Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 37 <
; HANS GUÐMUNDUR
HANSSON
Hans Guðmund-
ur Hansson var
fæddur 11. maí 1913
í Holti í Fróðár-
hreppi á Snæfells-
nesi. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 24. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Hans
Bjarni Arnasón, f.
27.6. 1883 í Holti, d.
1958 í Reykjavík, og
Þorjörg Þórkatla
Árnadóttir, f. 27.8.
1879 í Stapabæ á
Arnarstapa, d. 1969
í Ólafsvík. Þau bjuggu í Holti,
en fluttust 1933 til Olafsvíkur og
. bjuggu þá á Kaldalæk.
* Börn þeirra eru öll fædd í
Holti, en auk Guðmundar eru
þau: Hansbjörg Kristrún, f. 1906
d. 1906, Árni Kristinn, f. 1907,
Guðríður Margrét, f. 1911, d.
1995, Kristvin Jósúa, f. 1915,
Hallgrímur, f. 1916, d. 1997,
Þorsteinn, f. 1918, og Arnór
Lúðvík, f. 1920.
Guðmundur kvæntist eftirlif-
andi konu sinni, Elsu D. Helga-
i dóttur, 12. desember 1936 og
bjuggu þau allan sinn búskap í
Reykjavík. Börn þeirra eru: 1)
Halla, f. 1937, eiginmaður henn-
ar er Gunnlaugur Hafstein
Gíslason og eiga þau tvö börn,
Elsu Kristínu, eiginmaður henn-
ar er Björn Steinn Sveinsson og
eru börn þeirra fjögur, Gísli
Hafsteinn, eiginkona hans er
Elfur Sif Sigurðardóttir og eiga
þau tvo syni. 2) Hans Bjarni, f.
| 1942, eiginkona lians er Stein-
unn Njálsdóttb- og eiga þau þrjú
börn, Guðmund, en
eiginkona hans er
Kristín Donalds-
dóttir og eiga þau
þijú börn. Elín Rós,
en eiginmaður
hennar er Birgir
Birgisson og eiga
þau þrjár dætur, og
Berglind íris. 3)
Friðjón, f. 1945, eig-
inkona hans er
Karen Emilsdóttir
og eiga þau tvo syni,
Heiðar, eiginkona
hans er Bryndís
Kristinsdóttir og
eiga þau tvö börn, og Theódór,
en unnusta hans er Sigurlaug
Birna Bjarnadóttir. 4) Snorri, f.
1951, eiginkona hans er Lilja
Jónsdóttir og eiga þau þrjú
börn, Jón Þór, unnusta hans er
Þórdís Hjörleifsdóttir, Guð-
mund og Elsu Þórdísi.
Fyrrihluta starfsævi sinnar
stundaði Guðmundur sjómanns-
störf, fyrst með föður sínum á
áraskipum, en faðir hans var
mestan part ævi sinnar formað-
ur á slíkum bátum. Þá tók við
tímabil á bátum og togurum.
Nýtt tímabil hófst í ævi Guð-
mundar, er hann festi kaup á
vörubifreið árið 1946 og hóf
akstur frá Vörubifreiðastöðinni
Þrótti hér í borg, þar sem hann
var síðar kjörinn heiðursfélagi.
Hann hætti akstri í janúar 1991
þá 78 ára gamall. Það má því
segja að starfsævi Guðmundar
spanni um 65 ár.
títför Guðmundar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þegai- ég sest niður til að setja á
blað nokkur orð til að minnast
tengdaföður míns koma upp í hug-
ann ljúfar og hlýjar minningar um
mann sem var bæði sterkur and-
lega og líkamlega. Vinnuþrek hans
( var með ólíkindum og hjálpsemi
| hans við aðra voru engin takmörk
a sett. Skapfesta og jafnframt blíð-
* lyndi var einstakt.
Fyrsta starf hans á unga aldri
var að fara í kaupavinnu, launin
sen hann fékk fyrir þessa vinnu
voru fyrsta kálfs kvíga sem hann
lagði til heimilisins. Fyrsta vinna
sem Guðmundur vann hér fyrir
sunnan var fiskvinna úti í Viðey en
þar var þá rekin umfangsmikil út-
gerð.
