Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 21

Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 21 Indónesía Suharto býr í hag- inn fyrir börn sín Jakarta. Reuters. SUHARTO, fyrrverandi forseti Indónesíu, hefur að undanförnu reynt að styrkja stöðu sína í indónesískum stjórnmálum á nýjan leik, að því er vestrænir stjórnarer- indrekar segja, í því augnamiði að verja gífurleg fjölskylduauðæfi sín gegn ásókn stjórnarherra framtíðar- innar. í frétt bandaríska dagblaðsins The New York Times í gær kemur fram að Suharto hafi ekki reynt að múta stjórnmálaleiðtogum eða her- foringjum til að ná markmiði sínu en að hann og böm hans sex hafí boðist til að fjármagna stjómmálaframboð þeirra manna sem lofa fjölskyldunni stuðningi. Er þetta talið sérstaklega eftir- tektarvert nú því að í næstu viku heldur Golkar-flokkurinn, sem fer með völd í Indónesíu, sérstakt landsþing til að velja nýja leiðtoga í helstu embætti. Suharto, sem hrökklaðist frá völdum í maí eftir að tugir þúsunda mótmælenda flykkt- ust út á götur stærstu borga lands- ins og kröfðust breytinga, situr enn í æðstu stjórnum flokksins og tvö barna hans hafa verið tilnefnd í sjö manna undirbúningsnefnd fyrir þingið. Fleiri pólitískum föngum veitt lausn? Er ekki talið að sá orðrómur að Suharto vilji reyna endurheimta for- setaembættið eigi við rök að styðj- ast heldur hyggist hann nýta um- talsverð áhrif sín og auðæfi til að tryggja stöðu barna sinna í Golkar- flokknum og jafnframt sjá til þess að þau tapi ekki viðskiptaveldi sínu. Ekki er fullkomlega ljóst hversu náið samband Suhartos er við B.J. Habibies, núverandi forseta og skjólstæðing. Habibie lofaði breyt- ingum er hann tók við embætti og í gær var frá því sagt að hann hug- leiddi að' veita um 200 pólitískum fóngum lausn. Hun Sen ber brigður á kvartanir pólitískra andstæðinga sinna Neitar ásökunum um póiitískt ofbeldi Phnom Penh. Reuters. HUN Sen, leiðtogi Kambódíu, gagnrýndi í gær stjórnarandstöðu- flokka landsins, sem hafa kvartað yfir pólitísku ofbeldi vegna kosn- inganna 26. þessa mánaðar, og sagði þá kenna pólitískum and- stæðingum um dráp sem glæpa- menn, sem tengdust ekki stjóm- málaflokkum, hefðu framið. „Þeir tala um pólitísk dráp en þetta er venjulegt ofbeldi," sagði Hun Sen við fréttamenn. Hann bætti við að ráðist hefði verið á tvo flokksbræður hans nýlega og ann- ar þeirra hefði verið drepin en hann kenndi ekki pólitískum and- stæðingum sínum um tilræðin. „Ef félagi í stjómmálaflokki er drepinn í kosningabaráttunni tala þeir um það sem pólitískt morð þótt ræningjar eða þjófar hafí ver- ið að verki,“ sagði hann. „Ef þetta væri pólitískt ofbeldi myndu þeir ekki drepa lágt setta félaga. Þeir myndu velja æðstu leiðtogana - það væri pólitískt ofbeldi." 140 ofheldismál rannsökuð Mannréttindaskrifstofa Samein- uðu þjóðanna í Kambódíu kvaðst á miðvikudag vera að rannsaka 140 ásakanir um pólitískt ofbeldi frá því um miðjan maí, m.a. ellefu dráp. Skrifstofan sagði þetta benda til þess að pólitískt ofbeldi væri al- gengt, einkum í dreifbýlinu, þar sem kosningabaráttan einkenndist af pólitískum þvingunum og ótta. Leiðtogar stjórnarandstöðu- flokkanna, þeirra á meðal Norodom Ranariddh prins, fyrr- verandi forsætisráðherra, hafa kvartað yfír því að algengt sé að stuðningsmenn Huns Sens beiti of- beldi og hótunum í kosningabarátt- unni. Hun Sen hefur hins vegar ít- rekað neitað þessum ásökunum og hvatt til þess að kosningarnar fari heiðarlega fram. Hun Sen, sem er formlega annar forsætisráðherra landsins, steypti Ranariddh, fyrsta forsætisráð- herra, eftir tveggja daga bardaga í Phnom Penh fyrir ári. Mannrétt- indaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að hartnær 100 manns hafí verið drepnir frá því Rana- riddh var steypt og flestir þeirra hafí verið í flokki hans, FUNCINPEC. Það Gríptu ^>etta tækifæri. væri sérstakt ef ]pú gerðir ketri kílakaup. Chablis Hágæða hvítvínsþrúgur 30 flöskur 4.990 kr. Nóatún 17 ■ Faxafen 12 Kringlan ■ Háholt 24. Mosfellsbær Nú er sérstakt tækifæri til að eignast sérstakan kíl á einstöku sumarverái. Special Series er sérstakur úrvalsflokkur af Toyota Corolla. Auk kins vantlaáa staáalkúnaáar í Corolla, svo sem ABS kemlakerfis, loftpúáa fyrir ökumann og farjtega og köfuápúáa fyrir alla, er Special Series meá álfelgum og vindskeiá. SPECTIAL • Corolla Special Series - Sérstakur á alla vegu <SB> TOYOTA Tákn um gceði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.