Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 36

Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Góður - betri - bestur FYRSTA greinin í þessum greinaflokki fjallaði um mengja- kennslu og hæpnar þroskakenningar sem komust í tísku í Kenn- araháskólanum fyrir 25 árum; kenningar sem flælqast fyrir ennþá. Þessi grein er um skóla- - ^ kerfí og sérkennslu. Heildstæður skóli - ein útgönguleið Fyrir röskum tveimur áratugum gengu í gildi ný fræðslulög hér á landi, lög um grunn- skóla nr. 63 1974. Þau höfðu í för með sér afgerandi breyt- ingar á ýmsum sviðum; skyldunáms- skólinn var gerður heildstæður sem kallað var; tíu ára grunnskóli með einni útgönguleið og sömu lokapróf- um fyrir alla. Áður var „skyldunni“ skipt í tvennt. Barnastiginu lauk með prófi úr 12 ára bekk og ung- lingaprófi tveimur árum síðar. Á síð- Sérkennsla hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Helga Sigur- jónsdóttir segir 1 þess- ari annarri grein af þremur um kreppu sérkennslunnar, að 1 ástæðan sé ekki vondir kennarar heldur kerfí sem virkar ekki. ari hluta gagnfræðastigsins var um tvær leiðir að velja; almennt nám í 3. bekk eða landspróf sem var að- göngumiði að menntaskólum. Al- menna náminu lauk með gagnfræða- prófi ári síðar. Þegar hér var komið sögu (um 1970) var hvort tveggja metið að jöfnu, landspróf og gagn- fræðapróf. Einnig höfðu verið stofn- aðar framhaldsdeildir við marga gagnfræðaskóla fyrir þá sem vildu taka upp þráðinn að nýju þó að áhugi á námi hefði ekki verið mikill á unglingsárunum. Þetta var sveigj- anlegt skólakerfl sem hafði slípast í áranna rás og gaf góða raun en með nýju lögunum tók við kerfi sem var ósveigjanlegt með öllu. Landsmenn hafa nú búið við það í bráðum fjórð- ung aldar. Sérkennsla Mest varð breytingin á kennslu þeirra barna sem hafa verið nefnd ýmsum nöfnum; seinfær börn, treggáfuð börn, „tossar". I stað röð- unar i bekki eftir námsárangri var fyrirskipuð svokölluð „blöndun í bekki“ og sérkennsla. Áðurnefndum . m bömum skyldi hér eftir hjálpað með sérkennslu. Hún fékk strax á sig gott orð enda bundu talsmenn nýja skólans miklar vonir við hana. Jónas Pálsson, fyrrum rektor Kennarahá- skólans, gerir sérkennurum hátt undir höfði í bók sinni Borgaraskóli Alþýðuskóli (Iðunn. 1978). Hann segir: „Sérkennarar hafa sem sé verið brautryðjendur á mörgum sviðum kennsluaðferða og náms- hátta. Viðhorf sérkennara til nem- enda sinna og vinnubrögð, sem þeir beittu, síuðust smátt og smátt inn í hinn almenna skóla. Þannig gerðu v. sérkennarar sig að nokkru leyti óþarfa.“ (Bls. 11 og 12.) Sérkennarar eiga allt gott skilið og ekki skal dregin í efa mannúð þeirra og góður hugur. Ég er hins vegar ósammála því að mannúð sé aðalsmerki sérkennara fremur en annarra kennara. Sérkennarar, eins og aðrir kennarar, eru eins misjafn- ^ ir og þeir eru margir. En vandi sér- kennslunnar (og skólans) felst ekki í misgóðum kennurum heldur í kerfinu; fyrir- komulagi kennslunnar og hugmyndum um námshæfíleika sér- kennslubarnanna. Frá upphafi hefur algeng- asta form sérkennslu verið það að barn, sem dregst aftur úr, er tekið úr bekk sínum mismarga tíma á viku og látið læra eitt sér eða með nokkrum öðr- um börnum hjá sér- kennara. Oftast er undir hælinn