Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 25 UMHVERFISVERND í BANDARÍKJUNUM VERULEGUR árangur hefur náðst í að draga úr loftmengun frá bandarískum fyrirtækjum. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að draga úr mengun frá bifreiðum. 20x 20 Afmælishappdrætti SL „Glaðningur með gjaldeyrinum” ÍSLAN DSBANKI Þeir sem duttu í lukkupott Samvinnuferða-Landsýnar þann 20. júní sl. fá 5.000 kr. gjaldeyrisúttekt hjá íslandsbanka. Gegn framvísun þessarar úttektar í íslandsbanka fá vinningshafarnir mjúkt og vandað baðhandklæði. Handklæðinu fylgir póstkort sem þú getur stílað á íslands- kannski 10 þingmenn ljá honum at- kvæði sitt. Starfsmenn umhverfísnefndar fulltrúadeildarinnar sögðust ekki hafa neina trú á að reynt yrði að fara með samninginn í atkvæðagreiðslu fyrir þing- og forsetakosningarnar árið 2000. Peir viðurkenndu að and- staðan við samninginn væri mjög mikil og ekki væri meirihluti fyrir honum í þinginu nú. Ved Nanda, prófessor við Háskól- ann í Colorado og stuðningsmaður Kyotosamningsins, segir að saga Bandaríkjanna sýni að það sé breyti- legt frá einum tíma til annars hvað Bandaríkin séu viljug til að taka þátt í alþjóðlegum samningum. Núna sé mikil andstaða við slíka samninga meðal stjórnvalda, en hann segist þess fullviss að þetta muni breytast. Hann bendir á að þegar umhverfis- samtök tóku að notfæra sér NAFTA-samninginn í baráttu sinni fyrir umhverfisvernd í Bandaríkjun- um hafi það valdið mikilli reiði meðal áhrifamanna í landinu. Samningurinn skuldbindur aðild- arlöndin, Bandaríkin, Kanada og Mexikó, til að setja vissar lágmarks- reglur í umhverfismálum til að koma í veg fyrir að þau geti í skjóli slakra umhverfisreglna náð til sín fyrir- tækjum og atvinnutækifærum. Ovin- sældir NAFTA-samningsins í Bandaríkjunum komi niður á stuðn- ingi við Kyotosamninginn. Umfangsmikil hreinsun mengaðra svæða Andstaða Bandaríkjastjómar við að fallast á strangar takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í Kyotosamningnum var fyrir marga sönnun þess að Bandaríkin væru ekki tilbúin til að leggja mikið á sig til að stöðva meng- un í heiminum. Dr. Robert Rycroft segir að Bandaríkin hafi almennt slæmt orð á sér í umhverfismálum og að þeir séu langt á eftir V-Evrópu þar sem vitund fólks um nauðsyn þess að fara vel með umhverfi sitt sé miklu almennari en í Bandaríkjun- um. Því verður samt ekki á móti mælt að Bandaríkin gera margt vel í umhverfismálum. Líklega er hvergi í heiminum eins mikil tæknikunnátta á þessu sviði. Skýringin er m.a. sú að Bandaríkja- menn virðast trúa afar sterkt á að hægt sé að leysa öll umhverfisvanda- mál með tæknilegum lausnum. Peim virðist einnig ganga betur að leysa afmörkuð staðbundin umhverfis- vandamál en stór vandamál sem ná til landsins alls eða umheimsins. Bandaríkjamenn hafa t.d. tekið af- ar fast á stórum erfiðum mengunar- málum þar sem eiturefni og þung- málmar hafa borist í jarðveg og grunnvatn. A vegum Umhverfis- stofnunar Bandaríkjanna (EPA) hef- ur frá árinu 1980 verið í gangi um- fangsmikið verkefni sem miðar að því að finna slíka mengun og hreinsa hana upp. Samkvæmt lögum ber fyr- irtæki sem veldur mengun að standa straum