Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISVERNP í BANPARÍKJliNUM Mikil andstaða er við Kyoto-samninginn á Bandaríkjaþingi Trúa að tæknin geti leyst öll mengunarvandamál Orðspor Bandaríkjamanna í umhverfísmál- um er ekki sérlega gott, enda eru þeir ábyrgir fyrir losun um 25% af öllum gróð- urhúsalofttegundum í heiminum. Andstaða er við Kyotosamninginn bæði meðal stjórnvalda og almennings. Líklega er þó hvergi í heiminum að fínna jafnmikla tæknikunnáttu í mengunar- og umhverfís- málum og 1 Bandaríkjunum og margir virðast trúa því að tæknin geti leyst öll vandamál. Egill Ólafsson var í Bandaríkj- unum og kynnti sér umhverfísmál. Morgunblaðið/Egill UMHVERFISSTOFNUN Bandai-íkjanna (EPA) þarf iðulega að verja gerðir sínar fyrir dómstólum og hefur auk þess kært fjölda fyrirtækja sem grunuð eru um brot á umhverfislögum. Stofnunin hefur m.a. verið gagnrýnd fyrir að eyða of miklum fjármunum í lögfræðikostnað. TAKMARKAÐUR áhugi er á Kyotosamningnum um verndun loftslagsins í Bandaríkjunum og eru nánast engar líkur á að hann verði samþykktur á Bandaríkjaþingi fyrir kosningamar árið 2000. Það er erfítt að lýsa afstöðu Bandaríkjamanna til umhverfismála í stuttu máli. Hinn venjulegi Banda- ríkjamaður hefur að flestra mati minni áhuga á umhverfisvernd en hinn dæmigerði Evrópubúi. Banda- ríkjamenn senda frá sér gífurlega mikla mengun eins og sést best á því að þeir bera ábyrgð á 25% af öllum gróðurhúsalofttegundum sem berast út í andrúmsloftið, en þeir eru ekki nema 4% jarðarbúa. Bandaríkjamenn búa hins vegar yfír gríðarlegri tækniþekkingu í um- hverfismálum og hefur tekist að leysa mörg erfið vandamál. Þegar vandamál koma upp reyna þeir yfn-- leitt að leita tæknilegra lausna á vandanum í staðinn fyrir að reyna að breyta hegðun manna með lögum eða skattlagningu, en slíkar lausnir eru Evrópubúum miklu tamari. Andstaða við að fela stjórnvöld- um í Washington umsjón umhverfismála I lok þriggja vikna ferðar til að kynnast umhverfismálum í Banda- ríkjunum standa orð dr. Roberts Rycroft, prófessors við George Was- hington Úniversity, ofarlega í huga. „Ef þú kemur úr þessari ferð heldur ruglaðri en þú varst í upphafi ferðar hefur þú skilið um hvað umhverfis- mál í Bandaríkjunum snúast." Dr. Rycroft hefur stundað rann- sóknir og kennslu í umhverfisfræð- um í mörg ár og sent frá sér margar bækur á þessu sviði. Hann er ein- dregið þeirrar skoðunar að Banda- ríkin standi aftar en aðrar þjóðir á Vesturlöndum í umhverfisvernd. Að hluta til eigi þetta sér sögulegar ræt- ur. Bandaríkin séu gríðarlega stórt land og landnemarnir hafi getað fært sig til nýrra heimkynna þegar þeir höfðu spillt umhverfi sínu. Skipulag bandarísks þjóðfélags sé einnig með þeim hætti að erfitt sé fyrir stjórn- kerfið að ráða við erfið umhverfismál sem oftar en ekki nái til stórra svæða eða jafnvel alls heimsins. Bandaríkin eru eins og flestir vita bandalag 50 sjálfstæðra ríkja. Bandaríkjaþing setur lög um um- hverfismál, en síðan getur hvert og eitt ríki sett strangari reglur og það hafa sum þeirra gert eins og t.d. Kalifomía, sem er með strangari lög á flestum sviðum. Að auki geta sveit- arstjórnir sett sér enn strangari reglur. Þannig er Los Angeles í Kali- forníu með eigin