Morgunblaðið - 03.07.1998, Side 16

Morgunblaðið - 03.07.1998, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Gamalt veiðarfærahús í Eyjum fær nýtt hlutverk Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HÓPUR unglinga í Eyjum framan við húsið sem þau vinna nú við að standselja og lagfæra. í SETUSTOFU hússins. Fjölbreytt listahátíð á Seyðisfírði Seyðisfirði - Listahátíðin „Á Seyði 98“ stendur sem hæst um þessar mundir. Auk fjölda myndlistarsýn- inga sem nú eru í gangi verður tölu- vert um að vera á næstu vikum. Götuleikhús hefur verið í undirbún- ingi alla þessa viku undir stjórn Guð- jóns Sigvaldasonar leikstjóra og munu börn og fullorðnir fara með leikhús sitt út á götu um næstu helgi. Hljómstefna listahátíðarinnai' verður einnig um næstu helgi. Þar hittist á fjórða tug tónlistarmanna og ber sama bækur sínar (nótnabækur), æfír saman tónlist af öllum gerðum og kynnir síðan útkomuna fyrir áhorfendum. Þannig gefst tónlistai'- mönnum tækifæri til þess að kynn- ast persónulega og kynnast mismun- andi tónlistarstefnum og stílum auk þess sem almenningur getur átt von á óvenjulegri skemmtun. A sama tíma verða myndverk leikskólabama til sýnis almenningi. Þai' er um að ræða afrakstur samkeppni sem fór fram í tengslum við „Kariinn í tungl- inu hátíðina" - menningardag barna sem haldinn var 21. júní. Verkin sem börnin gerðu eru m.a. úr fiskimjöls- pokum, fiskikössum og tómum um- búðum. Enn er mikið líf í kringum Eyþór Þórisson hótelhaldara á Hótel Snæ- felli á Seyðisfirði. Að þessu sinni er það hvorki meira né minna en heil víkingahátíð sem hann er með á prjónunum og verður hún helgina 3.-5. júní. Hann hefur þegar látið reisa stórt samkomutjald og verið er að reisa víkingatjöld meðfram Lón- inu við hótelið. Dansleikir verða í tjaldinu bæði kvöldin þar sem Vík- Blönduósi - Blönduósingar fagna þvi laugardaginn 4. júlí að tíu ár eru liðin frá þvi bærinn fékk kaupstaðarrétt- indi. Ymislegt verður á dagskrá á af- mælisdaginn og má þar m.a. nefna listsýningu, grillveislu og dansleiki. Þetta er þriðja árið í röð sem hald- ið er upp á merkisafmæli á Blöndu- ósi. í fyrra var fagnað 100 ára afmæli brúar yfir Blöndu og árið 1996 var fagnað 120 ára verslunarafmæli á Blönduósi. Formlega var afmælishátiðin sett í Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson EYÞÓR Þórisson hótelhaldari á Hótel Snæfelli á Seyðisfirði að útskýra víkingahátíðina. ingasveitin leikur. Hátíðin er með svipuðu sniði og víkingahátíðin í Hafnai'firði og unnin í samstarfi við þá sem hana halda. Þjálfaðir bardagamenn munu sýna víkingabardaga og víkingahöfðingi verður sendur í sína hinstu fór á brennandi báti úti í Lóninu. Þá verð- ur völva á staðnum og handverks- menn sýna færni sína og hafa muni til sölu. Matur verður að hætti land- námsmanna, heilsteikt lömb og svo framvegis. Skemmtiatriði verða á kvöldvöku við varðeld fyrir alla ald- urshópa fram eftir kvöldi þá daga sem hátíðin stendur og mikil flug- eldasýning verður á laugardagskvöld- inu. Leikhópurinn Regína verður á staðnum og ósvikinn navahóindíáni. Eyþór segir hátíðina hafa verið í und- irbúningi í tæplega hálft ái’. Hann segist hvergi banginn þar sem öll að- staða á Seyðisfirði sé hin besta, tjald- stæði og gistirými næg. Ekki síst seg- ir hann jákvæð viðbrögð bæjaryfir- valda, sýslumanns og lögreglu hafa verkað hvetjandi á sig. gær þegar jafnaldrar Blönduósbæjar gróðursettu tré við Brúarland í til- efni tímamótanna. Aðal hátíðarhöldin verða svo á laugardaginn og verður dagskrá fjölbreytt. Boðið verður upp á útsýnisflug, leiktæki verða fyrir börn á tjaldstæðinu og þar verða einnig hestar til stuttra útreiðartúra. Hrönn Vilhelmsdóttir opnar textíllistsýningu í Blönduóskirkju. Grillveisla verður við Sveitasetur og dansleikur með hljómsveitinni Sixtís verða í félagsheimilinu um kvöldið. Vestmannaeyjum - Gamalt veiðar- færahús Isfélags Vestmannaeyja við Hilmisgötu hefur nú fengið nýtt hlutverk. Húsið, sem er gamalt timburhús, var nánast fullt af alls konar drasli. Hefur það staðið nær ónotað um árabil og neglt hafði ver- ið fyrir alla glugga á því. Andrés Sigurvinsson og Asta Guð- mundsdóttir, sem séð hafa un undir- búning 25 ára goslokaafmælishátíðar í Eyjum, fengu þá hugmynd að nýta mætti húsið undir einhvers konar menningarstarfsemi og fá því eitt- hvert hlutverk í miðbænum. Leituðu þau eftir því við Sigurð Einarsson, framkvæmdastjóra Isfélagsins, að