Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 47 BRÉF TIL BLAÐSINS Ð en ekki D með striki Frá Önnu S. Snorradóttur: „MIKIÐ lifandis, heimsins ósköp“ (orðtæki gamallar vinkonu úr Svarfaðardal) gladdist ég yfir leið- ara Morgunblaðsins í morgun, 24. júní, sem ber sömu yfirskríft og ég geri að minni. Þar kemur fram ein- hugur málsmetandi manna og sýn- ir, að við verðum að standa vörð, ekki aðeins um tunguna, heldur hvern einasta bókstaf, eins og dæmin sanna, og nú virðist úr því skorið að minnasta kosti í svip, að tungan hafi sigrað tæknina, svo er Guði fyrir að þakka. Þegar ég las fyrst umfjöllun í blaðinu um það, að við myndum þurfa að breyta Ð-inu okkar, vegna tölvutækninnar og væntanlega líka vegna erlendra samskipta, varð mér að orði: „Eru þeir orðnir brjál- aðir að láta sér detta annað eins í hug!“ Areiðanlega hefir eitthvað svipað komið upp í huga margra og þá kannski líka spurningar: Hvað næst? Hvernig endar þetta? Nei, í þessum efnum þurfum við heldur betur á allri okkar aðgæslu og íhaldssemi að halda, og það læðist að manni ótti um, að næst verði reynt að þjarma að Þ-inu. Eldspýturnar í Evrópu Hamagangurinn, sem varð í Evr- ópu, þegar umræðan stóð sem hæst um það, hve margar eldspýtur ættu að vera í einum stokki, skaut upp kolli. Eg var á ferðalagi og stödd einhvers staðar í álfunni, man ekki hvar, en var ólæs á dagblöðin, svo að ég keypti The Daily Telegraph þennan tíma til að fylgjast með þvi helsta sem var að gerast. Oftast læt ég fyrirsagnirnar nægja, en ekki alltaf. Þegar þessi „skemmtisaga" um eldspýturnar hófst hjá Evrópu- fólkinu í Brússel, las ég frásagnir til enda, hló stundum þótt ég fyndi fyrir alvörunni, sem að baki bjó: Allir eins - allt eins, að öðrum kosti skaltu út í kuldann. Það má svei mér gá að sér, vera nógu vakandi og ihaldssamur á sitt, bregða helst ekki út af því góða og gamla, sem hefir dugað lengi, nema að augljós ávinningur sé fyrir land og þjóð og að það sjái hvert manns- barn. Eflaust verð ég skömmuð og þetta kannski nefnt ofstæki, en mér er alveg sama. Ræðuhöldin í Evr- ópu stóðu dögum saman um það, hve margar eldspýtur ættu að vera í stokknum. Það voru Bretar sem tregastir voru að samþykkja, vildu fá að ráða þessu heima hjá sér. Þó það nú væri! En þá var hrópað úr ýmsum hornum: Allir eins - allt eins - eitt land, sem heitir Evrópa. Jafnmargar eldspýtur í öllum stokknum! Eg man ekki endalokin, senni- lega farin burt. Þótt einn bókstaíúr sé þúsund sinnum dýrmætari en ein eldspýta, kom þetta upp í hugann, þegar ég heyrði fréttina og fann fyrir því, hvemig stöðugt er verið að pota í okkur og segja fyrir verkum. Von- andi stöndum við á okkar rétti sem er góður. Við erum eyland og vilj- um eiga okkur sjálf, okkar letur og allt sem íslenskt er. ANNA S. SNORRADÓTTIR Hofteigi 21, Reykjavík. ÍSLENSKI HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. AÐALFUNDARBOÐ Aðalfimdur ÍSLENSKA HLUTABRÉFASJÓÐSINS verður haldinn föstudaginn 10. júlí 1998 kl. 17.00 í Sunnusal Hótels Sögu. Dagskrá: ti Skýrsla stjórnar ti Staðfesting ársreiknings n Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna 11 Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á liðnu reikningsári ti Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins ti Kosning stjórnar félagsins skv. 19. grein samþykkta ti Kosning endurskoðenda félagsins skv. 26. grein samþykkta n Þróun og horfúr á hlutabréfamarkaði. - Yngvi Harðarson, hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnaltagspám ehf. u Onnur mál li ^ LANDSBRÉF HF. rrn, — 'hstH- SUÐURLANDSBRAUT 24. 108 REYKJAVIK, SIMI 535 2000, BREFSIMI 535 2001, landsbref.is. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Kœrar þakkir fœri ég öllum þeim, sem fögnuðu með mér á sjötugsafmœli mínu 25. júní sl. Eg þakka veglegar gjafir, skeyti og aðrar kveðjur. En fyrst og fremst þakka ég hlýhug og vináttu. Björg F. Hansen. etto H J Á L M A R Notaðu heilann! Notaðu hjálm! Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavfk • Sími 540 7000 Fax 540 7001 • Netf. falkinn@falkinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.