umhverfisstefnu og Santa Monica, sem er borgarhverfi í Los Angeles, hefur sett sér ákveðin markmið í umhverfísmálum, sem eru f LOS Angeles er á degi hveijum tekið á móti 120 þúsund tonnum af sorpi. BARÁTTA umhverfissamtaka í Bandaríkjunum beinist m.a. gegn timburiðnaðinum. Skóglendi í Bandaríkjunum hefur verið að stækka á síðustu árum og er tæplega þriðjungur landsins þakinn skógi. t.d. ekki þau sömu og í Pasadena sem einnig er borgarhverfi í Los Angeles. Rycroft segir að margir ókostir séu við þetta skipulag en kosturinn sé sá að þetta gefi ríkjun- um og einstökum sveitarstjórnum tækifæri til að gera tilraunir í um- hverfisvernd, sem stundum séu síð- an færðar yfir á stærri svæði eða landið allt. „Það er ákaflega ríkt í Bandaríkjamönnum að vantreysta alríkisvaldinu og þeir reyna yfírleitt að leysa öll vandamál á sveitar- stjórnarstiginu eða í ríkisstjórnun- um áður en þeir láta þau koma til kasta alríkisins. Við reyndum að leysa umhverfisvandamál með þess- um sama hætti og það tók okkur ára- tugi að viðurkenna að þessi mál yrðu ekki leyst nema á vettvangi alríkis- stjórnarinnar," segir Rycroft. Umhverfíslög misströng milli ríkja Mjög breytilegt er frá einu ríki til annars hversu hart ríkisstjórnimar taka á umhverfismálum. Rycroft segir að þetta tengist oftar en ekki efnahag ríkjanna. Ríku ríkin fylgi yf- irleitt strangari umhverfisstefnu en fátækari ríkin sem hugsi meira um að halda niðri atvinnuleysi en að stuðla að hreinu umhverfi. V-Virgin- ía, Ai’kansas og Dakota eru dæmi um fátæk ríki sem ekki hafa sett sér háleit markmið í umhverfismálum. Rycroft segir að þó hafi ekki orðið vart við þá þróun í Bandaríkjunum að fyrírtæki fiyti starfsemi sína frá ríki sem er með strangar reglur í umhverfismálum til ríkja sem séu með slakari reglur. Þó séu dæmi um að fyrirtæki hafi flutt, en fieira en umhverfismál ráði væntanlega þar í flestum tilvikum. Hvergi í Banda- ríkjunum sé t.d. eins mikill uppgang- ur í efnahagsmálum og í Kaliforníu, sem sé með ströngustu umhverfis- löggjöfina. Alríkisstjórnin hefur vald til að hegna ríkisstjórnunum ef þeirri lág- markslöggjöf um mengunarvarnir, sem þingið hefur sett, er ekki fylgt. Alríkisstjórnin getur t.d. lækkað eða fellt niður fjárframlög til vegamála í ríkinu. Til svo róttækra aðgerða er ekki gripið fyrr en að undangengn- um viðræðum milli stjórnvalda í Washington og viðkomandi ríkis- stjórnar og ljóst þykir að ríkið ætlai’ ekki að bregðast við fyi’irliggjandi kröfum um úrbætur. Ekkert umhverfísráðuneyti til Bandaríkjamenn hafa ekki stofnað neitt umhverfisráðuneyti eins og flest Evrópuríki hafa gert. Þeir hafa hins vegar falið ýmsum stofnunum verkefni á þessu sviði og þeirra mik- ilvægust er Umhveifisstofnun Bandaríkjanna (EPA), sem stofnuð vai- í forsetatíð Nixons árið 1973. Rycroft segir að EPA sé frekar veik stofnun. Hún sé með útibú í einungis 10 ríkjum og nái í reynd naumast að sinna öllum þeim verkefnum sem henni sé ætlað að sinna. EPA gerh tillögur um lög og reglugerðir á sviði umhverfismála, setur fram áætlanir um aðgerðir í hreinsun umhverfisins og er m.a. með deildir sem búa yfir þekkingu til að bregðast við mai’gvíslegum vandamálum í umhverfismálum. Stofnunin getur m.a. sent menn á staðinn ef verða