Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 45 FRÉTTIR KIRKJUSTARF Helgardag- skrá á Þingvöllum Könnun Gallups fyrir ÍE kynnt 82% fylgjandi gagnagrunni UM HELGINA bjóða landverðir á Þingvöllum upp á gönguferðir og barnastund þar sem saman fer fræðsla, skemmtun og holl útivera. Á laugardag kl. 14 verður farið frá þjónustumiðstöð í gi-óðurskoð- unarferð um nágrennið og rætt um gróðurfar og plöntunytjar að fornu °g nýju. Á sunnudag hefst dagskráin kl. 11 með barnastund fyrir alla krakka. Þar verður leikið, sungið og spjalíað og hefst stundin við þjónustumiðstöð. Kl. 14 verður messa í Þingvalla- kirkju og að henni lokinni mun staðarhaldari litast um á Þingvöll- um ásamt gestum. Kl. 15 verður gengið frá Flosagjá í Skógarkot og farið með sögur og ljóð frá Þing- völlum. Þátttaka í dagskrá þjóð- garðsins er ókeypis og allir eru vel- komnir. SAMKVÆMT niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Gallup vann fyrir íslenska erfðagreiningu í maí síð- astliðnum eru 82% svarenda mjög eða frekar fylgjandi því að gagna- grunnur á heilbrigðissviði verði gerður en karlar voru marktækt hlynntari því en konur. Um 4% svarenda voru mótfallin. Markmiðið með könnuninni var að kanna ýmsa þætti er varða ónafntengdan gagna- grunn á sviði heilbrigðismála og við- horf fólks á því hvort ÍE sé vel til þess fallin að standa að uppbygg- ingu og rekstri slíks gagnagrunns. I könnuninni kom einnig fram að níu af hverjum tíu telji að framfarir í læknisfræði geti ekki orðið án hjálpar og samvinnu almennings og vísindamanna og svipað hlutfall eða 92% sögðust vera tilbúnir til að veita vísindamönnum aðgengi að heilsufarsupplýsingum ,um sig sem ekki væri á neinn hátt hægt að tengja viðkomandi. Þá var spurt hvaða aðila, hvort sem væri opinber aðili eða einkafyi’irtæki, fólk teldi best til þess fallinn að sjá um gagnagrunninn. Af þeim sem tóku afstöðu nefndi 51% íslenska erfða- greiningu, 13% heilbrigðismála- ráðuneytið og 9% Háskólann. Hátt hlutfall, eða 44%, tók ekki afstöðu til spurningarinnar. Rétt rúmur helmingur þeirra sem tóku afstöðu er jákvæður gagn- vart því að einkaaðili fái tímabund- inn einkarétt á að nota slíkan gagnagrunn í viðskiptaskyni, eftir að hafa byggt hann upp. Utskrifuðust sem kennarar fyrir 60 árum Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞAU komu saman til að halda upp á að 60 ár eru frá því þau út- skrifuðust frá Kennaraskólanum. Nemendur voru alls 31 sem luku námi þann vetur og eru nú 18 lif- l andi af þeim. I tilefni dagsins bauð Kristín Björnsdóttir þeim öllum í mat og gátu níu þeirra i mætt. Hulda Runólfsdóttir, Stein- unn Jóhannsdóttir, Kristín Björnsdóttir, (aftari röð) Helgi Þorláksson, Ragnar Þorsteins- son, Gils Guðmundsson, Magnús Jónsson, Sigríður Arnlaugsdóttir og Ingólfur Geirdal. I Islandsmeistara- mót í svifflugi ÍSLANDSMEISTARAMÓT í svifflugi verður haldið á Helluflug- velli dagana 4.