Sjómennska var stór kafli í lífs-
í starfi Guðmundar, eflaust hefur
erfiðasti tíminn á sjónum verið
siglingarnar í seinni heimsstyrjöld-
inni en hann sigldi öll stríðsárin.
Ég reyndi stundum að ræða þetta
tímabil við hann, en hann eyddi því
jafnan og taldi þetta ekki neina
hetjudáð heldur eins og hvert ann-
að verk sem varð að vinna við erfið
á skilyrði.
Eftir að Guðmundur hóf akstur á
vörubifreiðum sínum var vinnudag-
( urinn oft langur og strangur, þó
taldi hann aldrei vinnudegi lokið
fyir en búið var að þrífa bílinn hátt
og lágt enda snyrtimennska eitt af
hans aðalsmerkjum. Ófáir tímar
hjá honum fóru í að snyrta, mála
og hreinsa bflana sína.
Heimili Guðmundar og Elsu eig-
inkonu hans var lengst af á tveim
( stöðum hér í borg. Arið 1941 festu
þau kaup á Vífilsgötu 18 ásamt
! vinafólld sínu Elínu og Guðmundi
* Sigurðssyni sem látinn er fyrir
nokki-um árum, en hann var frændi
Guðmundar og samstarfsmaður
bæði til sjós og lands. Þeir urðu
báðir vöi-ubifreiðastjórar eftir að
sjómennskuferli þeiira lauk. Þessi
húsakaup þóttu mikið áræði en
sýna kannski best áræði þessara
manna.
Árið 1954 flytja síðan þessar
( tvær fjölskyldur í stórt glæsilegt
á hús í Bólstaðarhlíð 35, þar sem
ekkert var til sparað í öllum frá-
gangi. Það er svo 1956 sem sá er
þessar línur skrifar kemur inn í
fjölskylduna sem tilvonandi
tengdasonur. Mér var strax tekið
sem einum af fjölskyldunni. Mér
var strax ljóst að Elsa stjórnaði
öllu heimilishaldi innan dyra af
miklum skörungsskap. Guðmundm-
kom alltaf í mat í hádeginu nema
sérstaklega stæði á vegna vinnunn-
ar og síðan var kvöldmatur kl.
19.00. Mikil festa var í öllu heimil-
ishaldi og stundvísi var ein af aðal-
reglunum. Þótt vinna Guðmundar
væri oft mikil hafði hann alltaf tíma
fyrir fjölskylduna og vora þau
hjónin alltaf reiðubúin að aðstoða í
stóra sem smáu, þegar á þurfti að
halda. Höfðingsskapur þeirra í mat
og drykk á tyllidögum er eftir-
minnilegur, gjafir þeirra til barna
og barnabarna á tyllidögum vora
alltaf höfðinglegar.
Þegar flestir fara að taka það ró-
lega og setjast í helgan stein hófu
Guðmundur og Elsa byggingu á
glæsilegu raðhúsi á Neðstaleiti 12
hér í borg. Framkvæmdir hófust
1982 og þeim lauk í september
1983. Þau fluttu þá inn í fullklárað
hús, bæði búin að halda upp á 70
ára afmæli sitt fyir á árinu með
mikilli rausn. Bjuggu þau síðan
þarna þar til þau keyptu sér íbúð á
Skúlagötu 40, þar sem þau hafa bú-
ið síðan.
Guðmundur var ekki langskóla-
genginn, aðeins með bamaskóla-
próf, eins og algengt var á þeim ár-
um þegar hann var að alast upp.
Sjálfsmenntun hans í skóla lífsins,
og mikill lestur bóka um menn og
ýmis málefni, gerðu það að verkum
að ánægjulegt og fróðlegt var að
ræða við hann um hin ýmsu mál-
efni. Guðmundur hafði mikinn
áhuga á stjórnmálum, þó ég gæti
aldrei staðsett hann í ákveðnum
pólitískum flokki. Félagshyggja og
samhjálp voru þó homsteinar í
skoðunum hans. Guðmundur tók
virkan þátt í félagsstarfí stéttarfé-
lags síns. A skemmtunum var hann
hrókur alls fagnaðar, mikill og góð-
ur dansmaður og fór alltaf hóflega
með vín. Ég minnist þess þegar
hann varð fimmtugur, að þá var
mér falið það hlutverk að sjá til
þess að drykkjarföng væra alltaf
næg hjá gestunum. Tvisvar þetta
kvöld kom Guðmundur til mín og
spurði hvort ég færi mér ekki held-
ur hægt við að bera fram veiting-
amar.
