Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 39 < 1 i i 1 i i i i ! Í i 4 i i 1 4 4 1 4 i 4 4 4 4 4 4 + Þorvaldína Gunnarsdóttir var fædd í Húsavík á Borgarfirði eystra 12. desember 1910. Hún lést á St. Jós- efsspítala 22. júní siðastliðinn. For- eldrar liennar voru hjónin Ragnheiður Stefánsdóttir frá Teigaseli á Jökuldal og Gunnar Jónsson frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, oft- ast kenndur við Fossvelli. Þorvaldína var níunda í röð- inni af fjórtán systkinum en þrettán þeirra komust til full- orðinsára. Af þeim eru þrjú á lífi: Stefán, f. 1901, Bergþóra, f. 1912 og Sigrún, f. 1917. Látin eru: Jónína f. 1899, d. 1989, Ragnar, f. 1902, d. 1967, Þórdís, f. 1903, d. 1995, Guðný, f. 1905, d. 1984, Helgi, f. 1906, d. 1988, Aðalsteinn, f. 1909, d. 1988, Karl, f. 1914, d. 1988, Baldur, f. 1915, d. 1998 og Hermann, f. Tengdamóðir mín, Þorvaldína Gunnarsdóttir, sem jarðsett verður í dag, var algjör andstæða hinnar margumtöluðu tannhvössu tengda- móður. Hún var einstaklega tillits- söm í umgengni og mild í orðum og athöfnum. Öll þau 30 ár sem við þekktumst varð okkur ekki sundur- orða eitt einasta sinn. Umgengumst við þó ekki aðeins á stórhátíðum heldur reglulega allt árið um kring. Árið 1985 fórum við Guðrún með öll bömin í fimm vikna ferð um Dan- mörku og skipuðust mál svo að Þor- valdína fór með okkur í þessa ferð, en hana hafði þá lengi langað að fara aftur um Danmörku, þar sem hún dvaldist ung við nám í vefnað- arft-æðum. Atti hún góðar minning- ar um Danmerkurdvölina og var það mér mikil ánægja að geta stuðl- að að því að hún fengi tækifæri til að rifja þær upp. Þorvaldína var á þessum tíma 75 ára og líkamlega heilsan alls ekki fuligóð. Þrátt fyrir það var hún enginn eftirbátur hinna yngri í ferðadugnaði og svo góð voru samskiptin að ekki féll eitt styggðaryrði í þessari löngu ferð. Þó líkamleg heilsa Þorvaldína væri ekki góð mörg seinni árin var hún ávallt fullsjálfbjarga og tápleg hvar sem hún kom og sínu góða andlega atgervi og fjöri hélt hún óskertu út ævina. Ég efast ekkert um að Þor- valdína, sem og aðrir gengnir, lifir með okkur áfram en hvort sem það er rétt eða rangt munu minningarn- ar um hana verða mér til ánægju um alla framtíð. Skúli Th. Fjeldsted. 1920, d. 1951. Hinn 5. október 1940 giftist Þor- valdína Þór Jó- hannssyni rafvirkja, f. 7. september 1905 á Möðruvöllum í Eyjafirði og settust þau að í Hafnar- firði. Þór lést 30. desember 1953. Börn þeirra eru: 1) Ragna Gunnur, f. 3. maí 1941, gift Olafi Bjarna Bergs- syni. Þeirra synir eru: Þór, Bergur, Þorvaldur og Gunnar. 2) Skúli, f. 31. maí 1943, kvæntur Hrafn- hildi Sigurbjörnsdóttur. Dætur þeirra eru: Ina, Björg og Ragn- heiður. 3) Guðrún Bergþóra, f. 3. ágúst 1948, gift Skúla Th. Fjeldsted. Þeirra börn eru: Jónína, Kjartan og Þóra. Barna- börnin eru 10 talsins. Útför Þorvaldínu fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sokkum og vettlingum sem sann- kallað listahandbragð var á. Hún bar hag okkar barnabarn- anna ávallt fyrir brjósti, fylgdist með okkur af áhuga og studdi okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur í lífinu, enda leituðum við ósjaldan til hennar þegar mikið lá við. Það sama var að segja um ástúð hennar og áhuga á barnabarnaböm- unum en hún naut þess að