-12. júlí að báðum dögum meðtöldum. Keppt er um 4 bikara. Jóhannes Hagan bikar, Ráð- herrabikar, Pfaff-skál og Póstbikar. Keppt er eftir hinum almennu regl- um Fédération Aeronautique Inter- national. Keppendur verða um tíu og þeirra á meðal núverandi Islandsmeistari ( Steinþór Skúlason. Nokkrir aðilar koma að mótinu með ýmsum hætti t.d. Flugfélagið Atlanta gefur verð- launagripi aðra en að ofan getur, Ljósmyndavörur hf. leggja til Fuji- filmur en keppendur sanna feril sinn með myndatökum yfn- hornpunktum og fara nokkrir tugii’ filma á mótinu. R. Sigmundsson leggur til forrit fyr- ir leiðarútreikninga en það er nýjung I á íslandsmóti. Tæknival lánar öfluga ! tölvu og prentara til að hægt sé að nota framangreint forrit. Olís leggur I til eldsneyti á dráttarflugvélar sem draga svifflugur keppanda í 600 metra hæð. Flugmálastjórn lánar Helluflug- völl. Veðurstofa íslands kemur öllum nauðsynlegum upplýsingum um veð- urfar og spár til mótsstjómar. Móts- stjóri verður Bragi Snædal, reyndur svifflugmaður frá Akureyri. Aðstoð- / armenn mótsstjóra verða meðal ann- ars Jón Helgason sem sér um tölvu- útreikninga og Kristín Baldursdóttir startstjóri. Framkvæmdastjóri Is- landsmótsins er Baldur Jónsson, for- maður svifflugdeildar Flugmálafé- lags Islands. Höskuldur Frímannsson, forseti Flugmálafélags, setur mótið laugar- daginn 4. júlí kl. 11. Uppgræðsla í Krýsuvík SAMTÖKIN Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs ásamt sjálfboða- liðasamtökunum um náttúruvernd standa um helgina fyrir uppgræðslu- átaki við Krýsuvíkurskóla í sam- vinnu við heimilismenn og starfs- menn Krýsuvíkursamtakanna. I Krýsuvík er ein mesta gróður- og jarðvegseyðing á landinu en heimildum ber öllum saman um að fyrrum hafi verið þar frjósöm og blómleg byggð. Með ræktunarátak- inu er ætlunin að skapa vistlegra umhverfi við meðferðarheimilið, seg- ir í fréttatilkynningu. Til að auka frjósemi hins örfoka jarðvegs verður lífrænum efnum, húsdýraáburði og mómold, dreift á flatirnar og í rofa- börð í kringum húsið, grasfræi verð- ur sáð og lúpínu pantað. Auk Gróðurs fyrir fólk, sjálfboða- liðasamtakanna um náttúruvernd, og Krýsuvíkursamtakanna hefur fjöldi aðila lagt hönd á plóg vegna fyrir- hugaðs ræktunarátaks. Hafnarfjarð- arbær hefur m.a. lagt til jarðýtu til að jafna og lagfæra svæðið í kring og hefur Gámaþjónustan hf. flutt lífræn efni á svæðið að kostnaðalausu. Landgi’æðsla ríkisins leggur til gras- fræ og fjölda lúpínuplantna sem plantað verður um helgina. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í ræktunarátakinu við Krýsuvíkur- skóla á laugai’dag eða sunnudag er bent á að hafa samband við fulltrúa þeirra samtaka sem að átakinu standa. Minnisvarði á Víðivöllum MINNISVARÐI um Víðivallabræð- ur verður afhjúpaður á Víðivöllum i Aki-ahreppi, Skagafírði, sunnudag- inn 5. júlí. Athöfnin hefst kl. 15. Víðivallabræður, sem uppi voru á 19. öld, voru Pétur Pétursson, bisk- up, Brynjólfur Pétursson, Fjölnis- maður og deildarstjóri í Rentukammerinu, og Jón Pétursson, háyfirdómari. Ættingjar bræðranna reistu minn- isvarðann sem verður afhentur Akrahreppi til eignar. Við þetta tækifæri munu ættingjar bræðr- anna, venslafólk og velunnarar hitt- ast á Víðivöllum en að lokinni vígslu- athöfn verða veitingar bornai’ fram í félagsheimilinu