Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 34
' 34 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Tekinn á í boxinu „Hann ergeysilega sterkur inni í boxinu og hikar ekki við að taka menn á. “ Fáar atvinnugreinar eru jafn ofurseldar lögmálum hnattvæð- ingarinnar svo- nefndu og alþjóðleg knattspyrna. Fjármagnið leitar uppi hæfíleikana og markaðinn sem tilbúinn er til að greiða uppsett verð fyrir að fá notið þeirra. Knattspyrnumenn eru seldir á milli landa fyrir upp- hæðir sem nægju myndu til að leysa nokkur verkföll hjúkrun- arfræðinga á íslandi og trúlega mætti friða nokkrar kverka- takastéttir til viðbótar ef Brasil- íumaðurinn VIÐHORF Deniison væi'í í ----- eigu íslenska Eftir Ásgeir ríkisins. Sverrisson Þótt þjóð- arstoltið dyljist fæstum þegar knattspyrnu- mennirnir kyrja þjóðsönginn af ofsakrafti á heimsmeistaramót- inu í Frakklandi eru þeir fyrst og fremst alþjóðleg verslunar- vara. Nú er svo komið að flest stærstu knattspymufélög Evr- ópu geta einungis talist, ensk, spænsk eða ítölsk vegna þess að heimavöllur þeirra er í þessum löndum. Bestu lið Evrópu eru að verða alþjóðleg fyrirtæki með alþjóðlegu starfsliði og markaðurinn er í vaxandi mæli öldungis óháður landfræðilegum takmörkunum. Islendingar hafa ekki farið varhluta af hnattvæðingunni á þessu sviði mannlífsins. Mökkur íslenskra knattspyrnumanna starfar nú í Noregi en þarlendir hafa selt flesta bestu knatt- spyrnumenn sína til útlanda á undanliðnum árum. Þau skörð þarf að fylla og leitaðir eru uppi erlendir hæfileikamenn sem fá- anlegir eru fyrir viðunandi verð. Lítil lið í réttnefndu dvergríki eru í raun varnarlaus gagnvart slíkri ásælni enda eru þau oft skuldsett og peningarnir sem fást fyrir gjaldgenga leikmenn koma sér vel. Þeir sem lofa hnattvæðingu efnahagslífsins og lögmálið góða um að fjármagnið leiti jafnan uppi hæfileikana halda því gjarnan fram að þessi þróun ógni í engu hinum smáu. Smá- þjóðir búi oftar en ekki yfir sér- tækri þekkingu sem hinir stærri sæki í. Þá megi ekki gleyma þeim styrk sem felist í menn- ingarlegum hefðum og tungu smærri þjóða. Þeirri arfleifð verði ekki svo auðveldlega ógn- að auk þess sem smáþjóðir geri sér almennt og yfirleitt ljóst að þær þurfi að standa vörð um sérkenni sín og tungu. í krafti slíkra raka er t.a.m. haldið uppi umfangsmikilli menningarstarf- semi á vegum ríkisvaldsins sem skattborgararnir standa undir. Eitt af því sem fylgir hnatt- væðingunni er síaukin sam- keppni. Þetta á ekki síst við um alþjóðlegan sjónvarpsrekstur. Og neytendur hagnast að öllu jöfnu á þessari skipan mála. Þannig geta menn nú fylgst með heimsmeistaramótinu í Frakklandi á fjölmörgum er- lendum gervihnattastöðvum, sem vitanlega eru þar með í beinni samkeppni við ríkissjón- varpið. Hvers vegna skyldu áhuga- menn um knattspyrnu á Islandi frekar fylgjast með leikjum heimsmeistaramótsins í íslenska ríkissjónvarpinu? Svarið kann að vefjast fyrir einhverjum en við blasir að þar ræður tungu- málið mestu. Menningarleg rök hljóta að kveða á um að Islend- ingar eigi rétt á að njóta þessa efnis á eigin tungumáli í sjón- vai'pi því sem skattborgurunum er gert að standa undir. Þetta mætti að minnsta kosti ætla en