Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 27 LISTIR Ykt elding Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir rokksöngleikinn Grease í kvöld á stóra --------------------j ---- ----— sviði Borgarleikhússins. A þriðja tug leik- enda fer með hlutverk í verkinu. ## Orlygur Steinn Sigurjónsson fór á rennsli og spjallaði við nokkra aðstand- endur uppfærslunnar. GREASE-GELLURNAR taka Iífinu létt og undir leðri strákanna má jafnvel finna ást og yl. Rokksöngleikurinn Grease segir frá bandarísk- um stelpum og strákum á táningsaldri í leit að sjálfum sér, í heimi allsnægta með þvingandi gildismat hinna fullorðnu hangandi yfir sér. Þetta er á æskuskeiði skyndibitastaðanna, gullöld átta strokka kagganna og léttur keimur Beatkynslóðarinnar svífur yfir vötnum. Grease sýnir heim þar sem unglingar eru orðnir neytend- ur og markhópur í fyrsta skipti í mannkynssögunni, en þó án sjálf- stæðis. Það er því ekki undarlegt að tilveran verði svolítið ruglings- leg þegar í ofanálag þarf svo að burðast með illviðráðanlega kyn- hvöt og vaxtarverki. Það eru þau Selma Björnsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason sem fara með aðalhlutverkin í uppfærslu Leikfélagsins. Rúnar Freyr er á þriðja ári Leiklistarskólans og lék í Hárinu og Jesus Christ Superstar. Selma hefur leikið í Rocky Horror, West Side Story, Hinu ljúfa lífi, Meiri gauragangi og Augunum þín- um bláu. Sagan endalausa I Grease leikur um tugur leik- enda klíkuvini þeirra Sandyar og Dannys og í æfingahléi í Borgar- leikhúsinu settust nokkrir þeirra, sem eru ýmist nýútskrifaðir leikar- ar eða á lokaári í Leiklistarskólan- um, niður með blaðamanni og tjáðu upplifun sína á Grease. „Þetta er sagan endalausa um unglingahóp, sem gerist á ennþá skemmtilegri tíma en var í upphafi áttunda ára- tugarins, þegar Grease var skrif- að,“ segir Jóhann G. Jóhannsson leikari, sem leikur Sonny. „Þetta er fyrst og fremst gleði og orka og fjallar líka um vináttuna," segir Jó- hanna Vigdís Arnardóttir leiklist- arnemi, sem leikur Rizzo. „Þetta er sterkur vinahópur, sem getur hrist allt af sér og þótt þau sýni vænt- umþykju sína á heldur grófan hátt standa þau saman þegar á móti blæs.“ Edda Björg Eyjólfsdóttir leiklistarnemi minnir í þessu á samfélagsboðin sem einstakling- arnir þurfa að lúta í klíkunum tveim. „Það eru vissar reglur í klíku sem þarf að hlýða,“ segir hún. Rokksöngleikurinn Grease var fyrirmynd kvikmyndarinnar sam- nefndu sem sýnd var hérlendis árið 1978 með John Travolta og Oliviu Newton-John í aðalhlutverkum. Höfundar voru tveir, þeir Warren Casey og Jim Jacobs, og var söng- leikurinn frumfluttur í ársbyrjun 1971 í Chicago. Grease sló síðan í gegn er hann var sýndur í New York ári síðar. Hver annar en Ric- hard Gere lék síðan Danny árið 1972 þegar söngleikurinn var tek- inn til sýningar í London? Gere var 23 ára og óþekktur þá, en í annál- um er upphaf frægðar hans rakið til frammistöðunnar í Grease. Það var því vel þroskað kassastykld sem þau Travolta og Olivia Newton- John lögðu lið í einni best sóttu kvikmynd Bandaríkjanna nokki-um ái-um seinna. Svo kom Grease-æðið á Islandi en fáir höfðu hugmynd um forsöguna. „Myndin fannst mér ná andrúmsloftinu mjög vel sem um- lukti unghngana á þessum tíma,“ segii- Hildigunnur Þráinsdóttir leik- ari, sem leikur Frenchy, en tók und- ir með félögum sínum um að stráka- klíkan í upprunalega verkinu væri annað og meira en bara nafnlausir leðurjakkar sem snerust í kringum Danny. „Það sem opinberaðist fyrir mér þegar ég kom að söngleiknum var að allar persónurnar voru fólk af holdi og blóði sem átti sína sögu, þannig að það er meira utan á bein- unum í söngleiknum en í myndinni," segir Halldór Gylfason leikari. „Myndin var líka bai’a gerð í kring- um John Travolta á kostnað ann- arra hlutverka," segir Jóhann. „Travolta syngur lög sem voru ekki skrifuð fyrir Danny og þú manst varla eftir öðrum í klíkunni," segir hann. Ótrúlega skemmtileg glíma Allir voru leikendurnir sammála um að reynslan af söngleiknum Gr- ease væri dýrmætur skóli með til- liti til samhæfingar söng- og dans- atriða. „Þetta er mikil nákvæmnis- vinna og ótrúlega skemmtileg glíma,“ segir Halldór. „Við slepp- Morgunblaðið/Arnaldur ÁTTA strokka kaggi, leðurjakkar og rokkað fram í nóttina með Grease-gæjunum. SÍGILD minni í Grease; vinátta, rifrildisstúss, ást, drauniar, gleði og stuð. um samt ekki við að ljá persónun- um dýpt þótt formið heiti söngleik- ur,“ bætir Hildigunnur við. „Per- sónusköpunin er einstaklingsvinna að miklu leyti, því stjórnendur svona sýningar hafa í svo ótalmörg horn að líta og þess vegna gefst lít- ill