Að lokum vil ég kveðja þennan
vin minn með innilegu þakklæti
fyrir allt sem hann veitti mér, bæði
sem félagi og tengdafaðir. Guð
blessi minningu hans um alla fram-
tíð og megi Guð veita eftirlifandi
eiginkonu hans og tengdamóður
minni styrk í þeim mikla harmi
sem hún hefur orðið fyrir við frá-
fall maka síns. Að lokum vil ég fyr-
ir hönd eiginkonu minnar, barna,
tengdabarna og barnabama þakka
öllum þeim sem hjúkrað hafa þess-
um heiðurshjónum undanfarna
mánuði fyrir þeirra góðu störf.
Gunnlaugur Hafstein Gíslason,
vélfræðingur.
Eitt sinn verða allir menn að
deyja, líka ég, líka þú. Það er alltaf
erfitt að sætta sig við dauðann þó
að fólk sé orðið gamalt og veikt. Én
afi, þú munt lifa í hjarta okkar því
minningin um þig mun vera sterk
og okkur Ijóslifandi.
Ég man hvað ég var montinn
þegar ég fékk að fara með þér í
vörubflnum, ég man stundirnar í
Bólstaðarhlíðinni þegar við sátum
og spiluðum, ég man sönginn, ég
man aðfangadagskvöldin, ég man
þig. Fyrir fimm áram vorum við
saman á Kanarí, þar áttum við
bæði gleði- og sorgarstundir en
söngur þinn létti lundina. Þegar ég
spurði Andreu Rut, elstu dóttur
mína, hvaða lag þú hefðir oftast
sungið stóð ekki á svari þó að hún
hefði aðeins verið þriggja ára.
Mér er einnig minnisstætt þegar
Elma Dögg, miðdóttir mín, sagði
við þig að þú værir besta vinkona
hennar, það þótti þér gaman að
heyra og alltaf þegar þú hittir hana
spurðir þú: Hvað segir besta vin-
kona mín gott? Þér þótti gaman að
ræða um sjómennskuna og rifja
upp gamla tíma enda var ávallt
rætt um það þegar þú og Biggi,
maðurinn minn, hittust. Alltaf
reyndistu mér og fjölskyldu minni
vel og vildir allt fyrir okkur gera.
Kæri afi, við kveðjum þig með
söknuði, megi Guð styrkja ömmu,
börn ykkar og fjölskyldur þeirra í
sorg sinni.
Elín Rós og fjölskylda.
í dag er til moldar borinn elsku-
legur afí minn, Guðmundur Hans-
son, fyrrverandi vörabflstjóri. Mig
langar til að hripa niður nokkur fá-
tækleg kveðjuorð, til að minnast
þín sem varst hvers manns hug-
ljúfari og fyrii-mynd okkar allra.
Nú þegar þú ert allur koma ótal
minningarbrot upp í huga mínum.
Ég var svo lánsamur að fá að
búa í sama húsi og þið amma fyrstu
8 árin, í Bólstaðarhlíðinni. Það var
gott að geta laumað sér upp í há-
degisgraut, og platað þig síðan til
að leyfa mér að vera með þér í
vörubílnum eftir hádegi. Þeir voru
ófáir dagamir sem ég fékk að vera
með þér í vörabílnum, þá var ýmis-
legt til gamans gert, s.s sungið,
sagðir brandarar og reglulega vai’
stoppað í sjoppu til að kaupa
súkkulaði og appelsín. Þú gerðh-
mann að svo mikilvægum hjálpar-
manni, sem sá algjörlega um að
sturta, „stjórna búkkanum upp og
niður“ og margt fleira, að maður
átti oft erfitt með að ímynda sér að
þú gætir verið einn á bílnum.
Um helgar vorað þið amma dug-
leg að bjóða okkur barnabörnunum
með í bfltúr og stuttar tjaldútileg-
ur. Ég man sérstaklega eftir ferð-
um í Þjórsárdal og á Þingvöll, þær
voru ógleymanlegar. Á Þingvöllum
veiddi ég 10 fiska og þú borðaðir þá
alla um kvöldið. Þetta voru þeir
„bestu fiskar“ sem þú hafðir
nokkra sinni smakkað. Þú kunnir
að hvetja mann til dáða.