lagt hvaða tímum barnið missir af þegar það fer í sérkennslu. Þetta fyrirkomulag átti að hafa alla kosti umfram gamla kerfið - röðun í bekki eftir námsár- angri. Það losaði barnið við „tossa- stimpilinn" sem gjarnan fylgdi röð- uninni, barnið fengi verkefni við hæfí og síðast en ekki síst gæti bekkjarkennarinn einbeitt sér að kennslu hinna barnanna - eðlilegu barnanna. Þetta hljómar nokkuð skynsamlega. Þegar vel hefur tekist til hefur sérkennsla líka borið ár- angur, einkum í yngstu aldurshóp- unum og hafi hún varað í skamman tíma. Á þessu eru líka augljósir gallar. Þrennt ber þar hæst. Með því að taka barn úr tíma til að fara í sér- kennslu er það merkt eða stimplað ekki sípur en barnið í „tossabekkn- um“. Ég veit um börn sem rekja rætur eineltis til sérkennslunnar. í annan stað missir barnið af því sem fer fram í bekknum á meðan það er í sérkennslunni. Sé hún mikil er hætta á að barnið missi fótanna enn frekar, jafnvel í þeim námsgreinum þar sem það var sterkt fyrir. Sam- tímis er engin trygging fyrir því að sérkennslan skipti þeim sköpum að barnið komist aftur í takt við bekk- inn enda tæpast von þar sem sér- kennslan er ekki til viðbótar þeim tímum sem barnið á að fá lögum samkvæmt. I þriðja lagi er hætta á að sérkennslubarn verði utanveltu við bekkinn sinn, einkum sé sér- kennslan mikil. Þegar verst gegnir verður barnið nánast eins og gestur í eigin bekk; það á hvergi heima. Ákall foreldra í 15 ár I hálfan annan áratug hef ég unn- ið að uppbyggingu og þróun náms fyrir börn sem standa höllum fæti við lok grunnskóla. Mörg þeirra eru sérkennslubörn. Allan tímann hafa bæði börnin og foreldrar þeirra kvartað sáran yfir sérkennslunni og mjög á sama veg og hér hefur verið lýst. Alvarlegasta umkvörtunin var og er þó lítill árangur kennslunnar eða jafnvel algjört gagnsleysi henn- ar. Til vitnis þar um er slakur ár- angur barnanna á skólaprófum og sérkennslukönnun menntamála- ráðuneytis árið 1992. I henni kemur fram að mikill meirihluti kennara telur sérkennslu ekki skila tilætluð- um árangri. Ástæðan er ekki vondir kennarar heldur kerfi sem virkar ekki. Samt er svo að sjá sem skólinn vilji ríghalda í óbreytt ástand. I stað þess að taka til hendinni, henda kerfinu, endurskoða hugmyndir skólans um vitsmuni mannanna og hlusta á foreldra er sífellt kallað eft- ir meiri peningum. í Kópavogi, 20 þúsund manna bæ, kostar sér- kennslan árlega sem svarar rekstri eins grunnskóla til viðbótar þeim átta sem bæjarfélagið rekur þar nú. I tölum talið er það um 65 til 70 milljónir. I næstu grein segja foreldrar sögu sonar síns; 17 ára lesblinds drengs sem hefur enn ekki náð að fóta sig í skólakerfinu þrátt fyrir að- stæður eins og best verður á kosið og greindarvísitölu langt yfir meðal- lag. Höfundur er námsráðgjafi og kenn- arifMK. Helga Sigurjónsdóttir pm MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson GLAÐUR FRÁ Sigríðarstöðum sem Sigurður V. Matthíasson teygir hér á Murneyri á dögunum, er nú í fremstu röð vekringa og munu þeir félagar án efa blanda sér í toppbaráttuna í sumar. V axtarbroddur í kappreiðunum GÓÐ stemmning er komin í kapp- reiðar og vega þar þungt bikarmót Fáks og sjónvarpsins. Góðir tímar hafa náðst í skeiðgreinum og má mikið vera ef Islandsmetið í 150 metra skeiði heldur út sumarið. 