Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 23

Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 2S Atök magnast í Guinea Bissau BARDAGAR hafa nú breiðst út fyi-ir höfuðborg vestur-Af- iTkuríkisins Guinea Bissau, þar sem borgarastríð hefur geysað í þrjár vikur. Þúsundir manna hafa flúið höfuðborg- ina og hundruð þurfa nú að hörfa lengi-a. Óttast er að hungursneyð skelli á og far- sóttir breiðist út meðal flótta- mannanna. Fagnar 50 ára afmæli BRESKA heilbrigðisþjónust- an á 50 ára afmæli í vikunni, og lofaði Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, af því til- efni stofnanda hennar, Ane- urin Brevan, sem gegndi embætti heilbrigðisráðherra fyrir Verkamannaflokkinn. Ríkisstjórn Blairs hefur ekki tékist að efna það kosninga- loforð sitt að stytta biðlista í heilbrigðiskerfínu, og er raunin reyndar sú að þeir hafa lengst undanfarið ár. Frakkar fordómafullir NÆRRI fjórir af hverjum tíu Frökkum viðurkenna að þeir séu haldnir kynþáttafordóm- um, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem dag- blaðið Le Monde birti í gær. Hlutfallið er rúmlega 20% meðal Þjóðverja og Breta, en Belgar teljast fordómafyllstir allra Evi'ópubúa, þar sem hlutfallið er 45%. Könnunin í Frakklandi gaf til kynna að ungt fólk hefði síður fordóma í garð annarra kynþátta, en bændur, verslunareigendur og sölumenn eru aftur á móti fordómafyllstir. Stjórnar- flokkar tapa fylgi FLOKKAR þeir er standa að ríkisstjórn Kjell Magne Bondeviks í Noregi tapa fylgi samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Dagsavisen. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur tapað 6,3% frá því í febrúar, en nýtur þó meira fylgis en í kosningunum á síð- asta ári. Venstre fékk þá 4,5% atkvæða, en mælist nú með 3,6% fylgi, og Miðjuflokkur- inn, sem hlaut 7,9% atkvæða í kosningunum, nýtur tæplega 6% fylgis nú. Verkamanna- flokkurinn eykur hins vegar fylgi sitt úr rúmlega 30% í febrúar í 34,5% nú. Nýr miðju- flokkur á Italíu NYR miðjuflokkur, Bandalag lýðveldishollra demókrata (UDR), var formlega stofnað- ur á Ítalíu í gær undir forystu Francescos Cossigas. Þegar hafa 46 þingmenn úr báðum deildum ítalska þingsins gengið til liðs við flokkinn. ERLENT Bush í Berlín GEORGE Bush, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, brosir til ljósmyndara en hann var í Berlín í gær viðstaddur þegar svipt var hulunni af styttu til minningar um fall Berlínar- múrsins og gildi frjálsra sljórn- málaskoðana. Styttan er afsteypa af lista- verki bandaríska listamannsins Veryls Goodnight sem stendur fyrir framan George Bush-bóka- safnið í Texas. Bush var forseti Bandaríkj- anna 1989-1992 á þeim tíma þegar Berlínarmúrinn féll og Reuters Akæru á hendur Hubbel vísað frá ALRÍKISDÓMARI í Was- hington hefur vísað frá ákæru á hendur Webster Hubbel, göml- um vini Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, fyrir skattsvik og gagmýndi meðferð Kenneths St- arrs saksóknara á málinu. Dómarinn komst að þeirri nið- urstöðu á miðvikudag að Starr hefði farið út fyrir valdsvið sitt með því að ákæra Hubbel, en saksóknarinn var upphaflega skipaður til að rannsaka viðskipti Clinton-hjónanna í Arkansas fyr- ir rúmum áratug. Dómarinn úr- skurðaði ennfremur að Starr hefði svikið loforð um að veita Hubbel friðhelgi fyrir ákæru. Verði úrskurður dómarans staðfestur fyrir áfrýjunarrétti er ljóst að Starr getur ekki knúið Hubbel til vitnisburðar sem gæti skaðað forsetahjónin. Hubbel hefur lengi sagt að hann viti ekki til þess að Clinton-hjónin hafí gerst sek um lögbrot. fyrir Hewlett Packard gæði! ný HP Vectra VE með Intel Celeron örgjörvanum Intel Celeron er af nýrri kynslóð örgjörva frá Intel sem er þróaður af sama grunni og Pentium II örgjörvinn. celeron • Intel Celeron 266 MHz örgjörvi • 15" HP Ultra VGA hágæðaskjár 17“ HP 70 skjár fyrir 19.500 kr. til viðbótar • 32 MB vinnsluminni • 2,5 GB UATA harður diskur • 2 MB skjákort • Microsoft Windows 95 (Windows 98 eða NT 4,0 fáanleg) • HP TopTools stjórnunar- og eftirlitshugbúnaður • Borð- og turnvélar fáanlegar Nýja HP Vectra VE línan er einnig fáanleg með Pentium II örgjörvanum í 266-400 MHz útgáfum Þriggja ára ábyrgð* “Hafið samband við viðurkennda söluaðila og kynnið ykkur ábyrgðarskilmála Hewlett Packard Tilboðsverð skv. rammasamningi Ríkiskaupa RK-3.02 Tilboðið gildir til 30. júlí 1998 OPIN KERFIHF Höfðabakka 9 Tækniupplýsingar Viðurkenndir söluaðilar: Reykjavík: ACO hf., s. 562 7333 • Gagriabanki Islands, s. 581 1355 Akranes:Tölvuþjónustan, s. 431 4311 • Dalvík: Haukur Snorrason, s. 466 1828 Akureyri: EST lif., s. 461 2290 • Húsavilc EG Jónasson, s. 464 1990 Tölvaþjomista Austuriands: Egilsslöðum, s. 471 1111. • Höfn, s. 478 1111 Selfoss: TRS, s. 482 3184 • Kcflavík: Tölvuvaiöing ehf., s, 431 4040 m HEWLETT PACKARD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.