Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 43 r þinni stuðning hinum megin frá. Elsku Elsie! I huga okkar ertu hetja. Þú hefur staðið eins og klettur með Erni og barist áfram af ótrúleg- um dugnaði. Hugur okkar og bænir eru hjá þér og krökkunum. Þar sem ekkert þiðnað getur, þegar ríkir kaldur vetur: liggur þú í líni mjallar - langt fyrir ofan kreddrn- allar. Leikur um þig lúðurhljómur; landvættanna storma rómur. Hringja þeir í hamradröngum hátt og lágt með yfirsöngum. Um þig tónar isju-kaldi undir norðurljósa faldi. Stök og þögul stjama um nóttu starir til þín ffam að óttu. Veg sinn fer um vetrarheiði, vakir yfir þínu leiði; um þig glóa elda lætur. - Ofurhugi, góðar nætur! (Guðm. Friðjónsson.) Ómar og Brynja, Jóna og Magnús, Sveinbjörn og Svava, Þórdís og Sívar. Það var að mig minnir árið 1991 sem Örn hóf störf í lögreglunni í Keflavík en haðfi starfað í lögregl- unni á Keflavíkurflugvelli frá 1987. Þegar Örn kom til starfa í Keflavík var hann settur saman á bíl í eftilit sem byrjaði ekki glæsilega. Við kom- um að ákveðnu máli þar sem ég var sáttur við mína afgreiðslu á málinu og lét þá skoðun sína óspart í ljós bæði við mig og varðstjórann. Eftri að hafa rætt afgreiðslu málsins þar sem báðir komu sínum skoðunum á framfæri kom aldrei hnökur á okkar samstarf og ekki nóg með það heldur tókst með okkur og fjölskyldum okk- ar mikill vinskapur sem staðið hefur alla tíð síðan. Örn hafði mjög ákveðnar skoðan- ir á lögreglustarfinu og sinnti því að mikilli festu. hann var ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hon- um þótti einhver ekki haga sér sem skyidi. Það er óhætt að segja að fólk það er hann hafði afskipti af hafi brugðist misjafnlega við að heyra hvað honum fannst um háttarlag þess. Það vita þeir sem Örn þekktu að það var ekki hans stíll að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Ég og Örn vorum á sömu vakt nærri allan þann tíma sem hann starfaði í lögreglunni í Kefla- vík. Undir það síðasta var hann orð- inn það þróttlítill að hann hafði ekki úthald í að standa næturvaktir þannig að hann stóð dagvaktir. Örn mætti til vinnu að minu mati lengur en eðlilegt gat talist. Ég minnist þess að þegar sjúkdómurinn upp- götvaðist var hann settur í geisla- meðferð. Ekki þótti honum ástæða til að vera allan daginn frá vegna þess, heldur fékk hann að skreppa til Reykjavíkur þar sem hann fór í geislana og mætti síðan að því loknu aftur til vinnu og kláraði vaktina. Það má vera að það hafi verið tillits- leysi af minni hálfu fyrir tveimur ár- um síðan að ég bað Örn að flísa- leggja baðherbergi á heimili mínu. Örn sagði já og flísalagði baðher- bergið fái-veikur. Flísalögnin tók hann reyndar nokkurn tíma en biðn var rúmlega þess virði því að baðið er sannkallað listaverk. Örn var í mínum augum mikill merkis maður. Hann var mjög ákveðinn og lá ekki á skoðunum sín- um varðandi menn og málefni. Hann var fyrir utan að vera lög- reglumaður lærður múrari og átti eitthvað lítið eftir til að geta tekið sveinspróf í húsasmíði. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hend- ur, allt lét í höndum þessa manns. Fyrir utan að vera áhugasamur um starf sitt hafði Örn mikinn áhuga á flugi og má segja að módelflug hafi átt hug hans alian. Örn smíðaði sínar flugvélar sjálfur og hafði útbúið sér litla og snyrtilega aðstöðu í bílskúm- um heima hjá sér þar sem hann eyddi talsverðum tíma í smíðar og til- raunir. Einnig hafði hann nokkurn áhuga á skotvopnum og stundaði skotveiðar í einhverju mæli. Stórt skarð er höggvið í lögreglu- lið Keflavikur þar sem svipmikill persónuleiki er fallinn frá. Sagt er að maður komi í manns stað, en mitt álit er að enginn komi í stað Arnar. Elsku Elsí og fjölskylda, sorg ykkar og söknuður er mikill. Þess óska ég og fjölskylda mín að algóður Guð styðji ykkur og styrki um ókomna tíð. Magnús I. Jónsson. Ég kynntist Erni fyrst fyrir rúm- um 11 áram þegar fjölskyldan fluttist í Grænás. Milli mín og Hildar tókst mikill vinskapur og eftir það var ég tíður gestur á heimilinu. Síðustu árin voru heimsóknirnar ekki eins marg- ar, en ávallt tók hann mér jafnvel þegar ég hitti hann á götu. Ég mun minnast hans sem mikils baráttumanns sem var fylginn sér. Elsku Hildur, Sæmundur og fjöl- skylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Kæri Örn ég kveð þig hér. