hefur að vísu mótmælt því að hann sé handbendi ráðheir- ans. Mér finnst vera viss þversögn í gagnrýni Sverris ef hann er að ætlast til að ríkisendurskoðandi taki við fyr- irmælum frá einhverjum öðram.“ Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Ríkisendur- skoðandi ósnertan- legur? SVERRIR Hennannsson, fyrrver- andi bankastjóri, útilokar ekki að hann muni leita annarra leiða til að fá endurupptekna greinargerð rík- isendurskoðanda um risnu- og ferðakostnað bankastjóra Lands- bankans. Það kunni hins vegar að vera erfítt um vik sé sú niðurstaða forseta Alþingis rétt að ríkisendur- skoðandi sé ósnertanlegur. Forsætisnefnd Alþingis hefur hafnað beiðni lögfræðings Sverris Hermannssonar að gi-einargerð Ríkisendurskoðunar um risnu- og ferðakostnað þriggja fyrrverandi bankastjóra Landsbankans verði endurskoðuð og skipaður verði sér- stakur ríkisendurskoðandi til að annast meðferð málsins. „Mér er spurn þegar forseti Al- þingis gefur þá skýringu á afstöðu forsætisnefndarinnar að ríkisend- urskoðandi sé algjörlega sjálfstæð- ur í verkum sínum, er þá þessi vandræðaembættismaður ósnert- anlegur af öllum? Það verður að fást úr því skorið. Hins vegar virt- ist þessi ííkisendurskoðandi ekki hafa miklar áhyggjur út af embætti forseta Alþingis enda sagði hann að hann væri á launum hjá sér. Það er því ekki von á góðu ef þetta er svona saman sett.“ Sverrir sagði að það hlyti að vera íhugunarefni fyrir Alþingi ef þingið hefði gengið þannig frá lög- um um Ríkisendurskoðun að ríkis- endurskoðandi væri ósnertanleg- ur. Það gæti orðið erfitt fyrir sig að verjast slíkum embættismanni. „Ég útiloka hins vegar ekkert í þessu sambandi. Fyrr eða síðar verður öllum blöðum ríkisendur- skoðanda flett rækilega.“ ------------- Halldór Guðbjarnason Ætlast til að bankaráðið láti rann- saka tilurð bréfanna HALLDÓR Guðbjarnason, fyrr- verandi bankastjóri Landsbank- ans, segist ætlast til þess að banka- ráð Landsbankans láti rannsaka með hvaða hætti svarbréf Lands- bankans um laxveiðiferðir til við- skiptaráðherra urðu til. I Morgunblaðinu í gær var haft eftir Helga S. Guðmundssyni, for- manni bankaráðs Landsbankans, að hann gæti ekki litið svo á að Halldór væri að fara formlega fram á slíka rannsókn í ljósi þess hvernig hann orðaði þetta í svar- bréfi sínu við greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæsta- réttarlögmanns. Halldór sagði í samtali við blaðið í gær að vegna þeirrar niðurstöðu sem Jón Steinar komst að í grein- argerð sinni, ætlaðist hann til þess að bankaráðið léti skoða með hvaða hætti bréfin vora tekin saman, hver vann verkið, að tilurð undir- ritunar sinnar undir bréfin yr.ði út- listuð og hvers vegna hægt væri að fullyrða, eins og Jón Steinar gerði, að hlutur bankastjóranna þriggja væri jafn. „Niðurstaða Jóns Stein- ars gefur mér til kynna að þessi grundvallaratriði hafi ekki verið skoðuð og að þeir viti ekki, eða vilji ekki vita, með hvaða hætti þessi bréf urðu til,“ segir Halldór. i í (, % Æ k c Æ c L v í i ( V c c c c ( ( í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.