reyndin er hins vegar önnur. Þær lýsingar sem áhugamönnum um heimsmeist- aramótið er boðið upp á fara nefnilega langtímum saman fram á einhverju öðru máli en íslensku. „Hann er geysilega sterkur inni í boxinu og hikar ekki við að taka menn á“. Setningar sem þessar hafa áhugamenn um knattspymu mátt meðtaka oft á dag á síðustu vikum og svo virð- ist sem enginn vitiborinn maður telji ástæðu til að gera við þetta athugasemdir innan ríkissjón- varpsins. Getur verið að þar á bæ telji menn íslenskt „íþrótta- mál“ á einhvern hátt ómerki- legt? Það sem áður kallaðist „að leika á mann“ eða „reyna að snúa á mann“ heitir nú að taka mann á. Þetta er vitanlega bein þýðing úr ensku og hún er svo heimskuleg og lágkúruleg að það er nánast glæpsamlegt. Hvað í dauðanum merkir það á íslensku að taka mann á? Það sem áður nefndist „vítateigur" kalla fræðimenn á sjónvarpinu nú box að hætti enskumælandi þjóða og oft heyrist að tilteknir snillingar komi með krossa inn í boxið sem væntanlega merkir að þeir skili sendingum af könt- unum inn í vítateiginn. Lið konvd á breikinu nú um stundir þegar þau hefja gagnsókn og sóknarmenn taka boltann á vollý-inu þegar þeir skjóta við- stöðulaust að marki. Þessi ósköp hófust með til- komu sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar en þar á bæ eyðileggja menn rándýrt úrvalsefni oft- sinnis í viku hverri með íþrótta- lýsingum sem eingöngu verður jafnað við hryðjuverk. Þeir sem lýsa knattspyrnu- leikjum í ríkissjónvarpinu standast sumir hverjir fyllilega erlendan samanburð. Það er hins vegar óverjandi að þegar verst lætur skuli menn þurfa að leita á náðir erlendra sjónvarps- stöðva í þeim tilgangi einum að hlífa sér og sínum við að verða vitni að því hvernig tungumál- inu er misþyrmt af algjöru blygðunarleysi. Rökin fyrir því að ríkisvaldinu beri skylda til að standa vörð um tunguna nú þegar alþjóðavæðingin er í al- gleymingi eru hrakin á degi hverjum í ríkissjónvarpinu. Þeir sem ekki skynja hlutverk sitt og sérstöðu verða undir á tímum „hnattvæðingarinnar." Að frelsa Willy eða græða á Keikó ÉG heimsótti dansk- an vin og kollega sl. sumar, en sá er þing- maður fyrir sósalíska þjóðarflokkinn þar í landi og bóndi á Jót- landi fyrir og meðfram þingmennskunni. Eitt af gersemum búsins sem hann vildi sýna mér, fyrir utan 19du aldar myllu o.fl. (enda heitir staðurinn Klostermplle), var lið- lega þrítug meri. Hún var fædd á Islandi en hafði alið aldur sinn að mestu í Danmörku. Skemmst er frá því að segja að mér var hin mesta raun að því að sjá ásigkomu- lag aumingja skepnunnar. Hryggur- inn var svo niðursveigður að kviður- Mín niðurstaða er sú, segir Steingrfmur J. Sigfússon, að náðar- svefninn sé mannúð- legasta lausin í þeim skilningi þess orðs að það sé líka mannúð að fara vel með dýr. inn náði niður undir jörð, liðamót svo stirð að hrossið gat illa gengið o.s.frv. Ég spurði því bóndann þeirr- ar, að því er mér fannst eðlilegu, spurningar: Hefur þú ekki velt því fyrir þér að fara að fella aumingja merina? Hann horfði á mig fyrst með undrunarsvip sem síðan breytt- ist í hryllings yfir þessu villimanns- lega viðhorfi mínu. Það sem Islend- ingnum mér fannst eðlilegt viðhorf að skepna