Það vora ófáir laugardagarnir,
þar sem ég og Gummi frændi kom-
um við hjá ykkur í Bólstaðarhlíð-
inni, spiluðum kana og borðuðum
síðan yfir okkur af brúntertu, en
hún var uppáhald okkar beggja.
Þú varst vinnusamur, dugnaðar-
forkur og kenndir okkur mikilvægi
þess að leggja sig fram við það sem
maður tók sér fyrir hendur. Alltaf
varst þú tilbúinn að koma á vöra-
bílnum og rétta fram þína hjálpar-
hönd, hvort sem verið var að flýtja,
ná í mold í garðinn eða eitthvað
annað, hjálpsemi þín var án tak-
markana.
Þetta síðasta ár hefur verið erf-
iður tími fyrir okkur öll, að horfa á
þig, þetta mikla hreystimenni,
heyja illskeytta baráttu við svo erf-
iðan sjúkdóm. En í þeim erfiðleik-
um kom berlega í ljós þinn sterki
persónuleiki og sálarstyi'kur.
Þú naust þess að hafa alla fjöl-
skylduna í ki-ingum þig og síðasta
samverastund okkar var einmitt á
85 ára afmæli þínu, 11. maí síðast-
liðinn, þar sem þú tókst á móti okk-
ur öllum þótt þú værir orðin mikið
veikur.
Elsku afi, þú ert nú farinn í þína
síðustu ökuferð, við brotthvarf þitt
hefur myndast stórt skarð í fjöl-
skylduna, en góðar minningar um
þig hjálpa okkur að fylla þetta
skarð, og af þeim eigum við svo
sannarlega nóg og munu þær lifa
með mér og fjölskyldu minni um
ókomna tíð.
Ó hve heitt ég unni þér!
Allt þitt besta í hjarta raér
vaktir þú og vermdir þinni ást.
Æskubjart um öll mín spor
aftur glóði sól og vor,
og traust þitt var það athvarf,
sem mér aldrei brást.
(Tómas Guðm.)
Þinn sonarsonur,
Heiðar Friðjónsson.
Mig langar að minnast afa míns,
Guðmundar Hanssonar. Það er
margs að minnast þar sem ég sem
þetta skrifa er elsta barnabam afa
og ömmu. Ég bjó í sama húsi og
þau fyrstu sex ár ævi minnar í Ból-
staðarhlíð 35 í Reykjavík. Frá
þessum áram era minningarnar
ekki mjög skýrar, en þó á ég minn-
ingar sem eru ljóslifandi fyrir mér.
Þær sem era tengdar afa og ömmu
eru góðar. Það var gott að sitja hjá
afa, syngja með honum, láta hann
segja sér sögur og ekki má gleyma
öllum spilunum. Því ef maður bað
afa að koma í Olsen Olsen, Veiði-
mann eða hvaða spil sem var var
hann alltaf til. Síðan hefur afi hald-
ið áfram að spila og þá líka við
bömin mín, sem varla vora komin
inn til þeirra þegar þau báðu þau
um að spila og alltaf var það auð-
sótt. Svo er ein minning frá jólun-
um 1965, sem er mjög skýr í mín-
um huga og lýsir afa mjög vel. Það
var aðfangadagsmorgunn og vinur
minn kom í heimsókn og sagði mér
að hann væri búinn að opna allar
gjafirnar sínar og ég skýldi bara
gera það líka, sem ég og gerði. Síð-
an langaði mig til að fara upp til
ykkar ömmu og sýna ykkur hjúki'-
unarbúninginn sem ég fékk og þá
mætti ég þér í stiganum og þá
sagðirðu við mig: Heyrðu Elsa
mín, í hverju ert þú? Ég er í jóla-
gjöfinni frá þér og ömmu. En Elsa
mín, jólin eru ekki komin, við skul-
um biðja hana ömmu þína að
hjálpa okkur að pakka öllu inn aft-
ur og láta ekki nokkurn vita. Á
þetta var aldrei minnst fyrr en ég
var orðin fullorðin. Þetta finnst
mér lýsa afa og ömmu vel, enginn
hávaði, bara gert, því aldrei man
ég til þess að afí skipti skapi.