tími til að fara með hverjum og einum í hans persónu," segir Jó- hann. Fleiri leikendur fara með hlutverk í Grease, þau Vilhjálmur Goði Friðriksson, sem leikur Doody, Inga María Valdimarsdótt- ir leikkona, sem leikur Marty, og Nanna Kristín Magnúsdóttir, leik- listarnemi á þriðja ári Leiklistar- skólans, sem leikur Patty, að ógleymdum Pálma Gestssyni leik- ai-a og Eddu Arnljótsdóttur leikkonu. Grease felur í sér lieilan stíl Grease í Borgarleikhúsinu er fluttur á íslensku í þýðingu Vetur- liða Guðnasonar. „Eg reyndi að miða þýðinguna við talmálssnið, sem lýtur oft að meiri málalenging- um en í rituðum texta, og svo nota ég slangur sem var í rauninni ekki til á sögutíma Grease, rétt fyrir 1960, en hefur öðlast þegnrétt í ís- lensku í dag,“ segir Veturliði. Titill verksins heldur sér óþýddur í upp- færslu Leikfélagsins en Veturliði segir að ekki hafi komið til tals að þýða „Grease" yfir á íslensku. „Það var vegna þess að Grease felur í sér heilan stfl og merkir svo margt annað en bara brilljantín í hárinu,“ segir Veturliði og bendir á opnun- arlag söngleiksins: Grease á sér stað, á sér stund, á sér tísku/Grea- se ervm við; það er stíllinn. „Aðal- atriðið í mínum huga var að áhorf- endur myndu sætta sig við þýðing- una og þætti hún ekki hallærisleg, þá er ég ánægður." Veturliði segist hafa þm-ft að beita sig hörðu á stundum við þýðinguna þegar kom að því að reyna á þanþol íslensk- unnar því hann segist vera nokkuð fastheldinn að upplagi. „Þetta gat verið svolítið dund, sérstaklega þegar kom að söngtextunum, og þótt ég sé ekki hagmæltur sjálfur vona ég að rím og stuðlar hafi kom- ið ágætlega út þegar það átti við.“ Leikstjórinn Kenn Oldfield hef- ur samið dansana í verkinu og aðrir listrænir stjórnendur eru Randver Þorláksson aðstoðarleik- stjóri, Ástrós Gunnarsdóttir að- stoðardansahöfundur, Jón Ólafs- son tónlistarstjóri, Elín Edda Árnadóttir búningahönnuður, Stígur Steinþórsson leikmynda- hönnuður og Lárus Björnsson ljósahönnuður. Vefmynda- sýning' í Perlunni ÞÝSKA veflistakonan Maria Uhlig heldur sýningu á verkum sínum í Perlunni og verður hún opnuð laugardaginn 4. júlí kl. 19. Frú Barbara Nagano, sendh’áðu- nautur þýska sendiráðsins, flyt- ur ávarp og opnar sýninguna, sem Maria nefnir Non’æn áhrif, en verkin hefur hún unnið eftir mótífum írá Islandi og Norður- löndunum. Meðal viðfangsefna Mariu eru hreyfingar í náttúr- unni, straumrennsli, hamrabelti og hafóldur. Maria hefur einnig unnið með og á rekavið, en vefstíl sinn kallar hún „áhrifa- mikinn ölduvef‘. Maria Uhlig er meðlimur í listamannahópnum Seltene Erden, sem hélt náttúru- listaþing að Þingeyrum í Austur- Húnavatnssýslu um miðjan júní síðastliðinn. Sýningin í Perlunni stendur til 2. ágúst. 35 verk í List- húsi Ófeigs RAGNA Sigrúnardóttir opnar málverkasýningu í boði List- húss Ófeigs á Skólavörðustíg 5 laugardaginn 4. júlí. I kynningu segir: „Á sýning- unni verða 35 verk, öll unnin í olíu og er viðfangsefnið nálægð- in við fortíðina og tengslin við kynslóðirnar sem á undan gengu.“ Þetta er 8. sýning Rögnu hér á landi en hún hefur áður sýnt meðal annars í Galleríi Fold, Galleríi Greip, Ásmundarsal og Listhúsi Ófeigs. Ragna er menntuð í Banda- ríkjunum og stundaði nám við New York University og Cali- fornia Institute of the Arts. Sýningin stendur yfir til 31. júlí og verður opin á verslunar- tíma. Fyrstu sýningarhelgi verður opið milli kl. 14 og 18 að listakonunni viðstaddri. Textílsýnin g í Blönduós- kirkju HRÖNN Vilhelmsdóttir textíl- hönnuður opnar sýningu á verk- um siiium í Blönduóskirkju laugardaginn 4. júlí kl. 15. Hrönn er fædd árið 1961 og stundaði nám við MHÍ textíl- deild 1984-1986 og 1988-1990, einnig í iðnhönnun 1990-1991. Hrönn hefur haldið þrjár einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin er opin á opnunar- tíma kirkjunnar alla daga kl. 10-12 og 14-17. Sýningunni lýk- ur 18. júlí. Þorgerður sýnir í Kringlunni ÞORGERÐUR Sigurðardóttir opnar sýningu í Kringlunni á morgun, laugardag. Sýningin verður í sýningarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar á annarri hæð gegnt Hagkaupi. „Þorgerður sækir myndefni sitt til miðaldalistar og í mynd- um hennar eru minni úr kirkju- list. Uglan er tákn viskunnar og ljónið tákn valdsins og hún spyr: Hvert stefnir valdið án viskunn- ar?“ segir í kynningu. Þorgerður er fædd árið 1945. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Þorgerður hefur fengið margar viðurkenningar fyrir störf sín og verk hennar prýða helstu söfn landsins. Sýningin er opin á sama tíma og Kringlan og lýkur 22. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.