250 metramir virðast heldur erfiðari hvað varðar metaslátt en þó er aldrei að vita hvað gerist. Fastlega má gera ráð fyrir að 22 sekúndna múrinn verði rofinn á næstu vikum en þau eru erfíð þessi sex sekúndu- brot í metið. Ætla má að kapppreiðum landsmótsins á Mel- gerðismelum verði meiri áhugi sýndur en verið hefur á stórmótum síðustu ára. Meira líf er í stökkinu um þessar mundir en þar vantar þó tilfinnan- lega meiri breidd. Hrossin frá Efri- Þverá virðast í sérflokki og vantar keppinauta sem geta skákað þeim. Tímarnir í stökkinu hafa ekki verið neitt í líkingu við það sem var á gullaldarárum kappreiðanna en ekki þarf að efast um að það breyt- ist þegar menn fara að þjálfa hross- in markvissara en gert hefur verið. Fróðlegt verður að sjá hvaða tímar nást í ágúst og september. En úr- slit í öðru bikarmóti urðu annars sem hér segir: Skeið -150 metrar 1. Lúta frá Ytra-Dalsgerði, eigandi Hugi Kristinsson, knapi Þórður Þorgeii-sson, 14,09 sek. 2. Sóti frá Geirlandi, eigandi og knapi Guðmundur Jónsson, 15,28 sek. Skeið - 250 metrar 1. Ósk frá Litladal, eigandi og knapi Sigurbjöm Bárðarson, 22,45 sek. 2. Glaður frá Sigríðarstöðum, eig- andi Hafsteinn Jónsson, knapi Sig- urður V. Matthíasson, 22,82 sek. Stökk - 350 metrar 1. Kósi frá Efri-Þverá, eigandi Halldór P. Sigurðsson, knapi Daní- el I. Smárason, 25,90 sek. GAMMUR og Vignir Siggeirs- son í léttri töltsveiflu á Murn- eyri. 2. Spóla frá Ási, eigandi Sigurbjörn Bárðarson, knapi Sylvía Sigur- björnsdóttir, 26,30. 3. Brútus frá Skammbeinsstöðum, eigandi Þor- móður Pétursson, knapi Davíð Matthiasson, 26,90 sek. Stökk - 800 metrar 1. Frigg frá Breiðabólstað, eigandi Halldór P. Sigurðsson, knapi Daní- el I. Smárason, 65,50 sek. 2. Eros frá Stóm-Gröf, eigandi og knapi Haukur Björnsson, 65,65 sek. 3. Týr frá Þúfu, eigandi Sigurbjörn Viktorsson, knapi Sigurður Ragn- arsson, 65,89 sek. Firma- og bæjakeppni Þjálfa ÁRLEG fírma- og bæjakeppni hestamannafélagsins Þjálfa í Suður-Þingeyjarsýslu fór fram nýlega og var keppnin haldin á velli félagsins á Einarsstöðum í Reykjadal. I upphafí móts var reiðsýning barna og unglinga úr þingeysk- um sveitum undir stjórn hinnar kunnu hestakonu Kolbrúnar Kristjánsdóttur í Rauðuvík í Eyjafírði, en sýningin var enda- punktur á æskulýðsdögum Þjálfa. Einnig var reiðsýning tU heiðurs hjónunum Sigfúsi og Sigríði á Halldórsstöðum í Reykjadal, en þessa sömu helgi héldu afkomendur þeirra ættar- mót. Úrslit keppninnar urðu þau að í fyrsta sæti í barnaflokki varð Halldór Logi Árnason á Blika, Andrea Þórhalldsdóttir á Fölskva varð önnur, Valþór Freyr Þráinsson á Nótt varð þriðji, Arna Benný Harðardóttir á Snæfaxa fjórða og fímmti Hjalti Gylfason á Mósa. Jón Þór Sigurðsson á Rúmba varð í fyrsta sæti í unglinga- flokki, Málmfríður Sigurðardótt- ir á Þræði önnur og Birgitta Guðmundsdóttir á Kraka þriðja. Laurie van Sande á Gyðju varð í fyrsta sæti í kvennaflokki, Sig- þóra Baldursdóttir á Bjarma önnur, Sólveig Lára Pálmadóttir á Prins þriðja og íjórða varð Sólveig Hólmfríðardóttir á Sokka. Þórarinn Illugason á Kóngi varð fyrstur í karlaflokki, Sigurður Árni Snorrason á Þengli annar, Kristján Sig- tryggsson á Dvöl þriðji, íjórði