Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 52
>52 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ballerína NEVE Campbell var fímmtán ára ballerína þegar hún var „upp- götvuð“ í heimalandi sínu, Kanada, þar sem hún dansaði í söngleiknum „Phantom of the Opera“. í kjölfarið fylgdi ferill í auglýsingum og tveggja mánaða ferill sem fyrirsæta. „Eg sat fyrir í auglýsingu fyrir Sony og fleiri fyrirtæki en fannst það hvort tveggja leiðinlegt og sóun á hæfí- leikum mínum. Eftir að hafa leikið í nokkrum kanadískum sjónvarpsþáttum fékk Neve hlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttunum „Party of Fi- ve“ sem Stöð 2 hóf nýlega sýn- ingar á að Þráft fyrir að Neve væri efni- legur dansari og gengi vel í skól- anum fékk hún taugaáfall 14 ára gömul vegna álags. nýju. Ferill hennar fór svo á flug þegar hún lék í mynd- unum „The Craft“ og „Scream“ en sú síðar- nefnda gerði hana mjög eftirsótta í Hollywood. Á þessu ári verða þrjár myndir sýndar með Neve, „Scream 2“, „Wild Things" og „54“ og því nóg um að vera hjá þessari 24 ára leikkonu. Neve var sex ára gömul þegar hún byrjaði að Iæra ballett og að- eins níu ára gömul komst hún inn í virtasta ballettskóla Kanada þar sem aginn og mikil vinna eru einkunnarorðin. Þrátt fyrir að Neve væri efnilegur dansari og gengi vel í skólanum fékk hún taugaáfall 14 ára gömul vegna álags. Hún hélt þó áfram að dansa og vakti, eins og fyrr seg- ir, athygli umboðsmanns og framhaldið þekkja flestir... NEVE Camp- bell er orðin ein af eftirsótt- ustu leikkonum Hollywood. sem Ahættuatriði í læknum HAFNFIRSKA kvikmyndafélagið Artifícium fílm er þessa dagana við tökur á stuttmyndinni „Hyggju- lausir beimar“. Hjalti Snær Ægis- son er leikstjóri og handritshöfund- ur, og hinir eigendurnir fyrirtækis- ins eru Jóhannes Runólfsson hljóð- maður og Davíð Már Bjamason tökumaður. Strákarnir fengu dygg- an stuðning frá vinkonum sínum Ásdísi Dögg Ómarsdóttur sem var skrifta og Hörpu Kolbeinsdóttur sem ljósmyndaði en saman sáu þær um förðun. Þeir eru allir á 17da ári, og stofnuðu félagið þegar þeir voru búnir með seinasta samræmda prófíð í fyrra. Er nútíminn trunta? „Myndin er nokkurs konar ádeila á nútímann," segir leikstjórinn. „Nafnið þýðir eiginlega „Fólk er fífl“ og er skrumskæld tilvitnun í ljóðabálkinn Huldu eftir Jónas Hallgrímsson.“ Myndin skiptist í þrjár sögur sem allar gerast á sama tíma og byggjast á kveðskap Jónasar að nokkru leyti, til að athuga hvort hugsunarháttur hans stenst nútím- ann. Fyrsta sagan segir frá tveimur ungum framapoturum sem eru ný- komnir með stúdentspróf en þeir stofna gæludýrabúð og hyggjast leggja undir sig markaðinn. Onnur sagan segir frá tveimur ungum stúlkum sem eru að taka til heima hjá annarri eftir mannfagnað kvöldið áður. Þriðja sagan segir frá pípara sem fær lánaðan viðhafnar- klæðnað þar sem hann er á leið í glerfínt samkvæmi ásamt unnustu sinni. Sögurnar tengjast svo allar í lokin. Leyfi á leyfi ofan Meðfylgjandi myndir sýna áhættuatriði sem tók marga mán- uði að skipuleggja, en þar er Lödu ekið út í lækinn í Hafnarfirði. „Þetta