Héðinsminni á Stóru-Ökrum. Safnaðarstarf Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Svalbarðskirkja í Þistilfirði 150 ára SVALBARÐSKIRKJA í Þistilfirði verður 150 ára sunnudaginn 5. júlí nk. Af því tilefni verður afmælishá- tíð í kirkjunni og hefst hún með messu kl. 14 á sunnudaginn. Biskup ísland, herra Karl Sigurbjörnsson, prédikar. Prófastur Þingeyinga, séra Ingimar Ingimarsson, annast altarisþjónustu ásamt séra Bolla Gústafssyni vígslubiskupi og séra Kristjáni Vali Ingólfssyni. Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri annast söngstjórn og Margrét Bóasdóttir syngur einsöng. Kirkjukórar Sauða- ness- og Svalbarðssóknar syngja. Efth’ messu býður sóknarnefnd til veitinga í Svalbarðsskóla þar sem séra Ágúst Sigurðsson mun rekja sögu staðar og kirkju. Hvítasunnukirkjan Ffladelffa: Ung- lingasamkoma kl. 20.30. Allir vel- komnir. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfssti’æti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Ki’istján Friðbergsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshraum 3, Hafn- arfirði: Bibh'ufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Derek Beardsell. Efni biblíufræðslu á öllum stöðum er: Síðara Korintubréfið - Boðunar- handbók. LEIÐRÉTT Margrét Guðfinna Ólafsdéttir Sigrún Hjartar Ólafsdóttir Myndavíxl Myndavíxl urðu í afmælistilkynn- ingum í Morgunblaðinu í gær. Mynd af Margréti Ólafsdóttur Hjartar kom yfir afmælistilkynn- ingu um Guðfinnu Sigrúnu Ólafs- dóttur, og öfugt, en þær urðu báðar áttræðar í gær. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Röng mynd I Morgunblaðinu í gær, fimmtu- dag 2. júlí, er grein eftir Gísla Gunn- arsson háskóla- kennara með yfir- skriftinni: Vill Al- þýðubandalagið vera verkalýðs- flokkur? Með greininni birtist röng mynd. Hér kemur rétt höf- undarmynd. Blaðið biður við- komendur vel- virðingar á þess- Gunnarsson um mistökum. Rangt nafn I viðtali við Freydísi Jónu Þor- steinsdóttur, sem birtist á bls. 8 í Morgunblaðinu í gær, er farið rangt með nafn eiginmanns henn- ar. Hann heitir Sigurgrímur Skúla- son. Er beðist velvirðingar á þess- um mistökum. Rangt nafn í frétt í Morgunblaðinu í gær á bls. 10 um samninga hjúkrunar- fræðinga var stutt viðtal við Örnu Björg Sævarsdóttur. Hún var sögð heita Anna og er beðist velvirðingar á því. Rangt nafn í fréttatilkynningu frá hársnyrti- stofunni Papillu í gær var einn eig- andinn sagður heita Guðrún Magn- úsdóttir. Þetta er ekki rétt heldur heitir hún Auður. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. 18 ekki 8 I fyrirsögn gi’einar eftir Þorstein H. Gunnarsson búfræðikandidat, sem birt var hér í blaðinu 16. júní sl., féll niður stafur. Þar stóð 8 millj- arða búvörusamningur í stað 18 milljarða sem rétt er. Þetta leiðrétt- ist hér með. Stærsti laxinn I veiðiþættinum 1. júlí sl. var sagt frá 24 pd. laxi úr Flekkudalsá og að hann væri sá stærsti fyrr og síðar úr ánni. Árið 1960 fékk Baldur Ólafsson frá Akranesi jafnstóran lax, einnig í Fornastreng. www.simaskra.is SÍMASKRÁIN gefin út daglega! SÍMINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.