Síðan skildi leiðir og ég flutti
með foreldrum mínum í Safamýr-
ina, en alltaf var jafn gaman að
koma til afa og ömmu, og var ég
þar daglegur gestur alla mína
bemsku. Einnig minnist ég ferða-
laganna sem ég fór með þeim
ásamt frændum mínum og var þá
aldrei neitt til sparað því það var
aldrei neitt of gott eða mikið sem
afi gerði fyrir okkur öll.
Svo liðu árin og ég flutti norður í
land ásamt fjölskyldu minni. Þá
hittumst við sjaldnar, en alltaf þeg-
ar við komum í bæinn var heimili
ykkar afa og ömmu opið fyrir okk-
ur, og það vora alltaf höfðinglegar
móttökur sem við fengum.
í september 1997 uppgötvaðist
sá sjúkdómur hjá þér sem síðar
lagði þig að velli. Kvöldið áður en
þú fórst í þá aðgerð átti ég samtal
við þig í síma, þar sem þú sagðir
við mig að þú hefðir átt góða ævi,
ættir góða og vel gerða fjölskyldu
og hefðir ekkert að kvarta yfir, ’
nema það að þú hefðir áhyggjur af
ömmu. En þú sagðir líka að þú
værir tilbúinn að lifa lengur, því líf-
ið væri svo gott. Þú áttir sæmileg-
an fyrrihluta vetrar, en síðan fór að
draga af þér. Hinn 11. maí sl.
varðstu 85 ára og þá hélstu síðasta
stórboðið þitt, þar sem allir voru
mættir. Þar stóðst þú í dyranum
og tókst á móti öllum með bros á
vör. Þér leið alltaf best með fjöl-
skyldunni, sérstaklega ef þú varst
gestgjafinn.
Afi minn, nú ert þú farinn þang-
að sem við eigum öll eftir að fara
að lokum. Ég og fjölskylda mín
biðjum góðan Guð að geyma þig og
styrkja ömmu í sorg hennar.
Megi Guð geyma þig elsku afi.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar,
Elsa Kristín Gunnlaugsdóttir.
Nú er hann elsku afi minn búinn
að kveðja þennan heim. Barátta
hans við einn illvígasta sjúkdóm
nútímans stóð lengi og tók sinn toll
en lífsviljinn var hans sterka vopn
og mun ég ávallt minnast hans fyr-
ir það. ^
Afi eyddi mörgum stundum við
lestur hin síðari ár og var ætíð vel
upplýstur um það sem var að ger-
ast í kringum hann. Á ferðalögum í
kringum landið fræddi hann okkur
börnin um þær slóðir sem við vor-
um stödd á hverju sinni og hafði
gaman af.
Það var alltaf notalegt að koma í
heimsókn til ömmu og afa á Skúló
vegna þess hve vel þau tóku á móti
manni. Afa fannst mjög gaman að
spila við okkur barnabörnin og átt-
um við þá margar góðar samveru-
stundir. Oftast var spilaður kani en
þegar ég var lítill fannst mér lang
skemmtilegast þegar amma og afi
spiluðu saman. fý-
Afi fylgdist ávallt með veiðiferð-
um okkar feðga og fannst ekkert
betra en nýveiddur silungur og lax
sem við færðum honum eftir veiði-
ferðir. Ég mun líka seint gleyma
þeim degi þegar við feðgar voram í
laxveiði í Hvalfirðinum og afi og
amma komu í stutta heimsókn. Þar
varð afi vitni að því þegar tveir
stærstu laxar túrsins voru dregnir
á þurrt og talaði hann lengi um hve
gaman honum hafði þótt að verða
vitni af þessum atburði.
Ég veit að það var ein ósk þín
áður en þú myndir kveðja þennan
heim að þú fengir að sjá ófædda
barnið mitt sem og þú minntist á
þegar við hjónin komum til þín á *
spítalann stuttu áður en þú lést.
Því miður varð þér ekki að ósk
þinni og lætur það enn bíða eftir
sér. Minningar um þig þyrlast upp
í huga mér á þessari erfiðu stundu
og ég vil þakka þér allar þær góðu
stundir sem við áttum saman.
Elsku amma mín. Guð fylgi þér
og gefi þér styrk í þessari miklu
sorg.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum r
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.I.H.)
Theódór og Birna.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.