Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 5 V* FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir dramatísku spennumyndina Twilight með Paul Newman, Susan Sarandon og Gene Hackman í aðalhlutverkum. Leikstjóri myndarinnar er Robert Benton sem hlaut á sínum tíma Oskarsverðlaunin fyrir Kramer vs. Kramer. Utbruiminn en til í tuskið Frumsýning HARRY Ross (Paul Newman) er gamall og útbrunninn fyri-verandi lögreglumaður og einkaspæjari í Los Angeles sem ákveður að rétta tveimur fornvinum sínum hjálpar- hönd, en það eru hjónin Jack Ames (Gene Hackman), sem eitt sinn var fræg kvikmyndastjarna, og Catherine (Susan Sarandon). Fyrr en varir kemst Ross að því að hann hefur dregist inn í hringiðu flókins morðmáls, þar sem við sögu kemur fjárkúgun, kynlífshneyksli og ýmis önnur siðferðileg álitamál. Ross hefur komið víða við í lífinu og lengi barist við áfengissýki, en innra með honum lifir alltaf þörfin fyrir að komast að sannleikanum. Hann er traustur og áreiðanlegur og vinur vina sinna og því leggur hann sig allan fram um að leggja hjónunum lið þegar þau þurfa á að- stoð hans að halda. í Twilight liggja leiðir Oskarsverðlaunahafans Paul Newmans og leikstjórans og hand- ritshöfundarins Robert Bentons saman á nýjan leik, en þeir unnu saman við gerð myndarinnar Nobody’s Fool. Benton fékk á sín- LEIKSTJÓRINN Robert Bent- on og Paul Newman slá á létta strengi við tökur á Twilight. um tíma Óskarsverðlaunin bæði fyrir leikstjóm og handrit sitt að myndinni Kramer vs. Kramer, og einnig hlaut hann verðlaunin fyrir handrit sitt að myndinni Places in the Heart. Eftir nám í kvikmynda- gerð starfaði Benton hjá tímaritinu Esquire um nokkurra ára skeið, en fyrsta kvikmyndahandritið skrifaði hann í samvinnu við David Newm- an. Það var handritið að Bonny and PAUL Newman leikur fyrrverandi einkaspæjara sem tekur þráðinn upp á ný til að veita vinum sínum aðstoð. HARRY Ross (Paul Newman) ræðir málin við Catherine Ames (Susan Sarandon). Clyde og í kjölfarið á mikilli vel- gengni myndarinnar komust þeir félagar á samning hjá Warner Bros. þar sem þeir unnu að hand- ritagerð. Frumraun hans sem leik- stjóra var þegar hann gerði mynd- ina Bad Company eftir eigin hand- riti en Jeff Bridges fór með aðal- hlutverkið í henni. Meðal mynda sem Benton hefur gert síðan eru The Late Show, Still of the Night og Nadine. Benton segist lengi hafa verið heillaður af leynilögreglusögum, en The Late Show með þeim Art Car- ney og Lily Tomlin í aðalhlutverk- um, sem Benton gerði fýrir 20 ár- um, fjallaði einmitt um einkaspæj- ara. „Einkaspæjarinn er rómantísk borgarhetja sem einatt er í klemmu milli hugsjóna og tor- tryggni og samkvæmt hefðinni er einkaspæjarinn flókin manngerð sem alltaf hefur vakið hjá mér for- vitni.“ Paul Newman á að baki glæsi- legan feril í kvikmyndum og meðal síðustu mynda hans auk Nobody’s Fool eru The Hudsucker Proxy, sem þeir Coen bræður gerðu, Mr. and Mrs. Bridges, sem James Ivory leikstýrði, Fat Man and Little Boy og Blaze. Newman hef- ur átta sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og árið 1985 hlaut hann sérstök heiðursóskarsverð- laun. Arið eftir hreppti hann svo loksins Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki, en það var fyrir hlut- verkið í myndinni The Color of Mo- ney þar sem hann lék á móti Tom Cruise. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Athafnasamt ungt fólk VERSLUNARMIÐSTÖÐVAR skjóta upp kollinum um þessar mundir og er Vesturbærinn í Reykjavík þar ekki undanskilinn þvf vísir að slíkri miðstöð er risinn í kringum hverfisverslunina Kjöt- borg á Ásvallagötu. Þar eru á hverju horni ein eða tvær verslan- ir af minni gerðinni, geta reyndar varla verið minni enda er yfir- byggingin í samræmi við það - far- ið inn í Kjötborg og fenginn tré- kassi að láni. Margt er í boði, til dæmis tíma- rit, greiður, bflar, blýantar og fleira. Verðið er það lægsta í bæn- um, hækkaði reyndar er leið á vik- una því þá var búið að selja allt það ódýrasta og farið að ganga á dýrari leikföng og heimilishluti. Sigrún og Hrönn settu upp verslun um daginn og rann ágóð- inn til PKU-barna en það eru börn sem þola ekki ákveðinn mat, eru með fæðuóþol. Bjartur og Hrafn- kell, nokkru yngri en stelpurnar, stofnuðu einnig verslun hinum megin við hornið og ætluðu ekki að nota ágóðann til að kaupa neitt sem gæti skemmt tennurnar en byssudót freistaði. f dyrunum standa Kristján Jónasson kaup- maður í Kjötborg og Jón Jónsson heildsali. NONAME ’ ■■■. COSMETICS . ‘Kynnitig óiaiia Hrón„ jónsttói,ir Hel9a Sæunn föröunarfræöingur gefur nonamcantiiiiír?1998 ráöleggingar i dag frá kl. 14-18 Sautján, laugavegi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.