hafa þau í kringum sig. Nú er komið að kveðjustund og við þökkum henni Inu ömmu fyrir samverustundirnar. Megi hún hvíla í friði. Nú legg ég augun aftur ó, Guð þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Ævirstmigaóþértaka mér yfir iáttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ég fel í forsjá þína Guð faðir sálu mína því nú er komin nótt. Um ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Barnabörn. Elsku amma mín. Ég vildi að ég hefði getað verið hjá þér og kvatt þig að lokum. En þó að ég sakni þín, þá veit ég að þér líður vel á himnum hjá Guði og það átt þú mest allra skilið. Þótt ég fái ekki að sjá þig aft- ur, býrð þú alltaf í hjartanu mínu. Þóra Fjeldsted. Enn saxast á systkinahópinn stóra sem kerindi sig við Fossvelli á Jökuldal. Og nú er hún horfin sú sem fegurst var, Þorvaldína Gunn- arsdóttir - Ina frænka mín. I albúm- inu heima þegar ég var barn var mynd af henni sem ég fékk aldrei nóg af að horfa á. Þar brosir ung stúlka sakleysislega til ljósmyndar- ans - og þó stafar frá henni kvenleg- um þokka. Hún er með heklað sjal á öxlunum og perlufesti um hálsinn, en ekki var það skartið sem heillaði mig og ekki blikandi björt augun. Nei, það sem laðaði mig að þessari mynd var hárið. Stórir liðir upp af enninu og fest með grannri spennu neðst í vinstri vanga. Mikið hár og þykkt - og liðað. Þegar ég fór til hárgreiðslukonu fyrir ferminguna til að fá permanent, eins og þá var skylda og þótti boða sjálfsögð endalok léttúð- ar æskunnar og upphaf kvalafullra fullorðinsára, þá hafði ég með mér myndina af ínu frænku og sýndi hárgreiðslukonunni og bað hana að gera mig svoleiðis. Henni fannst í orði kveðnu alveg fráleitt árið 1957 að herma eftir hártísku frá því um 1930, en líklega hefur aðalástæðan fyrir tregðunni verið sú að hún sá ekki að mitt rennislétta lina hár gæti nokkum tíma orðið jafnlifandi, þykkt og ástríðufullt og hárið á ínu frænku. Ég bað hana samt um að reyna og dapurlegan árangurinn má sjá ef einhver eintök em enn varðveitt af fermingarmyndunum af mér. ína frænka átti líka sérstakan stað í hjarta fjölskyldu minnar vegna þess að hún opnaði hús sitt af eðlislægu örlæti íyrir okkur þegar við fluttum suður árið 1953 og höfð- um engan samastað. í heilt sumar finnst mér við hafa búið hjá henni í litla húsinu við Hraunstíg í Hafnar- firði. Þar bjuggu þá þau hjónin, og Þór bóndi hennar mikið veikur, böm þeirra þrjú og við þrjú og þó var enn rúm fyrir unga konu sem var að bylta hugmyndum Hafnfirð- inga um bamsfæðingar, Huldu Jensdóttur ljósmóður. Mér fannst þetta mikið hús og merkilegt allt sem gerðist þar og mætti lengi una sér við minningar. Hér skal aðeins nefnt í viðbót að ína frænka rækt- aði kál í garðinum sínum og lét mig borða það. Henni þótti á sinn kurt- eislega hátt svo sjálfsagt að henni væri hlýtt að maður gerði það. ína var falleg kona og fjarskalega nett, smekkleg í klæðaburði og ein- staklega háttprúð. Hún var kurteis kona í fornum skilningi og væn en hafði líka góða kímnigáfu, einstak- lega hýrt bros og smitandi hlátur. Vissulega var hún orðin gömul kona og fannst hún hafa lifað nógu lang- an dag, en við höfum samt leyfi til að sakna hennar sárt. Með henni er fallin enn ein stoðin úr undirstöðu fjölskyldunnar sem einu sinni var svo stór og