varð Kristján Snæbjörnsson á Sörla og Þráinn Ómar Sig- tryggsson á Ör fimmti. Halldór Logl keppti fyrir Sig- urlaugu og Erling á Brún, Jón Þór keppti fyrir Hriflubúið, Laurie van Sande keppti fyrir Vallabúið og Þórarinn fyrir Rauðárbúið, en allir þessir bæir fá afhentan bikar til varðveislu. Að þessu sinni tóku hátt í tvö hundruð fyrirtæki og bæir þátt í keppninni og kunna hestamenn- irnir í Þjálfa þeim öllum bestu þakkir fyrir veittan stuðning. Mótaskrárnar og umhverfísverndin ATHYGLI hefur vakið á hestamót- um undanfarið hversu ósparlega hestamenn fara með pappír við gerð mótaskráa. í dag keppast menn við að vera sem umhverfisvænstir og BRIDS Ilinsjón Arnðr (I. Ilagnarsson Norðurlandamótið í Brids 1998 Osló I GÆR voru spilaðar 3 umferðir. Opni flokkurinn byrjaði daginn illa gegn Danmörku og fékk 8 vinnings- stig á móti 22. í 3. umferð kom stór- sigur á liði Svíþjóðar, 24-6. í 4. umferð fékk Island síðan 10 stig á móti Norð- mönnum. Staðan eftir 4 umferðir: 1. Svíþjóð 77 VS 2. Noregur 71VS 3. ÍSLAND 59 VS 4. Danmörk 58 VS 5. Finnland 48 VS 6. Færeyjar 47 VS I dag eru spilaðar 2 umferðir (5. og 6. umferð), þá spilar ísland fyrst við Færeyjar og síðan við Finnland. I kvennaflokki byrjaði Island á að sigra sterk lið Danmerkur með 18 vinningsstigum gegn 12. Síðan komu tvö naum töp, 12-18 gegn sterku liði Svía og 14-16 (jafntefli á bridsmáli) gegn Finnum. Staðan eftir 4 umferð- ir í kvennaflokki: 1. Svíþjóð 78 VS 2. Noregur 64 VS 3. Danmörk 62 VS 4. ÍSLAND 58 VS 5. Finnland 50 VS Á morgun eru spilaðar 2 umferðir. í fyrri leiknum fær íslenska liðið yf- irsetu og síðan mæta þær norsku konunum. Spilarar í opnum flokki eru: Jak- ob Kristinsson, Jónas P. Erlingsson, Magnús E. Magnússon, Anton Har- aldsson og Sigurbjörn Haraldsson. I kvennaflokki spila: Hrafnhildur Skúladóttir, Soffía Daníelsdóttir, Arngunnur Jónsdóttir, Svala Páls- dóttir og fyrirliði er Stefanía Skarp- héðinsdóttir. Upplýsingar um mótið er hægt að fá hjá Bridgesambandi íslands milli 13.00 og 17.00 í síma 587-9360. Heimasíða með úrslitum frá mót- inu: http://home.sol.no/~perlange/ nordisk98p.html stór þáttur í því er að spara pappír. Á mörgum hestamótum undanfarið hefur verið bruðlað með pappír þar sem skrár hafa víða verið í brotinu A4 og aðeins prentað öðrum megin á hvert blað. Áf þessum sökum hafa skrárnar verið býsna þykkar á stærri mótum og óþægilegar í notk- un. Frá þessu hefur þó mátt finna góðar undantekningar þar sem skrár eru hafðar í brotinu A5 og báðar hliðar hverrar arkar notaðar. Benda má á skrárnar hjá Fáki, sem alltaf hafa verið til fyrirmyndar, bæði hvað varðar nýtingu á pappír, uppsetningu og stærð skráar. Hið sama má segja um skrána hjá Geysi á dögunum. I sumum tilvikum er uppsetning hreint fáránleg þar sem prentað er við hvert einasta hross eftirfarandi: Númer: 6, Hestur: Skjóni, Fæðing- arstaður: Snúrustaurastaðir, Aldur: 12 vetra, Litur: Skjóttur. Skýringar framan við upplýsingar um hrossið eru með öllu óþarfar og gera í raun hlutina ruglingslegri. Full ástæða er til að hvetja hestamenn til að huga að þessum þætti umhverfis- verndar og hinu að efni skránna sé sem aðgengilegast fyrir mótsgesti. Valdimar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.