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næóis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert iljt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgi mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi (23. Davíðssálmur.) Ykkar vinkona Berglind Leifsdöttir. Fallinn er nú frá eftir langvarandi baráttu við sjúkdóm, vinur okkar og félagi, Örn Kjæmested. Okkui' langar í fáum orðum að minnast hans og þakka honum iyrir góð kynni sem vörðu í alltof stuttan tíma. Erni kynntist ég þegar ég byrjaði í lögregl- unni í Keflavík og tókst með okkur mikill kunningsskapur sem hélst alla tíð. Eiginkonur okkar unnu einnig saman á skrifstofu fyrirtækis hér í bæ, þannig að samgangur var mikill. Margar góðar minningar hrannast upp þegar við látum hugann líða til baka. Örn var mikill vexti og hraust- menni. Hann vann mikið á milli vakta við múi'verk og flísalagnir og liggja eftir hann mörg góð verk. Oft vorum við Örn tveir saman á eftirlitsferðum og þótt áhugamálin væru ekki þau sömu gátum við spjallað um allt og ekkert tímunum saman. Einnig var stundum setið í eldhúsinu á Gónhóln- um í húsinu sem Örn byggði og drukkið þar kaffi og þegið meðlæti sem Elsie töfraði fram og hljómaði þá jafnan mikill hlátur eftir einhverja góða söguna. Oftar en ekki bar á góma áhugamál Arnar sem tengdist flugmódelum og flugi almennt. Einnig var honum veiði hugleikin og höfðum við ákveðið að fara saman með fjölskyldur okkar í veiðitúr en ekki varð af því. Síðasta sumar kom hann ásamt Elsie og tveimur sonum þein-a, Jón Oddi og Gunnari Emi, í heimsókn til okkar í sumarbústað í Hraunborgum. Þar skemmtum við okkur vel saman en sjá mátti hvað Örn var orðinn þjáður þá, en þó hafði hann það af að keyra sjálfur báðar leiðir. Stai-fið var honum hugleikið og hafði hann mikinn metnað til að standa sig vel þar, sem og hann gerði. Síðustu mánuði hans í starfi voru honum erfiðir þar sem greinilegt var að sjúkdómurinn dró úr honum mik- inn mátt. Samt gat maður ekki annað en dáðst að baráttuþreki hans og vilja til að vinna bug á sínum veikindum því hann leitaði alh'a leiða ásamt Elsie til að fá bót meina sinna. Örn var maður sem neitaði að gefast upp og talaði hann mikið um það hvað hann ætlaði að gera þegar hann stigi upp úr veikindunum. Ékki er hægt að láta hjá líða að minnast á Elsie, kraft hennar og bar- áttuþrek, en hún var Erni mikil stoð í veikindum hans og dreif hann áfram þegar honum fannst allir vegir lokað- ir. Elsie, við höfum dáðst að krafti þínum og jákvæðni og vonum að þú haldir áfram að vera eins sterk og þú hefur verið. Þú veist af okkur í næstu götu og þú átt okkur ávallt að. Elsku Elsie, börn og aðrir aðstand- endur. Missir ykkar er mikill en góð- ur guð styðji ykkur í sorg ykkar og söknuði. Minningin um Örn mun lifa í hjarta okkar sem hann þekktum. Hrannar og María. \ |ÉB| sgs - - JlSS •jó^I í*53q gbí<b .ainL, JM Jíitsson • !0Ut5 54’ • REIÐUFE Þú átt greiða leið að reiðufé í næsta banka eða hraðbanka! Hraðbankar eru nú orðnir yfir 150 á landinu öllu og er að finna við helstu bankaútíbú og innan seilingar við íjölmargar verslunarmiðstöðvar. Með VISA kortíð upp á vasann og PIN-númerið* bakvið eyrað geturðu því náð þér í skotsilfur í skyndi hvenær sem þú þarft á að halda, jafnt á afgreiðslutíma BÓNUS OG ÁTVR sem á kvöldin og um helgar. L/EKKAÐ ÚITEKTARGJALD! *PIN (Persónulegt InnsláttarNúmer) Hafðu strax samband við VISA eða bankann/sparisjóðinn þinn ef þú þarft að fá PIN-númer þitt endurútgeöð. Leggðu það síðan á minnið og haltu því leyndu fyrir öðrum. Heimildir til úttektar með Almennu korti og Farkorti eru bundnar við að 10.000 kr. á dag og 40.000 kr. á úttektartímabili en mega vera helmingi hærri með Gullkorti. VISA - GREIÐSLUÞJÓNUSTA SNIÐIN AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.