hann lánaði húsið undir einhverja starfsemi og brást hann vel við hug- myndinni og hefur lánað húsið í a.m.k. sex mánuði til reynslu. Andrés sagði i samtali við Morg- unblaðið að hugmyndin um notkun á húsinu gengi út á að nýta það á sam- bærilegan hátt og Hitt húsið í Reykjavík. Hann hafi því fengið ungliðadeild Leikfélags Vestmanna- eyja í lið með sér og hafi þau stofnað götuleikhús sem verður með aðstöðu í húsinu. Hann sagði að þau hefðu ákveðið að nefna staðinn Húsið og þar yrði auk ýmissa uppákoma, svo sem leiklistar og tónlistar, félagsað- staða fyrir unglinga þar sem þeir gætu komið saman og átt eitthvert athvarf. Unglingar úr vinnuskólan- um hafa séð um að hreinsa út úr húsinu en auk þess hefur hópur ung- linga unnið að því í sjálfboðavinnu að gera húsið upp. A neðri hæð hússins er salur þar sem komið hef- ur verið fyrir litlu sviði en á efri hæðinni er setustofa. Andrés sagði að Vestmannaeyja- bær hefði stutt myndarlega við þessa hugmynd og hjálpað til að gera hana að veruleika með því að leggja til starfskrafta og efni í ýmsar lagfær- ingar. Hann sagði að með því að lag- færa húsið og koma einhveiju lífi í það væru slegnar margar flugur í einu höggi. Menningarstarfsemi í bænum væri lyft upp, útlit hússins breyttist og af því hlytist fegrun um- hverfis og unglingar fengju samastað fyrir sig. Þetta væri því afar gott mál sem hrint væri af stað. Mikill áhugi meðal unglinga Hópur unglinga var við störf í húsinu þegar Morgunblaðið kom þar við og var mikill áhugi fyrir verkinu. Allir voru á þönum enda á húsið að takast í notkun á goslokaafmælinu um helgina. Hrund Sigurðardóttir og Hafdís Víglundsdóttir eru nokk- urs konar leiðtogar í vinnuhópnum og sögðu þær að vel hefði gengið. Allir væru jákvæðir þessari tilraun og hefðu stutt hana. Þau sögðu að fyrirtæki og verslanir í Eyjum hefðu veitt þeim aðstoð á ýmsan hátt við lagfæringar á húsinu, svo sem með því að gefa málningu og ýmsa muni til að fegra húsið. Þær sögðu að ekki væri búið að fullmóta hvernig staðið yrði að rekstri hússins á næstunni, en líklega yrði komið á fót einhvers konar ráði eða stjórn sem bæri ábyrgð á rekstrinum og hefði yfir- umsjón með honum. Andrés sagði að hann hefði trú á að sá hópur sem stæði að þessu framtaki ætti eftir að láta að sér kveða í menningarlífinu. Hann sagði að mikill áhugi væri fyrir þátttöku í starfsemi götuleikhúss- ins og nú þegar væru um 20 ung- menni á fullu við að æfa gang á stulltum og að spúa eldi vegna þátt- töku í götuleikhúsinu, en það verð- ur með uppákomumr víðsvegar um bæinn um helgina í tilefni af gos- lokaafmælinu. Afmælishátíð þriðja árið í röð á Blönduósi 3100 hektara friðland án búfjár í Jökuldal og Hlíð Vaðbrekka, Jökuldal -1 tilefni sextíu ára afmælis Skógræktar- félags Austurlands var lokað friðlandi alls um 3.100 hektarar að stærð á Jökuldal og í Hlíð á Norðurhéraði. Friðlandið sem er girt af liggur neðan þjóðvegar utan frá Biskupshól við Ketils- staði í Hlíð upp að Teigará við Hjarðargrund á Jökuldal. Athöfn þessu til staðfestingar var haldin við Brúarásskóla síð- astliðinn laugardag. Þar fluttu ávörp Orri Hrafnkelsson, for- maður Skógræktarfélags Aust- urlands, og Arnór Benediktsson, oddviti Norðurhéraðs. Því næst kveiktu þeir Orri Hrafnkelsson og Sveinn Sveinsson frá Vega- gerðinni á rafmagnsgirðingunni sem lokar af svæðið. Vegagerðin greiddi efni í girðinguna en FJÖLDI manns tók þátt í gróðursetningunni. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ORRI Hrafnkelsson, formaður Skógræktarfélags Austurlands, og Arnór Benediktsson, oddviti Norðurhéraðs, kveiktu á rafmagns- girðingurmi sem lokar af svæðið. girðingin lokar einnig af svæðið meðfram veginum fyrir búfé og eiga vegirnir á þessu svæði að vera fjárlausir héðan í frá til hagræðis fyrir vegfarendur. Yfírlýsing hefur verið undir- rituð af þeim bændum sem eiga land í friðlandinu þar sem þeir skuldbinda sig til að halda land- inu búíjárlausu frá vori þar til snjóa tekur og girðinguna fenn- ir í kaf. Bændurnir ætla síðan að liólfa niður friðlandið og nota ýmist til skógræktar, land- græðslu eða beitar eftir atvikum en neðan vegar í friðlandinu er nokkuð af túnum bænda og pen- ingshús í nokkrum mæli. Eftir athöfnina gekkst Skóg- ræktarfélag Austurlands fyrir ferð um utanverðan Jökuldal og Hlíð þar sem svæðið var skoðað og gróðursettar nokkrar plönt- ur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.