alvarleg óhöpp sem kalla á tafarlausar aðgerðir. Rycroft bendir á að eitt af því sem geri það að verkum að stjórnkeifi Bandaríkjanna sé almennt seint að gi'ípa til nauðsynlegra aðgerða í um- hveifismálum sé að stofnanir ríkisins leggi enga sérstaka áherslu á að vinna saman að lausn verkefna. Þvert á móti sé það alsiða að þær takist á og vinni hver gegn annarri. Þannig sé EPA oftar en ekki í stríði við orkumálaráðuneytið og iðnaðar- ráðuneytið. Þegai- spurt sé um stefnu Banda- ríkjanna í einhverju ákveðnu um- deildu máli á sviði umhverfisins get- ur stundum verið erfitt að gefa skýr svör vegna þess að stjórnvaldsstofn- anir landsins fylgi oft ólíkri stefnu og berjist hatrammlega fyrir sínum málstað. Flokkarnir með óiíka stefnu í umhverfismálum Verulegur ágreiningur er milli Repúblikanaflokksins og Demókra- taflokksins í umhverfismálum. Það var reyndar í forsetatíð repúblikan- ans Richard Nixons sem lög voru sett um vatnsvernd, verndun lofts- lagsins og um tegundh- í útrýmingar- hæjtu. Á seinni árum hefur Repúblikana- flokkurinn gerst æ gagnrýnni á stefnu þeirra sem vilja kosta meiru til en þegar hefur verið gert til að vemda umhverfið. I stefnuskrá sinni fyrir þingkosningarnar 1994 lýsti flokkurinn því yfir að hann myndi breyta nokkrum helstu grundvallai'- lögum í umhverfisvernd með það að markmiði að draga úr skorðum sem lögin setja. Stefnan var hluti af markmiðum flokksins við að draga úr umsvifum ríkisvaldsins og auka frelsi einstaklinganna til athafna. Flokkurinn vann góðan sigur í kosningunum og árið eftir voru lögð fram frumvörp til breytinga á lögum um vatnsvemd, hreinsun loftslagsins og um tegundir í útrýmingarhættu. Einnig vora settar fram tillögur um að selja land í eigu ríkisins til einka- aðila. Andstaða við þessar tillögur reyndist hins vegar meiri en forystu- menn Repúblikanaflokksins gerðu ráð fyrir, ekki síst hjá almenningi. Fæstar þehra urðu að lögum, fyrst og fremst vegna þess að almenning- ur var ekki tilbúinn til að stíga skref í þessa átt. Repúblikanaflokkurinn er hins vegar andvígur því að sett verði ný og strangari umhverfislög- gjöf. Flokkurinn er með meirihluta í báðum þingdeildum og þess vegna er fátt um stórtíðindi hvað varðar laga- setningu í umhverfismálum í Banda- ríkjunum þessa stundina. Demókra- taflokkurinn, sem er hlynntur því að þingið beiti sér fyrir því að skref verði stigin í átt til strangari um- hverfislöggjafar hefiu- ekki þing- styrk til að knýja stefnu sína í gegn og Repúblikanaflokkurinn, sem sett hefur fram stefnu um frjálsari um- hverfislöggjöf, leggur litla áherslu á að íylgja stefnu sinni eftir. Mikil andstaða við Kyotosamninginn Sterk staða Repúblikanaflokks- ins í þinginu gerir það að verkum að Kyotosamningurinn á mjög erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum. Raunar er einnig mikil andstaða við hann innan Demókrataflokksins. Heimildarmenn innan bandaríska stjórnkerfisins sögðu að nánast engar líkur væru á að samningur- inn yrði samþykktur í þinginu. Til að hann öðlist samþykki í öldunga- deildinni þurfa 67 þingmenn að styðja hann. Heimildarmaður úr orkumálaráðuneytinu sagðist telja að eins og staðan væri í dag myndu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.