sterk. Börnum hennar, tengdabörnum og bamabömum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Silja Aðalsteinsdóttir. ÞOR VALDINA G UNNARSDÓTTIR Elsku amma og langamma, um leið og við kveðjum þig viljum við þakka fyrir allar samverustundim- ar með þér. Guð blessi minningu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir aUt og allt. (V. Briem.) Þorvaldur og fjölskylda. Okkur langar að minnast hennar Inu ömmu. Oll eigum við góðar minningar um hana. Um heimsókn- ir til hennar, gönguferðir og ferða- lög með henni en þá sagði hún okk- ur gjarnan bæði þjóðsögur og sögur af skemmtilegum atburðum er hún var að alast upp. Alltaf tók hún okk- ur af hlýhug og gestrisni og enginn fór svangur frá henni ömmu, enda slógu boilurnar, pönnukökurnar og ananasfrómasinn öllu við. Hún amma var mikil hannyrða- kona og sjaldan sáum við hana öðravísi en með prjónaskap eða út- saum í höndunum. Hún sá alltaf um að allir í fjölskyldunni ættu nóg af + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, Hlíðarvegi 3, ísafirði, sem lést á heimili sínu aðfaranótt laugar- dagsins 27. júní, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. júli kl. 11.00. Guðbjörg Sigrún Valgeirsdóttir, Kristján Guðmundsson, Guðfinna Skúladóttir, Valgeir Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Einar K. Guðmundsson, Sigurður R. Guðmundsson, Hildur G. Bæringsdóttir, Steinunn M. Arnórsdóttir, Aðalbjörg Pálsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Ólöf Minný Guðmundsdóttir, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, Guðmundur S. Ásgeirsson, Birgir Már Guðmundsson, Nína E. Sandberg, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir mín, amma og langamma, KRISTJANA ÞORKELSDÓTTIR, Vesturgötu 7, lést á Landspítalanum að morgni fimmtu- dagsins 2. júlí. Skúli Einarsson, Ingifríður R. Skúladóttir, Guðmundur Gunnarsson, Árni Einar Skúlason, Einar Jón Skúlason, Alexía Ýr Magnúsdóttir, Guðmundur Dór Guðmundsson, Einar Kristján Guðmundsson, Hrafnkell Kristján Guðmundsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR HANSSON fyrrverandi vörubifreiðastjóri, Skúlagötu 40, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 3. júlí, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið eða Hjartavernd. Elsa D. Helgadóttir, Halla Guðmundsdóttir, Gunnlaugur H. Gíslason, Hans B. Guðmundsson, Steinunn Njálsdóttir, Friðjón Guðmundsson, Karen Emilsdóttir, Snorri Guðmundsson, Lilja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÁSGERÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Flúðaseli 80, Reykjavík. Kristjana Kjartansdóttir, Rúnar Grímsson Kjartan Rúnarsson, Ásgeir Rúnarsson, Óskar Rúnarsson, Atli Rúnarsson, Daði Rúnarsson. + Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BIRGIS ÓSKARSSONAR, Kópalind 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu Karitas. Ragnheiður Ögmundsdóttir, Ögmundur Birgisson, Margrét H. Pétursdóttir, Knútur Birgisson, Anne Mette Vinther, Óskar Ögri Birgisson, Birgir Heiðar Birgisson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GÍSLA SKARPHÉÐINS SIGURÐSSONAR, Stapa. Guð blessi ykkur öll. Vandamenn. + Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, HARÐAR BJARNASONAR. Margrét Hjálmarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.