sem ekki var lengur til nokkurra nytja og hverri lífið var sjálfri orðin þjáning hana ætti að fella, fannst honum vera grimmd. Æpandi þögn Mér hefur orðið hugsað til merar- innar dansk-íslensku að undanfömu. Ástæðan er sú að það fer í taugarn- ar á mér hvernig ís- lenska þjóðin, undir forystu forsætisráð- herra síns, lætur fífla sig í Keikó-málinu svo- nefnda. Verst hefur mér þó fallið þögnin. Er ég virkilega einn um að telja okkur höfð að hálfgerðum ginning- arfíflum eða finnast fleiri sömu skoðunar? Hafa þeir þá valið þögnina fremur en standa í þeim leiðind- um að koma fram með aðra skoðun í málinu en þá sem fjölmiðlar og forsætisráðherra hafa löggilt? Hvað sem því líður og þó ég hafí um fleira að hugsa þessa dag- ana þá get ég ekki lengur orða bundist. Frelsum dýrið frá þjáningum sinum og græðgi mannanna Hvað á að gera við fullorðið dýr sem á unga aldri var tekið frá fjöl- skyldu sinni og úr sínum náttúru- legu heimkynnum og hefur síðan mátt þola misjafna vist og glímt við sjúkdóma í framandi umhverfi? Og allt þetta hefur aumingja dýrið mátt líða svo mennirnir gætu svalað for- vitni sinni og fýsnum og þó fyrst og síðast gróðafíkninni: Fernt virðist helst koma til greina: a. Það sem nú er í undirbúningi, það er að leggja aftur eða enn einu sinni á dýrið erfiða flutn- inga og síðan aðlögun að nýjum aðstæðum og umdeilanlegum hvað varðar velferð dýrsins. Afram á að ala það einmana í búri (svo lengi sem það lifir eða hvað?) og auðvitað græða á öllu saman. b. Hafa dýrið áfram þar sem það er nú, leggja ekki á það frekari flutninga og reyna að búa eins vel að því og frekast er kostur. c. Flytja dýrið á þær slóðir þar sem það var fangað, sleppa því og leyfa náttúrinni að hafa sinn gang. Jafnvel þó reynt yi’ði að koma við aðlögun hlýtur að telj- ast líklegt að dýrið yrði skamm- líft en endalokin yrðu þá í nátt- úrunní. (Sjúklingurinn, sem Keikó auðvitað er eftir meðferð mannanna, fengi þá að deyja heima.) d. Dýralæknar yrðu fengnir til þess að svæfa dýrið svefninum langa, leysa það frá þjáningum sínum, frelsa það þannig á þann eina hátt sem sennilega er hægt í reynd úr þessu. I ljósi þess sem blessuð skepnan hefur þegar mátt þola. • Þeirrar staðreyndar að háhyrn- ingar eru hópdýr þar sem fjöl- skylda eða hópur fylgist að árum saman, veiðir jafnvel saman O.S.fl’V. • Litlar líkur eru á að Keikó geti nokkurn tímann ráðið við lífið í hinni villtu náttúru á nýjan leik og enn minni á að hann finni fjöl- skyldu sína eða nái því að eign- ast nýja. • Hann, félagsveran og kynþroska í þokkabót, ef náttúrulegar hvatir eru þá fyrir hendi eftir þá með- ferð sem hann hefur sætt, virðist vera dæmur til áframhaldandi, þjáningarfullrar einsemdar. Ér mín niðurstaða sú að náðar- svefninn sé mannúðlegasta lausin í þeim skilningi þess orðs að það sé líka mannúð að fara vel með dýr. Sú niðurstaða sem Islendingar eru að láta hafa sig í að bera ábyrgð á, enn nýir flutningar og áframhald- andi búrvist, er verst. Hinir kostirn- ir tveir að láta hann ljúka ævi sinni í núverandi umhverfi eða hverfa (á vit náttúrunnar) eru betri. Islendingar hafa látið hræða sig frá því að nýta sjávarspendýr, veidd og aflífuð með skjótvirkasta