af kostnaði við að hreinsa hana. Oft er ágreiningur um hver á sökina og hefur EPA stundum þurft að standa í langvinnum dómsmálum til að fá mengunarvalda dæmda til að greiða útlagðan kostnað. Sum fyr- irtækin hafa orðið gjaldþrota áður en mengunin var uppgötvuð og í öðr- um tilvikum eiga stofnanir ríkisins, ekki síst bandaríski herinn, sök á menguninni. Alríkisstjórnin hefur því þurft að bera um 25% kostnaðar- ins. Paula Estornell, verkfræðingur hjá EPA, segir að þetta verkefni hafi reynst stæiTa og umfangsmeira en menn hafi gert ráð fyrir. í upphafi hafi verið rætt um nokkur hundruð mengunarstaði sem þyrfti að þrífa, en þegar sé búið að greina 1.500 og stöðugt fleiri staðir séu að finnast. I mörgum tilfellum taki fjölda ára eða jafnvel áratugi að ljúka hreinsun. A sumum þessara svæða séu í dag golf- vellir eða garðar. Arangurinn af starfinu sé því greinilegur. Oft hafi landeigandi náð að hagnast umtals- vert á landinu eftir að hreinsun var lokið. Mikil mengnn frá hernum I nágrenni Denver í Colorado voru tveir svona mengaðir staðir þar sem unnið hefur verið að hreinsun í bráðum áratug. A öðrum staðnum var framleitt sinnepsgas og á hinum var herinn með mjög mengandi starfsemi sem m.a. tengdist fram- leiðslu kjarnorkuvopna. Morgan Smith, talsmaður Coloradoríkis, segir að á sínum tíma hafi það verið álit margra sérfræðinga að það yrði ekki þorandi fyrir fólk að koma ná- lægt þessum svæðum næstu hund- rað árin, svo menguð hafi þau verið. Þau hafi verið afgirt og enginn skipt sér af þeim í mörg ár. A öðru svæð- inu hafi þróast merkilegt fuglalíf þrátt fyrir að það sé enn talsvert mengað. Glíman við alvarleg og erfið meng- unarvandamál hefur leitt til þess að Bandaríkin hafa þróað fullkomna tækni á þessu sviði. í Denver er t.d. mjög öflugur iðnaður á sviði meng- unarvarna sem Smith segir að sé mikilvægur hluti af atvinnulífi borg- arinnar. Hann segist hafa verið að benda forsvarsmönnum iðnaðarins á að þeir verði að huga meira að út- flutningi á þessari tækni. Hreinsun mengaðra svæða í Bandaríkjunum hafi skilað miklum árangri og vart sé að búast við því að sala á tæknikunn- áttu á þessu sviði aukist mjög mikið innan Bandaríkjana. Uppruna mengunar leitað Bandaríkin leggja mikla áherslu á að finna þann sem á sök á meng- uninni. Á vegum Umhverfisstofnun- arinnar í Denver er rekin öflug rannsóknarstofa, en eitt af megin- hlutverkum hennar er að greina mengunarsýni og finna hver á sök- ina. Diana Love, forstöðumaður EPA í Denver, segir að öll vinna stofnunarinnar miðist við að málin geti endað fyrir dómstólum og þess vegna verði vísindamenn hennar að vinna eins og lögreglumenn. Peir verði að geta varið rannsóknarnið- urstöðu sína fyrir dómstólum og geta lagt fram sannanir fyrir öllum niðurstöðum. Rannsóknarstofan tekur m.a. að sér verkefni fyrir aðr- ar stofnanir EPA, dómsmálaráðu- neytið og’FBI. Fyrir tveimur ánim setti Love á stofn nýja deild við stofnunina sem er skipuð sérfræðingum á sviði tölvu- tækni. Hlutverk þeirra er að fara inn í fyrirtæki sem eru til rannsóknar og finna upplýsingar í viðkomandi tölvu- kerfi sem getur komið að gagni við rannsóknina. Paula Smith, deildar- stjóri tölvudeildar, segir