er langerfíðasta atriðið, og við þurftum margvísleg leyfi til að framkvæma það. En við byrjuðum á toppnum og fórum strax til bæj- arstjórans sem benti okkur á hvert við ættum snúa okkur. Það var bæjarverkfræðingur, umhverfis- nefnd, lögreglan, garðyrkjustjóri og þar fram eftir götunum," út- skýrir Davíð Már. „Það var líka erfitt að finna einhvern nógu hug- aðan til að keyra Löduna, og það var ekki fyrr en á seinustu stundu að Sigurður Bjarni Sigurðsson tók hlutverkið að sér. Hann keyrði á 40-50 km hraða út í lækinn. Það var ekki mikil hætta á að hann drukknaði, kannski smáhætta á að hann myndi slasa sig, en hann blotnaði ekki einu sinni,“ segir Jó- hannes, „samt ti-yggðum við atriðið í bak og fyrir ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis." Kostnaður við myndina er áætl- aður um 200.000 kr. og mestur hluti þess fjár fer í eftirvinnsluna og leigu á tækjum. „Við fengum 100 þúsund krónur frá Menningarmála- nefnd Hafnarfjarðar. Svo hafa margir aðrir verið duglegir að styrkja okkur,“ segir Hjalti Snær. Strákarnir í Ai’tificium Film NO NAME « — COSMETICS —— ‘Kynning teo.iwn.jMMr silla páls förðunarfræöingur gefur WMM! 1 ráðleggingar í dag frá kl. 14-18 Spes, Háaleitisbraut 58-60 r 0\(fpturgaBim Smiðjuvegi 14, Ktfpavogi, sími 587 6080 Danshus Opið í kvöld og laugardagskvöld Hljómsveitin Stefán P. og Pétur leika hressa danstónlist Sjáumst Itress Nr. ; var \ Lag ; Flyfjandi 1. ; (1) ; Intergalactic i BeastieBoys 2. ; (2) ; Allt sem þú lest er lygi : Maus 3. i (4) i Space Queen ■ lOSpeed 4. ; (5) ; Soalone? : Banggang 5. 1 (8) 1 Monument • GusGus 6. i (12): ComeWithme ; Puff doddy& J.Page 7. | (13); Dagurl ! Botnleðja 8. (14) 1 Think Im Paranoid ; Garbage 9. ; (16) i Pearly : Radiohead 10.; (15) i TheSun : Chico 11. i (17): One : Filter 12.: (19) i Not ii You Where the Last Junkie.. : The Dandy Warholes 13.: (10): Avaadore ; Smashing Pumpkins 14.: (22): No Shelter ! R.A.T.M. 15.; (25); Drinking in LA ; Bran Van 3000 16.; (20); All in the Fomily i Korn 17.! (-) ; X-Files Theme : Dust Brothers 18.! (-) ; S.M.D.U. : Brock Landars 19.; (7) ! Keliy Watch the Stars : Air 20.: (3) ; Au revoir : Dob 21.: (9) : Sweet Child of Mine j Akasha 22. i (-) i Deeper Underground ; Jamiroquai 23.: (11); Vision Incusion ; Lo Fidelty Allstar 24.! (18); Road Rage i Catatonia 25.! (21)'; BangOn i Propellerheadz 26.! (23)! Better Made : Headswim 27.! {-) i Súersæt : Stæner 28.: (28): Supermans Dead : OurLadyPeace 29. i (29); MyOwnPrison • Creed 30.: (-) : Can See My ! lan Brown Morgunblaðið/Hugi Hreiðarsson SIGURÐUR Bjarni hinn hugaði á fleygiferð út í hafnfirska lækinn. HÆTTAN yfirstaðin og aðstandendur fagna. stefna að því að vera búnir með myndina 13. nóvember og vonast til að hún verði sýnd í sjónvarpinu næsta vetur. „Tæknin er öll hin besta og við leigðum stafræna myndbandstökuvél, þannig að gæð- in eru fyrsta flokks," segir Jóhann- es. „Við vonumst líka til að komá „Hyggjulausum beimum“ í ýmsar stuttmyndasamkeppnir á Norður- löndum, og jafnvel víðar um heim- inn.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.