mögu- legum hætti til matbjargar. Leggst ekki lítið fyrir okkur, ef við göngum nú að hluta til andstæðingum okkar í því máli á hönd, og tökum til við að gera út á áframhaldandi þjáningar blessaðrar skepnunnar. Verður eng- um fleirum en undirrituðum klígju- gjarnt yfir fleðulátum og því græðg- isyfirbragði sem hefur einkennt framgöngu flestra í þessu máli? Börn heimsins hefðu gott af þeirri kennslustund í siðfræði sem fælist í því að útskýra fyrir þeim að svefninn væri Keikó sjálfum fyrir bestu. Þá, og þá fyrst, yrði hann líka frjáls. Þá yrði það sannleikur en ekki lygi fjái’plógsmanna. Höfundur er alþingismaður. - einmana dýri í búri - Steingrímur J. Sigfússon Samkeppni á fjár- magnsmarkaði í STUTTRI blaða- grein nýlegri ræddi ég ögn frjálsa samkeppni, skilyrði fyrir henni og takmarkanir hennar. Bent var á það m.a., að markaðurinn er oft ekki nægilega stór fyr- ir mörg fyrirtæki, ef nýta á kosti fjöldafram- leiðslu. Viðeigandi dæmi um það er banka- kerfið hérlendis. Land okkar er mjög fámennt, líkt og smáhérað eða kauptún í stærri ríkj- um. Umsvifin eða velt- an er þess vegna svo lítil, að hún er ekki til skiptanna milli margra banka. Þetta kemur glögglega fram í rekstri þeirra. Svonefndur vaxta- munur inn- og útlána, sem í kanadískum viðskiptabönkum t.d. hefir lengi verið 1%, er margfaldur hjá okkur. Hann hefir verið breyti- legur, allt frá 3-4% og upp í 9%, jafn vel enn meiri í sparisjóðunum. í Ijósi þessa má furðulegt telja, að íslensk stjómvöld skuli á sínum tíma hafa stofnað þrjá ríkisbanka til að deila með sér smárri inn- og útlánaveltu. Sérlegur rekstrarkostnaður ís- lensku bankanna hefh’ svo aukið á vaxtaþung- ann, sem fyrirtæki og heimili hafa orðið að bera. Þannig hafa þrír bankastjórar lengstum verið í hverjum ríkis- bankanna, oft einn úr hverjum stjórnmála- flokki. I kanadísku við- skiptabönkunum er einn bankastjóri og annar til vara í afleys- ingar vegna forfalla. Síðarnefndu stöðuna skipar venjulega formaður banka- ráðs, svo að ekki þurfi að stofna til nýs embættis. Utlánatöp hafa og hrjáð íslenska bankakerfið, en þau eru ekki á dagskrá í þessum þætti. Einkavæðing hefir verið mjög í tísku síðustu áratugi. Hún byggist á þeirri trú, að hlutafélag sé líklegra til alls sparnaðar og eftirlits en op- inber stofnun. Að minni hyggju er Magni Guðmundsson Furðulegt má telja, segir Magni Guð- mundsson, að íslensk stjórnvöld skuli á sín- um tíma hafa stofnað þrjá ríkisbanka til að deila með sér smárri inn- og útlánaveltu. allur rekstur kominn undir fram- kvæmdastjóranum, og því ber að vanda val hans vel. Vert er að minn- ast þess, að Englandsbanki, sem lengi var talinn best rekni miðbanki í heimi, leitaði fyrir sér um banka- stjóra meðal manna, sem höfðu öðl- ast orðstír í atvinnulífinu, og voru það talin sérstök meðmæli, ef faðir- inn og jafnvel afinn höfðu skarað fram úr líka. Hér vantar fastar ráðningarreglur bæði í einkageiran- um og hinum opinbera. Persónulega virðist mér sjálf- sagður hlutur, að Landsbankinn og Búnaðarbankinn séu sameinaðir í einn banka, er veitt sé forstöðu af einum bankastjóra og varamanni hans. Höfundur er doktor í hagfræði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.