að fyrirtæki reyni oft að leyna upplýsingum eða afhenda rangar upplýsingar um starfsemi sína. Tölvudeildin hafi náð miklum ái-angri við að upplýsa brot á umhverfisreglum, árangri sem ekki hefði náðst ef menn hefðu ætlað sér að fara eingöngu í gegnum prentuð skjöl. Brot á umhverfislögum fyrir dómstólum Það kemur Islendingi, sem ferðast til Bandaríkjanna að kynna sér um- hverfismál, á óvart hversu barátta fyrir bættu umhverfi í Bandaríkjun- um er að stórum hluta háð fyrir dómstólum. Það er ekki bara að EPA þurfi að elta mengunarvalda með her lögfræðinga. Iðnfyrirtæki fara oft í mál við EPA vegna reglu- gerða sem stofnunin setur eða af- skipta hennar af starfsemi þeirra. Einstaklingar og umhverfissamtök hafa á síðustu tveimur áratugum lært að notfæra sér lögin og dóms- kerfið í baráttu sinni fyrir betra um- hverfi. Við Háskólann í Colorado er starf- andi sérstök deild sem kennir lög- fræðingum umhverfisrétt og hvernig best sé að standa að málum þegar barist er fyrir umhverfið í dómssöl- um. Deildin er stai-frækt í samvinnu við samtökin Earthlaw, en það eru samtök lögfræðinga sem taka að sér mál fyrir umhverfissamtök. Lög- fræðingarnir vinna ókeypis fyrir skjólstæðinga sína. Á síðasta ári unnu samtökin 24 mál og töpuðu tveimur. Earthlaw tókst m.a. fyrir dómi að stöðva skógarhögg í öllum 11 skógum í eigu ríkisins í New Mex- ico og Arizona. Samtökunum tókst einnig að notfæra sér ákvæði í NAFTA-samningnum, sem skuld- bindur Bandaríkin, Kanada og Mexíkó í umhverfismálum, til að grípa til aðgerða vegna vatnstöku í Arizona sem var farin að hafa alvar- leg áhrif á grunnvatnsstöðu. Samtökunum tókst einnig að stöðva skógarhögg á svæði, sem er álíka stórt og New Jersey, vegna áhrifa sem skógarhöggið hafði á lífs- afkomu blettauglunnar, en hún er á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Mark Huges, forstöðumaður deild- arinnar og meðlimur í Earthlaw, seg- ir að lögfræðingar með sérþekkingu á umhverfisrétti njóti mikillar virð- ingar í Bandaríkjunum og mikil eftir- sókn sé meðal ungra lögfræðinga eft- ir að tileinka sér sérþekkingu á þessu sviði. Ástæðan sé m.a. sú að með sigri á þessu sviði geti menn haft mikil áhrif á umhverfi sitt. banka og sent frá sumarleyfisstaðnum þínum. Sá sem sendir skemmtilegasta póstkortið vinnur helgarferð fyrir tvo til Dublin í haust með Samvinnuferðum-Landsýn! Þessir duttu I lukkupottinn þann 20. ]úni og fá sendan skemmti- legan glaðning á næstu dögum! Bknr. Nafn 136519 Lára Kemp 141210 Guðríður Sigurðardóttir 151249 Valdimar Davíösson 2527 Halla Ingólfsdóttir 143430 Rafn Magnússon 196163 Kristín Magnúsdóttir 136819 Einar Sigurðsson 186323 Rósa Matthíasdóttir 178029 Rósa Svansdóttir 250867 Jóhanna Þorleifsdóttir 158024 Sigurbjörg Sigurjónsdóttir 182792 Jóhannes Sigfússon 7206 Hrönn Róbertsdóttir 560512 Friðrik Sófusson 167010 Ólafur Ragnar Birgisson 554517 Bragi Guðmundsson 158046 Jóhannes Gunnarsson 184247 Haraldur Benediktsson 2952 Grettir Pálsson 171746 Jón Jóhannsson Við erum við símann: Virka daga frá kl. 9 - 22 Laugardaga frá kl. 12 -16 Sunnudaga frá kl. 16 -18 Bókunarsíminn er: 569 1010

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.